Fólki sagt að forðast að fara upp að Mýrdalsjökli

Lögreglan beinir því til fólks að fara ekki upp að Mýrdalsfjökli og lögreglan hefur einnig bannað tímabundið ferðir í jökulhella sem koma frá Mýrdalsjökli. Þetta er gert í kjölfarið á jarðskjálftahrinunni sem hófst fyrr í dag í eldstöðinni Kötlu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er þessi jarðskjálftahrina mjög svipuð þeirri og varð í Júlí 2011 þegar lítið eldgos varð í Kötlu en það koma af stað jökulflóði sem tók af brú sem er yfir Múlakvísl.

Tvær grænar stjörnur í austari hluta Kötlu öskjunnar í Mýrdalsjökli. Ásamt nokkrum rauðum punktum sem eru á sama stað sem tákna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Júlí 2011, þá leið um sólarhringur frá því að jarðskjálftavirkni hófst og þangað til að lítið eldgos hófst í Kötlu með tilheyrandi jökulflóði. Ég veit ekki hvort að það mun gerast núna. Það er áhyggjuefni að þessi jarðskjálftavirkni skuli vera mjög svipuð og það sem gerðist í Júlí 2011. Eldgosið í Júlí 2011 var lítið og komst ekki upp úr Mýrdalsjökli.

Stærðir jarðskjálfta sem hafa orðið hingað til eru með stærðina Mw3,8 og síðan jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (16-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,8 en síðan hafa komið tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Ég veit ekki hvort að stærsti jarðskjálftinn fannst í byggð.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu ásamt rauðum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Þetta er ofan á Mýrdalsjökli
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar ég skrifa þessa grein og staðan gæti breyst mjög hratt og án nokkurs fyrirvara. Þetta gæti verið venjuleg jarðskjálftahrina og ekkert meira gæti gerst. Þessi gerð af jarðskjálftahrinum er mjög algeng í Kötlu og því veit ég ekki hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Kötlu.

Jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey

Í gær (12-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey. Þetta er á sama svæði og jarðskjálftahrina varð fyrir nokkrum vikum síðan. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina Mw3,5. Það er möguleiki á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist í nálægum byggðum.

Rauðir punktar austan og sunnan við Grímsey. Tvær grænar stjörnur á sama svæði sýna stærstu jarðskjálftana
Jarðskjálftahrinan sunnan og austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er oft mjög mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gerist oft þarna að jarðskjálftavirknin aukist. Það gerist einnig mjög oft að jarðskjálftavirknin einfaldlega stöðvast. Hvað gerist verður bara að koma í ljós.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (12-Október-2022) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Krýsuvík-Trölladyngja. Í kjölfarið komu fram minni jarðskjálftar. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga sér stað vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjall og það bendir sterklega til þess að þenslan í Fagradalsfjalli sé að ná brotamörkum á ný. Það er ekki von á eldgosi frá eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Ásamt nokkrum rauðum punktum í kringum grænu stjörnuna. Ásamt fleiri punktum víðsvegar um Reykjanesskaga af jarðskjálftum af mismunandi aldri
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að mjög líklega sé sterkari jarðskjálftavirkni á leiðinni. Það er samt ekki hægt að segja til um það hvenær slík jarðskjálftavirkni mundi hefjast. Þetta hefur verið munstrið síðustu mánuði. Jarðskjálftavirknin hefst með þessum og einn daginn þá hefst mjög stór jarðskjálftahrina á þessu svæði. Hvað gerist núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.

Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Kröftug jarðskjálftahrina á jaðri Reykjaneshryggs

Jarðskjálftavirknin er um 1330 km frá Reykjavík og í Norður Atlantshafi. Hvað er að gerast þarna er óljóst en þetta er mjög líklega jarðskjálftahrina áður en eldgos hefst eða jarðskjálftahrina sem hófst í kjölfarið á eldgosi þarna. Sjávardýpi þarna er í kringum 3 til 4 km sem þýðir að ekkert mun sjást á yfirborði sjávar.

Earthquake Zoom - LAT: 50 - 60 ; LON: -44 -34 ; Rauðir punktar sýna nýjustu jarðskjálftana og appelsínugulir punktar sýna jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana
Jarðskjálftavirknin á jaðri Reykjaneshryggs. Skjáskot af vefsíðu ESMC.

Það hafa mælst 61 jarðskjálfti síðan 26-September-2022 þegar þessi virkni hófst. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw5,7 en það hafa einnig orðið nokkrir jarðskjálftar með stærðina Mw5,0. Vegna þess hversu fjarlægt þetta svæði og langt frá mælanetum. Þá koma aðeins stærstu jarðskjálftarnir fram. Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftahrinunni hérna á vefsíðu ESMC.

Staðan í jarðskjálftahrinunni austan við Grímsey (12-September-2022)

Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni austan við Grímsey.

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 8-September-2022 heldur áfram. Yfir 6000 jarðskjálftar hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftar síðustu daga hafa náð stærðinni Mw4,2 og hafa fundist yfir stórt svæði. Fólk sem á heima í Grímsey og ferðamenn sem eru þar finna mjög vel fyrir þessari jarðskjálftahrinu.

Grænar stjörnur í línu frá norðri til suður austan við Grímsey. Fullt af rauðum punktum í sömu línu sem sína minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði. Það gæti breyst án viðvörunar en er ólíklegt engu að síður, en ég veit ekki hversu líklegt eldgos er á þessu svæði þar sem það eru ekki nein góð gögn um þetta svæði þar sem það er undir sjó. Það eru einnig ekki neinar augljósar breytingar á GPS mælum á svæðinu. Það er mjög líklega eingöngu jarðskjálftahrina en það útilokar ekki að þarna geti orðið jarðskjálfti með stærðina 6 til 7 án viðvörunar, þar sem hættan á slíkum jarðskjálfta er mjög mikil.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu (upplýsingar í fyrri grein eða á síðunni styrkir hérna fyrir ofan) eða með því að nota PayPal takkann. Styrkir hjálpa mér að komast af yfir mánuðinn. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 austur af Grímsey

Í nótt (8-September-2022) klukkan 04:01 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 austur af Grímsey. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði á norðausturlandi. Það hafa orðið meira en 22 jarðskjálftar sem hafa verið stærri en Mw3,0 síðan jarðskjálftahrinan hófst. Það hafa mælst yfir 700 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og það þýðir að jarðskjálftum mun fjölga og það er hætta á stærri jarðskjálftum.

Fullt af grænum stjörnum austan við Grímsey auk rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálfta. Grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3 að stærð. Talsvert af appelsínugulum punktum einnig
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna er eldstöð en ég sé ekki nein merki þess að eitthvað sé að gerast þar. Þarna verða jarðskjálftahrinur á 2 til 3 ára fresti en það er mun lengra milli mjög stórra jarðskjálfta sem eru með stærðina 6 til 7 en slíkir jarðskjálftar gerast.

Styrkir

Þeir sem vilja og geta, þá er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með því að nota þessar hérna bankaupplýsingar eða með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Þetta hjálpar mér að komast af yfir mánuðinn og fá smá borgað fyrir mína vinnu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Bankaupplýsingar

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli

Í dag (06-September-2022) klukkan 13:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í brún öskjunnar í Torfajökli.

Græn stjarna í brún Torfajökuls og nokkrir appelsínugulir punktar þar undir
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Torfajökli hefur verið virkt á undanförnum árum. Virknin á þessu svæði fer upp og niður og hefur í langan tíma verið mjög rólegt þarna. Hvað er að gerast þarna er óljóst, þar sem ég sé ekki nein augljós merki þess að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli. Eldgos í Torfajökli eru ekki hraungos, þar sem kvikan þarna er ísúr eða súr þegar eldgos verða [gerðir kviku á Wikipedia]. Það kemur af stað öskugosi þegar eldgos verða. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og þá hófst það eldgos mjög líklega vegna kvikuinnskots frá Bárðarbungu inn í eldstöðina Torfajökull.

Styrkir

Þeir sem geta og vilja. Þá er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inn á mig með banka millifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það er hægt að sjá í eldri grein á þessari vefsíðu um lélega fjárhagslega stöðu mína. Takk fyrir aðstoðina. 🙂

Bankaupplýsingar

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 suð-vestur af Keili

Í nótt (6-September-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 rétt um 1,2 km suður-vestur af Keili. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,1 km. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það voru allt saman minni jarðskjálftar.

Græn stjarna nærri Keili á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar. Ásamt bláum punktum sem sína minni jarðskjálfta í átt að Fagradalsfjalli
Jarðskjálftavirkni við Keili og Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin sem varð þarna í nótt bendir sterklega til þess að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á þessu svæði eftir eldgosið sem hófst í kjölfarið á jarðskjálftavirkni í Júlí – Ágúst. Hvort að það verður eldgos núna er ekki hægt að segja til um. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Það hefur verið stöðug smáskjálftavirkni á Reykjanesskaga þegar eldgosatímabilið hófst á Reykjanesskaga árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur. Eins og ég nefndi í sérstökum pósti. Þá hjálpa styrkir mér mjög mikið og þökk sé þeim, þá get ég borgað óvæntan símareikning sem ég fékk núna. Þar sem ég hef meiriháttar vandamál núna í September með peninga og komast af yfir mánuðinn. Ég þakka stuðninginn. 🙂