Í dag (6. Janúar 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes við svæðið nærri Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 00:31 en síðan hafa komið minni jarðskjálftar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (nærri Reykjanestá)“
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli
Í dag (27. Desember 2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina var lítil í stærð jarðskjálfta eins og er algengt með jarðskjálfta í Fagradalsfjalli.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli“
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes
Í gær (26. Desember 2022) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Mest af jarðskjálftahrinunni var út í sjó á Reykjaneshrygg, á svæði sem kallast Reykjanestá. Eitthvað af jarðskjálftum var á landi á sama svæði og því á Reykjanesskaga.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes“
Jarðskjálfti í Grímsfjalli
Aðfaranótt 27. Desember 2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Grímsfjalli. Þetta var stakur jarðskjálfti og enginn annar eftirskjálfti kom í kjölfarið eða önnur jarðskjálftavirkni.
Lesa áfram „Jarðskjálfti í Grímsfjalli“
Lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli
Í dag (24. Desember 2022) varð lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjall. Aðeins einn jarðskjálfti náði stærðinni Mw1,0. Mest af þessari jarðskjálftahrinu var á dýpinu 14,5 km og upp að 6,8 km dýpi.
Lesa áfram „Lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fagradalsfjalli“
Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja
Í dag (21. Desember 2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þessi jarðskjálfti er vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta mögulega þýðir að þenslan í eldstöðinni Fagradalsfjalli sé að verða nægjanlega mikil til þess að koma af stað eldgosi, hvenær það gerist er samt ekki hægt að segja til um.
Lesa áfram „Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja“
Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík
Í dag (19. Desember 2022) og í gær (18. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 3 km norður af Grindavík sem er í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 og fannst í Grindavík. Ég held að flestir jarðskjálftar sem voru yfir stærðina Mw2,0 hafi fundist í Grindavík og hugsanlega einnig minni jarðskjálftar. Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi en slæmt veður kemur í veg fyrir að jarðskjálftar komi sjálfkrafa inn á vefsíðu Veðurstofunnar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík“
Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram
Í nótt og dag (18. Desember 2022) hélt jarðskjálftahrinan sem á sér stað núna rúmlega 47 km austur af Fonti áfram. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð hafði stærðina Mw3,3 en minni jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað. Þó voru nokkrir jarðskjálftar sem voru samt stærri en Mw3,0 að stærð. Auk þess hafa orðið nokkrir jarðskjálftar sem náðu stærðinni Mw2,5.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram“
Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í eldstöðinni Kötlu
Í dag (18. Desember 2022) klukkan 11:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8. Þessi jarðskjálfti fannst í byggð. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Kötlu í talsverðan tíma.

Það hafa komið fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það hefur hinsvegar verið mjög lítil jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kötlu
Í dag (16. Desember 2022) klukkan 21:44 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð í eldstöðinni Kötlu. Þetta virðist vera stakur jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera eðlileg og það er ekkert sem bendir til þess að einhver frekari virkni verði í eldstöðinni Kötlu núna.
