Tvær jarðskjálftahrinur í Kötlu

Í dag (27-Nóvember-2022) urðu tvær jarðskjálftahrinur í Kötlu. Það varð ekkert eldgos í kjölfarið á þessum jarðskjálftahrinum. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð og það er óljóst hvað er að gerast. Það er möguleiki á að þetta sé venjuleg jarðskjálftavirkni, þó svo að jarðskjálftarnir séu stærri en venjulega eða að þetta sé skref í eldstöðinni Kötlu sem mun leiða til eldgoss í framtíðinni. Það er engin leið að vita núna hvort er raunin. Þessar jarðskjálftahrinur urðu klukkan 03:41 og það kláraðist klukkan 03:53. Seinni jarðskjálftahrinan varð klukkan 11:48 og kláraðist klukkan 12:12.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu í Mýrdalsjökli. Jarðskjálftahrinan myndar línu sem nær frá norður-austur til suður-vestur.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 og Mw3,1 og síðan Mw3,4. Þetta er ekki kvikuinnskot sem olli þessum jarðskjálftum. Heldur var hérna um að ræða jarðskjálftahrinu í yfirborði jarðskorpunnar. Kvikuinnskot haga sér öðruvísi en það sem kom fram í þessari jarðskjálftahrinu. Miðað við það sem ég er að sjá, þá er möguleiki á að það muni koma fleiri svona jarðskjálftahrinu í eldstöðinni Kötlu á næstu dögum og mánuðum.

Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu (22-Nóvember-2022)

Í dag (22-Nóvember-2022) klukkan 19:55 hófst kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,4 og síðan kom annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5. Fjöldi jarðskjálfta og stærðir jarðskjálfta eru að breytast þegar þessi grein er skrifuð.

Þrjár grænar stjörnur í eldstöðinni Kötlu í öskjunni sýna kröftuga jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað þar. Rauðir punktar eru einnig í öskjunni sem sýnir minni jarðskjálfta.
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Þessa stundina er ég ekki að sjá neinn óróa á mælum í kringum eldstöðina Kötlu en það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála ef eitthvað breytist.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu (í gærkvöldi þann 19-Nóvember-2022)

Í gærkvöldi (19-Nóvember-2022) klukkan 21:13 hófst lítil og skammvin jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,2 klukkan 21:13:05. Rétt þar á undan hafði orðið lítill jarðskjálfti og eftir stærsta jarðskjálftann komu fram fleiri minni jarðskjálftar.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Kötlu. Þetta sýnir jarðskjálftavirknina í Kötlu og rauðu punktanir sína minni jarðskjálfta í eldstöðinni Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það varð engin frekari virkni í Kötlu eftir að þessari jarðskjálftavirkni hætti.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu (24-Október-2022)

Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Ég venjulega skrifa ekki grein svona seint nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og mikilvægt.

Jarðskjálftavirknin sem er núna í eldstöðinni Kötlu virðist vera af þeirri gerðinni að það er nauðsynlegt að skrifa stutta grein um stöðu mála. Klukkan 00:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 (þetta er yfirfarin stærð en gæti breyst við frekari yfirferð hjá Veðurstofu Íslands á morgun) í eldstöðinni Kötlu. Í kjölfarið hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar. Jarðskjálftavirknin núna er ennþá mjög lítil og fáir jarðskjálftar að koma fram og það er möguleiki að ekkert meira gæti gerst.

Græn stjarna í suðurhluta öskju Kötlu í Mýrdalsjökli. Það eru nokkrir rauðir punktar í kringum grænu stjörnuna sem eru minni jarðskjálftar.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að þetta þýðir að eldgos sé að fara að gerast eða hvort að þetta er bara hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það eru núna komin 104 ár síðan síðasta stóra eldgos varð í Kötlu og staðan núna er óljós. Ef eitthvað meira gerist. Þá mun ég skrifa um það á morgun. Það eru góðar líkur á því að ekkert meira getur gerst í þessari jarðskjálftavirkni en það er nauðsynlegt að fylgjast með ef það verða snöggar breytingar.

Fólki sagt að forðast að fara upp að Mýrdalsjökli

Lögreglan beinir því til fólks að fara ekki upp að Mýrdalsfjökli og lögreglan hefur einnig bannað tímabundið ferðir í jökulhella sem koma frá Mýrdalsjökli. Þetta er gert í kjölfarið á jarðskjálftahrinunni sem hófst fyrr í dag í eldstöðinni Kötlu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er þessi jarðskjálftahrina mjög svipuð þeirri og varð í Júlí 2011 þegar lítið eldgos varð í Kötlu en það koma af stað jökulflóði sem tók af brú sem er yfir Múlakvísl.

Tvær grænar stjörnur í austari hluta Kötlu öskjunnar í Mýrdalsjökli. Ásamt nokkrum rauðum punktum sem eru á sama stað sem tákna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Júlí 2011, þá leið um sólarhringur frá því að jarðskjálftavirkni hófst og þangað til að lítið eldgos hófst í Kötlu með tilheyrandi jökulflóði. Ég veit ekki hvort að það mun gerast núna. Það er áhyggjuefni að þessi jarðskjálftavirkni skuli vera mjög svipuð og það sem gerðist í Júlí 2011. Eldgosið í Júlí 2011 var lítið og komst ekki upp úr Mýrdalsjökli.

Stærðir jarðskjálfta sem hafa orðið hingað til eru með stærðina Mw3,8 og síðan jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (16-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,8 en síðan hafa komið tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Ég veit ekki hvort að stærsti jarðskjálftinn fannst í byggð.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu ásamt rauðum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Þetta er ofan á Mýrdalsjökli
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar ég skrifa þessa grein og staðan gæti breyst mjög hratt og án nokkurs fyrirvara. Þetta gæti verið venjuleg jarðskjálftahrina og ekkert meira gæti gerst. Þessi gerð af jarðskjálftahrinum er mjög algeng í Kötlu og því veit ég ekki hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Kötlu.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Kötlu

Klukkan 22:57 þann 29-Júlí-2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Kötlu. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið. Það er möguleiki á að stærð þessa jarðskjálfta breytist eftir nokkra klukkutíma, þar sem það tekur talsverðan tíma að finna út rétta stærð jarðskjálfta sem verða í Kötlu.

Græn stjarna í öskju Kötlu í Mýrdalsjökli. Rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta innan öskju Kötlu í Mýrdalsjökli
Jarðskjálftavirknin í Kötlu í Mýrdalsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað er í gangi. Það er möguleiki á að þetta sé ekkert nema venjuleg sumarvirkni í Kötlu. Þar sem eldstöðin Katla kemur stundum með svona jarðskjálfta án þess að eldgos verði. Það verður bara að bíða og sjá hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (10-Júlí-2022), þá jókst jarðskjálftavirkni í Kötlu. Flestir jarðskjálftarnir voru með stærðina yfir Mw2,0 sem er óvenjulegt. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0.

Rauðir punktar og græn stjarna í öskju Kötlu í Mýrdalsjökli.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst þegar þessi grein er skrifuð hvað er að gerast. Það er möguleiki að það komi jökulflóð í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það eru engin merki um að eldgos sé að fara að hefjast þessa stundina en það gæti breyst án mikils fyrirvara. Þetta gæti einnig bara verið hefðbundin jarðskjálftavirkni sem verður í Kötlu yfir sumartímann. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er svarið á því hvað er að gerast mjög óljóst.

Kröftug jarðskjálftavirkni í Kötlu

Klukkan 19:10 hófst (þann 02-Febrúar-2022) kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,0 (klukkan 19:10) og síðan kom annar stór jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 (klukkan 19:44).

Rauðir punktar í öskju Kötlu sýna hvar litlir jarðskjálftar hafa orðið. Tvær grænar stjörnur við austur-öskjubarm Kötlu eru þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa orðið
Jarðskjálftavirknin í Kötlu núna í kvöld. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð er óljóst hvað er í gangi og hvort að það er eldgos á leiðinni. Líkunar eru góðar en það er einnig möguleiki á því að þessi virkni minnki og hætti alveg og það mundi þá koma í veg fyrir að nokkurt eldgos yrði. Hvort sem það yrði stórt eða lítið í Kötlu.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum eða skrifa nýja grein ef aðstæður breytast mjög mikið frá því sem er núna.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (14-Ágúst-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Græn stjarna í öskju Kötlu sem er stærsti jarðskjálftinn. Minni jarðskjálftar eru táknaðir með punktum sem eru frá bláir á litinn til appelsínugulir. Þessir jarðskjálftar eru dreifðir um öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það hljóp einnig úr nokkrum kötlum samkvæmt mælingum sem sýndu aukna leiðni síðustu daga í jökulám sem liggja frá Mýrdalsjökli. Þetta er hefðbundin sumar virkni og kemur til vegna þess að jökulinn bráðnar yfir sumarið. Þetta gerist næstum því á hverju sumri.