Tvær litlar jarðskjálftahrinur í dag á Reykjaneshrygg og Tjörnesbrotabeltinu

Nýja árið (2016) byrjar með tveim litlum jarðskjálftahrinum á Íslandi. Báðar jarðskjálftahrinur voru litlar, bæði í fjölda jarðskjálfta og stærð jarðskjálfta.

Reykjaneshryggur

Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg hófst klukkan 09:08 og var lokið klukkan 11:24. Ég tel að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið, þó svo að hún hafi stoppað í augnablikinu. Það er mjög erfitt að vita fyrir víst hvenær jarðskjálftahrinu er lokið og hvenær ekki á Reykjaneshryggnum, þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög flóknar og stundum hefjast stærri jarðskjálftahrinur þarna í kjölfarið á litlum jarðskjálftahrinum.

160103_1545
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,1. Jarðskjálftahrinan á sér stað í eldstöð sem gaus síðast árið 1926 samkvæmt Global Volcanism Program. Ég tel hinsvegar líklegt að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki tengd eldstöðinni, heldur sé þarna um að ræða hefðbundna rek-jarðskjálfta sem verða mjög oft á Reykjaneshrygg.

Tjörnesbrotabeltið

Seinni jarðskjálftahrinan sem átti sér stað í dag varð á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina var einnig mjög lítil að styrkleika og stærð. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Þessi jarðskjálftahrina var einnig mjög djúp og varð dýpsti jarðskjálftinn á 21,9 km dýpi (ef jarðskjálftinn varð almennilega staðsettur). Þetta bendir til þess að kvika hafi verið hérna að verki. Þessi jarðskjálftahrina varð í eldstöð sem síðast gaus árið 1868 eftir því sem best er vitað. Það eru tvær eldstöðvar á þessu svæði og það er ekki vitað almennilega hvort þessara eldstöðva gaus árið 1868.

160103_1640
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálatahrinan er ennþá í gangi á Tjörnesbrotabeltinu. Það er stór spurning hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun aukast eða minnka. Ef jarðskjálftahrinan eykst þá er stór spurning hvort að jarðskjálftavirknin þarna mun hafa áhrif á nærliggjandi misgengi og koma af stað jarðskjálftahrinum í þeim. Eins og staðan þá hefur það ekki gerst en það er mjög erfitt að vita hvora leiðina þetta muna fara.

Jarðskjálftavirkni á Íslandi milli viku 42 – 44

Vegna vinnu hef ég ekki getað skrifað mikið hingað inn á síðustu vikum. Þar sem slátursvertíðinni er hinsvegar lokið, þá get ég farið að skrifa hingað inn eins og venjulega. Ég bendi fólki á að styrkja mína vinnu ef það getur með PayPal takkanum, beinum styrkjum eða með því að nota Amazon auglýsinganar ef það verslar af Amazon.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Fyrir nokkru síðan varð jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þetta var lítil jarðskjálftahrina sem fannst á nálægum þéttbýlisstöðum. Enginn jarðskjálfti náði stærðinni 3,0 í þessari hrinu (eftir því sem ég man).

151021_2020
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu þann 21-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið (TFZ)

Þann 30-Október-2015 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 og tveir aðrir jarðskjálftar sem voru með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

151030_2020
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu þann 30-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur óskyld jarðskjálftahrina sést þarna suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og enginn jarðskjálfti þar náði stærðinni 3,0.

Bárðarbunga

Jarðskjálftavirkni er aðeins farin að aukast aftur í Bárðarbungu. Það eru farnir að koma fram jarðskjálftar með stærðina 3,0 reglulega núna. Að jafnaði á einnar viku fresti. Það bendir til þess að þrýstingur sé aftur farinn að aukast inní eldstöðinni. Þó er líklegt að eitthvað sé í næsta eldgos í Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast í Tungnafellsjökli. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú staðreynd er að kvikuþrýstingur heldur áfram að aukast inní eldstöðinni. Þó er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað, eða hvenær það muni hugsanlega gjósa.

151102_1635
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eystri Skaftárkatlar

Eftir stærsta skaftárflóð síðan mælingar hófst. Nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sýna að eystri skaftárketillinn hefur stækkað og þá væntanlega vegna aukins jarðhita á svæðinu. Nýlega var flogið yfir eystri skaftárketillinn og hægt er að sjá það myndband hérna (Facebook).

Annað

Ég hef örugglega gleymt að skrifa annað sem hefur gerst á Íslandi á síðustu vikum. Það verður bara að hafa það.

Yfirlit yfir litlar jarðskjálftahrinur á Íslandi

Síðustu daga hafa verið litlar jarðskjálftahrinur á nokkrum stöðum á Íslandi. Enginn af þessum jarðskjálftahrinum hefur verið stór og enginn jarðskjálfti hefur farið yfir stærðina 3,0.

150905_2125
Jarðskjálftahrinunar á Tjörnesbrotabeltinu, Reykjanesinu, Bárðarbungu og Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flestir þeirra jarðskjálfta sem hafa átt sér stað síðustu daga hafa orðið í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni hefur verið stöðug í eldstöðinni síðan eldgosinu lauk í Febrúar-2015. Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu, enginn jarðskjálftana sem varð þar náði stærðinni 2,0. Mesta dýpi jarðskjálfta var 22,8 km. Hugsanlegt er að kvika hafi verið þarna að verki, á þessu svæði er sigdalur. Það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos á þessu svæði. Það þýðir þó ekki að þarna hafi ekki orðið eldgos. Jarðskjálftahrina varð einnig á Reykjanesi og einn jarðskjálfti þar náði stærðinni 2,8. Sú jarðskjálftahrina varð í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur. Þó lítur út fyrir að þessi jarðskjálftahrina sé tengd virkni í jarðskorpunni heldur en hreyfingum kviku á svæðinu.

Jarðskjálftahrina hefur einnig verið á svæði milli Torfajökuls og Kötlu. Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað eða hvorri eldstöðinni hún tilheyrir, ég er ekki með jarðfræðikortin mín þannig að ég get ekki gáð að því. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálfthrina sé á jaðri annars hvors þessara eldstöðvakerfa.

Annars hefur verið rólegt á Íslandi síðustu vikur og það eru góðar líkur á því að þessi rólegheit muni vara næstu vikur til mánuði.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Þann 27-Júlí-2015 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Á þessari stundu er þetta lítil jarðskjálftahrina og enginn jarðskjálfti hefur náð stærðinni 3,0.

150728_0010
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu hingað til hafa náð stærðinni 2,7. Dýpi jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu er dæmigert fyrir jarðskjálfta á brotabelti. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina muni halda áfram næstu daga á þessu svæði. Það er einnig möguleiki á því að ný jarðskjálftahrina hefjist í kjölfarið á þessari hrinu, þar sem það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrina komi af stað nýrri jarðskjálftahrinu á nærliggjandi misgengjum. Tjörnesbrotabeltið er það brotabelti á Íslandi sem hreyfist hraðast (sjá þessa hérna mynd).

Jarðskjálftamælir í Böðvarshólum: Þar sem áætlanir hjá mér um flutning til Danmerkur á næsta ári ganga ekki upp að svo stöddu. Þá mun ég ræsa jarðskjálftamælinn í Böðvarshólum aftur mjög fljótlega. Ég vonast til þess að jarðskjálftamælirinn verði kominn aftur í gang næstu helgi.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ)

Síðan í gær (27-Apríl-2015) hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þessi jarðskjálftahrina náði hámarki í nótt og það komu fram rúmlega 64 jarðskjálftar í þessari hrinu. Það er ekki ljóst eins og er hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

150428_1605
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,8 og 2,9. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var í kringum 13 km og það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í eldstöð sem er á þessu svæði. Þessi jarðskjálftahrina virðist eingöngu eiga sér stað vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög algengar.

Grein uppfærð klukkan 16:12.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (02-Febrúar-2015) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu, þessi jarðskjálftahrina byrjaði í nótt og hefur eitthvað varað fram eftir degi. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,1. Þessa stundina hafa 59 jarðskjálftar mælst.

150202_2005
Jarðskjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutíma. Græna stjarnan táknar það hvar jarðskjálftinn með stærðina 3,1 átti upptök sín. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið er mjög virkt þegar það kemur að jarðskjálftavirkni. Það er orðið talsvert síðan jarðskjálftahrina varð á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu geta farið upp í Mw7,0*.

* Hérna er eingöngu um að ræða vísun í söguna.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (2-Október-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 3,3. Þetta er eingöngu jarðskjálftahrina og það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt kviku.

141002_2115
Jarðskjálftahrinan í Tjörnesbrotabeltinu í dag (2-Október-2014). Jarðskjálftahrinan er lengst til hægri á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði, þar sem þarna er þverbrotabelti sem er oft mjög virkt. Ég veit ekki hvort að þarna muni fleiri jarðskjálftar eiga sér stað en hafa átt sér stað nú þegar.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (31-Júlí-2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu, í suður enda þess og ekki langt frá smáþorpi sem heitir Kópasker. Þessi jarðskjálftahrina var lítil í allan gærdag, en í nótt (1-Ágúst-2013) jókst krafturinn í jarðskjálftahrinunni og klukkan 07:09 í morgun kom jarðskjálfti með stærðina 3,7. Þessi jarðskjálfti fannst á Kópaskeri og nærliggjandi svæðum. Engar skemmdir urðu, þar sem upptök þessara jarðskjálfta eru talsvert út í sjó og því umtalsverða fjarlægð frá byggð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi eins og er, en það getur breytst á mjög skömmum tíma. Hvort sem að jarðskjálftahrinan hættir eða eykst, það er engin leið til þess að vita hvað gerist næst.

130801_1450
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er á þekktu upptakasvæði jarðskjálfta í Öxarfirði. Eins og stendur þá er þessi jarðskjálftahrina ekki stöðug þar sem virknin dettur niður reglulega, en heldur síðan áfram eftir hlé. Hvort sem það hlé er stutt eða langt. Það er vonlaust að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun vara lengi. Hægt er að sjá stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamæli sem ég er með (Böðvarshólar) hérna.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey (TFZ) og í Grímsfjalls eldstöðvar kerfinu og Hamrinum

Í dag hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið). Stærsti jarðskjálfti þessar hrinu var með stærðina 2,9 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftahrinan átti upptök sín á svæði þar sem jarðskjálftar eru mjög algengir.

130228_1930
Jarðskjálftahrinan í dag á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Grímsfjall og Hamarinn

Í gær var minniháttar jarðskjálftahrina í sprungusveimi Grímsfjalls sem gaus árið 2011. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín ekkert langt frá því þar sem lakagígar koma fram undan jöklinum. Þetta er áhugaverð jarðskjálftahrina að mínu mati. Þó er vonlaust að segja til um á að þessu sinni hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Væntanlega ekki neitt reikna ég með.

130228_1930
Grímsfjall og Hamarinn eldstöðvar með smá jarðskjálfta. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær og fyrradag var einnig smá jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hamrinum sem einnig gaus litlu eldgosi í Júlí 2011. Stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 2,8 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Það er erfitt að segja til um á þessari stundu hvað þessi virkni þýðir. Sérstaklega þar sem Hamarinn sem eldstöð er illa þekkt og hvernig eldgos koma fram þar. Þó tel ég ekki neina ástæðu til þess að óttast eldgos þarna eins og er. Hvorki í Grímsfjalli eða Hamrinum.