Mjög kröftug jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Ég var ekki heima hluta úr deginum og komst því aðeins að skrifa þessa grein núna.

Í dag (30-Júlí-2022) um klukkan 09:00 byrjaði lítil jarðskjálftahrina. Um klukkan 12:00 þá byrjaði mun stærri jarðskjálftahrina. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið fleir en 700 jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw4,4. Það hafa orðið fleiri en átján jarðskjálftar sem hafa náð stærðinni Mw3,0. Flestir af stærstu jarðskjálftunum fundust í Reykjavík og nálægum bæjum.

Mjög þétt jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga í eldstöðinni Krýsuvík í Fagradalsfjalli. Margar stjörnur í röð sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Þessar stjörnur eru í þéttum hóp af rauðum punktum sem sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Tímagraf sem sýnir jarðskjálftavirknina síðustu 48 klukkustundinar. Frá klukkan 06:00 vex jarðskjálftavirknin stöðugt og um klukkan 12:00 eykst jarðskjálftavirknin mjög mikið. Margir punktar ná talsvert yfir 4 línuna og fullt af puntkum ná yfir 3 línuna sem sýnir stærð jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um það hvenær eldgos hefst. Ég tel það mjög líklegustu niðurstöðu af þessari jarðskjálftahrinu. Krafturinn í óróanum sem hefur komið í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu bendir til þess að næsta eldgos verði stærra. Það er þó ekki hægt að vera viss fyrr en eldgos hefst. Þessa stundina er óróinn að detta niður eða var að detta niður. Ég tel víst að óróinn muni aukast aftur eins og er gjarnan það sem gerist í svona jarðskjálftahrinum þar sem svona kvikuinnskot er á ferðinni þangað til að eldgos hefst.

Ég mun setja inn fleiri uppfærslur eftir því hvernig málin þróast. Rúv og mbl.is hafa kveikt aftur á vefmyndavélum sínum á svæðinu. Þessar vefmyndavélar er að finna inn á YouTube.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mínu vinnu með því að leggja inn á mig að eða nota PayPal takkann hérna til hliðar. Bankaupplýsingar er að finna á síðunni Styrkir og PayPal takkinn er hérna til hliðar. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Áframhaldandi jarðskjálftahrina nærri Keili

Þegar þessi grein er skrifuð þann 3-Október-2021 þá er jarðskjálftahrina við Keili ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,2 þann 2-Október-2021. Það gæti breyst án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Keili er sýnd með nokkrum grænum stjörnum sem raðast upp ofan á hverja aðra.
Jarðskjálftavirknin við Keili á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem ég er að sjá í þessari jarðskjálftahrinu er það mín skoðun að þessir jarðskjálftahrina á upptök sín í kviku sem er þarna við Keili. Kvikan sem er þarna virðist vera föst en afhverju það gerist veit ég ekki en það er áhugavert að fylgjast með því. Það bendir einnig til þess að kvikan sem hafi gosið í Fagradalsfjalli hafi komið þarna upp og það sé því ástæðan afhverju eldgosið þar stöðvaðist. Það er hugmyndin núna, hvort að það er rétt veit ég ekki.

Almannavarnir og Veðurstofu Íslands hafa varað fólk við því að fara að Keili vegna hættu á eldgosi og stórum jarðskjálfta á því svæði.

Þegar þessi grein er skrifuð þá er óljóst hvort að breytingar hafa orðið á jarðhitasvæðum næst Keili. Það hafa komið fram fréttir um það en þær eru óstaðfestar eins og er.

Það er núna hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á svæðinu í nágrenni við Keili. Jarðskjálftavirknin við Keili sýnir munstur sem fylgir mikilli virkni og síðan lítilli virkni þess á milli. Það er ekki góður skilningur á því afhverju jarðskjálftavirknin er svona þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina suður af Keili

Á Laugardeginum 25-September-2021 hófst jarðskjálftahrina suður af Keili sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg suður af Keili sem er sýnd með rauðum punktum á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga suður af Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í lengsta hléi síðan það hófst þann 19-Mars-2021 og þegar þessi grein er skrifuð þá er hléið ennþá í gangi.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að eldgosatímabilið sem er núna í gangi sé ekki ennþá lokið á Reykjanesskaga. Þó svo að ekkert sé að gerast í augnablikinu.

Það eldstöðvarkerfi sem er núna að gjósa er Krýsuvík-Trölladyngja.

Grein uppfærð þann 29-September-2021 klukkan 11:46. Rétt dagsetning um upphaf jarðskjálftahrinunar sett inn.

Óstaðfest virkni í nágrenni við Keilir í eldgosinu í Fagradalsfjalli

Þetta er óstaðfest og getur því verið rangt af mörgum ástæðum. Þetta geta einnig verið rangar tilkynningar en það sem sést á vefmyndavélum bendir til þess að eitthvað sé að gerast. Það hefur eitthvað sést til þessa á vefmyndavélum. Hérna eru tvær myndir sem ég náði af þessari virkni.

Svarthvít mynd í áttina að Keili sýnir ljósan blett sem er svæði sem er heitara en umhverfi sitt á þessari hitamyndavél.
Það er eitthvað þarna á þessari hitamyndavél sem er vísað í áttina að Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Securitas og Mílu.
Svört mynd með tveim ljós punktum. Ljós punkturinn til vinstri er virkni í bíl eða álíka og því manngert. Ljósi punkturinn til hægri er kannski eldgosavirkni á nýjum stað en það er óstaðfest.
Tveir ljós punktar á vefmyndavél sem kallast Reykjanes. Vinstri punkturinn er manngerður en það er ekki víst með ljós punktinn til hægri hvort að það er eldgos á nýjum stað eða manngert ljós. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Mílu.

Það er óljóst hvað er að gerast og þetta gæti allt saman verið rangt. Ég er hinsvegar einnig að sjá í eitthvað ljós koma reglulega upp á bak við stóra gíginn á einni af vefmyndavélum mbl.is á YouTube af stóra gígnum. Stóri gígurinn er óvirkur núna.

Ég veit ekki hvenær staðfesting kemur fram. Þá hvort að þetta er eldgos. Hvort að þetta er ekki eldgos en það mun koma staðfesting á því hvort að þetta er eldgos eða ekki eldgos. Ég mun setja inn uppfærslur hingað inn á næstu klukkutímum ef ég læri eitthvað nýtt um stöðuna á þessu.

Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021

Ljósið sem sést á seinni myndinni og er til hægri er mjög líklega vitinn á Reykjanesi og því er þetta manngert ljós. Það sem sést á hitamyndavélinni hefur ekki ennþá verið staðfest hvað er.

Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021

Það sem fólk taldi sig sjá í gær reyndist vera rangt. Þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Það sem sást á hitamyndavélinni er gígurinn og hitastreymi frá honum. Stóri gígurinn er ennþá óvirkur og núna eru brennisteins útfellingar frá brennisteinsgufunni farnar að koma fram á gígnum.

Grein uppfærð klukkan 03:11 þann 7-September-2021.

Grein uppfærð klukkan 13:42 þann 7-September-2021.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 28-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það hafa ekki orðið neinar meiriháttar breytingar á eldgosinu síðan síðasta grein var skrifuð. Það er talsvert af litlum breytingum sem er að eiga sér stað.
  • Stóri kvikustrókar hættu í síðari hluta vikunnar. Það er einhver kvikustrókavirkni en sú virkni er frekar lítil miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
  • Hraun flæðir núna niður í Nátthaga og er reiknað með að það nái niður að Suðurstrandarvegi á næstu 20 til 60 dögum eftir því hversu mikið hraun flæðir niður í Nátthaga.
  • Vestari varnargarðurinn hefur komið í veg fyrir að hraun flæði þar niður í Nátthaga hingað til þegar þessi grein er skrifuð. Slæmt veður í dag (28-Maí-2021) kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með því sem er að gerast á þessu svæði í dag. Á svæðinu er mikil rigning og þoka.
  • Stórar hrauntjarnir hafa myndast í hrauninu og hlaupa þessar hrauntjarnir reglulega fram og auka þannig þykktina á hrauninu. Hraunið hleypur einnig fram í hraunrásum sem eru inní sjálfu hrauninu og brjótast fram út við jaðar hraunsins. Þetta leyfir hrauninu einnig að brjótast fram án viðvörunar og stækka hraun jaðarinn þannig.
  • Hraunið er hægt og rólega að auka þykkt sína og hefur slík atburðarrás átt sér stað á undanförnum vikum. Það er að valda því að gönguleiðin að útsýnisstaðnum að gígnum fer hugsanlega undir hraun á næstu vikum ef hraunið heldur áfram að þykkna með þessum hætti. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunið þykknar á þessu svæði. Þetta gæti tekið aðeins nokkrar vikur að gerast frá því sem er núna.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítið að gerast í eldgosinu sjálfu og litlar breytingar þar. Þetta stig eldgossins gæti haldið áfram mánuðum saman. Það eru vísbendingar um að þetta sé fyrsta stigið í að búa til dyngju eða hugsanlega eldkeilu. Það verður að bíða og sjá hvað gerist í þessu eldgosi.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 21-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan síðasta grein var skrifuð um eldgosið. Þetta eldgos hefur núna varða í tvo mánuði og nokkra daga betur og sýnir engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka.

  • Hraunstrókavirkni heldur áfram eins og hefur verið undanfarin mánuð.
  • Magn hrauns sem er að koma upp hefur aukist í rúmlega 11m3 úr 5m3 þegar eldgosið hófst.
  • Hraunið er núna á leiðinn til sjávar með því að fara niður Nátthagadal. Það er verið að reyna að stöðva það hraun með því að setja upp varnargarða. Það er mín persónulega skoðun að það mun ekki virka og að mestu tefja hraunið sem á einnig eftir að fara yfir hæð sem er þarna á svæðinu og er fyrir hrauninu hvort sem er. Þetta mun taka nokkra daga til viku í mesta lagi fyrir hraunið að fara yfir varnargarðana og hæðina sem er þarna. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunflæði er í þessa átt. Stefna hrauns getur breyst án nokkurs fyrirvara og breytist stöðugt.
  • Meirihlutinn af hrauninu fer núna niður í Meradali og mun líklega gera það í talsverðan tíma í viðbót. Þegar hraunið fer niður í Meradali þá eru engir innviðir í hættu eins og er.
  • Vart hefur orðið SO2 mengunar á suðurlandi síðustu daga. Í gær (20-Maí-2021) varð einnig vart við mikla stöðuspennu vegna eldgossins en það olli sem betur fer ekki neinni eldingarvirkni á svæðinu þar sem eldgosið er, en hættan var til staðar í talsverðan tíma í gær.

Það eru engar frekari fréttir af eldgosinu og það hefur verið rólegt á öðrum stöðum á Íslandi þessa vikuna.

Jarðskjálftahrina suður af Keili

Aðfaranótt 27-Apríl-2021 varð jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Jarðskjálftavirknin er á svæði þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni áður og er mjög áhugaverð. Það er ekkert sem bendir til þess eldgos sé að fara að hefjast á þessum stað þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 á 6,1 km dýpi og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 á 5,9 km dýpi.

Jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili með grænni stjörnu
Jarðskjálftavirkni suður af Keili. Höfundarréttur þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á að breyting sé að verða á eldgosinu í Fagradalsfjalli. Ég mun skrifa um það á morgun en það er möguleiki á að það verði seinkun á greininni ef eitthvað gerist. Það tekur mig smá tíma að afla upplýsinga um hvað er að gerast.

Staðan í eldgosinu Fagradalsfjalli þann 26-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla um eldgosið í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar síðustu daga í eldgosinu. Það hafa hinsvegar orðið minni breytingar síðustu daga. Hérna eru síðustu breytingar sem hafa verið tilkynntar.

  • Elstu gíganir eru hættir að gjósa. Einn af gígunum hefur breyst í hrauntjörn en það er einnig möguleiki á því að hinn gígurinn sé einnig hrauntjörn þó að þar komi upp mikið gas (reykur).
  • Það eru þrír til fjórir gígar sem eru að gjósa núna. Það hefur sést aðeins meiri virkni í dag (26-Apríl-2021) en það er hægt að útskýra með því að hætt hefur að gjósa í nokkrum gígum.
  • Engir nýjir gígar hafa opnast síðustu daga. Þetta er rétt þegar þessi grein er skrifuð.
  • Óróinn hefur farið minnkandi en það er óljóst afhverju þetta er að gerast þar sem eldgosið er ennþá í gangi.

Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Ég veit ekki hvenær næsta grein um eldgosið. Næsta grein um eldgosið verður skrifuð eins fljótt og hægt er ef einhverjar breytingar verða á eldgosinu.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla á stöðinni í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021 fyrir síðustu viku. Upplýsingum er safnað og settar fram eftir bestu getu. Eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja er að gjósa.

Engar stórar breytingar hafa komið fram í eldgosinu í vikunni. Hérna er það helsta sem gerðist.

  • Samkvæmt nýlegri efnagreiningu á hrauninu sem er að gjósa. Þá er kvikan sem er að koma upp ennþá frumstæðari en kvikan sem kom upp fyrir mánuði síðan og kemur af meira dýpi í möttlinum. Þetta eykur líkunar á því að eldgosið muni vara í mánuði til ár á þessu svæði. Frekari upplýsingar er að finna hérna á Facebook.
  • Þykkt hraunsins er að jafnaði um 16 metrar en getur farið í allt að 50 metra næst gígunum í Geldingadal sem er núna hægt og rólega að fyllast af hrauni. Hraunið rennur ekki langt og hleðst því upp næst eldgosinu.
  • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að gígur eitt sé að hætta að gjósa eða það hefur dregið mjög úr eldgosi þar núna. Það er einhver virkni þar ennþá en það er einnig mjög mikið gasútstreymi að koma þarna upp.
  • Gígar halda áfram að hrynja án mikils fyrirvara. Þetta gerist handahófskennt og kemur af stað hraunflóðum þegar gígur hrynur án fyrirvara.
  • Mesta virknin núna virðist vera í gígum sem opnuðust þann 7. Apríl 2021 og dagana eftir það.

Að öðru leiti en þessu þá er eldgosið mjög stöðugt og hraunflæði virðist vera stöðugt í kringum 5m2/sekúndu samkvæmt síðustu fréttum sem ég sá um eldgosið.