Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 22-Desember-2017 varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) suð-austur af Flatey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,5. Allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Aðfaranótt 20-Desember-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 02:17 með jarðskjálfta sem var með stærðina 1,4. Fyrsti stóri jarðskjálftinn varð klukkan 04:57 og var með stærðina 4,1. Seinni stóri jarðskjálftinn var með stærðina 4,4 og átti sér stað klukkan 05:29. Allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð og það komu fram 40 til 48 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftavirknin átti sér stað í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni var á hefðbundnu svæði í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Mikil jarðhitavirkni er á svæðinu og það bendir til þess að mikil kvika sér til staðar í eldstöðinni á grunnu dýpi. Það hefur ekki komið af stað litlum eldgosum ennþá en hugsanlegt er að slík eldgos verði án mikils fyrirvara (best er að fylgjast með litlum jarðskjálftum sem eru lengi á sama stað).

Djúp jarðskjálftavirkni er ennþá suð-austur (rauði punkturinn) af Bárðarbungu en dýpi þessar jarðskjálftavirkni virðist lítið breytast. Það bendir til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni. Þessi jarðskjálftavirkni er alltaf á svipuðu dýpi og því ekki miklar líkur á eldgosi. Hinsvegar er hugsanlega hætta á eldgosi þarna í framtíðinni.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu

Síðastliðna nótt klukkan 02:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 11 km og engir aðrir jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Þessi skortur á eftirskjálftum auk staðsetning eru óvenjulegar miðað við jarðskjálftavirkni síðustu mánaða í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mig grunar að núna sé að hefjast tími fleiri og stærri jarðskjálfta í Bárðarbungu. Síðasta slíka tímabil varð í haust þegar jarðskjálfti með stærðina 4,7 átti sér stað.

Jarðskjálftahrinan ennþá í gangi í Skjaldbreið

Í gær (laugardag 9-Desember-2017) hófst jarðskjálftahrina í Skjaldbreið með jarðskjálfta sem var með stærðina 3,5 í Skjaldbreið (þetta er einnig undir svæðinu sem er kennt við Presthnjúka í Global Volcanism Program gagnagrunninum). Jarðskjálftavirkni hafði byrjað á svæðinu á föstudaginn með smáskjálftum en fór ekki á fullt fyrr en jarðskjálftinn með stærðina 3,5 varð í gær. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,5 og 3,8. Jarðskjálftarnir með stærðina 3,5 og 3,8 fundust á stóru svæði og alveg til Kjalarnes samkvæmt fréttum.


Jarðskjálftarnir í Skjaldbreið síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er fjöldi mældra jarðskjálfta í kringum 100 og eru þetta stærstu jarðskjálftarnir á þessu svæði frá árinu 1992 samkvæmt Veðurstofu Íslands (yfirlit yfir stóra jarðskjálfta á Íslandi frá árinu 1706 – 1990 er að finna hérna). Það hefur mjög dregið úr jarðskjálftavirkni í Skjaldbreið síðustu klukkutímana og það virðist sem að þessi jarðskjálftavirkni sé tengd flekahreyfingum á svæðinu en ekki kvikuhreyfingum.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með því að nota PayPal takkana eða með því að fara á Styrkir síðuna til þess að leggja beint inn á mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu

Snemma í morgun (9.12.2017) varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftahrinur eru núna mjög algengar í Bárðarbungu eftir eldgosið í Holuhrauni (2014 – 2015). Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu en nokkrum klukkutímum áður hafði orðið jarðskjálfti með stærðina 2,8.


Jarðskjálftavirknin í Báðarbungu. Þar sem jarðskjálftinn varð er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin varð í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Staðsetningin er á svæði þar sem tvær virkir sigkatlar eru til staðar og mikil jarðhitavirkni til staðar. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun koma af stað einhverju jökulflóði en ef það gerist þá er líklega ekki um mikið magn að ræða. Eftir að stærsti jarðskjálftinn varð þá dró verulega úr jarðskjálftavirkni á svæðinu (þangað til að jarðskjálftavirkni hefst á ný).

Kvikuinnskot staðfest í Öræfajökli

Nýlegar mælingar hafa staðfest kvikuinnskot í Öræfajökli, þetta kvikuinnskot er í suðurhluta Öræfajökuls og er það svæði að sýna þenslu þessa dagana. Þessa stundina er áætlað að það magn kviku sem er að koma upp í eldstöðina sé rúmlega það magn sem gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þessa stundina er kvikuinnskotið á dýpi sem er á bilinu 2 til 6 km og það útskýrir aukna jarðhitavirkni í Öræfajökli og afhverju þessi jarðhitavirkni er að aukast þessa dagana. Hversu lengi þessa staða mun vara er ekki vitað þessa stundina. Öræfajökull er eldkeila og hagar sér sem slíkt, hægt er að lesa frekar um eldkeilur hérna og hérna.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í síðustu viku voru mældir 160 jarðskjálftar í Öræfajökli og er það metfjöldi jarðskjálfta sem hafa mælst í Öræfajökli síðan mælingar hófst (árið 1995?). Þessa stundina þá virðist jarðskjálftavirkni vera stöðug en það er ekki hægt að segja til um það hvenær það breytist.

Vefmyndavélar

Það eru komnar tvær vefmyndavélar sem sýna Öræfajökul. Þessir tenglar eru þannig að þeir virka aðeins í takmarkaðan tíma.

Vefmyndavél á Fagurhólsmýri (virkar aðeins tímabundið)
Vefmyndavél á brú (virkar aðeins tímabundið)

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með tvennum hætti. Annað hvort notað PayPal takkana hérna til hliðar eða með því að fara á síðuna styrkir og fylgja þar bankaupplýsingum til þess að leggja inn á mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Sigketilinn heldur áfram að dýpka og stækka í Öræfajökli

Samkvæmt fréttum í Morgunblaðinu (mbl.is) þá heldur sigketilinn áfram að dýpka og stækka í Öræfajökli. Þetta eru ekki góðar fréttir um þá stöðu sem er komin upp í Öræfajökli. Samkvæmt fréttum þá var jókst dýpt sigketilsins um rúmlega 20 metra á 9 dögum sem er mjög mikil dýpkun á skömmum tíma. Núverandi útlit sigketilsins er það sem líkist vatnsdropa og teygir sigketilinn sig núna í suðurátt eftir því sem jarðhitasvæðið stækkar.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli er núna stöðug en slæmt veður kemur oft í veg fyrir að jarðskjálftar mælist. Stærðir jarðskjálfta hafa aðeins verið að aukast undanfarið en flestir jarðskjálftar sem hafa verið að mælast eru minni en 1,0 að stærð.

Fréttir af Öræfajökli

Sig­ketill­inn dýpkaði um rúma 20 metra á níu dög­um (mbl.is)

Lítil jarðskjálftahrina í vestari hluta Tjörnesbrotabeltsins

Aðfaranótt 6-Desember-2017 varð lítil jarðskjálftahrina í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins. Nokkrir jarðskjálftar komu fram og fundust á Siglufirði og Ólafsvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8.


Jarðskjálftavirknin er þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð. Það er misgengi á þessu svæði og því má búast við jarðskjálftavirkni á svæðinu.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli og sýnir ekki nein merki þess að draga sér úr þeirri virkni. Það verða sveiflur í jarðskjálftavirkninni þar sem jarðskjálftavirknin dettur niður í nokkra klukkutíma áður en jarðskjálftavirknin eykst aftur. Þar sem kvikan í Öræfajökli er súr þá virðist þetta vera venjuleg jarðskjálftavirkni fyrir þannig gerð af kviku og súr kvika útskýrir einnig þá jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 1,7 og þessa stundina hafa ekki komið fram stærri jarðskjálftar síðustu vikur (síðan jarðskjálftinn með stærðina 3,5 varð í Öræfajökli). Jarðskjálftarnir sem verða jaðrinum eru líklega tilkomnir vegna þenslu í Öræfajökli og valda því að misgengi fara af stað á jaðri Öræfajökuls, hættan af slíkum jarðskjálftum er að mínu mati minniháttar þessa stundina. Ég veit ekki hverning þróunin hefur verið katlinum sem hefur myndast í öskju Öræfajökuls þar sem ég hef ekki séð neinar fréttir eða myndir af þróun katlins undanfarnar vikur.

Styrkir

Ég legg mikla vinnu í þessa vefsíðu. Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann til hliðar eða með því að fara inná styrkir síðuna fyrir bankaupplýsingar. Takk fyrir hjálpina og stuðninginn. 🙂

Hægfara aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli

Það virðist vera að eiga sér stað hæg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli síðustu daga. Síðustu 48 klukkustundir þá virðist sem að jarðskjálftum sé farið að fjölga verulega. Eins og sést á þessu hérna grafi frá Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli frá árinu 2005 til dagsins í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukning í jarðskjálftavirkni bendir til þess að meiri kvika sé farin að troða sér upp í Öræfajökli. Helsta tilgátan um þessar mundir er sú að kvikan sem er núna að troða sér upp í Öræfajökli sé súr og það er það sem jarðskjálftavirknin virðist benda til.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er stór spurning hvernig þetta mun þróast í Öræfajökli þar sem söguleg gögn vantar um eldgos í Öræfajökli. Þau söguleg gögn frá eldgosinu 1362 eru ekki traust þar sem sumt af því sem er skrifað var skrifað hátt í tveim öldum síðar eftir eldgosið 1362. Söguleg gögn um eldgosið 1727 til 1728 eru aðeins betri en langt frá því að vera nákvæm eða traust.

Styrkir

Ég legg mikið á mig til þess að halda þessari vefsíðu gangandi og þetta kostar sitt. Auglýsingar því miður ná ekki að dekka allan þann kostnað. Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal eða með því að fara á styrkir síðuna og leggja beint inná mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂