Jarðskjálfti í Heklu, áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (30-Júní-2014) klukkan 03:52 varð jarðskjálfti með stærðina 1,0 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 0,1 km og telst þetta því vera yfirborðsjarðskjálfti og á upptök sín í breytingum á jarðskorpunni í Heklu. Engin önnur virkni hefur komið fram í kjölfarið á þessum jarðskjálfta í Heklu.

140630_1835
Jarðskjálftavirkni í Heklu og Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Kötlu (sjá mynd). Virkasta svæðið í Kötlu er nærri svæði sem kallast Hábunga í Mýrdalsjökli. Síðustu 24 klukkutímana hefur stærsti jarðskjálftinn haft stærðina 1,6 með dýpið 0,2 km. Dýpri jarðskjálftar eru einnig að eiga sér stað, dýpsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var á 20,6 km dýpi. Grynnri jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað á sama svæði, eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessi atburðarrás leiði til eldgoss, þessi jarðskjálftavirkni gæti einnig ekki leitt til eldgoss í Kötlu. Það er engin leið til þess að vita það eins og stendur hvað er nákvæmlega að gerast í Kötlu.

Styrkir: Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það vill. Hægt er að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (27-Júní-2014) voru djúpir jarðskjálftar mældir í Kötlu, stærðir þessara jarðskjálfta voru frá 0,8 og upp í 1,5. Dýpið sem mældist var frá 23,7 km og niður í 25,7 km.

140627_1735
Jarðskjálftarnir í Kötlu í dag eru þeir sem eru appelsínugulir og innan öskjunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftar eiga sér stað á svona miklu dýpi. Þá er um að ræða kvikuhreyfingar eða kvikuinnskot, slíkar hreyfingar leiða ekki endilega til eldgoss en þýða samt að nauðsynlegt er að fylgjast með þessari virkni sem er að eiga sér stað. Ef eitthvað skyldi breytast í eldstöðinni. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar breytingar á yfirborði Kötlu vegna þessar djúpu jarðskjálftavirkni. Það er ennþá mjög óljóst og illa skilið hvernig Katla hagar sér áður en stórt eldgos hefst.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja mína vinnu þar sem að örorkubætur duga mér mjög skammt. Eins og staðan er í dag þá er ég blankur og hef verið það núna í nokkra daga. Ég þakka fyrir stuðninginn.

Auglýsingar: Ég er í dag eingöngu með Amazon auglýsingar á vefsíðunum hjá mér. Það hjálpar mér að vinna að þessu. Hinsvegar virka Amazon auglýsingar þannig að ég fæ borgað þegar fólk kaupir vörur. Ég fæ ekkert fyrir það þegar fólk smellir á auglýsinganar. Þegar fólk kaupir vörur af Amazon í gegnum þær auglýsingar sem ég er með hérna þá fæ ég 5 til 10% af söluverði vörunnar í tekjur. Það hjálpar mér einnig að reka þessa vefsíðu. Ég þakka fyrir stuðninginn.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu

Í dag (18-Júní-2014) klukkan 10:20 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Kötlu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 2,5 km. Stærsti eftirskjálftinn sem kom í kjölfarið á þessum jarðskjálfta var með stærðina 1,3.

140618_1210
Jarðskjálftinn í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140618.102000.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Heklubyggð á jarðskjálftamæli sem ég er með þar. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað sé að fara gera í Kötlu á þessum tímapunkti. Það er þó nauðsynlegt að fylgjast með stöðu mála í Kötlu ef jarðskjálftavirkni fer að aukast.

Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í dag (13-Júní-2014) urðu nokkrir jarðskjálftar í Hofsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni hafði stærðina 2,8 og var með dýpið 5,1 km.

140613_1715
Jarðskjálftavirknin í Hofsjökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki mikil í Hofsjökli en gerist engu að síður einstaka sinnum. Stundum er jarðskjálftavirkni einu sinni til tvisvar á ári í Hofsjökli, en það er engu að síður ekkert algengt. Það er allt rólegt í Hofsjökli núna og ég á ekki von á því að það muni breytast á næstunni.

Uppfært klukkan 17:24.

Uppfært klukkan 17:40.

Jarðskjálftar í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum

Í dag (3-Júní-2014) hefur verið mikið um smáskjálfta í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Þessi smáskjálftavirkni er eðlileg og það er ekkert sérstakt að fara að gerast í þessum eldfjöllum sýnist mér.

140603_1615
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna

Þórðarhyrna (engar upplýsingar um eldstöðina er að finna á internetinu. Hjá GVP er eldstöðin undir Grímsvötnum) hefur verið að hafa áhugaverða jarðskjálftavirkni undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hafa verið lengur í gangi án þess að nokkur yrði hennar var. Ástæðan fyrir því að þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð er sú staðreynd að þarna verða ekki oft jarðskjálftar. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér stað árið 1902 og var í tengslum við eldgos í Grímsfjalli, þar sem oft gýs á sama tíma í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæði þar sem kvikuinnskot átti sér stað fyrir nokkru síðan. Eins og stendur er þetta bara minniháttar jarðskjálftavirkni sem ekki er þörf á að hafa áhyggjur af.

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kverkfjöllum núna í dag. Venjulega eru ekki jarðskjálftar í Kverkfjöllum, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast undanfarna mánuði og er þessi jarðskjálftavirkni í dag hluti af því ferli. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag. Í dag er allt rólegt þrátt og líklegt að það verði mjög rólegt í langan tíma í viðbót í Kverkfjöllum. Síðasta eldgos í Kverkfjöllum var árið 1968 samkvæmt GVP gögnum.

Styrkir: Ef fólk kaupir af Amazon í gegnum auglýsinganar hérna þá styrkir það mína vinnu. Ég fæ 5 til 10% af hverri seldri vöru í tekjur þegar fólk kaupir í gegnum auglýsinganar hérna. Þeir sem vilja styrkja mig beint er þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálfti suður af Heklu

Í dag (03-Júní-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 2,5 suður af eldstöðinni Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 9,6 km. Nokkrir minni jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Engin merki um eldgos er að sjá frá Heklu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

140603_1605
Jarðskjálftarnir suður af Heklu núna í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er í dag þá er allt rólegt í Heklu. Það er þó gott að hafa varan á sér ef fólk ætlar sér að fara á topp Heklu þar sem eldgos geta hafist með skömmum fyrirvara. Undanfarin fyrir eldgos í Heklu er jarðskjálftahrina sem kemur fram rúmlega einni til tveim klukkustundum á undan áður en það fer að gjósa. Þessi jarðskjálfti kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð og er hægt að sjá jarðskjálftann hérna.

Jarðskjálfti í Langjökli

Í dag (10-Maí-2014) klukkan 10:42 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Langjökli. Þessi jarðskjálfti fannst ekki samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Örfáir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það eru engin merki um það að þarna sé að fara hefjast jarðskjálftahrina.

140510_1525
Jarðskjálftinn með stærðina 3,2 er merktur með grænni stjörnu á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140510.104209.bhrz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram hjá mér á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Jarðskjálftar verða á þessu svæði einstaka sinnum, en jarðskjálftahrinu eru ekkert voðalega algengar á þessu svæði og hafa ekki verið það síðustu ár. Fyrir utan þennan jarðskjálfta þá virðist allt vera rólegt í Langjökli. Hægt er að sjá jarðskjálftann á mínum jarðskjálftamælum hérna.

Styrkir: Það er hægt að styrkja mig og mína vinnu með því að nota Paypal takkan hérna til hliðar. Nánari upplýsingar er einnig að finna hérna á síðu sem ég hef sett upp fyrir fólk sem vill styrkja mig án þess að nota þjónustu PayPal. Ég er bara á örorkubótum er því núna orðin frekar blankur þó skammt sé liðið á mánuðinn. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á suðurlandi í gærkvöldi

Í gærkvöldi (8-Maí-2014) klukkan 23:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ). Þessi jarðskjálfti fannst vel á suðurlandi en olli ekki neinu tjóni samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálfti virðist hafa verið á N-S brotalínu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands (sjá hérna) þá varð þessi jarðskjálfti á brotalínu sem hrökk þann 14-Ágúst-1784 og olli þá jarðskjálfta með stærðina 7,0.

140509_1040
Jarðskjálftinn á suðurlandi. Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140508.231312.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Frekari upplýsingar er að finna á CC Leyfi síðunni.

Hægt er að fylgjast með frekari virkni á suðurlandi hérna á jarðskjálftamælavefsíðunni minni. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er ekki að uppfærast eins og er vegna bilunar í 3G sendi þar sem hann er hýstur. Ég vona að sú bilun verði löguð sem fyrst. Fólk getur síðan einnig fylgst með jarðskjálftavirkni á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.

Jarðskjálftar í Grímsfjalli (Grímsvötnum)

Í gær (27-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Grímsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina tengist jökulflóði sem á sér núna stað úr Grímsvötnum. Þetta jökulflóð er minniháttar samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta flóð úr Grímsvötnum er álíka stórt og jökulflóð sem átti sér stað úr Grímsvötnum í Nóvember árið 2012.

140327_2100
Jarðskjálftahrinan í Grímsfjalli þann 27-Mars-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Órói hefur einnig verið að aukast í Grímsvötnu undanfarna klukkutíma og er helsta hugmyndin sú að þessi órói sé tengdur jökulflóðinu úr Grímsvötnum. Þetta er hátíðini órói sem er að koma fram og hefur hann verið að aukast síðustu klukkutíma. Hugmyndin að þessi órói sé vegna jökulflóðsins er hinsvegar óstaðfest eins og er.

grf.svd.27.03.2014.21.13.utc
Óróinn í Grímsfjalli klukkkan 21:13 þann 27-Mars-2014. Óróinn byrjar við enda þessa myndar (sjá daga). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

grf.svd.27.03.2014.22.55.utc
Óróinn klukkan 22:55 þann 27-Mars-2014. Eins og smá sjá á þessari mynd þá er óróinn að aukast (bláa línan er hátíðni órói). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Grímsfjalli. Það gæti þó breyst með mjög skömmmum fyrirvara. Þar sem Grímsfjall er mjög virk eldstöð og óútreikanleg sem slík. Ef eldgos hefst eða er að fara hefjast þá mun jarðskjálftavirknin aukast í Grímsfjalli eins og gerðist áður en eldgosið 2011 átti sér stað. Hægt er að fylgjast betur með Grímsfjalli hérna og einnig öðrum eldstöðvum í Vatnajökli.

Jarðskjálftar í Heklu

Í gær (27-Mars-2014) voru þrír jarðskjálftar í Heklu. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Heklu í Mars. Ég veit ekki hvað veldur þessari aukningu. Stærðir þessa jarðskjálfta voru 0,7 og 0,8. Dýpið var 9,7 til 8,3 km.

140327_2100
Jarðskjálftar í Heklu í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það er einnig mjög óskýrt hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir og ekki er víst að skilningur komist í þessa virkni á næstunni.

Jarðskjálftamælanetið

Vegna bilunar í internet sambandi þá uppfærist ekki jarðskjálftamælirinn við Heklu. Jarðskjálftamælirinn sjálfur virkar en sendir ekki nein gögn til mín yfir internetið eins og ég geri venjulega. Þetta þýðir einnig að vefmyndavélarnar virka ekki. Vefmyndavél Mílu virkar hinsvegar þó svo að hún sé lengra í burtu.

Jarðskjálftamælirinn í Bjarghúsum er ekki tengdur við internetið vegna vandamála með 3G tenginguna sem hann notar. Ég hef verið að reyna leysa þetta vandamál og vonast til þess að það verði leyst á morgun (fyrir helgina). Þessi jarðskjálftamælir virkar en sendir mér ekki gögn yfir internetið eins og er.

Jarðskjálftamælirinn á Eyrarbakka er ekki lengur í notkun. Þar sem manneskjan sem var að hýsa jarðskjálftamælinn og tengdan búnað gat það ekki lengur. Ég ætla mér að koma jarðskjálftamælinum fyrir í Húnaþingi Vestra í Desember. Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki ennþá hvar það gæti orðið. Ég er að leita að nýrri staðsetningu eins og er og vonast til þess að verða búinn að leysa það vandamál áður en Desember kemur.