Í morgun (7. Janúar 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Þeir jarðskjálftar sem komu fram hafa verið litlir að stærð og stærstu jarðskjálftarnir samkvæmt sjálfvirkri mælingu voru með stærðina Mw1,0. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 7 km og til 9,5 km dýpi.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum“
Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum
Í dag (21-Október-2022) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 10:23. Jarðskjálftahrinan er hugsanlega búin en það er erfitt að vera viss.

Það er mjög líklegt að hérna sé eingöngu um að ræða jarðskjálftavirkni vegna jarðskorpuhreyfinga. Það er hinsvegar vert að benda á það að sú eldgosavirkni sem hefur verið í Fagradalsfjalli (nýjasta eldstöð Íslands) mun færast austur á Reykjanesskaga. Hversu hratt það gerist og hvenær það gerist er ekki þekkt. Það er vegna skorts á heimildum og síðan eru ritaðar heimildir frá því fyrir 700 til 900 árum síðan mjög fáar og mjög ótraustar vegna skorts á smáatriðum og nákvæmni í besta falli.
Kröftugur jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum
Í dag (14-Maí-2022) klukkan 16:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Brennisteinsfjöllum. Þessi jarðskjálfti fannst vel í Reykjavík, Hveragerði og víða á suðurlandi og suður-vesturlandi. Dýpi þessa jarðskjálfta virðist vera 7,8 km.

Það er óljóst hvernig jarðskjálfti þetta er (þetta er mín persónulega skoðun) bara hefðbundinn brotajarðskjálfti sem kannski tengist suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) eða hvort að þetta er jarðskjálfti vegna spennubreytinga sem koma til vegna þenslu í eldstöðvunum Krýsuvík og Fagradalsfjalli. Það er ennþá möguleiki á mjög stórum jarðskjálfta þarna en það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði.
Grein uppfærð klukkan 04:57 þann 15-05-2022.
Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum
Í gær (18-Nóvember-2021 og þann 17-Nóvember-2021) varð jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3.
Lesa áfram „Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum“
Jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum
Þann 24-Maí-2021 klukkan 21:36 varð jarðskjálfti í Brennisteinfjöllum sem fannst í Reykjavík. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,6.

Það voru nokkrir minni jarðskjálftar sem áttu sér einnig stað á sama svæði en annars hefur verið lítið um jarðskjálftavirkni á þessu svæði eftir þennan jarðskjálfta. Það er talið að þessi jarðskjálfti hafa orðið vegna spennubreytinga á Reykjanesskaga í kjölfarið á eldgosinu í Fagradalsfjalli.
Nýjar upplýsingar um stöðu mála í eldstöðinni Fagradalsfjall
Þetta er stutt grein um þær upplýsingar sem Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út í dag (8-Mars-2021) um stöðu mála í eldstöðinni Fagradalsfjalli.
Nýjar mælingar sýna það að kvikuinnskotið í eldstöðinni Fagradalsfjallið heldur áfram að vaxa. Þó að mestu leiti í suðurenda kvikugangsins við Fagradalsfjall sjálft. Jarðskjálftasvæði eru á suðu-vestur svæði við suðurenda kvikugangsins og síðan norð-austur við norðurhluta kvikugangsins við Keili vegna þeirrar þenslu sem kvikuinnskotið er að búa til á þessu svæði. Það kom einnig fram að þar sem kvikan stendur grynnst er dýpið aðeins um 1 km og að hugsanlegt eldgossvæði verður hugsanlega næst Fagradalsfjalli við suður enda kvikuinnskotsins.
Það verða tímabil þar sem mjög lítið er um stóra jarðskjálfta á þessu svæði á milli þess sem það verða tímabil með mjög mikilli og sterkri jarðskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 í Brennisteinsfjöllum samkvæmt Veðurstofunni og það hefur ekki dregið úr þeirri jarðskjálftahættu undanfarna daga. Það hafa ekki komið fram neinar kvikuhreyfingar í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga, það er eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi?) og síðan eldstöðinni Krýsuvík.
Heimildir
Áfram má búast við að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt (almannavarnir)
Kvikan er á kílómetra dýpi (Rúv.is)
Jarðskjálftahrina í Reykjanestá og djúp jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum
Í dag (10-Desember-2020) klukkan 00:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum svæðum. Síðan þessi jarðskjálfti varð hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina við Reykjanestá.
Græna stjarnan sýnir það svæði þar sem jarðskjálftinn með stærðina Mw3,5 varð. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Brennisteinsfjöll
Í dag (10-Desember-2020) kom fram djúp jarðskjálftavirkni af smáskjálftum í Brennisteinsfjöllum. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 5 km til 12 km rúmlega. Ég veit ekki ennþá hvort að hérna er kvika á ferðinni eða ekki í Brennisteinsfjöllum.
Jarðskjálftavirknin í Brennisteinsfjöllum eru appelsínugulir punktar austan við Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Ég reikna með að það verði meiri jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum á næstu vikum til mánuðum. Það mun taka einhverjar vikur til mánuði að sjá hvort að þarna sé eitthvað að gerast.
Dregur hægt og rólega úr jarðskjálftavirkninni eftir Mw5,6 jarðskjálftann í gær (20-Október-2020)
Síðan jarðskjálftinn varð í gær (20-Október-2020) er farið að draga hægt og rólega úr jarðskjálftavirkninni á Reykjanesskaga í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík eftir Mw5,6 jarðskjálftann sem varð í gær. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið 30 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 á þessu svæði og hafa einhverjir af þessum jarðskjálftum fundist í byggð.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í dag aðeins meira en sólarhring eftir Mw5,6 jarðskjálftann. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þegar þessi grein er skrifuð þá er tala mældra jarðskjálfta farin að nálgast 2000 jarðskjálfta. Það er hætta á stærri jarðskjálftum bæði vestan og austan við staðsetningu Mw5,6 jarðskjálftans sem varð í gær. Stærstu mögulegu jarðskjálftar á þessu svæði geta náð stærðinni Mw6,5 til Mw6,7 eftir því hvar þeir verða en sterkustu jarðskjálftarnir verða austan við jarðskjálftan sem varð í gær í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum.
Samkvæmt fréttum þá er búið að tilkynna um fyrstu meiðslin vegna jarðskjálftans í gær einnig sem að útsýnispallur eyðilagðist í jarðskjálftanum í gær á svæði sem var mjög nálægt upptökum jarðskjálftans.
Rotaðist þegar jörðin kipptist undan (mbl.is)
Ég mun setja inn uppfærslur eins hratt og mögulegt er ef eitthvað gerist. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru ekki nein merki um það að eldgos sé að fara að hefjast eða að eldgos hafi átt sér stað á þessu svæði.
Miðlungs jarðskjálftahrina austur af Brennisteinsfjöllum
Síðustu nótt varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum, þessi jarðskjálftahrina varð rétt austur af Brennisteinsfjöllum en innan sprungusveim eldstöðvarinnar í Bláfjöllum. Í þessari jarðskjálftahrinu komu fram merki um kvikuhreyfingar en mestur hluti þeirra jarðskjálfta sem kom fram átti upptök sín í jarðskorpuhreyfingum.
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á korti á jarðskjálftavef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Í kringum 210 jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu. Um klukkan 07:00 fór að draga verulega úr jarðskjálftahrinunni og virðist sem að jarðskjálftahrinunni hafi lokið nokkrum klukkutímum síðar. Það er ekki hægt að vita hvort að ný jarðskjálftahrina mun hefjast á þessu svæði innan skamms eða ekki. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos verði þarna á næstunni, þó svo að kvika sé á ferðinni innan í eldstöðinni.
Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum
Síðan um helgina hefur verið jarðskjálftahrina í Breinnisteinsfjöllum (tengill á Wikipedia hérna). Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki verið neitt rosalega stór í stærð jarðskjálfta en það hafa komið fram um 130 jarðskjálftar þessa stundina. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð.
Jarðskjálftahrinan í Breinnisteinsfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið virðast margir vera bland jarðskjálftar og þeir fáu jarðskjálftar sem ég hef mælt bera þess merki. Blandjarðskjálfti er þegar kvika og jarðskorpa veldur jarðskjálftanum og ber hann því merki bæði kvikuhreyfinga og jarðskorpuhreyfinga. Síðasta eldgos í Breinnisteinsfjöllum varð árið 1341 en ég hef ekki miklar aðrar upplýsingar um það eldgos eða önnur eldgos sem hafa orðið í þessu eldstöðvarkerfi þessa stundina. Þessi jarðskjálftahrina er mjög staðbundin en hefur færst aðeins suður síðan hún hófst um helgina. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi, þessa stundina er hlé á jarðskjálftahrinunni og því engir jarðskjálftar að koma fram.