Jarðskjálftavirkni jókst aftur í Kötlu

Í dag (26. Júní 2023) jókst jarðskjálftavirknin í Kötlu á ný í nokkra klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina Mw2,5 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkninni. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Appelsínugulir punktar og bláir punktar í eldstöðinni Kötlu. Þarna er talsvert um jarðskjálfta í öskju Kötlu. Tíminn á myndinni er 26. Jún. 23, 19:55.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá óljóst hvað er að gerast í Kötlu. Í dag urðu engar breytingar á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum í eldstöðinni. Það sýnir að kvika var ekki að hreyfast mikið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í dag (24. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni síðan í morgun.

Tvær grænar stjörnur í öskju Kötlu auk minni jarðskjálfta sem þar hafa orðið og eru sýndir með bláum, appelsínugulum og rauðum punktum. Það er talsverð dreifð á þessum jarðskjálftum. Tími á korti er 24. Jún 23, 13:45.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina þá eru engin merki þess um að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu en það gæti breyst án viðvörunnar. Það gæti einnig gerst, eins og hefur gerst síðustu mánuði þegar svona jarðskjálftahrinur hafa komið fram að ekkert meira gerist þangað til að næsta jarðskjálftahrina verður. Það hefur verið það sem hefur verið að gerst undanfarna mánuði og ár í Kötlu.

Kröftug jarðskjálftahrina í Kötlu

Í morgun hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,8 og annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,7 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,5. Þessir jarðskjálftar fundust á nálægum sveitarbæjum og í nálægu þéttbýli í kringum Kötlu. Það hafa einnig orðið mjög margir litlir jarðskjálftar í Kötlu.

Þrjár grænar stjörnur í öskju Kötlu ásamt rauðum punktum. Þetta sýnir jarðskjálftavirknina í Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróanum í eldstöðinni Kötlu. Það gerir eldgos ólíklegra þegar þessi grein er skrifuð en þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Flugkóðinn hefur verið færður yfir á gult og hægt er að skoða hann hérna.

Ég mun skrifa nýja grein ef eitthvað meira gerist í eldstöðinni Kötlu.

Hættulegt magn af Brennisteinsvetni við Múlakvísl (Mýrdalsjökull / eldstöðin Katla)

Það var sagt frá því í fréttum í dag (14. Apríl 2023) að það væri hættulegt magn af Brennisteinsvetni við Múlakvísl sem kemur frá Mýrdalsjökli, sem er beint ofan á eldstöðinni Kötlu. Ferðamenn eru beðnir um að fara varlega á svæðinu. Leiðni er ekki óvenju há í Múlakvísl en Veðurstofan reiknar með því að muni breytast á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu er eðlileg þessa stundina en það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar ef það tengist þessum breytingum á gasinu með einhverjum hætti. Magn gass í Múlakvísl fór að breytast snemma morguns þann 13. Apríl 2023 samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í vestari hluta Kötlu

Í morgun (11. Mars 2023) klukkan 07:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í vestari hluta öskju Kötlu. Þessi jarðskjálfti varð í brún öskju Kötlu og dýpið var 1,1 km. Þetta var bara einn jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í vestari hluta öskju Kötlu. Auk appelsínuguls punkts þar fyrir norðan sem sýnir minni jarðskjálfta. Þarna eru einnig eldri jarðskjálftar og grænar stjörnur tengdar þeim.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan þessi jarðskjálfti varð. Þá hafa ekki komið fram neinir nýjir jarðskjálftar í eldstöðinni Kötlu. Það er alltaf möguleiki á því að þessari jarðskjálftavirkni sé lokið í bili. Það hefur verið mikið um frostskjálfta síðustu klukkutíma útaf þeim kulda sem gengur núna yfir Ísland og á sumum svæðum hefur frostið verið að fara niður í -20 gráður.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í dag (9. Mars 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er birt og því geta upplýsingar hérna orðið úreltar á mjög skömmum tíma. Þegar þessi gein er skrifuð, þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,4. Það er hrina minni jarðskjálfta ennþá í gangi.

Tvær grænar stjörnur í öskju Kötlu, ásamt minni jarðskjálftum sem einnig hafa orðið í Kötlu. Á kortinu er einnig Mýrdalsjökull sem er ofan á eldstöðinni Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vera viss um hvað er nákvæmlega í gangi hérna en þessi jarðskjálftavirkni minnir á það sem gerðist fyrir nokkrum árum rétt áður en það urðu smágos í Kötlu. Hvort að það gerist núna veit ég ekki. Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég veit meira eða eitthvað meira gerist í Kötlu.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (27. Febrúar 2023) og í gær (26. Febrúar 2023) varð jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Þetta er venjuleg jarðskjálftavirkni og ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina Mw3,2.

Græn stjarna og gulir punktar í öskju Kötlu sem er þakin Mýrdalsjökli. Askja Kötlu er ílöng á korti Veðurstofunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar til heyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin breyting á óróa í kringum eldstöðina Kötlu. Það þýðir að þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd neinum kvikuhreyfingum eða breytingum, það þýðir að eldgos er ekki að fara eiga sér stað.

Aukning í stærri jarðskjálftum í eldstöðinni Kötlu (ekkert eldgos á leiðinni núna)

Það er ekki víst að þetta sé eitthvað þegar ég skrifa þessa grein. Þar sem það er mjög lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu núna, langt fyrir neðan bakgrunnsvirkni sem er í Kötlu. Yfir síðustu mánuði, þá hef ég orðið var við þá breytingu í jarðskjálftavirkni að stærri jarðskjálftar eru að koma fram í Kötlu. Það er möguleiki að þetta þýði ekki neitt sérstakt. Hinsvegar hef ég ekki séð þetta áður í eldstöðinni í Kötlu. Þessa stundina er nánast engin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu.

Mýrdalsjökull og askjan merkt með ílöngum hring á korti Veðurstofu Íslands af eldstöðinni Kötlu. Í miðjum hringum er rauður punktur sem er nýjasti jarðskjálftinn í öskju Kötlu. Ásamt bláum punkti við jaðar öskjunnar.
Eldstöðin Katla og fáir jarðskjálftar í dag (3. Febrúar 2023). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (3. Febrúar 2023) var með stærðina Mw2,7. Þetta er það sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Það hafa komið fram einn eða tveir svona jarðskjálftar á síðustu mánuðum. Það er möguleiki að þetta gæti verið eðlilegt og ekkert meira muni gerast. Þessa stundina er hinsvegar vonlaust að vita hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (18. Desember 2022) klukkan 11:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8. Þessi jarðskjálfti fannst í byggð. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Kötlu í talsverðan tíma.

Tvær stjörnur í öskju Kötlu sem sýna tvo jarðskjálfta. Þann syðri sem er frá 16. Desember og síðan þann norðari sem er frá 18. Desember.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það hefur hinsvegar verið mjög lítil jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kötlu

Í dag (16. Desember 2022) klukkan 21:44 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð í eldstöðinni Kötlu. Þetta virðist vera stakur jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í öskju Kötlu í suður-austur hluta öskjunnar ásamt gulum og bláum punktum sem sýna eldri og minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera eðlileg og það er ekkert sem bendir til þess að einhver frekari virkni verði í eldstöðinni Kötlu núna.