Jarðskjálftahrina í Krísuvík

Í dag (31-Mars-2015) var jarðskjálftahrina í Krísuvík. Það mældust rúmlega 27 jarðskjálftar í dag samkvæmt mælingu Veðurstofunnar.

150331_2225
Jarðskjálftahrinan í Krísuvík þann 31-Mars-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru minni. Það virðist sem að þetta sé ekkert annað en jarðskjálftahrina í jarðskorpunni í Krísuvík. Það er ekkert sem bendir til kvikuhreyfinga á þessu svæði eins og stendur. Á undanförnum árum hefur eldstöðin í Krísuvík verið að þenja sig út og skreppa saman á víxl. Þegar slíkar breytingar eiga sér stað þá hefur það komið af stað jarðskjálftahrinum í Krísuvík. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Krísuvík.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öræfajökli

Í dag (28-Mars-2015) hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að ný kvika sé að koma inn í eldstöðina af miklu dýpi. Hvort að þetta muni valda nýju eldgosi er ekki ljóst, eins og staðan er núna þá hefur ekkert gerst og ekki víst að nokkuð muni gerast. Jarðskjálftinn með mesta dýpið var á 21,1 km dýpi, aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi.

150328_2210
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Öræfajökull

Í dag (28-Mars-2015) hefur einnig verið djúp jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (Wikipedia grein er hægt að lesa hérna). Þessi virkni í Öræfajökli er ekki ný og hefur verið í gangi síðustu tíu árin með hléum. Tímabil á milli jarðskjálftahrina eru mismunandi löng. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað í dag er djúp og vegna þess væntanlega ekki vegna sprunguhreyfinga, þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í kvikuhreyfingum á þessu dýpi. Allir jarðskjálftarnir voru minni en 1,5 að stærð.

Það sem hefur verið skráð sögulega um eldgosin árin 1362 og 1728 bendir til þess að eldgos í Öræfajökli hefjist með miklum krafti (jarðskjálftum stærri en 4,0 koma fram) og miklu öskufalli auk mikils jökulsflóðs sem fylgir í kjölfarið, að stig eldgoss í Öræfajökli virðist vara í hátt í 48 klukkustundir, hvað gerist eftir að því stigi líkur er óljóst vegna skorts á gögnum. Heimildir hafa tapast eða hvað gerist seinna í eldgosi í Öræfajökli hefur einfaldlega ekki verið skráð niður. Eldgos virðast geta varað upp í 45 daga miðað við heimildir af eldgosunum 1362 og 1728. Núverandi jarðskjálftahrina á sér stað í Öræfajökli, þar sem eldstöðin liggur aðeins norður á því svæði þar sem núverandi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það er enginn sprungusveimur tengdur Öræfajökli, það hinsvegar útilokar ekki að sprungusveimur geti tilheyrt Öræfajökli án þess að slíkt sé þekkt. Staðan í dag bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Öræfajökli. Sú staða gæti breyst án viðvörunar, þar sem slíkt er alltaf hætta með eldfjöll.

Lítil jarðskjálftahrina í Heklu

Síðan í gær (26-Mars-2015) hefur verið lítil jarðskjálftahrina í Heklu. Þetta hefur ekki verið samfelld jarðskjálftavirkni og fjöldi jarðskjálfta hefur ekki verið mikill. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur átt sér stað var með stærðina 1,4.

150327_1330
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin sem átti sér stað í Heklu var á miklu dýpi, mesta dýpið sem kom fram var 17 km (stærð jarðskjálfta var 1,4). Aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi en dýpi þeirra atburða var allt meira en 10 km. Ég veit ekki hvað er að gerast í Heklu. Það er hinsvegar möguleiki á því að þetta sé kvika á ferðinni djúpt í Heklu, frekar en að þetta séu jarðskjálftar vegna spennubreytinga í jarðskorpunni á þessu svæði. Ég reikna ekki með því að eldgos sé að fara að hefjast í Heklu eins og staðan er núna.

Bárðarbunga heldur áfram að síga

Samkvæmt frétt Rúv í dag þá heldur Bárðarbunga áfram að síga um 2 sm á dag. Jökulinn innan öskju Bárðarbungu er farinn af stað og veldur það risi uppá rúmlega 1,5 sm á dag samkvæmt mælingum, þetta ris ætti þó að vera rúmlega 3 – 4 sm á dag samkvæmt frétt Rúv. Mismunurinn er því það sig sem ennþá á sér stað í Bárðarbungu núna. Ekkert samband er við GPS tæki Veðurstofunnar í öskju Bárðarbungu og því verða vísindamenn að fljúga yfir eldstöðina til þess að sjá hversu mikið sig er að eiga sér stað. Næsta mæling mun fara fram eftir páska samkvæmt fréttum. Heildarsig síðan eldgos hófst í Holuhrauni þann 31-Ágúst-2014 er orðið 60 metrar samkvæmt síðustu mælingum á Bárðarbungu.

Frétt Rúv

Bárðarbunga hefur sigið um 60 metra (Rúv.is)

Eldgosinu í Holuhrauni lokið

Eldgosinu í Holuhrauni lauk í gær (27-Febrúar-2015) samkvæmt Veðurstofu Íslands. Núverandi viðvörunarstig á Bárðarbungu er gult. Þó að eldgosinu sé lokið þá er svæðið ennþá lokað fyrir almennri umferð vegna hættu á nýjum eldgosinum á svæðinu, bæði innan eða utan jökuls. Það er ennfremur ekki almennilega vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu. Á þessari stundu er einnig mikið gas útstreymi úr gígnum í Holuhrauni og þetta gas er baneitrað.

150228_1415
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvað mun gerast næst í Bárðarbungu. Á þessari stundu er mikil hætta á því að nýtt eldgos muni hefjast í Bárðarbungu, hvort að það verður undir jökli eða utan jökuls er ekki vitað. Það er einnig ekki hægt að vita hvenær slíkt eldgos mun eiga sér stað. Ég hef ekki nýjar upplýsingar um stöðu sigs í Bárðarbungu á þessari stundu. Það gætu einnig litið dagar til mánuðir þangað til næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Á þessari stundu er hinsvegar ljóst að núna verður hlé á virkni í Bárðarbungu (að minnsta kosti er hægt að vonast eftir því) og í Holuhrauni. Gígurinn og hraunið er núna mjög heitt og mun verða mjög heitt (~800 gráður) í mörg ár (5 ár?).

Þar sem eldgosinu í Holuhrauni er lokið þá mun ég ekki skrifa neina uppfærslu næsta miðvikudag. Næsta uppfærsla um Bárðarbungu verður þegar eitthvað fer að gerast.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hérna er tilkynning Veðurstofunnar um goslok í Holuhrauni.
Eldgosinu í Holuhrauni er lokið (Veðurstofa Íslands)

Grein uppfærð klukkan 17:01.

Ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni

Í dag (27-Febrúar-2015) var ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni. Eldgosinu er ekki opinberlega lokið en þetta virðist vera lok eldgossins í Holuhrauni og Bárðarbungu. Það virðist vera sem að talsvert gasstreymi sé ennþá frá gígnum í Holuhrauni, væntanlega mun draga úr því á næstu vikum og mánuðum.

Hægt er að sjá nýtt myndband af gígnum í Holuhrauni hérna.

Ekki glóð í gígnum í Holuhrauni – Myndband (Rúv.is)

Það er ekki vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu og hvenær það gerist en fylgst verður með stöðu mála og séð hvernig þróunin verður. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.

Vikuleg uppfærsla fyrir Bárðarbungu þann 25-Febrúar-2015

Það er ekki mikið um nýjar upplýsingar um stöðu eldgossins í Holuhrauni þessa stundina vegna slæms veðurs undanfarna daga. Jarðskjálfavirkni heldur áfram í Bárðarbungu eins og undanfarnar vikur, dregið hefur úr virkninni undanfarið og síðustu daga hefur enginn jarðskjálfti stærri en 3,0 mælst.

150225_1415
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Engir jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa mælst á þessum tíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu, en mun minni en hefur verið undanfarna mánuði. Sig Bárðarbungu er ekki hætt, en dregið hefur mjög mikið úr því síðustu vikur. Það er ennþá jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu sem bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess. Það eitt og sér mun ekki duga að koma af stað nýju eldgosi.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram, þó svo að núna sé eldgosið mjög lítið. Sá gígur sem er núna að gjósa er að hlaða upp nýjum gíg, inni í stóra gígnum. Eldgosið gæti haldið áfram með þessum hætti í margar vikur eða mánuði. Vegna veðurs er núverandi staða eldgosins ekki þekkt eins og stendur.

Vegna þess hversu slæmt veðrið er þá má búast við því að jarðskjálftamælanir mínir detti út vegna rafmagnsleysis eða annara vandamála sem tengjast veðrinu.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Síðustu nótt (21-Febrúar-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálfti var grunnur og var með stærðina 3,3. Þessi jarðskjálfti átti sér stað þar sem varð lítið eldgos árið 1999.

150221_2245
Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Græna stjarnan er staðsetning jarðskjálftans með stærðina 3,3. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur jarðskjálftahrina átti sér einnig stað í Kötlu í austur hluta öskjunnar. Sú jarðskjálftahrina átti sér stað ekki langt frá þeim stað þar sem lítið eldgos varð í Júlí-2011. Flestir af þeim jarðskjálftum sem átti sér stað þarna voru á miklu dýpi. Jarðskjálftinn sem varð á mestu dýpi hafði dýpið 19,9 km. Á þessu dýpi verða jarðskjálftar vegna breytinga á þrýstingi kviku eða vegna þess að lítið kvikuinnskot hefur átt sér stað í kvikuhólfi Kötlu. Enginn órói mældist í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess eitthvað sé að fara að gerast í Kötlu.

Vikuleg uppfærsla fyrir Bárðarbungu þann 18-Febrúar-2015

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Holuhrauni frá síðustu viku. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af litlu afli eftir því sem ég kemst næst. Slæmt veður kemur í veg fyrir að vísindamenn komist að eldstöðinni í Holuhrauni síðustu daga eins og staðan er núna. Það er ennþá mjög mikil virkni í Bárðarbungu og sig heldur þar áfram.

150218_1440
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 4,1 og átti hann sér stað þann 18-Febrúar-2014 klukkan 14:18. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á því að nýjir gígar muni opnast þar sem kvikuinnskotið er þegar eldgosinu í Holuhrauni líkur. Það virðast vera nokkrir veikir punktar að myndast í kvikuinnskotinu, miðað við núverandi jarðskjálftavirkni (þétt jarðskjálftavirkni á nokkrum svæðum) sem er að koma fram núna. Það er einnig hætta á því að þetta gerist áður en eldgosinu í Holuhrauni líkur, ef að þrýstingur er nægur innan kvikuinnskotsins til þess að koma af stað eldgosi á nýjum stað.

Fréttaútskýring um eldgosið í Bárðarbungu

Hérna er fréttaútskýring á langtímahorfum á eldgosinu í Bárðarbungu og Holuhrauni. Það er möguleiki á því að eldgosahrinunni í Bárðarbungu ljúki ekki fyrr en árið 2026 í seinasta lagi.

Gliðnunargos standa oft lengi (Rúv.is)

Staðan í Bárðarbungu þann 10-Febrúar-2015

Engar stórar breytingar hafa átt sér stað í eldgosinu í Holuhrauni síðan síðasta grein var skrifuð. Sigið í Bárðarbungu heldur áfram. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og áður. Mengun vegna Brennisteinsdíoxíðs heldur áfram að vera vandamál undan vindi. Það eru komnar upp áhyggjur af súru þegar það mun fara að vora á Íslandi vegna þessarar mengunar, þar sem mikið af brennisteinsdíóxíð hefur bundist í snjó sem mun bráðna þegar vorar og renna í ár og yfir graslendi. Þegar brennisteinsdíóxíð binst við vatn þá myndar það súrt regn, sem hefur einnig verið vandamál.

150210_1820
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil í Bárðarbungu og var stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkustundirnar með stærðina 4,7. Það hefur ekki orðið jarðskjálfti með stærðina 5,0 síðan 8-Janúar samkvæmt fréttum. Ég tók eftir nokkrum djúpum jarðskjálftum sem höfðu átt sér stað í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Þessir djúpu jarðskjálftar benda til þess að kvika sé að koma upp af miklu dýpi inn í eldstöðina. Það er erfitt að átta sig á því hvað þetta þýðir á þessari stundu.

Breyting á uppfærslum

Þar sem farið er að draga úr breytingum í Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni. Þá ætla ég að draga úr fjölda þeirra greina sem ég skrifa um Bárðarbungu. Af þessum sökum þá verður enginn grein á Föstudaginn (13-Febrúar). Næsta grein verður á Miðvikudaginn 18-Febrúar. Eftir það verða uppfærslur einu sinni í viku um stöðuna í Bárðarbungu. Ef eitthvað stórt gerist, þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og hægt er. Ég hef núna skrifað vikulegar greinar um Bárðarbungu í rúmlega fimm mánuði og það er mjög erfitt að skrifa alltaf um það sama.