Í dag (1-Mars-2021) var það staðfest að kvikuinnskot er að valda jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Krýsuvík. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist kvikan vera á um 6 km dýpi. GPS mælingar sýna meira en 30cm færslu samkvæmt fréttum og vísindamönnum.
Myndin hérna að ofan er fengin héðan af Facebook. Það er einnig áhugaverð jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes en þar hafa orðið færri jarðskjálftar en þeir hafa verið frekar litlir fyrir utan örfáa stóra jarðskjálfta.
Næsta grein verður á morgun (02-Mars-2021) ef ekkert stórt gerist.
Grein uppfærð klukkan 13:46 þann 2-Mars-2021
Það er búið að staðfesta að það kvikuinnskot sem er núna að eiga sér stað á Reykjanesskaga er í eldstöðinni Krýsuvík en ekki í eldstöðinni Reykjanes eins og ég hélt fyrst. Ástæðan er sú að jarðskjálftar hafa verið mestir síðustu 14 mánuði í eldstöðinni Reykjanes en lítil virkni hefur verið í eldstöðinni Krýsuvík. Það er einnig ekki ljóst á kortum hvar mörk eldstöðvanna liggja og því gat þetta verið önnur hvor eldstöðin. Það er núna búið að staðfesta í fjölmiðlum að þetta sé eldstöðin Krýsuvík og því hef ég uppfært þessa grein í samræmi við það.