Þetta er mjög stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 16. Nóvember 2023.
Staða mála er að mestu leiti eins og í gær (15. Nóvember 2023) en nokkrir hlutir gerðust og það er nóg fyrir mig til þess að skrifa þessa grein.
- Brennisteinstvíoxíð hefur mælst í einni af borholum í Svartsengi. Þessi borhola liggur undir Hagafell og nær á 2,5 km dýpi. Það þýðir að kvikan er kominn það grunnt í jarðskopruna. Ég held að þetta sé borhola fyrir kalt vatn en ég þekki ekki hvernig grunnvatn er tekið á svæðinu í gegnum borholur. Grunnvatn á svæðinu er ekki á meira dýpi en 1,9 til 3 km dýpi held ég.
- Það er búist við eldgosi á svæðinu næstu klukkutíma til daga samkvæmt nýjum mælingum Veðurstofu Íslands.
- Grindavík heldur áfram að síga og samkvæmt fréttum þá er mesta sigið milli daga í kringum 25 sm.
- Mbl.is (Morgunblaðið) birti í dag myndskeið af sprungum í Grindavík. Það er hægt að sjá það hérna.
Staðan núna er að mestu leiti hljóðlát en það getur breyst án fyrirvara á næstu klukkutímum til dögum. Þar sem jarðskjálftavirkni bendir sterklega til þess að kvikan sé að leita leiða upp á yfirborðið eftir öllum kvikuganginum. Á meðan kvikan er kominn eins grunnt og 400 til 500 metra í jarðskopruna. Þá er ekki nóg af kvikunni til þess að hefja eldgos. Það getur breyst án fyrirvara og viðvörunnar hvenær sem er.
Ég mun setja inn uppfærslur eins fljótt og ég get ef eitthvað gerist.