Staðan í eldstöðinni Krýsuvík þann 2-Mars-2021 klukkan 20:53

Þetta er stutt grein um virknina í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi virkni hefur verið staðfest að hún er eingöngu í eldstöðinni Krýsuvík en ekki í eldstöðinni Reykjanes eins og ég taldi í upphafi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er ekkert að gerast í eldstöðinni Reykjanes.

Breytingar fóru að verða í eldstöðinni Krýsuvík seint árið 2008 og snemma árs 2009 og síðan þá hafa þessar breytingar átt sér stað tiltölulega án þess að mikið væri tekið eftir því. Eldstöðin Krýsuvík er öðruvísi að því leitinu að eldstöðin er ekki með grunnt kvikuhólf og hvar eldstöðin sjálf er staðsett er óljós og mörk hennar eru óljós. Þetta sést vel á kortum þar sem það munar milli korta sem sýna eldstöðvar og staðsetningar þeirra. Á meðan það er ekkert grunnstætt kvikuhólf í eldstöðinni Krýsuvík þá útilokar það ekki að undir eldstöðinni sé kvikuhólf á miklu dýpi sem kemur ekki fram í mælingum jarðvísindamanna. Þetta kvikuhólf er staðsettur á 10 km til 30 km dýpi í efstu lögum möttulsins.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur í eldstöðini Krýsuvík sýnir hvar sterkustu jarðskjálftanir eru staðsettir. Mikið af rauðum punktum sem sýna nýja jarðskjálftum.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Krýsuvík og annarstaðar á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sterkasti jarðskjálftinn síðan á miðnætti 2-Mars-2021 var með stærðina Mw4,6 og síðan frá klukkan 12:00 hefur verið rólegt í jarðskjálftum í Krýsuvík þegar það kemur að stórum jarðskjálftum. Það hefur verið mikið um litla jarðskjálfta á þessum tíma og engin merki um að dregið hafi úr þeim. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er kvikuinnskot á 10 km dýpi í eldstöðinni Krýsuvík og þetat kvikuinnskot er að brjóta sér leið upp á yfirborðið með þessum jarðskjálftum. Snögg minnkun jarðskjálfta eins og varð í dag er eitt af því sem gerist í svona kvikuinnskota jarðskjálftavirkni og sást einnig áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu (Holuhraun) árin 2014 til 2015.

Jarðvísindadeild Háskóla Íslands gaf út mynd af því hvernig þetta kvikuinnskot virkar og er hægt að sjá þá mynd hérna á Facebook.

Ef eitthvað meiriháttar gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er. Næsta grein verður á morgun 3-Mars-2021 hjá mér ef jarðskjálftavirknin verður eins og hún er núna.

Áframhaldandi þensla í Bárðarbungu, gasútstreymi óbreytt

Samkvæmt frétt á Vísir.is þá heldur Bárðarbunga ennþá að þenjast út á svipuðum hraða og síðan að eldgosinu lauk í Holuhauni samkvæmt GPS mælingum. Gas útstreymi frá kötlum sem mynduðust í kjölfarið á eldgosinu 2014 hefur einnig haldist óbreytt síðasta árið. Skálin sem myndaðist í öskju Bárðarbungu er nærri því orðin full núna vegna innstreymis íss og nýs snjós sem hefur komið síðasta árið.

Umræddur rannsóknarleiðangur var farinn 3 til 10 Júní. Einnig sem að nýr jarðskjálftamælir var settur á öskjubrún Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftamælir er hluti af SIL mælaneti Veðurstofunnar en ef svo er þá ætti þessi nýi jarðskjálftamælir að koma fram á vef Veðurstofunnar fljótlega (vona ég). Frekari upplýsingar um þennan leiðangur má lesa í frétt Vísir.is.

Bárðarbunga heldur áfram að síga

Samkvæmt frétt Rúv í dag þá heldur Bárðarbunga áfram að síga um 2 sm á dag. Jökulinn innan öskju Bárðarbungu er farinn af stað og veldur það risi uppá rúmlega 1,5 sm á dag samkvæmt mælingum, þetta ris ætti þó að vera rúmlega 3 – 4 sm á dag samkvæmt frétt Rúv. Mismunurinn er því það sig sem ennþá á sér stað í Bárðarbungu núna. Ekkert samband er við GPS tæki Veðurstofunnar í öskju Bárðarbungu og því verða vísindamenn að fljúga yfir eldstöðina til þess að sjá hversu mikið sig er að eiga sér stað. Næsta mæling mun fara fram eftir páska samkvæmt fréttum. Heildarsig síðan eldgos hófst í Holuhrauni þann 31-Ágúst-2014 er orðið 60 metrar samkvæmt síðustu mælingum á Bárðarbungu.

Frétt Rúv

Bárðarbunga hefur sigið um 60 metra (Rúv.is)

Hvað gerist næst í Bárðarbungu

Það er liðið talsvert síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk og allt er rólegt eins og er í Bárðarbungu. Hvað gerist næst í Bárðarbungu er ekki vitað og enginn er með svarið við þeirri spurningu. Hérna eru tveir möguleikar á því hvað gæti gerst.

  • Rekið heldur áfram án þess að frekari eldgos verði.
  • Nýt kvika mun fljótlega koma inn í Bárðarbungu. Í kjölfarið hefst nýtt eldgos nokkrum dögum eða vikum seinna.

Það er einnig að mínu áliti hætta á eldgosi í Hamrinum (stundum kallað Loki-Fögrufjöll). Sú eldstöð er innan sprungusveims Bárðarbungu og því er hætta á því að kvikuinnskot komist inn í þá eldgos og eldgos hefjist þar í kjölfarið. Það er ekki hægt að vita hversu stórt slíkt eldgos yrði. Það er ólíklegt að kvikuinnskot muni ná til Torfajökuls. Það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkan atburð.

Hvað mun gerast í Bárðarbungu veltur á mörgum atriðum og þau eru ekki öll þekkt á þessari stundu. Það sem er vitað er að jarðhiti hefur verið að aukast í jarðskorpunni (næst Bárðarbungu) og í öskju Bárðarbungu og það eru ekki góðar vísbendingar. Það sem er ekki þekkt er hversu langan tíma þetta tekur, ef þetta gerist þá nokkurntímann. Næsta eldgos gæti átt sér stað á morgun, það er hinsvegar alveg jafn mikil hætta á því að ekkert muni gerast í lengri tíma. Þar sem það er engin leið til þess að vita hvenær næsta eldgos mun hefjast.

Eins og staðan er í dag þá er ég bara að vakta Bárðarbungu og fylgjast með því sem er að gerast þar. Textinn að ofan eru bara getgátur um það sem gæti gerst. Eina leiðin til þess að vita hvað gerist næst er að bíða eftir næsta eldgosi, sú bið gæti orðið mjög löng.

Styrkir: Hægt er að styrkja mína vinnu hérna með því að versla við Amazon UK eða með því að leggja beint inna á mig. Upplýsingar um það hvernig hægt er að leggja beint inná mig er að finna hérna.

Eldgosinu í Holuhrauni lokið

Eldgosinu í Holuhrauni lauk í gær (27-Febrúar-2015) samkvæmt Veðurstofu Íslands. Núverandi viðvörunarstig á Bárðarbungu er gult. Þó að eldgosinu sé lokið þá er svæðið ennþá lokað fyrir almennri umferð vegna hættu á nýjum eldgosinum á svæðinu, bæði innan eða utan jökuls. Það er ennfremur ekki almennilega vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu. Á þessari stundu er einnig mikið gas útstreymi úr gígnum í Holuhrauni og þetta gas er baneitrað.

150228_1415
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvað mun gerast næst í Bárðarbungu. Á þessari stundu er mikil hætta á því að nýtt eldgos muni hefjast í Bárðarbungu, hvort að það verður undir jökli eða utan jökuls er ekki vitað. Það er einnig ekki hægt að vita hvenær slíkt eldgos mun eiga sér stað. Ég hef ekki nýjar upplýsingar um stöðu sigs í Bárðarbungu á þessari stundu. Það gætu einnig litið dagar til mánuðir þangað til næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Á þessari stundu er hinsvegar ljóst að núna verður hlé á virkni í Bárðarbungu (að minnsta kosti er hægt að vonast eftir því) og í Holuhrauni. Gígurinn og hraunið er núna mjög heitt og mun verða mjög heitt (~800 gráður) í mörg ár (5 ár?).

Þar sem eldgosinu í Holuhrauni er lokið þá mun ég ekki skrifa neina uppfærslu næsta miðvikudag. Næsta uppfærsla um Bárðarbungu verður þegar eitthvað fer að gerast.

Tilkynning Veðurstofunnar

Hérna er tilkynning Veðurstofunnar um goslok í Holuhrauni.
Eldgosinu í Holuhrauni er lokið (Veðurstofa Íslands)

Grein uppfærð klukkan 17:01.

Ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni

Í dag (27-Febrúar-2015) var ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni. Eldgosinu er ekki opinberlega lokið en þetta virðist vera lok eldgossins í Holuhrauni og Bárðarbungu. Það virðist vera sem að talsvert gasstreymi sé ennþá frá gígnum í Holuhrauni, væntanlega mun draga úr því á næstu vikum og mánuðum.

Hægt er að sjá nýtt myndband af gígnum í Holuhrauni hérna.

Ekki glóð í gígnum í Holuhrauni – Myndband (Rúv.is)

Það er ekki vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu og hvenær það gerist en fylgst verður með stöðu mála og séð hvernig þróunin verður. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.

Vikuleg uppfærsla fyrir Bárðarbungu þann 25-Febrúar-2015

Það er ekki mikið um nýjar upplýsingar um stöðu eldgossins í Holuhrauni þessa stundina vegna slæms veðurs undanfarna daga. Jarðskjálfavirkni heldur áfram í Bárðarbungu eins og undanfarnar vikur, dregið hefur úr virkninni undanfarið og síðustu daga hefur enginn jarðskjálfti stærri en 3,0 mælst.

150225_1415
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Engir jarðskjálftar stærri en 3,0 hafa mælst á þessum tíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu, en mun minni en hefur verið undanfarna mánuði. Sig Bárðarbungu er ekki hætt, en dregið hefur mjög mikið úr því síðustu vikur. Það er ennþá jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu sem bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess. Það eitt og sér mun ekki duga að koma af stað nýju eldgosi.

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram, þó svo að núna sé eldgosið mjög lítið. Sá gígur sem er núna að gjósa er að hlaða upp nýjum gíg, inni í stóra gígnum. Eldgosið gæti haldið áfram með þessum hætti í margar vikur eða mánuði. Vegna veðurs er núverandi staða eldgosins ekki þekkt eins og stendur.

Vegna þess hversu slæmt veðrið er þá má búast við því að jarðskjálftamælanir mínir detti út vegna rafmagnsleysis eða annara vandamála sem tengjast veðrinu.

Vikuleg uppfærsla fyrir Bárðarbungu þann 18-Febrúar-2015

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Holuhrauni frá síðustu viku. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram af litlu afli eftir því sem ég kemst næst. Slæmt veður kemur í veg fyrir að vísindamenn komist að eldstöðinni í Holuhrauni síðustu daga eins og staðan er núna. Það er ennþá mjög mikil virkni í Bárðarbungu og sig heldur þar áfram.

150218_1440
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 4,1 og átti hann sér stað þann 18-Febrúar-2014 klukkan 14:18. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á því að nýjir gígar muni opnast þar sem kvikuinnskotið er þegar eldgosinu í Holuhrauni líkur. Það virðast vera nokkrir veikir punktar að myndast í kvikuinnskotinu, miðað við núverandi jarðskjálftavirkni (þétt jarðskjálftavirkni á nokkrum svæðum) sem er að koma fram núna. Það er einnig hætta á því að þetta gerist áður en eldgosinu í Holuhrauni líkur, ef að þrýstingur er nægur innan kvikuinnskotsins til þess að koma af stað eldgosi á nýjum stað.

Fréttaútskýring um eldgosið í Bárðarbungu

Hérna er fréttaútskýring á langtímahorfum á eldgosinu í Bárðarbungu og Holuhrauni. Það er möguleiki á því að eldgosahrinunni í Bárðarbungu ljúki ekki fyrr en árið 2026 í seinasta lagi.

Gliðnunargos standa oft lengi (Rúv.is)

Staðan í Bárðarbungu þann 10-Febrúar-2015

Engar stórar breytingar hafa átt sér stað í eldgosinu í Holuhrauni síðan síðasta grein var skrifuð. Sigið í Bárðarbungu heldur áfram. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og áður. Mengun vegna Brennisteinsdíoxíðs heldur áfram að vera vandamál undan vindi. Það eru komnar upp áhyggjur af súru þegar það mun fara að vora á Íslandi vegna þessarar mengunar, þar sem mikið af brennisteinsdíóxíð hefur bundist í snjó sem mun bráðna þegar vorar og renna í ár og yfir graslendi. Þegar brennisteinsdíóxíð binst við vatn þá myndar það súrt regn, sem hefur einnig verið vandamál.

150210_1820
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil í Bárðarbungu og var stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkustundirnar með stærðina 4,7. Það hefur ekki orðið jarðskjálfti með stærðina 5,0 síðan 8-Janúar samkvæmt fréttum. Ég tók eftir nokkrum djúpum jarðskjálftum sem höfðu átt sér stað í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Þessir djúpu jarðskjálftar benda til þess að kvika sé að koma upp af miklu dýpi inn í eldstöðina. Það er erfitt að átta sig á því hvað þetta þýðir á þessari stundu.

Breyting á uppfærslum

Þar sem farið er að draga úr breytingum í Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni. Þá ætla ég að draga úr fjölda þeirra greina sem ég skrifa um Bárðarbungu. Af þessum sökum þá verður enginn grein á Föstudaginn (13-Febrúar). Næsta grein verður á Miðvikudaginn 18-Febrúar. Eftir það verða uppfærslur einu sinni í viku um stöðuna í Bárðarbungu. Ef eitthvað stórt gerist, þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og hægt er. Ég hef núna skrifað vikulegar greinar um Bárðarbungu í rúmlega fimm mánuði og það er mjög erfitt að skrifa alltaf um það sama.

Staðan í Bárðarbungu þann 6-Febrúar-2015

Þessi grein verður aðeins styttri hjá mér vegna þess að ég er veikur (ég er frekar slæmt kvef).

  • Síðustu tvær vikur hefur sést mikil breyting á eldgosinu í Holuhrauni. Hraunmagnið í gígnum hefur lækkað umtalsvert.
  • Jarðskjálftum heldur áfram að fækka í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirkni er engu að síður ennþá mjög mikil í Bárðarbungu samkvæmt skilgreiningunni.
  • GPS gögn sýna það að land heldur áfram að síga í áttina að Bárðarbungu.
  • Eldgosinu líkur kannski ekki fyrr en eftir 5 til 12 mánuði. Þó er hugsanlegt að eldgosið muni halda áfram í mörg ár með mjög litlu hraunflæði. Það er engin leið til þess að vera viss um hvað gerist.
  • Mengun af völdum Brennisteinsdíóxíð heldur áfram að vera vandamál á Íslandi eftir því hvert vindar blása hverju sinni. Gígurinn í Holuhrauni heldur áfram að losa frá 30.000 tonnum á dag og upp í 80.000 tonnum á dag.

 

150206_1740
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 4,9 og átti hann upptök sín í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það núna liðinn einn mánuður síðan jarðskjálfti með stærðina 5,0 eða stærri varð í Bárðarbungu.

Styrkir: Ég vonast til þess að PayPal takkinn komi aftur í næstu viku. Annars er hægt að styrkja mig með því að kaupa vörur af Amazon eða með því að leggja beint inn á mig. Upplýsingar um það hvernig á að leggja bein inn á mig er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.