Engar stórar breytingar hafa átt sér stað í eldgosinu í Holuhrauni síðan síðasta grein var skrifuð. Sigið í Bárðarbungu heldur áfram. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og áður. Mengun vegna Brennisteinsdíoxíðs heldur áfram að vera vandamál undan vindi. Það eru komnar upp áhyggjur af súru þegar það mun fara að vora á Íslandi vegna þessarar mengunar, þar sem mikið af brennisteinsdíóxíð hefur bundist í snjó sem mun bráðna þegar vorar og renna í ár og yfir graslendi. Þegar brennisteinsdíóxíð binst við vatn þá myndar það súrt regn, sem hefur einnig verið vandamál.
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil í Bárðarbungu og var stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkustundirnar með stærðina 4,7. Það hefur ekki orðið jarðskjálfti með stærðina 5,0 síðan 8-Janúar samkvæmt fréttum. Ég tók eftir nokkrum djúpum jarðskjálftum sem höfðu átt sér stað í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Þessir djúpu jarðskjálftar benda til þess að kvika sé að koma upp af miklu dýpi inn í eldstöðina. Það er erfitt að átta sig á því hvað þetta þýðir á þessari stundu.
Breyting á uppfærslum
Þar sem farið er að draga úr breytingum í Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni. Þá ætla ég að draga úr fjölda þeirra greina sem ég skrifa um Bárðarbungu. Af þessum sökum þá verður enginn grein á Föstudaginn (13-Febrúar). Næsta grein verður á Miðvikudaginn 18-Febrúar. Eftir það verða uppfærslur einu sinni í viku um stöðuna í Bárðarbungu. Ef eitthvað stórt gerist, þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og hægt er. Ég hef núna skrifað vikulegar greinar um Bárðarbungu í rúmlega fimm mánuði og það er mjög erfitt að skrifa alltaf um það sama.