Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Fagradalsfjalli

Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.

Appelsínugulir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Einnig sem að það eru punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Tími á korti er 03. Jún. 23 klukka 12:35.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í gær (27. Maí 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Það er ekki að sjá að þessi jarðskjálftahrina tengist þeirri þenslu sem er í eldstöðinni Fagradalsfjall (það er samt möguleiki en eins og er, þá er erfitt að vera viss). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Jarðskjálftahrinan varð suður-vestur af Kleifarvatni.

Græn stjarna suður-vestur af Kleifarvatni þar sem jarðskjálftahrinan er á einum litlum punkti. Auk annara jarðskjálfta sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta sólarhringinn.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé vegna kvikuhreyfinga á þessu svæði. Það eru engin (augljós) merki um það að eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sé að verða virk. Þessa stundina er eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sofandi.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í gær (23. Maí 2023) klukkan 19:22 hófst jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram ennþá var með stærðina Mw3,8 þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri og öðrum bæjum á norðurlandi.

Græn stjarna, ásamt rauðum og gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta á þessu svæði. Einnig sem það eru bláir og appelsínugulir punktar á öðrum svæðum á kortinu. Tími kortsins er 24. Maí. 23 18:40.
Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa mælst í kringum 130 jarðskjálftar á þessu svæði. Þessi jarðskjálftahrina gæti aukist án viðvörunar eins og gerist stundum á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi jarðskjálftahrina endar. Ég var aðeins lengur að skrifa þessa grein en venjulega, þar sem ég er að reyna að koma inn smá fríi hjá mér (auk þess sem ég geri aðra hluti) frá jarðfræði næstu daga. Hvernig það mun ganga á eftir að koma í ljós.

Ég ætla að benda á að ég er búinn að setja upp síðu þar sem ég hef tekið saman nokkur svæði með mælingum frá Veðurstofu Íslands.

Órói á SIL stöðvum á Íslandi

Ég er einnig með minn eigin jarðskjálftamæli sem mælir jarðskjálfta. Ég er að vinna í lausnum á því að koma aftur upp jarðskjálftamælingum á Íslandi en það tekur sinna tíma vegna þeirra tæknilegu lausna sem ég þarf að leysa úr áður en það verður hægt á ný.

Jarðskjálftagröf

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu

Í dag (11. Maí 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta er lítil jarðskjálftahrina en dýpi og stærð þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna sé kvikuinnskot á þessum stað.

Jarðskjálftavirkni suð-vestur í Vatnajökli í Þórðarhyrnu sem er suður af Grímsfjalli. Þarna eru appelsínugulir punktar og rauður punktur. Tíminn á kortinu er 11. Maí. 23. 13:10.
Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu suður-vestur af Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna er hluti af sprungukerfi Grímsfjalls, það tengist Lakagígum. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 og stóð til ársins 1904. Það eldgos náði stærðinni VEI=4 samkvæmt Global Volcanism Program sem er hægt að lesa hérna (á ensku).

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (út í sjó)

Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrinan er í neðri vestari hluta kortsins frá Veðurstofu Íslands. Þar er einnig græn stjarna ásamt þeim punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Það eru einnig nokkrir punktar í öðrum eldstöðvum sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.

Kröftug jarðskjálftahrina í Kötlu

Í morgun hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,8 og annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,7 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,5. Þessir jarðskjálftar fundust á nálægum sveitarbæjum og í nálægu þéttbýli í kringum Kötlu. Það hafa einnig orðið mjög margir litlir jarðskjálftar í Kötlu.

Þrjár grænar stjörnur í öskju Kötlu ásamt rauðum punktum. Þetta sýnir jarðskjálftavirknina í Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróanum í eldstöðinni Kötlu. Það gerir eldgos ólíklegra þegar þessi grein er skrifuð en þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Flugkóðinn hefur verið færður yfir á gult og hægt er að skoða hann hérna.

Ég mun skrifa nýja grein ef eitthvað meira gerist í eldstöðinni Kötlu.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík, rétt við Bláa lónið

Í morgun (25. Apríl 2023) hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík. Þessi jarðskjálftahrina er rétt við Bláa lónið. Þegar þessi grein er skrifuð, er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi. Hvort að þetta kemur af stað eldgosi er ekki hægt að segja til um. Kvikan sem er þarna hefur náð dýpinu 2 km miðað við þá jarðskjálfta sem eru þarna að eiga sér stað og það er slæmt ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram að aukast. Það þurfa ekki að verða stórir jarðskjálftar til þess að eldgos geti hafist við réttar aðstæður. Það hefur verið talsvert mikið um kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes á undanförnum þremur árum, án þess að það komi af stað eldgosi.

Rauðir punktar norðan við Grindavík sem sýnir litla jarðskjálfta sem þarna eiga sér stað. Þetta er alveg við Bláa lónið en það sést ekki á kortinu. Tímastimpill kortsins er 25. Apr. 23 14:00
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgos á þessu svæði mundi vera mjög slæm staða, vegna þess hversu mikið af innviðum fyrir ferðamenn eru á þessu svæði. Þar sem þetta er alveg við Bláa lónið. Það eina sem hægt er að gera er að vakta það sem er að gerast núna.

Það er hægt að sjá jarðskjálftana í hærri upplausn á Skjálfta-Lísa eða á öðrum einkareknum vefsíðum sem bjóða upp á svipaða þjónustu.

Jarðskjálftahrina í Grímsfjalli

Í dag (23. Apríl 2023) klukkan 15:15 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í eldstöðinni Grímsfjalli. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið.

Græn stjarna í Grímsfjalli, ásamt nokkrum rauðum punktum undir grænu stjörnunni sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í Grísfjalli þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að Grímsfjall sé að fara að gjósa í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar en er ólíklegt til þess að gerast núna. Það gætu komið fram fleiri jarðskjálftar á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftahrina vestur af Grímsey

Í dag (18. Apríl 2023) klukkan 07:59 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 um 36 km vestur af Grímsey. Þessi jarðskjálfti fannst á Akureyri og Siglurfirði.

Vestur af Grímsey er græn stjarna ásamt rauðum og appelsínugulum punktum sem sýnir staðsetningu jarðskjálftahrinunnar. Tíminn á kortinu er 18.apr.23 14:05
Jarðskjálftahrinan vestur af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og það er hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði. Í Júní 2020 varð stór jarðskjálftahrina þarna og þá varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw5,8.

Lítil jarðskjálftahrina í suðurhluta Brennisteinsfjalla

Í dag (13. Apríl 2023) hefur verið lítil jarðskjálftahrina í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Fyrir nokkrum vikum síðan var einnig jarðskjálftahrina á sama svæði. Sú jarðskjálftahrina var einnig mjög lítil að stærð. Það sem hefur helst breyst núna er að dýpi jarðskjálftahrinunnar er farið úr 7 km og upp í 3 km virðist vera. Þetta er miðað við núverandi jarðskjálftagögn.

Rauðir punktar í suðurhluta Brennisteinsfjalla sýnir staðsetningu jarðskjálftahrinunnar á þessu svæði. Það eru einnig jarðskjálftar í öðrum eldstöðvum á sama svæði sem eru sýndir með punktum sem eru frá appelsínugulir, bláir og rauðir á litinn.
Jarðskjálftavirknin í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé á ferðinni þarna. Það er mín skoðun að kvika sé að troða sér þarna upp. Það mun taka talsverðan tíma, mjög líklega nokkrar vikur. Þar sem ekki er hægt að segja til um gerð jarðskorpunnar á þessu svæði. Ég sá mjög svipað gerast áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu árið 2014. Þá tók það kvikuna um þrjá mánuði að brjóta sér leið upp í gegnum jarðskorpuna og þá komu fram svona smáskjálftar eins og sjást núna í Brennisteinsfjöllum. Það er engin leið að vita hversu langan tíma þetta mun taka, þar sem gerð jarðskorpunnar á þessu svæði er ekki þekkt, nema rétt svo efsta lag jarðskorpunnar. Það er mín skoðun að það þurfi að fylgjast með þessari jarðskjálftavirkni, vegna mögulegrar hættu á eldgosi á þessu svæði. Þetta er beint norður af vatni sem er þarna og ef það fer að gjósa, þá er hugsanlegt að hraunið fari beint út í vatnið og valdi vandræðum.

Það er hægt að skoða jarðskjálftahrinuna í hærri upplausn hérna á Skjálfta-Lísu, vef Veðurstofu Íslands.