Annar stærri jarðskjálftinn í Bárðarbungu í Júní (2023)

Núna í Júní 2023, þá varð annar stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu með stærðina Mw3,1.

Það er græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er einnig rauðir og appelsínugulir punktar í eldstöðinni Öskju á þessu korti. Auk jarðskjálfta í Öræfajökli sem eru merktir með bláum punktum.
Græn stjarna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu (væntanlega, það getur allt gerst).

Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Það hefur verið frekar óvenjuleg jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli síðan í gær (7. Júní 2023). Það hófst með litlum jarðskjálfta með stærðina Mw1,1 og á dýpinu 20,5 km. Þetta eru mjög fáir jarðskjálftar, þannig að það er augljóslega engin hætta á eldgosi.

Blár, appelsínugulur og rauður punktur í Eyjafjallajökli. Auk þess sem það eru rauðir punktar í Kötlu og síðan í öðrum eldstöðvum og svæðum á svæðinu í kring.
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það yrði mjög óvenjulegt ef Eyjafjallajökull mundi gjósa núna. Þar sem það virðast vera um ~200 ár milli eldgosa í Eyjafjallajökli. Þess á milli er lítið um jarðskjálfta og oft á tíðum verða engir jarðskjálftar í lengri tíma eða mjög fáir á hverju ári. Það hefur að mestu leiti verið það sem hefur gerst í Eyjafjallajökli eftir að eldgosinu árið 2010 lauk. Það er hinsvegar spurning hvort að eitthvað hafi breyst í Eyjafjallajökli. Eins og er þá hef ég ekkert svar við þeirri spurningu en ég ætla að halda áfram að fylgjast með stöðunni í Eyjafjallajökli. Þetta gæti verið ekki neitt, eins og er lang oftast tilfellið.

Jarðskjálfti nærri Surtsey

Í nótt (6. Júní 2023) klukkan 03:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og dýpið 15,8 km rétt við Surtsey. Þetta var bara einn stakur jarðskjálfti, einn minni jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 kom fram klukkan 03:20 en hugsanlega hafa einnig komið fram fleiri minni jarðskjálftar sem mældust ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar.

Græn stjarna við Surtsey, sem er suður-vestan við Vestmannaeyjar. Það er síðan gulur punktur norðan við grænu stjörnuna sem sýnir minni jarðskjálfta sem einnig varð þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni við Surtsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar þarna í dag. Ég reikna með að þetta hafi bara verið stök jarðskjálftavirkni á þessu svæði og þetta verði þannig í næstu framtíð.

Reglulegur jarðskjálfti í eldstöðinni Bárðarbungu

Jarðskjálftinn sem verður í eldstöðinni Bárðarbungu einu sinni til annan hvern mánuð átti sér stað í dag (5. Júní 2023) klukkan 00:04. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,4. Nokkrir minni jarðskjálftar áttu sér stað á undan stærsta jarðskjálftanum en það hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er næstum því engin önnur jarðskjálftavirkni á þessu korti. Tími á korti er 5. Jún. 23. klukkan 12:00.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbunga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin og reglubundin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbungu. Það er engin hætta á eldgosi frá eldstöðinni Bárðarbungu eins og er.

Jarðskjálfti í Kleifarvatni

Í dag (30. Maí 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kleifarvatni í eldstöðinni Krýsuvík. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst en það er möguleiki. Þetta er annar jarðskjálftinn með þessa stærð á þessu svæði á síðustu dögum.

Græn stjarna í Kleifarvatni, auk þess eru bláir punktar og rauður punktur í eldstöðinni Reykjanes sem er talsvert vestan við Kleifarvatn.
Jarðskjálftavirkni í Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni. Það virðast ekki vera neinar kvikuhreyfingar í eldstöðinni Krýsuvík. Það er hugsanlegt að þarna sé um áhrif að ræða vegna þenslu í öðrum eldstöðvum í nágrenninu (Fagradalsfjall) en það er erfitt að vera viss um að svo sé núna. Það ætti að koma í ljós eftir nokkrar vikur ef svo er.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (19. Mars 2023) klukkan 14:59 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni og tengist innflæði kviku inn í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk þar árið 2015.

Vatnajökull og í norður-vestur hluta hans er græn stjarna og rauður punktur sem sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona jarðskjálftar verða í Bárðarbungu einu sinni til tvisvar á mánuði og síðan verður jarðskjálfti með stærðina sem nær þriggja til fjögurra mánaða fresti. Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er að minnka eftir því sem lengra líður frá lokum eldgossins en það munu væntanlega líða nokkur ár þangað til að þessi jarðskjálftavirkni hættir alveg.

Fyrstu merki um næsta eldgosa tímabil í Fagradalsfjalli

Síðan í lok Febrúar 2023 hefur merkjum um að það sé farið að styttast í eldgos í Fagradadalsfjalli farið að fjölga. Þessi merki koma einnig fram í nágrenni við Fagradalsfjall. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli en síðast, þá varði tímabilið þar sem það var rólegt í um 10 mánuði. Hvort að það verður lengra eða styttra núna er ekki hægt að segja til um.

Rauðir punktar í Fagradalsfjalli, ásamt appelsínugulum punktum og í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja sem eru merktir með rauðum og appelsínugulum punktum, ásamt bláum punktum. Vestan við í eldstöðinni Reykjanes eru appelsínugulir punktar, ásamt bláum punktum.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli og nágrenni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er jarðskjálftavirknin minniháttar en það gæti breyst án nokkurs fyrirvara. Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir 6 mánuðir og 24 dagar síðan eldgosinu lauk í Meradölum. Ég veit ekki hvort að næsta eldgos mun hefjast með sama hætti og gerðist þegar það gaus síðast. Þar sem það er talsvert af kviku á 5 til 10 km dýpi og það breytir því hvernig svona eldgos hegða sér í jarðskorpunni.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Öskju

Í gær (14. Mars 2023) klukkan 20:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í eldstöðinni Öskju. Þetta er bara einn af mörgum minni jarðskjálftum sem hafa orðið í Öskju undanfarið. Í kjölfarið á þeirri þenslu sem hefur undanfarið verið í Öskju, þá hefur ekki komið fram nein aukning í jarðskjálftavirkni í Öskju. Það bendir til þess (þetta er mín persónulega skoðun) að þenslan sem er núna að eiga sér stað í Öskju muni ekki valda eldgosi. Mjög líklegt er að þenslan muni minnka og stöðvast á næstu mánuðum og jafnvel fer Askja að síga aftur. Afhverju þetta gerist á þann hátt sem það gerist er ekki eitthvað sem ég hef þekkingu á.

Jarðskjálftavirknin í Öskju. Sýnd með appelsínugulum punkti og síðan gulum punktum og bláum punktum. Það er einnig jarðskjálftavirkni austan við Öskju í Herðubreið og nágrenni.
Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín persónulega skoðun að jarðskjálftavirkni í Öskju muni verða lítil næstu mánuði og jafnvel verða engin um tíma. Ég tel að ekkert muni gerast núna í Öskju. Það er hinsvegar mikilvægt að taka það fram að ég get haft rangt fyrir mér, þar sem enginn veit í raun nákvæmlega hvað gerist næst í eldstöðinni.

Jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi

Í dag (06. Febrúar 2023) klukkan 10:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi. Þessi jarðskjálfti varð innan 12 tíma frá því að jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 varð 50 km sunnar miðað við þennan jarðskjálfta. Þetta gæti verið eftirskjálfti en það er óljóst á þessari stundu. Samkvæmt USGS (upplýsingar frá CNN) þá geta allt að 10.000 manns hafa látist í þessum jarðskjálftum vegna staðsetningar þessa jarðskjálfta. Það er hætta á því að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Samkvæmt fréttum þá hafa einnig 582 manns látist í Sýrlandi vegna jarðskjálftans. Það er mjög mikil eftirskjálftavirkni á þessu svæði núna. Annar stærsti eftirskjálftinn var með stærðina Mw6,7 klukkan 01:28 UTC.

Appelsínugulir punktar sem sýna jarðskjálftana í þessari jarðskjálftahrinu sem er hafin í Tyrklandi. Stærð punktanna fer eftir stærð jarðskjálftana og það er mikið af litlum og einn mjög stór hringur á kortinu.
Jarðskjálftavirknin í Tyrkland á korti frá USGS. Mynd frá USGS/Almenningur.

Upplýsingar um jarðskjálftans með stærðina Mw7,5 er að finna hérna á vefsíðu EMSC og síðan hérna á vefsíðu USGS. Upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw6,7 er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Uppfærsla (klukkan 23:42)

USGS er búið að staðfesta að þetta er eftirskjálfti í þessari jarðskjálftavirkni í Tyrklandi.

Jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 í suður Tyrklandi

Í dag (6. Febrúar 2023) klukkan 01:17 UTC varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 í suður Tyrklandi. Það má reikna með miklu tjóni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta sem fannst yfir mjög stórt svæði. Vegna þess hversu hátt rafmagnsverð er í Danmörku, þá hef ég ekki getað keyrt jarðskjálftamælinn minn undanfarið og mældi því ekki þennan jarðskjálfta. Jarðskjálfti með þessa stærð mældist um alla Evrópu, bæði á jarðskjálftamæla hjá vísindamönnum og borgalegum vísindamönnum.

Upplýsingar frá EMSC er að finna hérna og upplýsingar frá USGS er að finna hérna. Tenglar gætu hætt að virka án viðvörunnar.