Staðan í Bárðarbungu þann 2-Október-2014

Þessar upplýsingar verða mjög fljótt úreltar ef eitthvað gerist í Bárðarbungu.

Staðan í Bárðarbungu Fimmtudaginn 2-Október-2014

  • Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og áður. Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað hafi breyst í dag. Hinsvegar hefur verið mjög slæmt skyggni í Holuhrauni í dag vegna veðurs og því er erfitt að segja til um stöðu mála.
  • Stærstu jarðskjálftarnir í dag (2-Október-2014) voru með stærðina 4,8 og urðu klukkan 00:36 og 13:27. Annar stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 4,6 og varð sá jarðskjálfti klukkan 06:39.
  • Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu. Ég tel að það sé ekki gott merki, þó er ekki ljóst hvað þessi aukna virkni þýði.
  • Kvika flæðir ennþá inn í kvikuinnskotið af sama afli og áður. Þrýstingur innan kvikuinnskotsins er að aukast og er það að valda smá jarðskjálftavirkni, þar sem eldgosið í Holuhrauni hefur ekki undan þeirri kviku sem er núna að flæða inn.
  • Vegna slæms veðurs þá hef ég ekki frekari upplýsingar um stöðu mála í Holuhrauni.
  • Slæmt veður verður í Holuhrauni á morgun og norðanlands. Því má reikna með að lítið sjáist til eldgossins næstu klukkutímana.

Upplýsingar frá GPS gögnum

Jarðskjálftagögn sýna það að kvikan sem flæðir inn í kvikuinnskotið er nægjanleg til þess að viðhalda eldgosinu í Holuhrauni eins og það er núna í dag. Jarðskjálftavirknin sýnir einnig að eldgosið í Holuhrauni er ekki nægjanlega stórt til þess að standa undir allri þeirri kviku sem er að flæða inn í kvikuinnskotið núna. Ég veit ekki afhverju það er ekki farið að gjósa á nýjum stað ennþá. Eftir því sem tíminn líður þá verður bergið í sem er næst kvikuinnskotinu mjög vegna hita og verður eins og gúmmí, það veldur því að ekki verða jarðskjálftar næst kvikuinnskotinu. Þetta gildir einnig um jarðskorpuna sem er ofan á kvikuinnskotinu. Mesta dýpi niður á kvikuinnskotið er ekki nema 2 km, og oft ekki nema 1 km og hugsanlega eitthvað grynnra á sumum svæðum.

141002_2225
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu í dag og síðustu 48 klukkutímana. Þetta eru þeir jarðskjálftar sem hafa mælst í gegnum óveðrið sem er þarna núna. Ég reikna með að fleiri jarðskjálftar hafa komið fram en sjást á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar maður tengir saman jarðskjálftagögnin og GPS gögnin þá kemur í ljós að kvikuinnskotið fær næga kviku til þess að halda að gjósa eins og það hefur gert undanfarið í mjög langan tíma. Kvikuinnskotið er að reyna að þenjast út í nærliggjandi skorpu eins og jarðskjálftarnir sýna fram á. Kvikuinnskotið getur aðeins þanist um það magn sem ekki kemur upp um eldgosið í Holuhrauni. Ég veit ekki hversu mikið magn er um að ræða. Kvikuinnskotið er 3 til 4 metrar á breidd og allt að 10 til 15 km á dýpt (besta ágiskun).

DYNC_3mrap.svd.02.10.2014.at.21.39.utc
Stærð kvikuinnskotsins sést vel á GPS gögnum frá Háskóla Íslands. Ég veit ekki afhverju GPS stöðin er að færast vestur núna í staðinn fyrir austur eins og var. Þetta bendir til þess að eitthvað sé að breytast, þó svo að ég átti mig ekki á því hvað það er, það getur þó verið að þetta sjáist aldrei á yfirborðinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

URHC_3mrap.svd.02.10.at.21.39.utc
Þetta er nánast sama sagan á þessari hérna GPS stöð. Nema að hún er ekki að fara vestur og ég veit ekki afhverju það er. Þessi GPS stöð er næstum því beint ofan á kvikuinnskotinu og því sjást breytingar mjög fljótt hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

Hægt er að sjá frekari gögn og GPS stöðvar hérna á vefsíðu Háskóla Íslands.

Smá frí um helgina

Ég ætla mér að fara í smá frí um helgina og því verða upplýsingar ekki settar inn nema þegar ég get það. Þetta á sérstaklega við ef eitthvað gerist í Bárðarbungu. Ef að uppfærsla um stöðu mála kemur inn á morgun (Föstudag) þá kemur sú uppfærsla mjög seint inn, það er hinsvegar möguleiki á að ný færsla komi ekki inn á morgun. Ef engin uppfærsla kemur inn á morgun, þá óska ég öllum góðrar helgar.