Staðan í Bárðarbungu þann 12-Desember-2014

Hérna er stutt uppfærsla á gangi mála í Bárðarbungu.

  • Stærð hraunsins er núna í kringum 76 km². Ég hef verið að fá fréttir af stærð hraunsins sem ber ekki saman. Ég veit ekki afhverju það er.
  • Samkvæmt nýjustu mælingum og því sem sést þá virðist sem að hraungöng séu að myndast í hrauninu.
  • Hraunið er núna að koma fram norðan í hraunbreiðunni (næst vefmyndavélum Mílu). Hraunið brýst fram út undan kaldara og eldra hrauni.
  • Engar stórar breytingar er að sjá á gangi eldgossins samkvæmt nýjustu mælingum vísindamanna.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð og áður. Þó er orðið talsvert síðan jarðskjálfti með stærðina 5,0 átti sér stað.

Nýtt myndband af eldgosinu og hrauninu er að finna hérna í frétt Rúv frá því 11-Desember-2014. Eftir því sem ég kemst næst þá er ekkert annað að frétta af eldgosinu. Vegna flutnings míns til Íslands þá hef ég ekki getað fylgst almennilega með stöðu mála í eldgosinu.

Breytt landslag í Holuhrauni (Rúv.is, Myndband)

Annað: Ég vonast til þess að geta farið að skrifa reglulegar uppfærslur um stöðu mála í eldgosinu í Holuhrauni næsta Mánudag (15-Desember-2014). Ferðavélin mín er ekki nógu góð í að skrifa svona uppfærslur, vegna þess að þetta er gömul ferðavél sem er farinn að bila og almennt orðin mjög léleg sem slík.

Staðan í Bárðarbungu þann 9-Desember-2014

Þetta er örstutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

  • Eldgosið í Bárðarbungu er núna búið að vara í 100 daga.
  • Stærð hraunsins er í kringum 77 – 80 km² að stærð. Magn hraunsins er núna í kringum 1,0 km³ eða stærra en það (það er ekki víst að ég hafi nýjustu tölunar eins og stendur).
  • Það hefur orðið fækkun í jarðskjálftum með stærðina 5,0 og það er einnig orðið lengra á milli þeirra eins og staðan er núna.
  • Sig öskju Bárðarbungu er núna orðið meira en 50 metrar samkvæmt nýjustu mælingum.

Vegna flutnings þá hef ég ekki möguleika á að skrifa lengri grein um stöðu mála í Bárðarbungu. Vegna veðurs þá kemst ég ekki norður á Hvammstanga fyrr en á Föstudaginn (eins og veðurspáin er núna).

Staðan í Bárðarbungu Mánudaginn 1-Desember-2014

Þetta er stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

Vöktun á stöðunni í Holuhrauni hefur verið erfið til ómöguleg undanfarna daga vegna veðurs. Hraunið er núna orðið stærra en 75 km² samkvæmt síðustu tölum sem ég vissi um varðandi stærð hraunsins. Ég veit ekki hvert magn hraunsins er á þessari stundu. Ég veit ennfremur ekki hvort að þeir púlsar af virkni sem sáust í síðustu viku hafa haldið áfram. Magn brennisteinsdíoxíði sem er að koma upp er mjög svipað og áður eftir því sem ég kemst næst. Magn hrauns sem er að koma upp núna er í kringum 50 – 130 m³/sek eftir því sem ég kemst næst.

141201_2000
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (1-Desember-2014) var með stærðina 5,2 samkvæmt Veðurstofu Íslands og átti sá jarðskjálfti sér stað í suðvestur-brún öskju Bárðarbungu. Færri jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn vegna slæms veðurs á Íslandi. Á tímabili leit út fyrir að dregið hefði úr virkni í Bárðarbungu, en það var ekki raunin, jarðskjálftar einfaldlega mældust ekki vegna veðurs.

Flutningur til Íslands: Vegna flutnings til Íslands þá verður enginn uppfærsla á stöðunni í Bárðarbungu Miðvikudaginn 3-Desember og 5-Desember. Ég ætla að reyna að skrifa grein um stöðu mála í Bárðarbungu Laugardaginn 6-Desember, en það er ekki víst að það takist hjá mér.

Staðan í Bárðarbungu Föstudaginn 28-Nóvember-2014

Þetta verður stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Það hefur verið skortur á fréttum um stöðu mála við Holuhraun í fréttum dagsins eftir því sem ég kemst næst. Á vefmyndavélum er ekki að sjá neina stóra breytingu á eldgosinu. Hraunbreiðan er hinsvegar að verða þykkri eins og sjá má þessari mynd hérna. Nýtt hraun er farið að renna ofan á örlítið kaldara hrauni sem er þarna, það hraun er ekki nema eins til þriggja mánaða gamalt. Plúsar af kviku virðast ennþá koma upp með reglulegu millibili, ég veit ekki hvernig þessi hegðun kvikunar er núna eða hvort að hún hefur eitthvað breyst á síðustu dögum frá því að þetta sást fyrst.

141128_2140
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 tímana var jarðskjálfti með stærðina 5,1 og varð sá jarðskjálfti í norðvesturbrún Bárðarbungu eins og flestir stórir jarðskjálftar sem hafa orðið í Bárðarbungu. Ég veit ekki ástæðuna afhverju flestir stórir jarðskjálftar eiga sér stað þarna. Samkvæmt nýjustu mælingum þá er sig öskjunnar í Bárðarbungu orðið rúmlega 50 metrar og það virðist ekki vera nein breyting á siginu þessa stundina eftir því sem ég kemst næst. Ástæða þess að GPS uppfærist ekki samkvæmt nýjustu skýrslu Veðurstofu Íslands er sú að loftnetið er núna komið niður fyrir brún öskju Bárðarbungu, og því er sjónlínan dottin út við endurvarpa sem Veðurstofa Íslands notar. Heildarsigið í öskjunni er núna orðið í kringum 50 metrar og það virðist ekki vera neitt lát á siginu eftir því sem ég kemst næst. Þetta þýðir væntanlega jarðskjálftamælir sem er á sama stað er einnig ekki að senda gögn til Veðurstofunnar. Ég hef ekki neinar aðrar fréttir um stöðu mála í Bárðarbungu á þessari stundu.

Flutningur til Íslands: Ég flyt til Íslands í næstu viku og af þeim sökum verður truflun á uppfærslum um stöðu mála í Bárðarbungu næstu tvær vikunar. Ég mun reyna að skrifa uppfærslur um gang mála í Bárðarbungu þegar ég get, en það er hætt við því að langt verði á milli uppfærsluna næstu tvær vikunar.

Staðan í Bárðarbungu Miðvikudaginn 26-Nóvember-2014

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðuna í Bárðarbungu.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram og ekkert bendir til þess að það sé að fara enda á næstunni. Það hafa hinsvegar átt sér breytingar í eldgosinu á síðustu vikum, samkvæmt því sem vísindamenn hafa séð sem verið hafa við mælingar næst eldgosinu í Holuhrauni. Útstreymi kviku er núna þannig að það kemur í púlsum sem vara misjafnlega lengi, allt frá nokkrum sekúndum yfir í nokkra klukkutíma (nánar hérna). Ég veit ekki hvað er að valda þessum breytingum, en hugsanlegt er að eldgosinu muni ljúka á næstu vikum til mánuðum. Lítil breyting hefur orðið á brennisteinsdíoxíði mengun eftir því sem ég kemst næst, ég tek það fram að þetta gæti verið rangt hjá mér með brennisteinsdíoxíði vegna skorts á nýjum upplýsingum um stöðu mála.

141126_1840
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eftir 5,4 jarðskjálftann í Bárðarbungu á Mánudaginn hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Slík hegðun er ekki óþekkt í Bárðarbungu eftir stóran jarðskjálfta. Það má búast við því að jarðskjálftum sem eru stærri en 3,0 fari aftur að fjölga á næstu dögum eða þangað til að næsti jarðskjálfti með stærðina 5,4 mun eiga sér stað. Þetta hefur verið munstrið í Bárðarbungu síðustu þrjá mánuði, en það er farið að draga úr jarðskjálftum sem eru með stærðina 5,0 og stærri. Það hefur verið gott útsýni á eldgosið í Holuhrauni síðustu daga þar sem veður hefur verið gott. Ég hef ekki neinar aðrar fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu og Holuhrauni á þessari stundu.

Staðan í Bárðarbungu Mánudaginn 24-Nóvember-2014

Þetta er stutt grein um stöðuna í Bárðarbungu.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og áður. Aftur á móti virðist sem að eldgosið hafi hugsanlega aukist eitthvað þessa stundina, það hefur þó ekki verið staðfest. Hinsvegar hafa sést sveiflur í eldgosinu sem hafa varað frá nokkrum sekúndum og upp í nokkrar klukkustundir í þeirri kviku sem er að koma upp í Holuhrauni. Þetta þýðir að hugsanlega sé farið að styttast í að eldgosinu í Holuhrauni fari að ljúka. Það hafa einnig sést breytingar á því hversu mikið brennisteinsdíoxíð er að koma upp í eldgosinu.
Þó svo að eldgosinu í Holuhrauni sé kannski að fara að ljúka, þýðir það ekkert endilega að sjálft kvikinnskotinu sé að fara að ljúka. Hinsvegar getur verið að gígurinn sé að lokast án þess að eldvirkninni í Bárðarbungu sé að ljúka. Þetta þýðir einnig að möguleiki er á nýju eldgosinu þar sem kvikuinnskotið er staðsett. Það er auðvitað einnig sá möguleiki að sjálft kvikuinnskotið sé að fara að lokast og það muni ljúka eldgosinu í Holuhrauni. Þegar það gerist, þá mun kvikan í Bárðarbungu þurfa að finna sér nýjar leiðir upp á yfirborðið. Hinsvegar er ennþá sá möguleiki til staðar að það séu margir mánuðir í það að eldgosinu í Holuhrauni ljúki, þó svo að farið sé að bera á því að eldgosinu ljúki einn daginn. Magn brennisteinsdíoxíð í kvikunni bendir til þess að uppruna hennar sér að finna á meira en 9 km dýpi undir Bárðarbungu.

141124_2145
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálfanir um helgina og í dag (24-Nóvember-2014) voru með stærðina 5,1 og 5,4. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu minnkar eftir að mjög stórir jarðskjálftar eiga sér stað, virknin eykst síðan aftur hægt og rólega fram að næsta stóra jarðskjálfta, ég veit ekki afhverju þetta gerist. Nýjar rannsóknir á Bárðarbungu benda til þess að kvikukerfið inn í eldstöðinni sé mun flóknara en áður var haldið. Það eru einnig vísbendingar um það að jarðskorpan í öskju Bárðarbungu sé mun þynnri heldur en áður var talið. Ég veit ekki hvað það þýðir varðandi þá virkni sem er í Bárðarbungu núna. Það er ekki að sjá neinar stórar breytingar í GPS gögnum sem eru að koma frá mælum í kringum Bárðarbungu. Að öðru leiti veit ég ekki um neitt annað varðandi stöðuna í Bárðarbungu.

Nýtt myndband af eldgosinu í Holuhrauni

Nýtt myndskeið af umbrotunum í Holuhrauni (Rúv.is)

Staðan í Bárðarbungu Föstudaginn 21-Nóvember-2014

Þetta er stutt yfirlit um stöðu mála.

Það hafa ekki neinar stórar breytingar að eiga sér stað í Holuhrauni. Það er hugsanlegt að það hafi hrunið úr gígnum í Holuhrauni miðað við það sem sést núna á vefmyndavélum Mílu, það er hinsvegar ekki staðfest eins og er. Annar möguleiki er á því að eldgosið í Holuhrauni hafi aukist síðustu klukkutímana, það er heldur ekki staðfest eins og er. Hraunstrókar hafa sést við norðurenda gígsins í kvöld á vefmyndavélum. Hraunáin virðist hafa breytt um stefnu eins og er.

141121_2320
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu 48 klukkutímana þá hafa verið 63 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 átt sér stað í Bárðarbungu. Á sama tíma virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í kvikuganginum sem núna gýs úr í Holuhrauni. Það hefur ekki orðið nein breyting samkvæmt GPS mælingum sem bendir til þess að ekki hefur dregið úr því kvikumagni sem núna flæðir inn í kvikuganginn. Engar aðrar breytingar hafa verið tilkynntar í dag eftir því sem ég kemst næst. Eldgosið sést mjög vel núna á vefmyndavélum Mílu (Vefmyndavél 1, Vefmyndavél 2).

Staðan í Bárðarbungu Miðvikudaginn 19-Nóvember-2014

Þetta verður stutt uppfærsla á stöðu mála.

Lítið hefur breyst í eldgosinu í Holuhrauni síðan á Mánudaginn. Það hefur hinsvegar verið sagt frá því í fréttum að líklega er að verða aukning á brennisteinsdíoxíði í eldgosinu. Það bendir til þess að kvikan í eldgosinu sé orðin frumstæðari og komin dýpra að í eldgosinu. Stærð hraunsins er núna í kringum 72 – 74 ferkílómetrar, en ég hef ekki heyrt neinar nýjar tölur um stærð hraunsins síðustu daga og er því ekki viss um hvaða tala er rétt. Ný mynd af gígnum sem núna gýs úr sýnir ekki neina breytingu á eldgosinu eða útflæði hrauns.

141119_2030
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti og áður. Engir jarðskjálftar stærri en fimm hafa átt sér stað síðan á Sunnudaginn, það gæti þó breyst án fyrirvara þar sem slíkir jarðskjálftar verða reglulega. Jarðskjálftum með stærðina 5,0 eða stærri hefur fækkað undanfarið, en það gæti aðeins verið tímabundin breyting.

Vegna flutnings til Íslands

Þar sem ég verð að flytja til Íslands í Desember þá munu uppfærslur á stöðu mála í Bárðarbungu falla niður eftirtalda daga.

3-Desember. Ekki er víst að uppfærsla muni verða skrifuð þennan dag.
5-Desember. Engin uppfærsla.
8-Desember. Engin uppfærsla.
10-Desember. Engin uppfærsla.
12-Desember. Engin uppfærsla reikna ég með.
15-Desember. Engin uppfærsla reikna ég með.
17-Desember. Ef ég verð kominn með tölvuna mína þennan dag. Þá mun ég skrifa uppfærslu.
19-Desember. ???

Áætlun varðandi uppfærslur um Jólin verða settar síðar hingað inn.

Ég mun setja inn upplýsingar varðandi PayPal seint í Desember-2014 eða snemma í Janúar-2015.

Staðan í Bárðarbungu Mánudaginn 17-Nóvember-2014

Lítið hefur breyst í eldgosinu í Holuhrauni síðan á Föstudaginn. Síðustu fréttir segja að hraunið sé núna 74 ferkílómetrar að stærð. Eldgosið er hinvegar minna núna en þegar það hófst í lok Ágúst-2014, þetta er engu að síður mjög stórt eldgos miðað við það magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu á þessari stundu. Gígurinn er núna í kringum 60 metra hár samkvæmt síðustu mælingu, það er möguleiki að það sé að hrynja úr gígnum þar sem ég hef einnig heyrt tölur um að gígurinn hafi verið í kringum 100 metra hár. Gígurinn er að mestu leiti gerður úr lausum efnum á núna, það veldur því að gígbarmurinn er óstöðugur og líklega hrynur reglulega úr honum. Megun vegna brennisteinsdíoxíði er ennþá mikið vandamál og mun verða það allan þann tíma sem eldgos varir í Holuhrauni.

bardarbunga.mila.webcamera.svd.17.11.2014.14.32.utc
Eldgosið í Holuhrauni í dag (17-Nóvember-2014) klukkan 14:32. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Mílu.

141117_1820
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er með mjög svipuðum hætti í Bárðarbungu núna og hefur verið undanfarna þrjá mánuði. Stærsti jarðskjálftinn um helgina var með stærðina 5,4 og varð á Sunnudaginn (16-Nóvember-2014). Mjög mikil jarðskjálftavirkni er í Bárðarbungu stundum, en það dregur alltaf úr jarðskjálftavirkni eftir stóra jarðskjálfta (jarðskjálfta stærri en 5,0) í nokkra klukkutíma. Þessi hegðun í eldstöðinni virðist vera eðlileg. Sigið í Bárðarbungu er ennþá með svipuðu sniði og áður, en samkvæmt fréttum þá er farið að draga úr sigi í miðju öskjunnar þar sem mesta sigið var áður.

Nýtt myndband Rúv af eldgosinu

Enn ólgandi eldur í Holuhrauni – myndband
(Rúv.is)

Annað: Ég hef fjarlægt stuðning við farsíma frá þessari vefsíðu. Þar sem viðbótin sem sá um það var orðin gömul og ekki uppfærð lengur. Af þeim sökum var umrædd viðbót orðin öryggishætta og af þessum sökum fjarlægði ég hana.

Staðan í Bárðarbungu Föstudaginn 14-Nóvember-2014

Þetta verður mjög stutt grein um stöðu mála í Bárðarbungu.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og undanfarið, það er mjög lítil eða enga breytingu á sjá á eldgosinu samkvæmt síðustu fréttum. Kraftur eldgossins er sá sami eða mjög svipaður og hefur verið undanfarið. Stærð hraunsins er núna í kringum 74 ferkílómetrar að stærð. Hæð gígsins er núna í kringum 100 metrar þar sem hann stendur hæst. Slæmt veður hefur hinsvegar komið í veg fyrir að það sjáist almennilega til eldgossins á síðustu dögum.

141114_1815
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var jarðskjálfti með stærðina 5,4. Hinsvegar hefur ekki orðið nein stór breyting á jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðan á Miðvikudaginn. Sig öskjunnar í Bárðarbungu er ennþá með svipuðum hætti samkvæmt síðustu fréttum, hugsanlegt er þó að aðeins hafi dregið úr hraða sigsins, en ég veit ekki hvort að það hefur breyst aftur til fyrra horfs. Annars eru ekki neinar aðrar fréttir af stöðu mála í Holuhrauni og Bárðarbungu.