Staðan í Bárðarbungu þann 13-Október-2014

Eldgosið í Holuhrauni og jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er með svipuðum hætti og undanfarið. Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil. Stærstu jarðskjálftarnir ná stærðinni 5,2 og stundum verða stærri jarðskjálftar í Bárðarbungu. Samkvæmt fréttum þá er ekki að sjá að farið sé að draga úr eldgosinu í Holuhrauni, hraunið sem þarna er komið stækkar stöðugt og er núna orðið stærra en 54 ferkílómetrar að flatarmáli.

141014_0000
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aukning í jarðskjálftavirkni síðasta sólarhringinn í kvikuinnskotinu. Það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast í kvikuinnskotinu, allvegana tímabundið, þar sem þrýstingur virðist falla með reglulega. Það er einnig aukning í jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli, helsta hugmyndin varðandi þá virkni er sú að eldstöðin sé að bregðast við spennubreytingum vegna Bárðarbungu með þessum hætti. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Tungafellsjökli. Hinsvegar þar sem ekkert eldgos hefur átt sér stað þarna á sögulegum tíma er mjög erfitt að segja til um það hvað gerist í Tungafellsjökli í kjölfarið á þessum atburðum.

Það er ennþá mikil hætta á eldgosi undir jökli, eins og hefur verið að gerast í litlum mæli síðan Bárðarbunga fór að gjósa þann 23-Ágústu-2014. Það er þó mikil hætta á að stórt eldgos hefjist undir jökli með tilheyrandi jökulflóði og öskufalli. Það mun þó ekki þýða að eldgosið í Holuhrauni hætti, þar sem það getur gosið á báðum stöðum á sama tíma eins og þetta lítur út núna. Það er ekki að sjá nein merki þess að farið sé að draga úr virkninni í Bárðarbungu og óvíst því hvenær það fer að sjá fyrir endann á núverandi virkni og eldgosum.

Staðan í Bárðarbungu þann 10-Október-2014

Hérna er staðan í Bárðarbugu þann 10-Október-2014.

  • Það er lítil breyting í eldgosinu í Holuhrauni eftir því sem ég kemst næst. Útsýni hefur verið lítið til eldgossins vegna veðurs.
  • Stærsti jarðskjálftinn þann 10-Október var með stærðina 4,8 og varð hann klukkan 11:26. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7 og varð sá jarðskjálfti klukkan 02:24. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
  • Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Tungafellsjökli. Helstu hugmyndir fyrir þessari auknu virkni eru þær að eldstöðin sé að bregðast við spennubreytingum vegna Bárðarbungu og umbrotanna þar. Ég er ekki viss um það útskýri alla þá jarðskjálftavirkni sem er í Tungafellsjökli núna. Þar sem það er mikil óvissa um það sem er að gerast í þessari eldstöð, ég ætla mér bara að bíða og sjá hvað gerist næst.
  • Jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu var minniháttar þann 10-Október eftir því sem mér sýnist. Sú jarðskjálftavirkni sem átti sér stað varð að mestu undir Vatnajökli og ef eldgos brýst út þar þá mun verða jökulflóð.
  • Engar frekari fréttir eftir því sem ég kemst næst.

141010.225800.bhrz.psn
Jarðskjálfti sem varð í Tungafellsjökli þann 10-Október. Það er munur á munstrinu í jarðskjáskjálftum sem verða í Tungafellsjökli og síðan í jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu. Jarðskjálftarnir sem verða í Tungafellsjökli eru að mesti leiti eingöngu jarðskorpuhreyfingar, en það er eitthvað af jarðskjálftum að eiga sér stað sem benda til þess að kvika sé einnig á ferðinni þar. Ég reikna þó ekki með því að eldgos verði í Tungafellsjökli. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi fyrir frekari upplýsingar.

Laugardagur 11-Október-2014

  • Engin breyting á eldgosinu í Holuhrauni samkvæmt fréttum í dag. Eldgosið er núna á einni 400 metra langri sprungu samkvæmt fréttum og nýjustu myndum.
  • Stærsti jarðskjálftinn þann 11-Október-2014 var með stærðina 5,0 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
  • Þetta eldgos getur varað í marga mánuði samkvæmt vísindamönnum.
  • Þegar vísindamenn flugu yfir Bárðarbungu þá tóku þeir eftir því að katlar sem höfðu myndast í Bárðarbungu höfðu dýpkað og líklega hafa einnig nýjir myndast. Þeir telja að þetta sé vegna jarðhitavirkni, en mér þykir líklegt að þarna sé um að ræða lítil eldgos sem eiga sér stað undir jökli. Ef einhver hveravirkni á sér stað þá er það vegna þess að dýpið niður á kvikuna er eingöngu 1 til 2 kílómetrar.

Sunnudagur 12-Október-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Október-2014 var með stærðina 5,2, annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,7.
  • Það var örlítið meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og í kvikuinnskotinu þann 12-Október-2014 en þann 11-Október-2014.
  • Vegna slæms veðurs þá hefur ekkert sést á vefmyndavélum Mílu í gær.
  • Mig grunar að lítil eldgos eigi sér núna stað undir jökli. Það þarf þó að fljúga yfir jökulinn til þess að sjá hvort að nýjir katlar hafa myndast eða hvort að þeir katlar sem voru fyrir hafi dýpkað.
  • Engar frekari fréttir eftir því sem ég kemst næst.

Ég óska öllum góðrar helgar.

Grein uppfærð þann 12-Október-2014 klukkan 02:13.
Grein uppfærð þann 13-Október-2014 klukkan 00:49.

Staðan í Bárðarbungu þann 9-Október-2014

Þetta hérna er staðan í Bárðarbungu þann 9-Október-2014.

Staðan í Bárðarbungu þann 9-Október-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn þann 9-Október-2014 var með stærðina 5,2 og varð klukkan 21:22. Annar stærsti jarðskjálfti dagsins varð klukkan 04:37 og var með stærðina 5,0.
  • Það er aukin jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu og það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess. Jarðskjálfti með stærðina 4,8 varð við upphafspunkt kvikuinnskotsins sem bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan kvikuhólfs Bárðarbungu og nægjanlega mikið svo að núverandi kvikuinnskot hefur ekki undan, og núna er kvikan að reyna að auka ummál núverandi kvikuinnskots. Ef það tekst ekki, þá mun kvikan leita annara leiða út.
  • Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga þó svo að kvikurþýstingur virðist vera að aukast innan kvikuhólfs Bárðarbungu.
  • Slæmt veður hefur komið í veg fyrir að ég hafi séð til eldstöðvanna í dag á vefmyndavélum. Ég hef ekki heyrt neinar fréttir af stöðunni þar sem gýs í Holuhrauni í fréttum dagsins.
  • Þann 9-Október-2014 var meiri jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu. Það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess. Þetta er það sem ég mundi reikna með miðað við að þrýstingur er að aukast innan kvikuhólfs Bárðarbungu (byggt á jarðskjálftavirkni).
  • Engar frekari fréttir af stöðu mála eftir því sem ég best veit.

Ef eitthvað meira gerist þá mun ég skrifa um það hérna eða skrifa nýja grein.

Staðan í Bárðarbungu þann 8-Október-2014

Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 8-Október-2014. Ég mun stytta textann aðeins þegar lítið er að gerast í Bárðarbungu og skrifa minni uppfærslur í leiðinni.

Staðan í Bárðarbungu þann 8-Október-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 5,2. Þessi jarðskjálfti varð NNA í Bárðarbungu, þar sem ég tel hugsanlegt að kvika sé að bora sér leið í gegnum jarðskorpuna. Þetta er þó bara hugmynd hjá mér sem er ekki sönnuð.
  • Engar stórar breytingar hafa átt sér stað í eldgosinu í Holuhrauni. Hraunið er núna orðið 52 ferkílómetrar að stærð. Kraftur eldgossins er mjög svipaður og hann var þegar það fór að gjósa fyrir fimm vikum síðan.
  • Slæmt veður á svæðinu kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með stöðu mála í eldgosinu.
  • Stærsti gígurinn í eldgosinu er núna orðinn 100 metra hár samkvæmt fréttum. Sá gígur er kallaður Baugur. Gígur sem hefur nafnið Suðri er í kringum 40 til 50 metra hár. Hægt er að fá frekari upplýsingar á frétt Vísir.is um eldgosið.
  • Það var næstum því engin jarðskjálftavirkni undir kvikuinnskotinu í dag sýnist mér.
  • Ég hef ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála eftir því sem ég kemst næst.

Ef eitthvað frekar gerist. Þá mun ég setja það hingað inn ef þörf er á því. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvað eldgosið gerir næst og atburðir geta gerst án viðvörunar í eldstöðvum þegar þær eru að gjósa.

Staðan í Bárðarbungu þann 7-Október-2014

Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 7-Október-2014. Auk upplýsinga um síðustu daga.

Staðan í Bárðarbungu þann 6-Október-2014

  • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram óbreytt. Það minnkaði eitthvað smá á Laugardaginn 4-Október en jókst aftur Sunnudaginn 5-Október.
  • Stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu var með stærðina 5,1 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
  • Slæmt veður kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með eldgosinu í gegnum vefmyndavélar eða á svæðinu.
  • Hraunið í Holuhrauni er núna stærra en 50 ferkílómetrar að stærð.
  • Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga og samkvæmt síðustu tölum þá er sigið meira en 30 metrar.
  • Virkni í Holuhrauni er hægt að minnka virðist vera. Þetta er eðlilegt fyrir eldgos af þessari gerð. Það þýðir einnig að aukin hætta er á nýju eldgosi þar sem kvikuinnskotið er til staðar.

Staðan í Bárðarbungu þann 7-Október-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn þann 7-Október hafði stærðina 5,5 og fannst á Akureyri. Þessi jarðskjálfti átti sér stað klukkan 10:22. Aðrir jarðskjálftar voru minni, og það virðist sem að fjöldi jarðskjálfta sem fer yfir 3,0 að stærð sé frá 5 – 20 á hverjum degi. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið svona núna í rúmlega tvo mánuði.
  • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram eftir því sem ég veit best. Vont veður kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá eldgosið á vefmyndavélum Mílu og síðan með því að fara á svæðið.
  • Ferðamenn eru ennþá að reyna að drepa sig með því að fara inn á lokaða svæðið. Magn af SO2 gasi sem þarna er nægjanlega mikið til þess að valda blindu og hreinlega bræða lungun í fólki.
  • Mig grunar að virkni sé að fara að hefjast í suður hluta Bárðarbungu kerfisins. Hvenær þessi virkni fer á fullt er ekki hægt að segja til um núna.
  • Það er spurning núna hversu stöðugur Tungafellsjökull sé vegna virkninnar í Bárðarbungu. Tungafellsjökull er á sama svæði og er núna að gliðnun sýnist mér, þó um sé að ræða aðra eldstöð.
  • Ég veit ekki stöðuna á eldstöðinni Hamarinn en þar gaus síðast litlu eldgosi í Júlí-2011 án mikils fyrirvara. Það eldgos varði í 8 til 10 klukkutíma. Þarna geta orðið eldgos án nokkurs fyrirvara og jarðskjálfta. Þessi eldstöð er hinsvegar óstöðug eins og staða mála er núna.
  • Eldstöðinn Skrokkalda virðist vera róleg eins og er og það er ekki að sjá að virkni hafi aukist þar eins og stendur.

141007_2330
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

hkbz.svd.23.46.utc.on.07.10.2014
Svona kom jarðskjálftinn fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælinum mínum hérna. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Frekari upplýsingar er að finna á CC leyfi síðunni.

Staðan í Bárðarbungu þann 2-Október-2014

Þessar upplýsingar verða mjög fljótt úreltar ef eitthvað gerist í Bárðarbungu.

Staðan í Bárðarbungu Fimmtudaginn 2-Október-2014

  • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og áður. Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað hafi breyst í dag. Hinsvegar hefur verið mjög slæmt skyggni í Holuhrauni í dag vegna veðurs og því er erfitt að segja til um stöðu mála.
  • Stærstu jarðskjálftarnir í dag (2-Október-2014) voru með stærðina 4,8 og urðu klukkan 00:36 og 13:27. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 4,6 og varð sá jarðskjálfti klukkan 06:39.
  • Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu. Ég tel að það sé ekki gott merki, þó er ekki ljóst hvað þessi aukna virkni þýði.
  • Kvika flæðir ennþá inn í kvikuinnskotið af sama afli og áður. Þrýstingur innan kvikuinnskotsins er að aukast og er það að valda smá jarðskjálftavirkni, þar sem eldgosið í Holuhrauni hefur ekki undan þeirri kviku sem er núna að flæða inn.
  • Vegna slæms veðurs þá hef ég ekki frekari upplýsingar um stöðu mála í Holuhrauni.
  • Slæmt veður verður í Holuhrauni á morgun og norðanlands. Því má reikna með að lítið sjáist til eldgossins næstu klukkutímana.

Upplýsingar frá GPS gögnum

Jarðskjálftagögn sýna það að kvikan sem flæðir inn í kvikuinnskotið er nægjanleg til þess að viðhalda eldgosinu í Holuhrauni eins og það er núna í dag. Jarðskjálftavirknin sýnir einnig að eldgosið í Holuhrauni er ekki nægjanlega stórt til þess að standa undir allri þeirri kviku sem er að flæða inn í kvikuinnskotið núna. Ég veit ekki afhverju það er ekki farið að gjósa á nýjum stað ennþá. Eftir því sem tíminn líður þá verður bergið í sem er næst kvikuinnskotinu mjög vegna hita og verður eins og gúmmí, það veldur því að ekki verða jarðskjálftar næst kvikuinnskotinu. Þetta gildir einnig um jarðskorpuna sem er ofan á kvikuinnskotinu. Mesta dýpi niður á kvikuinnskotið er ekki nema 2 km, og oft ekki nema 1 km og hugsanlega eitthvað grynnra á sumum svæðum.

141002_2225
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu í dag og síðustu 48 klukkutímana. Þetta eru þeir jarðskjálftar sem hafa mælst í gegnum óveðrið sem er þarna núna. Ég reikna með að fleiri jarðskjálftar hafa komið fram en sjást á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar maður tengir saman jarðskjálftagögnin og GPS gögnin þá kemur í ljós að kvikuinnskotið fær næga kviku til þess að halda að gjósa eins og það hefur gert undanfarið í mjög langan tíma. Kvikuinnskotið er að reyna að þenjast út í nærliggjandi skorpu eins og jarðskjálftarnir sýna fram á. Kvikuinnskotið getur aðeins þanist um það magn sem ekki kemur upp um eldgosið í Holuhrauni. Ég veit ekki hversu mikið magn er um að ræða. Kvikuinnskotið er 3 til 4 metrar á breidd og allt að 10 til 15 km á dýpt (besta ágiskun).

DYNC_3mrap.svd.02.10.2014.at.21.39.utc
Stærð kvikuinnskotsins sést vel á GPS gögnum frá Háskóla Íslands. Ég veit ekki afhverju GPS stöðin er að færast vestur núna í staðinn fyrir austur eins og var. Þetta bendir til þess að eitthvað sé að breytast, þó svo að ég átti mig ekki á því hvað það er, það getur þó verið að þetta sjáist aldrei á yfirborðinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

URHC_3mrap.svd.02.10.at.21.39.utc
Þetta er nánast sama sagan á þessari hérna GPS stöð. Nema að hún er ekki að fara vestur og ég veit ekki afhverju það er. Þessi GPS stöð er næstum því beint ofan á kvikuinnskotinu og því sjást breytingar mjög fljótt hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

Hægt er að sjá frekari gögn og GPS stöðvar hérna á vefsíðu Háskóla Íslands.

Smá frí um helgina

Ég ætla mér að fara í smá frí um helgina og því verða upplýsingar ekki settar inn nema þegar ég get það. Þetta á sérstaklega við ef eitthvað gerist í Bárðarbungu. Ef að uppfærsla um stöðu mála kemur inn á morgun (Föstudag) þá kemur sú uppfærsla mjög seint inn, það er hinsvegar möguleiki á að ný færsla komi ekki inn á morgun. Ef engin uppfærsla kemur inn á morgun, þá óska ég öllum góðrar helgar.

Staðan í Bárðarbungu þann 1-Október-2014

Þessar upplýsingar geta breyst mjög hratt ef eitthvað gerist í Bárðarbungu.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 22:50

  • Eldgosið í Holuhrauni er núna búið að vara í mánuð og það eru ekki nein merki þess að eldgosinu fari að ljúka fljótlega.
  • Hraunið í Holuhrauni er núna orðið 47,8 ferkílómetrar að stærð og fer stækkandi með hverjum deginum.
  • Gígurinn sem gýs úr stækkar með hverjum deginum og virðist  vera orðinn mjög sýnilegur í landslaginu sem þarna er til staðar.
  • Það virðist gjósa úr 400 til 600 metra sprungu í Holuhrauni. Þetta er mitt mat byggt á þeim myndböndum sem ég hef séð á internetinu af eldgosinu undanfarið.
  • Jarðskjálftavirkni heldur áfram í kvikuinnskotinu og er núna farin að aukast undir jöklinum, og það er áhyggjuefni, þar sem líkunar á eldgosi undir jökli hafa aukist til muna við þessa jarðskjálftavirkni.
  • Stærsti jarðskjálftinn í dag átti sér stað klukkan 17:59 og var með stærðina 4,8. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 02:44 og var með stærðina 4,2.
  • Slæmt veður í Holuhrauni hefur komið í veg fyrir mælingar vísindamanna á svæðinu samkvæmt fréttum.
  • Mengun vegna SO2 (brennisteinsdíoxíði)  er mjög mikil eftir vindátt og fór hæst í dag í rúmlega 5800 míkrógrömm í rúmmetra miðað við 10 mínúta gildi.
  • Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga á svipuðum hraða og áður.
  • Slæmt veður fram á Laugardag mun koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu. Sérstaklega þegar fer að snjóa á Föstudaginn samkvæmt veðurspánni í dag.
  • Engar frekari fréttir af stöðu mála eftir því sem ég kemst næst.

Staðan í Bárðarbungu þann 30-September-2014

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt ef eitthvað gerist í Bárðarbungu.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 23:08 UTC

  • Það eru ekki nein merki þess ennþá að eldgosinu í Holuhrauni sé að ljúka. Eins og stendur eru aðeins einn eða tveir gígar að gjósa í Holuhrauni.
  • Hraunið er núna 47 ferkílómetrar að flatarmáli samkvæmt nýjustu mælingu. Það breiðir úr sér núna þar sem það hefur ekki orku til þess að lengjast eins og stendur.
  • Jarðskjálftavirkni á sér ennþá undir kvikuinnskotinu. Það bendir til þess að eldgosið sem á sér stað núna sé ekki nægjanlega stórt til þess að gjósa allri þessari kviku sem er þarna undir. Því er þrýstingur að aukast í kvikuinnskotinu núna.
  • Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 4,8 og átti hann sér stað klukkan 19:24. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 14:53 og var með stærðina 4,7. Aðrir jarðskjálftar í dag hafa verið minni.
  • Eldgosið í Holuhrauni er núna orðið tvisvar sinnum stærra en Kröflueldar sem gusu árið 1974 – 1984 samkvæmt vísindamönnnum. Hægt er að lesa um það hérna í frétt frá því í dag (30-September-2014).
  • Askja Bárðarbungu hefur núna sigið um rúmlega 30 metra samkvæmt síðustu mælingu. Þetta er samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni hjá Háskóla Íslands. Það er reiknað með að fljúga yfir Bárðarbungu í lok vikunnar þegar flugvélin sem þeir nota kemur úr viðhaldi.
  • Veðurstofu Íslands hefur staðfest að það er bara hraun að flæða í Jökulsá á Fjöllum núna. Ný gossprunga hefur ekki opnast upp eins og halda mætti á vefmyndavélum Mílu.
  • Sú gliðnunarhrina sem þarna er hafin jafngildir núna því að uppsöfnuð gliðnun á þessu svæði í Bárðarbungu síðustu 150 ára. Svona gliðnun á sér stað öll á sama tíma og það er ljóst að gliðnunarhrinunni er ekki lokið.
  • Slæmt veður hefur komið í veg fyrir að vísindamenn geti verið á svæðinu í kringum Holuhraun. Reikna má með að veðrið fari ekki að lagast fyrr en 2-Október-2014. Þar sem reiknað er með nýjum óveðri á morgun.

Einn mánuður frá því að eldgos í Holuhrauni hófst

Í dag (30-September-2014) er einn mánuður rúmlega síðan fyrsta eldgosið í Holuhrauni átti sér stað. Á morgun (1-Október-2014) er einn mánuður síðan núverandi eldgos í Holuhrauni hófst.

Áhrif vinds á jarðskjálftamælingar

Á þessari mynd má sjá hvernig vindur hefur áhrif á jarðskjálftamælinn hjá mér og aðrar jarðskjálftamæla á Íslandi. Þetta er ekki hávaði vegna vinds. Þetta er hávaði vegna öldugangs við strendur Íslands og síðan langt út á sjó þar sem óveður eru núna.

140930.210500.bhre.psn

Svona á að lesa þessa mynd. Fyrst er jarðskjálftinn, þarna er fyrst P bylgjan og síðan kemur S bylgjan. Ásamt örðum bylgjum sem er að finna í jarðskjálfta. Bylgjunar sem eru yfir alla myndina er öldugangur sem skellur á ströndum Íslands og síðan djúpt útá norður Atlantshafi og á Grænlandshafi norður af Íslandi. Toppurinn sem verður á milli 21:07:21 – 21:07:41 er truflun vegna rafmagns, truflunin sem verður á milli 21:08:41 – 21:09:21 er vegna dýra eða á upptök sín í öðru sem veldur truflunum á jarðskjálftamælinum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC Leyfi fyrir frekari upplýsingar.

Staðan í Bárðarbungu þann 29-September-2014

Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 29-September-2014.

Yfirlit yfir stöðuna í Bárðarbungu þann 29-September-2014

  • Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 5,5 og var á 5,6 km dýpi. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 4,9 og var á 3,1 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar voru minni og stærsti jarðskjálftinn í dag fannst á Akureyri og nágrenni.
  • Vegna storms var ekki hægt að gera mælingar eða fylgjast með eldgosinu samkvæmt fréttum. Þar sem jarðvísindamenn komust ekki á svæðið vegna veðurs.
  • Eldgosið í Holuhrauni er búið að vara í næstum því mánuð núna.
  • Þann 29-Ágúst-2014 varð fyrsta eldgosið í Holuhrauni. Það varði aðeins í nokkrar klukkustundir og gaus á sama stað og hafði gosið áður árið 1797 í gamalli gígaröð sem þar er.
  • Vegna slæms veðurs mældust aðeins þeir jarðskjálftar sem náðu upp fyrir vindhávaðann í dag. Þetta var einnig staðan á jarðskjálftamælunum mínum í dag.
  • Hraunið í Holuhrauni er núna stærra en 44 ferkílómetrar að stærð, hversu mikið hraunið hefur stækkað í dag er ekki vitað almennilega vegna slæms veðurs.
  • Bárðarbunga heldur áfram að síga með svipuðum hætti og hefur verið síðan þetta ferli hófst þann 16-Ágúst-2014.
  • Engar frekari upplýsingar um stöðu eldgossins eftir því sem ég kemst næst.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar ef eitthvað gerist í Bárðarbungu.

Staðan í Bárðarbungu þann 26-September-2014

Þetta er staðan í Bárðarbungu þann 26-September-2014. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar án fyrirvara.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 21:54

  • Stærsti jarðskjálftinn í dag varð klukkan 16:49 og hafði stærðina 5,2. Annar stærsti jarðskjálfti dagsins varð klukkan 18:43 og hafði stærðina 4,3.
  • Þegar stærsti jarðskjálftinn varð í dag lækkaði askjan um rúmlega 30sm. Askjan í Bárðarbungu heldur áfram að lækka samkvæmt GPS mælingum og er sigið 50sm/á dag. Samtals hefur askjan lækkað um 29 metra.
  • Minni jarðskjálftar eru að eiga sér stað í Bárðarbungu. Það þýðir að askjan í Bárðarbungu lækkar þegar þessir jarðskjálftar eiga sér stað.
  • Kvikuinnflæði í Bárðarbungu er mjög svipað og síðustu daga. Þetta sést vel á GPS mælingum Háskóla Íslands og það er hægt að skoða þær mælingar hérna.
  • Mikill sandstormur var við Holuhraun í dag og skyggni var lítið samkvæmt frétt Rúv. Ekki nema rétt um 50 til 100 metrar á tímabili.
  • Eldgosið í Holuhrauni er með mjög svipuðum hætti og síðustu daga. Hraunið er núna stærra en 40 ferkílómetrar samkvæmt síðustu fréttum, ég hef ekki nákvæmari stærð í dag vegna veðurs.
  • Jarðskjálftavirkni heldur áfram í kvikuinnskotinu og bendir það til þess að þrýstingur sé að aukast innan þess.
  • Ekkert meira hefur gerst í Bárðarbungu í dag, en það gæti breyst án viðvörunar.
  • Samkvæmt veðurspánni þá verður slæmt veður á Íslandi um helgina. Því má reikna með miklum vindhávaða á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar og á mínum jarðskjálftamælum.

Næsta uppfærsla

Þar sem núna er Föstudagur þá mun ég setja næstu uppfærslu hingað inn á laugardeginum 27-September-2014. Ég óska öllum góðrar helgar.