Aðfaranótt 27-Apríl-2021 varð jarðskjálftahrina suður af fjallinu Keili í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Jarðskjálftavirknin er á svæði þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni áður og er mjög áhugaverð. Það er ekkert sem bendir til þess eldgos sé að fara að hefjast á þessum stað þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 á 6,1 km dýpi og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 á 5,9 km dýpi.
Það er möguleiki á að breyting sé að verða á eldgosinu í Fagradalsfjalli. Ég mun skrifa um það á morgun en það er möguleiki á að það verði seinkun á greininni ef eitthvað gerist. Það tekur mig smá tíma að afla upplýsinga um hvað er að gerast.