Óstaðfest eldgos í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Alla síðustu viku (viku 33) þá hefur minniháttar jarðskjálftahrina átt sér stað í Bárðarbungu. Alla vikuna hefur þessi jarðskjálftahrina verið í gangi en hefur verið frekar lítil og enginn stór jarðskjálfti átt sér stað. Í nótt um klukkan 02:20 hófst órói í Bárðarbungu, um klukkan 03:30 hófst síðan jarðskjálftahrinan sem stendur ennþá. Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærð í kringum 3,0. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 5 til 10 km. Síðustu klukkutíma hefur jarðskjálftahrinan færst til í Bárðarbungu og er núna austar en jarðskjálftahrinan sem hefur varað alla vikuna. Samkvæmt fréttum Rúv þá er jökulinn á þessu svæði í kringum 700 metra þykkur, þannig að það mun þurfa stórt eldgos til þess að það komist upp úr jöklum sem þarna er til staðar. Þetta þýðir einnig að mikil hætta er á flóði í jökulám á þessu svæði vegna þessar virkni.

140816.040416.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í nótt sem kom fram á jarðskjálftamælinum mínum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140816_1145
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu klukkan 11:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.12.01.utc
Óróinn í Báðarbungu á Dyngjuhálsi. Þessi SIL stöð er næst upptökum óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.12.02.utc
Óróinn í Bárðarbungu á Vonaskarð SIL stöðinni. Þessi SIL stöð er önnur næsta SIL stöðin við upptök óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er þessi óróavirkni í Bárðarbungu ekki alveg stöðug og það eru minniháttar sveiflur sem eru að eiga sér stað. Fyrir utan þessa litlu sveiflur þá virðist virkin vera mjög stöðug. Miðað við óróann sem er að koma fram og hversu langt hann nær þá virðist þetta ekki vera stórt atburður (óstaðfest eldgos), en það gæti breyst án fyrirvara. Ég býst við stórum jarðskjálfta áður en stórt eldgos hæfist í Bárðarbungu. Það sem virðist hafa gerst er að kvikuinnskot komst upp á yfirborðið og við það hófst lítið eldgos sem er ennþá í gangi.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Staða mála gæti breyst án fyrirvara og snögglega.

Óvissustigi lýst yfir varðandi Kötlu

Í gær (8-Júlí-2014) var lýst yfir óvissustigi í Kötlu vegna lítils jökulsvatns sem er að koma undan Mýrdalsjökli. Það fylgir þessu jökulvatni mikið magn af brennistein og öðrum hættulegum gastegundum. Þess vegna ráðleggja almannavarnir fólki um að vera ekki á þessu svæði og alls ekki stoppa nærri Múlakvísl og öðrum jökulám sem renna úr Mýrdalsjökli. Einnig sem að fólk er ráðlagt að hafa kveikt á farsímum sínum þegar það er í nágrenni Kötlu, þannig að hægt sé að senda því neyðar SMS ef eitthvað alvarlegt gerist í Kötlu.

140708_2130
Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutíma (8-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan núna [þegar þetta er skrifað] er að það er rólegt í Kötlu eins og stendur. Þessi rólegheit gætu ekki enst, þar sem jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur það munstur að hætta í nokkra klukkutíma og byrja síðan aftur. Stærsti jarðskjálftinn síðust 24 klukkutímana var jarðskjálfti með stærðina 3,0 og síðan var jarðskjálfti með stærðina 2,7 auk fjölda annara minni jarðskjálfta sem einnig áttu sér stað í Kötlu síðasta sólarhringinn.

140708.091700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn í Kötlu í gær (8-Júlí-2014) klukkan 09:18. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað undanfarið er mjög lík þeirri jarðskjáltavirkni sem varð í Kötlu í Júlí-2011. Eins og staðan er núna hefur enginn órói mælst á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu. Það er ekki hægt að vita hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun leiða til eldgoss eða ekki. Hættan á eldgosi núna er hærri en venjulega á meðan jarðskjálftavirknin er svona mikil, það þýðir hinsvegar ekki að eldgos muni eiga sér stað. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð og síðan er hægt að skoða vefmyndavél sem er vísað í átt að Kötlu hérna. Katla sést ef það er ekki mjög skýjað.

Styrkir: Endilega muna eftir að styrkja mína vinnu, þar sem ég kemst ekkert langt á þeim örorkubótum sem ég er að fá. Það er hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon (UK er notað fyrir Ísland) og þá með því að smella á auglýsingaborðana hérna. Það er einnig hægt að styrkja mig með beinum hætti með því að leggja inn á mig beint eða nota PayPal takkan hérna til hliðar. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig beint er að finna hérna.

Staðan í Kötlu klukkan 23:31

Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í Kötlu. Þessar upplýsingar gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er að aukast þessa stundina. Eins og staðan er núna þá eru engin augljós merki um það að eldgos sé yfirvofandi. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara eins og ég met stöðuna núna. Það er einnig ekki hægt að vita eins og er hvort að þessi virkni í Kötlu muni halda áfram að aukast eða minnka. Samkvæmt fyrri reynslu þá er það mitt mat að þessi virkni muni halda áfram að aukast á næstu dögum og vikum áður en það fer aftur að draga úr þessari virkni. Þessi aukna virkni mun hugsanlega ekki leiða til eldgoss, þar sem aukin jarðskjálftavirkni þarf ekki endilega að þýða að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar hefur þessi aukna jarðskjálftavirkni í Kötlu aukið líkunar á því að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu eins og staðan er núna. Þangað til að það fer að draga úr jarðskjálftavirkninni þá er hættan á eldgosi hærri en venjulega. Hinsvegar eru þess engin merki eins og er að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

140707_2017
Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 20:17 í kvöld (7-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar lítið eldgos átti sér stað í Kötlu í Júlí-2011 (ég skrifaði um það hérna og hérna á ensku). Þá urðu einnig svona jarðskjálftahrinur í Kötlu eins og sjást núna og hófst þær rúmum mánuði áður en það litla eldgos átti sér stað. Sú virkni sem átti sér þá stað varð í öðrum stað í Kötlu öskjunni en sú virkni sem núna á sér stað. Jarðskjálftavirknin í dag er á svæði sem hefur hugsanlega ekki gosið síðan árið 1918 þegar síðasta stóra eldgos varð í Kötlu.

140706.234343.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í þann 6-Júlí-2014. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi fyrir nánari upplýsingar.

Þessi jarðskjálfti sýnir að kvika í Kötlu er undir talsverðum þrýstingi. Þessi þrýstingur veldur því að þeir jarðskjálftar sem koma fram mynda tornillo jarðskjálfta. Þessir jarðskjálftar eru lágir í tíðni og frekar eintóna og með langt útslag. Ég get ekki sagt til um það hvað gerist næst í Kötlu, ef eitthvað meira gerist en bara jarðskjálftavirkni. Meira vatn hefur einnig verið í Múlakvísl síðasta sólarhringinn, það er hinsvegar möguleiki á því að það sé bara regnvatn sem er að fara í ána, þar sem mikil rigning hefur verið á þessu svæði síðasta sólarhringinn, leiðni hefur einnig verið hærri á sama tíma í Múlakvísl, það er ekki ljóst á þessari stundu afhverju það stafar. Ég mun halda áfram að fylgjast með stöðinni í Kötlu á meðan virknin er svona mikil.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja mína vinnu. Þar sem mér finnst alltaf erfitt að vera blankur. Takk fyrir stuðninginn.

Áframhald á jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þessa stundina er jarðskjálftavirkni í Kötlu. Eins og stendur hefur jarðskjálftavirknin verið frekar lítil þegar talið er í stærð jarðskjálfta. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til náði stærðinni 2,7.

140703_2155
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef náð að mæla nokkra af þessum jarðskjálftum sem hafa átt sér stað í Kötlu og hafa þeir allir verið lágtíðni jarðskjálftar. Það er vísbending þess efnis að þeir verða til annaðhvort vegna breytinga á háhitasvæði í Kötlu eða vegna kvikuhreyfinga innan í eldstöðinni. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar finnst mér þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu dularfull og það er nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni, þar sem það er möguleiki á því að þetta sé varasöm staða sem er að koma upp núna, og sú staða sem er að koma upp núna gæti breyst með skömmum fyrirvara.

Eldstöðin Hekla

Jarðskjálfti með stærðina 2,3 átti sér stað 2-Júlí-2014 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 9,9 km. Engin frekari virkni átti sér stað í Heklu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það er ekki vitað afhverju þessi jarðskjálftavirkni á sér núna stað í Heklu.

Styrkir: Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar eða með því að kaupa vörur í gegnum Amazon UK auglýsinganar á þessari vefsíðu. Hjá Amazon fæ ég 5% til 10% af verði hverrar vöru í tekur. Það skiptir ekki máli hvað er keypt. Hægt er að styrkja mig beint með því að lesa upplýsinganar hérna ef fólk vill ekki nota PayPal takkann. Ég þakka stuðninginn.

Jarðskjálfti í Heklu, áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (30-Júní-2014) klukkan 03:52 varð jarðskjálfti með stærðina 1,0 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 0,1 km og telst þetta því vera yfirborðsjarðskjálfti og á upptök sín í breytingum á jarðskorpunni í Heklu. Engin önnur virkni hefur komið fram í kjölfarið á þessum jarðskjálfta í Heklu.

140630_1835
Jarðskjálftavirkni í Heklu og Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Kötlu (sjá mynd). Virkasta svæðið í Kötlu er nærri svæði sem kallast Hábunga í Mýrdalsjökli. Síðustu 24 klukkutímana hefur stærsti jarðskjálftinn haft stærðina 1,6 með dýpið 0,2 km. Dýpri jarðskjálftar eru einnig að eiga sér stað, dýpsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var á 20,6 km dýpi. Grynnri jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað á sama svæði, eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessi atburðarrás leiði til eldgoss, þessi jarðskjálftavirkni gæti einnig ekki leitt til eldgoss í Kötlu. Það er engin leið til þess að vita það eins og stendur hvað er nákvæmlega að gerast í Kötlu.

Styrkir: Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það vill. Hægt er að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu

Í dag (16-Maí-2014) klukkan 14:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Í kringum 20 eftirskjálftar komu í kjölfarið á aðal jarðskjálftanum, eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftahrinur eru algengir í Bárðarbungu.

140516_2125
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140516.144100.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC Leyfi síðunni.

Stærsti eftirskjálftinn samkvæmt sjálfvirkri úrvinnslu hafði stærðina 2,6 en samkvæmt yfirförnum niðurstöðum þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,5. Þær niðurstöður gætu hinsvegar breyst þegar farið er frekar yfir þær á næstu dögum. Búast má við frekari jarðskjálftum á þessu svæði og að þarna verði jafnvel að þarna verði jarðskjálftar sem verða jafnvel stærri en sá sem varð í dag.

Styrkir: Ég minni fólk að styrkja mig ef það getur. Það hjálpar mér við að halda úr þessari vefsíðu ásamt fleiru (ekkert er ókeypis). Nánari upplýsingar hérna. Ef fólk er að kaupa frá Amazon og gerir það í gegnum mig þá fæ ég frá 5% til 10% af söluverðinu í tekjur af hverri sölu. Takk fyrir stuðninginn.

Staðan í Herðubreiðartöglum þann 12-Maí-2014

Þetta er síðasta uppfærslan um stöðuna í Herðubreiðartöglum í bili.

Síðustu helgi þá minnkaði jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum, bæði í fjölda jarðskjálfta sem urðu ásamt því að stærðir þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað minnkuðu. Enginn jarðskjálfti sem varð um helgina náði stærðinni 2,0 sýnist mér.

140512_1630
Jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum í dag (12-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki lokið í Herðubreiðartöglum, það er ennþá jarðskjálftavirkni að eiga sér stað þarna. Hinsvegar hefur dregið mjög úr þeirri virkni sem þarna á sér stað og því er óþarfi fyrir mig að skrifa um það. Ef meiriháttar breytingar verða í jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum, þá mun ég setja inn upplýsingar um þá virkni hérna.

Jarðskjálfti með stærðina 3,8 á Reykjaneshrygg [Uppfærðar upplýsingar]

Í dag (11-Maí-2014) klukkan 01:57 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 á Reykjaneshrygg, dýpi þessa jarðskjálfta var 11,6 km. Þarna er eldstöð eins og kemur fram hérna. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

140511_1455
Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 er græna stjarnan sem er nær landi á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið jarðskjálftavirkni á þessum hluta Reykjaneshryggjar síðustu tvær vikur (17 dagar hingað til). Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar verið frekar lítil þarna og ekki mikið um jarðskjálfta sem hafa farið yfir stærðina 2,0. Það hefur bæði verið fjölgun og minnkun í þessari jarðskjálftahrinu á þessu tímabili. Ég skrifaði fyrst um jarðskjálftahrinu þarna þann 4-Aprí-2014, og síðan aftur um jarðskjálftahrinu þann 13-Apríl-2014. Síðan aftur þann 24-Apríl-2014 (tengill hérna) og enn á ný þann 28-Apríl-2014 (tengill hérna).

Ég reikna með að jarðskjálftavirkni þarna muni halda áfram, þó svo að sveiflur muni verða í jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni hefur nærri því verið stöðug á þessu svæði allan Apríl og það sem liðið er af Maí. Hugsanlegt er að þessi jarðskjálftavirkni geti verið vegna kvikuinnskota á þessu svæði á Reykjaneshryggnum, hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að það þarna sé að fara að gjósa. Ég reikna með að jarðskjálftavirkni muni halda áfram á þessu svæði næstu daga og jafnvel vikur. Ég er með tvo jarðskjálftamæla og allir stærri jarðskjálftar munu sjást ágætlega á jarðskjálftamælunum mínum, hægt er að skoða vefsíðuna hérna.

Uppfærðar upplýsingar: Samkvæmt nýrri yfirfarinni niðurstöðu hjá Veðurstofu Íslands. Þá var stærð jarðskjáfltans sem varð í gær (11-Maí-2014) 3,8 með dýpið 11,5 km. Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,1 (klukkan 01:55 og 01:59) áttu sér einnig stað á svipuðum tíma á þessu svæði.

140512_1655
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg í dag. Grænu stjörnurnar tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag hefur verið jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg og hafa tveir jarðskjálftar átt sér stað sem eru stærri en 3,0. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum frá Veðurstofu Íslands. Ég reikna með að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna á næstunni. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði kemur í bylgjum með löngum hléum á milli. Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,5 sjást ágætlega á mínum jarðskjálftamælum, vefsíðan fyrir jarðskjálftamælana mína er hérna.

Uppfært klukkan 18:50.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Síðustu daga hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í dag jókst þessi jarðskjálftahrina og það kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,6 og var með dýpið 15,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa orðið þarna í kringum 100 jarðskjálftar, en þessi jarðskjálftahrina er stöðugt að bæta við sig jarðskjálftum og því úreldast þessar upplýsingar frekar hratt eins og er.

140509_1205
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Græna stjarnan táknar jarðskjálftann með stærðina 3,6. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140509.101700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá frekari upplýsingar á CC leyfi síðunni.

Eins og stendur er erfitt að segja til um það hvað er að gerast á Reykjaneshrygg. Vísbendingar eru um það að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í kvikuinnskot þarna á svæðinu. Það hefur þó ekki verið staðfest eins og er. Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að þarna sé eldgos að fara að hefjast. Hægt er að sjá jarðskjálfta sem þarna verða (stærstu jarðskjálftarnir koma mjög vel fram) hérna á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum uppfærist ekki eins og stendur vegna bilunar í 3G sendi á því svæði þar sem sá jarðskjálftamælir er (3G er notað til þess að útvega tengingu við internetið). Einnig er hægt að fylgjast með stöðu mála á vefsíðu Veðurstofunnar hérna.

Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl þann 6-Maí-2014

Hérna eru nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt ef staðan breytist í Herðubreiðartöglum skyndilega.

Síðustu 24 klukkustundir hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum. Undanfarinn sólarhring hafa því komið færri og minni jarðskjálftar, síðasta sólarhring hafa stærstu jarðskjálftar haft stærðina 2,5 til 2,9 en enginn stærri en það. Síðustu 24 klukkutíma hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri.

140506_2030
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum þann 6-Maí-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140506_2030_tracer
Fjöldi jarðskjálfta þann 6-Maí-2014 (rauðu punktanir) eins og sjá má hefur virknin minnkað talsvert í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.6-may-2014
Færri jarðskjálftar koma vel fram á jarðskjálftateljaranum mínum, þar sem fækkunin sést mjög vel. Tejarinn telur jarðskjálfta á öllu Íslandi af vefsíðu Veðurstofu Íslands, en meirihluti jarðskjálfta í dag hefur átt sér stað í Herðubreiðartöglum. Þessi myndir undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

IASK.svd.06.05.2014.20.29.utc
Í dag komst ég að því að Veðurstofa Íslands er með góð tromplurit á vefsíðunni hjá sér. Hérna er eitt slíkt tromluplott af SIL stöðinni í Öskju. Hérna sést jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum mjög vel. Hægt er að skoða tromplurit Veðurstofu Íslands hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög erfitt að segja til um það hvað er að valda þessari jarðskjálftahrinu í Herðubreiðartöglum. Það er möguleiki á því að þetta sé kvikuinnskot, en eins og stendur þá hefur það ekki verið sannað eins og stendur. Stærstu jarðskjálftarnir sem koma fram hjá í Herðubreiðartöglum koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (ég er bara með tvo núna) og er hægt að fylgjast með þeim hérna.

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu hérna. Annars verður Maí-2014 frekar lélegur mánuður hjá mér. Takk fyrir stuðninginn.