Staðan í Bárðarbungu þann 12-Janúar-2015

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og hefur verið í síðustu viku. Hraunflæðið er í kringum 60 – 80 m³/sek samkvæmt fréttum á Stöð 2. Á mörgum stöðum er hraunið ekkert nema skel, undir þessari skel er hraunið 1000C (gráður) og þegar þrýstingur er nægur þá brýst þetta hraun fram á yfirborðið (eins og sést í myndbandinu frá Stöð 2). Gígurinn er í kringum 500 metra langur og er í kringum 80 metra hár. Nýjar myndir benda til þess að nýr gígur hafi opnast við suður enda aðal gígsins (ég hef ekki stefnuna 100% núna), síðasta mynd sem ég sá benti ekki til þess að hraun væri farið að renna úr honum. Það getur þó breyst án viðvörunar. Það er að gjósa í öllum gígnum, en ekki bara einum bletti innan hans. Stærð hraunsins er núna rúmlega ~84 km² að stærð. Eldgosið í Holuhrauni er núna búið að vara í 4,5 mánuði.

Hraunið er núna farið að renna yfir 88 ára gamalt hraun sem heitir Þorvaldshraun, það hraun kom frá Öskju í eldgosi árið 1926 – 1930 (ég hef ekki nákvæmar dagsetningar á þessu eldgosi). Nýtt stöðuvatn mun væntanlega myndast á þessu svæði næsta sumar vegna jökuláa sem þarna renna, þar sem hraunið er hefur runnið yfir vatnavegi jökuláa sem þarna eru. Þar sem einu sinni var sandeyðimörk er núna komið stórt hraunflæmi. Það eru engin merki um það að þetta eldgos sé að fara enda á næstunni.

150112_2055
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Bárðarbungu síðustu 24 klukkutímana, það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálfti sem eru með stærðina 4,0. Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu. Ég átta mig ekki afhverju þessi aukning í jarðskjálftavirkni á sér stað núna.

Loftgæði

Brennisteinsdíoxíði mengun er ennþá mikið vandamál vegna eldgossins í Holuhrauni. Í gær fór brennisteinsdíoxíð mengun í Jökuldal upp í 7800 μg/m³. Þessi mengun fer þangað sem vindurinn blæs henni. Logn er verst þar sem það leyfir mengunni að aukast hægt og rólega á svæðum, sérstaklega í dölum og þeim svæðum sem liggja lágt í landslaginu.

Fréttir

Einn fegursti gígur Íslands er að myndast í eldgosinu (Vísir.is)
Dimmt af mengun á Jökuldal (Rúv.is)

Grein uppfærð þann 13-Janúar-2015 klukkan 20:16.
Grein uppfærð þann 13-Janúar-2015 klukkan 20:20.

Staðan í Bárðarbungu þann 9-Janúar-2015

Stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar á síðan á Miðvikudaginn 7-Janúar-2015. Ef það varð minnkun á eldgosinu í Holuhrauni, þá var sú breyting tímabundin og eldgosið er núna á þeim stigum sem það var áður. Ekki er að sjá neina breytingu á eldgosinu á vefmyndavélum Mílu í dag.

150109_1835
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðust 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 5,1 og varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Minni jarðskjálftar hafa verið að eiga sér stað á þessu sama svæði síðustu fjóra mánuðina. Smáir jarðskjálftar hafa verið að eiga sér stað í kvikuinnskotinu nærri jaðri jökulsins. Ég veit ekki hvað þetta þýðir, það er samt mitt mat að þessi jarðskjálftavirkni geti ekki verið góð merki. Þar sem það er mikil hætta á eldgosi þar sem kvikuinnskotið er til staðar, jafnvel þó svo að núna gjósi á einum stað í Holuhrauni. Lengd kvikuinnskotsins er rúmlega 46 km og mestur hluti þess er undir Vatnajökli.

Á þessum tíma árs er Vatnajökull að bæta við sig snjó og þyngjast í kjölfarið. Það eru miklar líkur á því að þetta muni hafa áhrif á Bárðarbungu. Þar sem snjófall á Vatnajökli er í kringum 10 til 20 metrar yfir veturinn (þetta veltur á árinu). Þyngd jökulsins er þessa dagana að auka þrýstinginn á Bárðarbungu, ég veit ekki fyrir víst hvaða breytingar þetta mun hafa á Bárðarbungu. Það er hinsvegar ágiskun mín að þetta hafi hægt á því sem er að gerast í Bárðarbungu tímabundið. Jöklar á Íslandi fara að léttast í Júní til September þegar sumarbráðnun hefst á þeim.

Staðan í Bárðarbungu þann 7-Janúar-2015

Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 7-Janúar-2015.

Breytingar hafa átt sér stað í óróanum á SIL stöðvum sem eru næst eldgosinu í Holuhrauni. Ég veit ekki hvað þetta þýðir nákvæmlega ennþá, það er möguleiki á því að farið sé að draga úr eldgosinu í Holuhrauni eða þá að eldgosið sé að fara að enda. Það er erfitt að vita stöðuna nákvæmlega á þessari stundu vegna veðurs. Þessar breytingar gætu einnig verið hluti af venjulegum sveiflum í eldgosinu í Holuhrauni.

dyn.svd.08.01.2015.at.00.14.utc
Breytingingar sjást best aftast á óróaplottinu á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er með svipuðum hætti núna og undanfarna daga.

150108_0005
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina eru aðeins 11 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar. Það er meðal minnsti fjöldi jarðskjálfta í Bárðarbungu síðan virknin hófst í Ágúst-2014. Í heildina sjást 117 jarðskjálftar á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar og teljast það vera „fáir“ jarðskjálftar síðan virknin hófst í Bárðarbungu í Ágúst-2014. Stærð Holuhrauns er núna ~83 km², magn hrauns sem hefur komið upp er núna 1,15 km². Stærð hraunsins er núna farin að nálgast stærð Þingvallavatns. Það mun aðeins taka eldgosið nokkra daga í viðbót þangað til að hraunið verður orðið stærra en Þingvallavatn, sem er eitt af stærstu vötnum á Íslandi.

Slæmt veður á næstu dögum

Veðurspáin er ekki góð fyrir næstu daga og því mun verða mjög erfitt að fylgjast með gangi mála í Holuhrauni og í Bárðarbungu. Það mun ekki verða hægt að fylgjast almennilega með gangi mála fyrr en draga fer úr veðrinu eftir nokkra daga.

Staðan í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015

Hérna eru nýjustu upplýsingar um stöðuna í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á eldgosinu í Holuhrauni um helgina. Eldgosið heldur áfram að mestu leiti á svipuðum nótum og hefur verið síðustu fjóra mánuðina. Hraunið rennur núna neðanjarðar að mestu leiti í nýja hrauninu sem hefur myndast í eldgosinu.

150105_2225
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minni jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu síðustu daga og ber þess merki að dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkninni miðað við vikunar á undann. Það er mín skoðun að þetta bendi til þess að kvikuhólfið sem var að tæmast sé núna orðið tómt, eða næstum því orðið tómt. Ef það er raunin þá er hætta á því að þetta kvikuhólf falli saman með látum að mínu áliti. Þetta mundi ekki vera hrun öskjunnar, heldur eingöngu kvikuhólfsins sem er undir öskjunni í mjög flóknu eldfjalli. Þetta getur auðvitað ekki gerst, ef þetta gerist þá munu merkin verða merki af mjög stórum jarðskjálftum sem munu eiga sér stað þegar kvikuhólfið fellur saman. Ef þetta gerist ekki og kvikuhólfið helst uppi (jafnvel þó svo að kvikan sé öll farin eða nærri því öll farinn) þá er ljóst að jarðskorpan í Bárðarbungu brotnar ekki svo auðveldlega. Það er hinsvegar þekkt staðreynd að náttúrunni er illa við tóm rými þar sem þau eiga ekki að vera.

Eldstöðvanar Tungafellsjökull og Hamarinn

Vísindamenn hafa núna áhyggjur af því að Bárðarbunga sé að valda óstöðugleika í nálægum eldstöðvum. Þá helst í Tungafellsjökli og Hamrinum (einnig þekktur sem Loki-Fögrufjöll). Mikill munur er á Tungafellsjökli og Hamrinum, það er hinsvegar aukinn virkni í þessum tveim eldfjöllum síðustu fjóra mánuði.

Vandamálið við Hamarinn er það að ekki eru miklir jarðskjálftar í þeirri eldstöð og eldgos virðast geta átt sér stað þar án mikils fyrirvara eða viðvörunar (það gæti breyst, en þetta er það sem gögnin benda til núna). Þetta bendir til þess að kvika sé tiltölulega grunnt í Hamrinum og að jarðskorpan sé svo mjúk að hún brotnar ekki (þetta er bara mín hugmynd um hvað gæti verið að gerast þarna, þetta hefur ekki verið sannað). Ef þetta er staðan, eins og gögnin benda til þá er hætta á eldgosi í Hamrinum án mikillar viðvörunar og mjög lítilli eða engri jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos var í Hamrinum í Júlí-2011 og skrifaði ég um það hérna og hérna (á ensku).

Staðan er önnur í Tungafellsjökli. Þar hefur verið örlítið um kvikuinnskot í eldstöðina síðan seint árið 2011 eða snemma árið 2012. Þau kvikuinnskot hafa búið til frekari leiðir fyrir meiri kviku að ryðja sér leið upp á yfirborðið og valda eldgosi. Eins og stendur er ekki nægjanlega mikið af kviku í Tungafellsjökli til þess að valda eldgosi og þessi kvika hefur ekki þrýstinginn til þess að valda eldgosi að auki eftir því sem ég er að sjá úr gögnum (mín skoðun). Eins og staðan er núna, þá verður umtalsvert meira að gerast til þess að það fari að gjósa í Tungafellsjökli í fyrsta skipti á sögulegum tíma að mínu mati (athugið! Ég hef stundum rangt fyrir mér í þessum efnum).

Staðan í Bárðarbungu þann 3-Janúar-2015

Þessi uppfærsla er skrifuð núna vegna þeirra breytinga sem ég þurfti að gera á hýsingunni á vefsíðunni. Færa þurfti vefinn yfir á nýjan vefþjón, þar sem umferðin inn á vefsíðuna var búinn að sprengja af sér þann vefþjón sem ég var að nota. Það voru vandamál við færsluna yfir á nýjan vefþjón sem ollu niðurtíma á vefsíðunni.

Staðan í Bárðarbungu

Eldgosið heldur áfram í Holuhrauni með svipuðum hætti og undanfarið. Vegna jólafría þá hafa verið fáar ferðir vísindamanna á eldgosasvæðið. Stærð aðal-hraunbreiðunnar er núna í kringum 83 km³ (ferkílómetrar) að stærð samkvæmt síðustu fréttum. Þessi tala breytist mjög oft.

150103_2010
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana hafði stærðina 4,6 samkvæmt fréttum. Fjöldi jarðskjálfta yfir sama tímabil var eingöngu 50 jarðskjálftar. Mengun frá eldgosinu í Holuhrauni er ennþá mikil og berst undan vindi, í gær kom upp mikil mengun á Höfn í Hornafirði (2400 μg/m³) og á Egilsstöðum (900 μg/m³) af brennisteinsdíoxíði. Ágætur vindur var á þessum tíma og kom það í veg fyrir að mengunin frá eldgosinu stoppaði lengi við og næði að byggjast upp á svæðinu.

Aðrar uppgötvanir

Vísindamenn hafa uppgötvað að kvikuinnskot á dýpi eru núna að mynda nýja jarðskorpu. Ég sá fréttir um þetta en týndi henni og hef því ekki frekari smáatriði á þessari stundu. Ég vonast eftir að fá frekari upplýsingar síðar um þessa uppgötvun hjá jarðvísindamönnum.

Styrkir

Ég minni á að það er hægt að styrkja mínu vinnu með því að leggja inn á mig (upplýsingar um það er að finna hérna). Nýr PayPal takki mun koma hingað inn fljótlega og þá geta þeir sem vilja styrkt mig þar í gegn. Þeir sem kaupa vörur í gegnum Amazon styrkja einnig mína vinnu, en ég fæ söluprósentu af seldum vörum sem eru keyptar í gegnum auglýsinganar sem ég er með hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Staðan í Bárðarbungu þann 29-Desember-2014

Þessi uppfærsla er seinna á ferðinni en áætlað var. Ég þurfti að gera annað og tafðist vegna þess.

Eldgosið í Holuhrauni (Bárðarbungu) heldur áfram með svipuðum hætti og undanfarið. Vegna jólafría og slæms veðurs hefur verið erfitt að fá nýjar upplýsingar um stöðu mála í Holuhrauni og gangi eldgossins. Stærð hraunsins er núna orðin 83 ferkílómetrar (km²) eða stærra. Jarðskjálftavirkni á sér ennþá stað í Bárðarbungu, það hefur þó dregið úr jarðskjálftavirkninni undanfarið og það er ekki bara slæmu veðri eða sambandslausum jarðskjálftamælum. Þessi fækkun jarðskjálfta er raunveruleg, hvort að þessi fækkun jarðskjálfta mun halda áfram er hinsvegar eitthvað sem á eftir að koma í ljós. Það er ennþá möguleiki á því að jarðskjálftavirknin aukist aftur á ný.

141230_0325
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nýjustu gögn frá GPS mælingum benda ekki til neinna breytinga á því landreki sem á sér núna stað við Bárðarbungu. Ís hefur verið að setjast á GPS loftnetin og það hefur verið að trufla mælinganar undanfarið, hætta er á því að þessi ísing muni vara í allan vetur ef veður veldur mikilli ísingu á hálendinu. Á meðan eldgosið heldur áfram, þá eru miklar sveiflur (virðist vera raunin), svo virðist sem að það dragi mjög úr eldgosinu í skamman tíma áður en það eykst aftur. Þetta er í samræmi við upplýsingar sem komu fram í Nóvember um þessar sveiflur þá, það sem ég veit ekki fyrir víst er hvort að þessar sveiflur hafi breyst eða hvort að eitthvað annað hefur gerst. Ég er að bíða eftir nýjum upplýsingum um stöðu mála, en það gæti tekið talsverðan tíma áður en þær upplýsingar koma fram.

Eftir því sem ég kemst næst þá er ekkert frekar að frétta af Bárðarbungu. Næsta uppfærsla verður þann 2-Janúar-2015.

Staðan í Bárðarbungu þann 27-Desember-2014

Eldgosið í Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti og undanfarið. Eldgosið heldur svipuðum takti og hefur verið síðustu vikunar. Það sást til breytinga við eldgosið í Holuhrauni, en það er ekki orðið ljóst hverjar þær breytingar eru á þessari stundu.

141227_1825
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni síðustu daga í Bárðarbungu, og hefur dregið talsvert úr fjölda þeirra jarðskjálfta sem ná yfir stærðina 3,0 undanfarna daga. Stærsti jarðskjálftinn síðustu daga hafði stærðina 5,0. Það er óljóst afhverju það er að draga úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Það er möguleiki á því að núverandi fasa í eldgosinu í Holuhrauni sé að ljúka, að minnsta kosti þeim hluta eldgossins sem er að valda jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

Jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Tungafellsjökli. Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið í Tungafellsjökli eru allir mjög litlir og mjög lítið um jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Þessa stundina virðist sem að jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli sé að aukast og það er ekki ljóst afhverju það stafar. Hættan á eldgosi í Tungafellsjökli virðist ennþá vera til staðar, jafnvel þó svo að þarna yrði eingöngu um að ræða mjög lítið eldgos. Verði eldgos í Tungafellsjökli, þá verður það fyrsta eldgosið í Tungafellsjökli síðustu 12,000 ár hið minnsta.

Greinarskrif um áramótin

Næstu greinar um stöðu mála í Bárðarbungu verða skrifaðar á þessum dögum.

29-Desember-2014
2-Janúar-2015

Regluleg skrif um Bárðarbungu hefjast á ný eftir að nýja árið er gengið í garð.

Staðan í Bárðarbungu þann 22-Desember-2014

Hérna er stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

  • Eldgosið í Holuhrauni hefur núna varað í næstum því fjóra mánuði. Það þýðir að eldgosið í Holuhrauni er eitt lengsta eldgos á Íslandi í mjög mörg ár. Þetta gæti jafnvel verið lengsta eldgos á Íslandi síðan á 19 öldinni.
  • Hraunið í Holuhrauni er núna stærra en 80 ferkílómetrar (km²) að stærð. Hraunið rennur núna neðanjarðar og brýst fram á jöðrunum og einstaka sinnum á fram á yfirborðinu.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í Bárðarbungu og hefur verið. Vegna veðurs hafa litlir jarðskjálftar sést illa á nálægum SIL stöðvum, einnig sem að margar SIL stöðvar eru niðri vegna snjóa og veðurs.
  • Hægt hefur á sigi í Bárðarbungu, það er hinsvegar ekki hætt eins og staða mála er í dag, heldur hefur aðeins dregið úr siginu eins og stendur. Á sama tíma hefur einnig dregið úr fjölda stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu.
  • Það eru engin merki um það að eldgosinu í Holuhrauni sé að fara að ljúka fljótlega og það er ljóst að þetta eldgos getur haldið áfram í marga mánuði í viðbót, jafnvel í nokkur ár ef þetta verður mjög langdregið eldgos.

Aðrar fréttir af eldgosinu í Bárðarbungu

  • Jarðvísindamenn eru orðnir leiðir á fundum um stöðu mála í Bárðarbungu. Enda hafa verið haldnir í kringum 80 fundnir um gang eldgossins í Bárðarbungu nú þegar.
  • Jarðvísindamenn munu halda áfram að fylgjast með eldgosinu í Bárðarbungu og munu halda áfram að mæta á fundi. Jafnvel þó svo að þeir séu orðnir frekar leiðir á öllum þessum fundum.
  • Lögreglan er með vakt í Drekagili. Þar eru núna tveir lögreglumenn, jafnvel þó svo að enginn fari þarna um vegna ófærðar og veðurs. Jarðvísindamenn fara ekki þarna um þessa dagana vegna ófærðar og veðurs.

Staðan í Tungafellsjökli

  • Nýjustu fréttir benda til þess að kvikuinnskot sé núna að eiga sér stað í Tungafellsjökli.
  • Ef þetta kvikuinnskot í Tungafellsjökli leiðir til eldgoss þá er talið að það eldgos verði ekki stærra en eldgosið í Fimmvörðuhálsi árið 2010 í Eyjafjallajökli.
  • Það má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli.

Jarðskjálftamynd af síðustu 48 klukkutímum

141222_2150
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fréttir af Bárðarbungu

Lögreglumenn eru einir í Drekagili (Rúv.is)
Vísindamenn þreyttir á fundum vegna Bárðarbungu (Vísir.is)
Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands (Vísir.is)

Uppfærslur um jólin

Næstu uppfærslur um stöðuna í Bárðarbungu verða 27-Desember-2014 og síðan 29-Desember-2014.

Annað

Ég mun færa Paypal til Íslands á morgun. Af þessum sökum verður það ekki aðgengilegt næstu daga. Það er hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig beint. Upplýsingar um hvernig á að gera það er að finna hérna.

Staðan í Bárðarbungu þann 19-Desember-2014

Virknin í Bárðarbungu heldur áfram eins og hefur verið síðustu þrjá mánuði. Enginn jarðskjálfti stærri en 5,0 hefur átt sér stað síðan Mánudaginn 15-Desember-2014. Fjöldi jarðskjálfta með stærðina 3,0 og yfir er ennþá mjög mikil, en það hefur eitthvað dregið úr henni á undanförnum vikum. Minnkandi jarðskjálftavirkni hefur fylgt minnkandi sigi í Bárðarbungu á sama tíma samkvæmt síðustu mælingum.

141219_2055
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nýja Holuhraun heldur áfram að stækka og er núna orðið næstum því 80 ferkílómetrar (km²) að stærð. Ég veit ekki hversu mikið magn hrauns er komið upp, þar sem það hefur gengið illa að mæla hraunið undanfarna daga vegna veðurs. Þykkt hraunsins er orðið nokkrir tugir metrar þar sem mest er. Eldgosið heldur áfram með svipuðum hætti og undanfarið, þó benda mælingar til þess að eitthvað hafi dregið úr magni þess hrauns sem er að koma upp núna, en ég veit ekki hversu mikið hefur dregið úr eldgosinu. Hraunið rennur núna í lokuðum rásum samkvæmt síðustu mælingum vísindamanna. Þetta hraun brýst síðan fram á jöðrum hraunsins og heldur áfram að stækka það, á einstaka stað kemur þetta hraun upp á yfirborðið í gegnum þessar lokuðu rásir í hrauninu.

Annað – myndir

Ef fólk man eftir þessari mynd hjá Veðurstofu Íslands sem var sett á vefinn hjá þeim fyrir nokkrum dögum síðan.

Ég var þarna, fyrir algera tilviljun þá ákvað ég að skreppa til Veðurstofunnar á þessum degi og kíkja í heimsókn. Þar sem tími til þess hafði myndast hjá mér þennan dag í slíka heimsókn. Ég fékk smá bita af kökunum sem þarna voru í boði.

2014-12-09_16-38-00
Mitt sjónarhorn af kaffinu og kökunum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég hef miklu fleiri myndir, en vegna þess hversu internetið er hægt þá ætla ég mér ekki að setja þær inn eins og stendur. Sérstaklega á meðan internet sambandið er svona hægt (þetta er 3G internet).

Staðan í Bárðarbungu þann 16-Desember-2014

Hérna er stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Í gær (15-Desember-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 5,4 í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin minnkaði í Bárðarbungu í kjölfarið, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á ný síðustu klukkutíma í Bárðarbungu.

141216_1615
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er ennþá með svipuðum hætti og undanfarið. Síðustu daga hafa færri jarðskjálftar mælst vegna slæms veðurs á Íslandi undanfarið. Þetta slæma veður veldur því að illa gengur að mæla litla jarðskjálfta sem eiga sér stað í Bárðarbungu. Ekki hefur verið hægt að fara að Holuhrauni vegna veðurs og því eru ekki neinar nýjar mælingar til af stöðu mála í Holuhrauni (eftir því sem ég best veit). Ég hef ekki getað fylgst með vefmyndavélum þar sem ferðavélin mín ræður ekki við það.

Aukin jarðskjálftavirkni hefur verið í Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,2, það er ekki að sjá að neina aðra virkni í Tungafellsjökli á þessari stundu.