Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í gær (12. Ágúst 2023) varð lítil jarðskjálftahrina í Hofsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2.5. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þetta svæði er mjög afskekkt og það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessir jarðskjálftar hafi fundist.

Punktar í norður hluta Hofsjökuls sýnir jarðskjálftavirknina. Þessir punktar raðast upp í línu sem er norður suður. Það er einn punktur á barmi öskju Hofsjökuls. Hofsjökull er í miðjunni á þessu korti. Fyrir vestan er Langjökull og síðan suður-austur af Hofsjökli er Vatnajökull.
Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt frétt á Morgunblaðinu þá fannst gas lykt á svæðinu við Hofsjökul eftir jarðskjálftavirknina. Það er því hætta á að það sé gas í kringum Hofsjökul og þá sérstaklega nærri svæðum sem eru næst jarðskjálftahrinunni.

Ég er ekki með neinar aðrar upplýsingar um Hofsjökul. Þar sem síðasta eldgos í Hofsjökli varð fyrir meira en 12.000 árum síðan. Það hafa í mesta lagi verið lítil eldgos sem mynduðu hraun sem eru í kringum Hofsjökul á síðustu 12.000 árum. Ég reikna ekki með eldgosum núna en þessi jarðskjálftavirkni þýðir að einhver breyting hefur átt sér stað í Hofsjökli. Þessi breyting er líklega langtímabreyting en hversu langan tíma er um að ræða veit ég ekki. Þetta gæti verið frá næstu 100 til 500 árum eða jafnvel aldrei. Hofsjökull er á sínu eigin rekbelti sem er hægt og rólega að deyja út. Á þessu rekbelti eru bara eldstöðvanar Hofsjökull og Kerlingafjöll (?). Þetta rekbelti er um 5 til 10 milljón ára gamalt og er hægt deyjandi út.

Jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (30. Júlí 2023) hófst jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þessi eldstöð er staðsett fyrir norðan Kötlu og Mýrdalsjökul. Þarna hafa orðið reglulegar jarðskjálftahrinur síðustu ár. Ástæðan fyrir þeim er óljós eins og er. Það eru engin augljós merki um kvikuhreyfingar á þessu svæði. Þegar Torfajökull gýs, þá gýs eldstöðin mjög súrri kviku sem er kvika sem springur mikið þegar eldgos á sér stað en eitthvað af þessari kviku getur náð að skíða áfram í formi hrauns (kannski á síðari stigum í eldgosi, ég er ekki viss).

Græn stjarna og fullt af appelsínugulum og rauðum punktum á sama svæði í öskjurima Torfajökuls. Tími á korti er 30. Júlí 2023 klukkan 19:40.
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem varð í þessari hrinu var með stærðina Mw3,2. Hann fannst á nálægum ferðamannasvæðum og koma af stað grjótihruni. Samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þá er ennþá hætta á grjóthruni á þessu svæði. Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina við Skjaldbreið

Síðan 14. Júlí 2023 hefur verið jarðskjálftahrina við Skjaldbreið. Þetta hefur verið mjög lítil jarðskjálftahrina við Skjaldbreið. Þetta er sunnan við eldstöðina Presthnjúkur. Stærsti jarðskjálftinn varð í gær (20. Júlí 2023) og varð með stærðina Mw3,0.

Græn stjarna og rauðir punktar við Skjaldbreið, rétt sunnan við eldstöðina Presthnjúkur í Langjökli. Þarna eru einnig rauðir punktar frá minni jarðskjálftum sem eru á svipuðu svæði.
Jarðskjálftavirknin við Skjaldbreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina stafar af flekahreyfingum og er eðlileg virkni á þessu svæði. Þetta tengist ekki eldgosinu í Fagradalsfjalli eða virkninni þar, þar sem það er fyrir utan áhrifasvæðis Fagradalsfjalls. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 10. Júlí 2023 klukkan 19:13

Þetta er stutt grein þar sem aðstæður eru að breytast með skömmum fyrirvara.

  • Lengd gossprungunnar er óljós, þar sem fréttum um lengd gossprungunnar ber ekki saman. Ég hef séð tölur frá 200 metrum og upp í 900 metra. Þetta gæti einnig verið tilfelli þar sem gossprungan er vaxandi.
  • Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa. Það bendir til þess að eldgosið sé vaxandi. Það gerist stundum í svona hraungosum, eldgosið byrjar lítið en vex síðan í einhverja klukkutíma.
  • Hraunið flæðir til suðurs og það mun líklega ná til Meradala eftir eina til þrjár vikur, það er eitthvað hraun sem flæðir til norðurs en það er ekki talið vera mikið og mun ekki valda vandræðum. Það er engin hætta á skemmdum á innviðum eða eignum fólks þessa stundina.
  • Það er hætta á því að nýjar sprungur opnist þarna án fyrirvara.
  • Svæðið er afskekkt og erfitt að fara þangað. Lögreglan hefur einnig lokað vegum þarna af öryggisástæðum.

Ég mun setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram eða ef eitthvað breytist. Reynslan hefur sýnt það að svona eldgos eru frekar tíðindalaus til lengri tíma. Ég mun haga greinarskrifum mínum í samræmi við það.

Sterkur jarðskjálfti 1,4 km austan við fjallið Keili

Í dag (9. Júlí 2023) klukkan 22:22 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 rétt um 1,4 km austan við fjallið Keili. Þessi jarðskjálfti hristi vel upp í Keili og þyrlaði upp skýi af ryki og drullu. Þessi jarðskjálfti tengist þenslu sem á sér stað sunnan við Keili núna, frekar en að tengjast beint við kvikuhreifingar á þessu svæði.

Grænar stjörnur við Fagradalsfjall og Keili á þessu korti. Mjög mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum. Tími á korti er 9. Júlí 2023 klukkan 23:15.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á því að það verði fleiri svona stórir jarðskjálftar á þessu svæði þangað til að eldgosið hefst.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli og Keili þann 9. Júlí 2023 klukkan 16:44

Þetta er stutt grein. Þar sem staðan hefur ekki breyst mjög mikið frá því síðast.

  • Þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw4,0 komu fram við Keili á síðustu 24 klukkutímum.
  • Jarðskjálftavirknin er að aukast norð-austur af Keili. Af hverju það stafar er óljóst, það er möguleiki að kvikan sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið þá leið.
  • Það er eins og kvikan sé föst í jarðskorpunni og komist ekki upp á yfirborðið. Það hefur ekki stöðvað að sjá innflæði kviku sem kemur djúpt að innan úr möttlinum þarna undir. Þetta þýðir að þrýstingur kvikunnar í kvikuinnskotinu mun aukast þangað til að eldgos hefst.
  • Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði og mun verða mikil þangað til að eldgos hefst.

 

Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan þessi virkni hófst. Þá hafa um 12000 jarðskjálftar mælst hjá Veðurstofunni samkvæmt fréttum. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,8.

Spennutengdur jarðskjálfti í Krýsuvík-Trölladyngju

Í dag (8. Júlí 2023) klukkan 17:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 í Krýsuvík-Trölladyngju. Þetta er jarðskjálfti sem er tengdur spennubreytinga vegna þenslu milli Keili og Fagradalsfjalls.

Mjög þétt jarðskjálftavirkni í Krýsuvík, þessi jarðskjálftavirkni sést mjög illa í allri þeirri jarðskjálftavirkni sem hefur orðið í Fagradalsfjalli.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í Krýsuvík-Trölladyngju, auk mikillar jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á frekari svona jarðskjálftum, bæði fyrir og eftir að eldgosið. Það er hætta á því að þessir jarðskjálftar verði stærri en Mw5,0 og þessir jarðskjálftar geta einnig orðið á svæðum þar sem ekki hefur nein virkni áður.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli þann 7. Júlí 2023 klukkan 14:43

Þetta er mjög stutt grein þar sem eldgos er mögulega á leiðinni. Þegar þessi grein er skrifuð er eldgos ekki hafið.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana virðist vera með stærðina Mw4,3. Ég næ ekki lengur að fylgjast með jarðskjálftum sem verða vegna fjölda þeirra.
  • Þensla nærri Keili hefur náð 200mm (20sm) á innan við 48 klukkustundum eftir að þessi atburðarrás hófst.
  • Innflæði kviku er í samkvæmt útreikningum í kringum 88m3/s og það er mjög mikið innflæði af kviku sem er að fara um mjög hratt.
Fullt af grænum stjörnum og punktum sem sína minni jarðskjálfta á Reykjanesskaga og við Fagradalsfjall. Þetta eru fleiri punktar en ég get talið.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvar eldgosið mun koma upp. Fækkun jarðskjálfta bendir sterklega til þess að kvikan sé nálægt því að finna sér leið upp á yfirborðið. Samkvæmt mælingum þá er talið að kvikan sé á innan við 1 km dýpi í jarðskorpunni.

Uppfærsla á stöðunni á jarðskjálftavirkninni við Eldey og Eldeyjarboða þann 7. Júlí 2023 klukkan 13:56

Þetta er stutt grein. Þar sem það er mikið að gerast.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,5 við Eldey.
  • Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera kvikuinnskot. Þar sem þetta svæði er út í sjó, þá er hinsvegar ekki hægt að vera viss.
  • Það er erfitt að vita hvort að þarna verði eldgos. Ef að eldgos verður. Þá verða áhrifin líklega takmörkuð útaf dýpi sjávar.
Mikið af grænum stjörnum á Reykjaneshrygg og síðan á Reykjanesskaga. Það er mikil virkni á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg núna og það sýnir sig í fullt af punktum á kortinu.
Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ólíklegt að mínu áliti að þessir jarðskjálftar tengist virkninni vegna þenslu í Fagradalsfjalli. Þeir jarðskjálftar eru yfirleitt mun nærri Fagradalsfjalli en þessi virkni. Það er ekki hægt að útiloka það en er mjög ólíklegt að svo sé. Eldri jarðskjálftavirkni á sama svæði minnkar einnig þessar líkur á því að virknin í Fagradalsfjalli sé að valda þessari virkni. Það er einnig ólíklegt að hérna sé um að ræða hreyfingar vegna jarðskorpuvirkni. Það er ekki hægt að útilokað það en er ólíkleg ástæða. Það er alltaf erfiðara að ráða í það sem gerist í svæði úti í sjó en á svæðum á landi, þar sem aðgengi er einfaldara.