Tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Þessi grein er stutt vegna annara atburða sem eru núna að gerast á Íslandi.

Tveir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu klukkan 19:59 og 20:02 þann 4. Júlí 2023. Stærðir þessara jarðskjálfta voru Mw3,3 og Mw3,9.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í Bárðarbungu í Vatnajökli.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta eru hefðbundir þenslu jarðskjálftar í Bárðarbungu.

Annar stærri jarðskjálftinn í Bárðarbungu í Júní (2023)

Núna í Júní 2023, þá varð annar stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu með stærðina Mw3,1.

Það er græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er einnig rauðir og appelsínugulir punktar í eldstöðinni Öskju á þessu korti. Auk jarðskjálfta í Öræfajökli sem eru merktir með bláum punktum.
Græn stjarna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu (væntanlega, það getur allt gerst).

Reglulegur jarðskjálfti í eldstöðinni Bárðarbungu

Jarðskjálftinn sem verður í eldstöðinni Bárðarbungu einu sinni til annan hvern mánuð átti sér stað í dag (5. Júní 2023) klukkan 00:04. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,4. Nokkrir minni jarðskjálftar áttu sér stað á undan stærsta jarðskjálftanum en það hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er næstum því engin önnur jarðskjálftavirkni á þessu korti. Tími á korti er 5. Jún. 23. klukkan 12:00.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbunga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin og reglubundin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbungu. Það er engin hætta á eldgosi frá eldstöðinni Bárðarbungu eins og er.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í nótt klukkan 03:34 þann 23. Apríl 2023 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,6 km.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli.
Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Svona jarðskjálftar koma fram á eins til þriggja mánaða fresti. Það hinsvegar getur gerst að lengra sé á milli þessara jarðskjálfta í Bárðarbungu.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (19. Mars 2023) klukkan 14:59 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni og tengist innflæði kviku inn í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk þar árið 2015.

Vatnajökull og í norður-vestur hluta hans er græn stjarna og rauður punktur sem sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona jarðskjálftar verða í Bárðarbungu einu sinni til tvisvar á mánuði og síðan verður jarðskjálfti með stærðina sem nær þriggja til fjögurra mánaða fresti. Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er að minnka eftir því sem lengra líður frá lokum eldgossins en það munu væntanlega líða nokkur ár þangað til að þessi jarðskjálftavirkni hættir alveg.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu (21. Febrúar 2023)

Í dag (21. Febrúar 2023) klukkan 08:41 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti verður vegna þess að það er núna þensla í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftar með þessa stærð munu eiga sér stað í Bárðarbungu einu sinn til tvisvar á ári þangað til að eldstöðin er tilbúin í næsta eldgos og það mun mjög líklega ekki gerast fyrr en eftir marga áratugi. Það munu koma fram minni jarðskjálftar milli þessara stóru jarðskjálfta. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á Akureyri.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Auk rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálftana sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu. Það sjást einnig punktar í öðrum eldstöðvum á þessu svæði á Íslandi í formi appelsínugulra punkta og gulra punkta sem eru dreifðir um kortið.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast var bilið milli eldgosa í Bárðarbungu rétt um 112 ár. Þá var rólegt í Bárðarbungu milli áranna 1902 til ársins 2014. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu virðist vera í kringum 40 ár, en flest eldgos verða í kringum 90 ára til 112 ára mörkin. Þetta er miðað við gögn frá Global Volcanism Program um Bárðarbungu. Það er talsverð óvissa í þessum gögnum, þannig að minnsta tímabil milli eldgosa gæti verið minna en það sem kemur fram.

Ég hef einnig tekið upp að nota staðlaða skilgreiningu á stærðinni á jarðskjálftum eins og hún er útskýrð hérna. Þetta mun einfalda aðeins skrifin hjá mér hérna þegar það kemur að jarðskjálftum. Ég mun íslenska þessi heiti með tímanum.

Lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (7. Febrúar 2023) hófst lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina hófst klukkan 11:21 með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,2 og varði til klukkan 12:02. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

Græn stjarna og rauðir punktar í vestanverðum Vatnajökli. Nokkrir rauðir punktar eru einnig á sama svæði sem sýna minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út mjög hratt. Miðað við það sem gerðist áður en eldgosið árin 2014 til 2015 áttu sér stað, þá mun öll jarðskjálftavirkni stöðvast í lengri tíma þegar Bárðarbunga verður tilbúin í næsta eldgos. Á meðan jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Bárðarbungu, þá þýðir það að eldstöðin er ennþá að undirbúa sig fyrir næsta eldgos.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu

Í dag (29-Nóvember-2022) klukkan 01:09 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og fleiri svona jarðskjálftar munu eiga sér stað á næstum mánuðum og árum.

Græn stjarna í Vatnajökli þar sem eldstöðin Bárðarbunga er staðsett. Punktar með mismunandi liti er einnig í öðrum eldstöðvum í kringum Vatnajökul.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hérna er eingöngu um hefðbundna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til ársins 2015 þá verður mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Þangað til munu koma svona jarðskjálftar eins og varð núna í dag.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (31-Október-2022) klukkan 14:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundinn jarðskjálfti vegna þenslu í Bárðbungu eftir stóra eldgosið árið 2014 til 2015.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Þetta er í vestanverðum Vatnajökli. Norðan við er jarðskjálftavirkni í Herðubreið.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og einnig á þessu korti er ótengd jarðskjálftavirkni við Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og gerðist á nokkura mánaða fresti.