Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Ég biðst afsökunar á því hversu langt er á milli færslna hjá mér. Ég hef verið að hvíla mig eftir vinnutörn sem ég var í (slátursvertíð). Einnig sem það hefur verið mjög rólegt á Íslandi síðustu daga.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu heldur áfram við norð-austur brún eldstöðvarinnar. Þetta eru að mesti leiti mjög litlir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina. Samkvæmt Veðurstofunni þá er um að ræða sig í eldfjallinu sem hefur haldið áfram þó svo að eldgosinu í Holuhrauni sé lokið. Það er mitt mat að mat Veðurstofunnar á þessu sigi sé rétt, þó með einni undantekningu. Það er mín skoðun að þrýstingur kviku sé farinn að aukast í Bárðarbungu á ný, miðað við nýjustu gögn þá er hugsanlegt að þetta sé að eiga sér stað á mun meira dýpi en ég fyrst taldi.

151114_1810
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sunnan við Bárðarbungu í eldstöð sem kallast Hamarinn er háhitasvæði sem kallast Skaftárkatlar. Það virðist sem að það jarðhitasvæði sé að stækka og ástæðan fyrir því er líklega sú að þarna sé aukin kvika í eldstöðinni, sem í leiðinni er að hita upp jarðhitasvæði sem eru þarna til staðar. Það er mjög erfitt að vera nákvæmlega viss á þessu, þar sem allt svæðið er undir jökli. Aukinn jarðhiti bendir til þess að eldstöðin sé að hita upp fyrir eldgos, þó eru þekkt dæmi þar sem eldstöð hefur aukið jarðhitann án þess að það valdi eldgosi. Það er vonlaust að vita hvort að þessi breyting muni valda eldgosi í Hamrinum. Það er mín skoðun að síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí-2011 og stóð það yfir í rúmlega 8 klukkutíma með hléum, það eldgos var mjög lítið að stærð og náði ekki upp úr jöklinum.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (4-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,1 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að þrýstingur kviku inní Bárðarbungu sé aftur farinn að aukast. Hvort eða hvenær það fer að gjósa aftur er eitthvað sem ekki er hægt að spá til um.

151104_2150
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi gerð af jarðskjálftavirkni muni halda áfram í Bárðarbungu fram að næsta eldgosi, sem er ekki hægt að segja til um hvenær eða hvar verður. Rekhrinan sem er hafin á þessu svæði er ekki lokið og það eru nokkur ár þangað til að þeirri hrinu líkur.

Jarðskjálftavirkni á Íslandi milli viku 42 – 44

Vegna vinnu hef ég ekki getað skrifað mikið hingað inn á síðustu vikum. Þar sem slátursvertíðinni er hinsvegar lokið, þá get ég farið að skrifa hingað inn eins og venjulega. Ég bendi fólki á að styrkja mína vinnu ef það getur með PayPal takkanum, beinum styrkjum eða með því að nota Amazon auglýsinganar ef það verslar af Amazon.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Fyrir nokkru síðan varð jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þetta var lítil jarðskjálftahrina sem fannst á nálægum þéttbýlisstöðum. Enginn jarðskjálfti náði stærðinni 3,0 í þessari hrinu (eftir því sem ég man).

151021_2020
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu þann 21-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið (TFZ)

Þann 30-Október-2015 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 og tveir aðrir jarðskjálftar sem voru með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

151030_2020
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu þann 30-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur óskyld jarðskjálftahrina sést þarna suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og enginn jarðskjálfti þar náði stærðinni 3,0.

Bárðarbunga

Jarðskjálftavirkni er aðeins farin að aukast aftur í Bárðarbungu. Það eru farnir að koma fram jarðskjálftar með stærðina 3,0 reglulega núna. Að jafnaði á einnar viku fresti. Það bendir til þess að þrýstingur sé aftur farinn að aukast inní eldstöðinni. Þó er líklegt að eitthvað sé í næsta eldgos í Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast í Tungnafellsjökli. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú staðreynd er að kvikuþrýstingur heldur áfram að aukast inní eldstöðinni. Þó er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað, eða hvenær það muni hugsanlega gjósa.

151102_1635
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eystri Skaftárkatlar

Eftir stærsta skaftárflóð síðan mælingar hófst. Nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sýna að eystri skaftárketillinn hefur stækkað og þá væntanlega vegna aukins jarðhita á svæðinu. Nýlega var flogið yfir eystri skaftárketillinn og hægt er að sjá það myndband hérna (Facebook).

Annað

Ég hef örugglega gleymt að skrifa annað sem hefur gerst á Íslandi á síðustu vikum. Það verður bara að hafa það.

Yfirlit yfir virkni á Íslandi í viku 41

Vika 41 var mjög róleg á Íslandi miðað við síðustu tvær vikur á Íslandi. Hérna er yfirlit yfir það sem var að gerast á Íslandi.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Stöðug jarðskjálftavirkni hefur verið á suðurlandsbrotabeltinu síðustu viku og undanfarnar vikur. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hefur komið fram hafa verið stórir og flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa orðið eru minni en 1,0 að stærð. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu náði stærðinni 2,5.

151011_1755
Jarðskjálftavirknin á Suðurlandsbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Það er rólegt í Bárðarbungu að mestu leiti þessa dagana. Jarðskjálftahrinur eiga sér ennþá stað á þessum sömu stöðum og hafa verið virkir undanfarnar vikur. Áhugaverðasti jarðskjálftinn í þessari viku varð í Trölladyngju, stærð þessa jarðskjálfta var eingöngu 0,7 en dýpið var 26,2 km.

151008_2140
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Herðubreið

Í vikunni hefur verið jarðskjálftavirkni í Herðbreið. Þarna hafa ekki orðið neinir stórir jarðskjálftar ennþá, þarna geta hinsvegar orðið jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þetta er skrifað.

151011_1815
Jarðskjálftavirkni í Herðubreið og Herðubreiðarfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjaneshryggur

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 átti sér stað djúpt á Reykjaneshrygg þessa vikuna. Þessi jarðskjálfti fannst ekki enda langt frá landi og hugsanlega urðu tveir jarðskjálftar á þessu svæði án þess að þeir mældust. Jarðskjálftamælirinn minn sýnir tvo jarðskjálfta með klukkutíma millibili á svipðum tíma og þessi jarðskjálfti átti sér stað.

151008_2040
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálfti með stærðina 3,0 átti sér einnig stað rúmlega 200 km frá strönd Reykjanesskaga eða rúmlega 154 km suður af Eldeyjarboða. Staðsetning þess jarðskjálfta var léleg vegna fjarlægðar frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands.

Skaftárhlaup og önnur virkni

Ég hef ekki tíma til þess að skrifa langa grein núna

Skaftárhlaup er að mestu lokið eins og hefur komið fram í fréttum. Flóðið er ennþá í gangi þó svo að mjög hafi dregið úr því eins og komið hefur fram í fréttum. Hægt er að sjá myndir af því tjóni sem flóðið hefur valdið á einni brú hérna (Vísir.is). Hægt er að fá upplýsingar um vatnsmagn flóðsins hérna (mbl.is)

Bárðarbunga

Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu. Það er ekki ljós hversu mikil aukning á virkni á sér stað þarna. Líklegt er að kvika sé búin að streyma í það miklu magni inn í eldstöðina að þrýstingur er aftur farinn að aukast. Þó hugsanlegt sé að ennþá sé langt í eldgos. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram í þessari viku var með stærðina 3,1.

151004_1635
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni við Hveravelli

Fyrr í þessari viku varð jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 (eða í kringum þá stærð, vegna vinnu þá gat ég ekki fylgst almennilega með þessari virkni). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

151003_1200
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vesturlands brotabeltið (WFZ)

Í gær (04-Október-2015) hófst jarðskjálftahrina á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað en mér sýnist að hún eigi sé að eiga sér stað í kulnaðri eldstöð sem er þarna á svæðinu. Það er hætta á því að jarðskjálftahrinan þarna vari í lengri tíma, þar sem jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir á þessu. Jarðskjálftahrina á þessu svæði gæti varað í vikur til mánuði hið lengsta ef mikil spenna er í jarðskorpunni. Þó er hugsanlegt að jarðskjálftavirkni þarna hætti eftir nokkra daga.

151004_1520
Jarðskjálftavirkni á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig hætta á stærri jarðskjálftum á þessu svæði ef mikil hreyfing fer af stað þarna. Ég þekki ekki sögu þessa svæðis varðandi það atriði.

Aukin virkni í Tungnafellsjökli

Ég hef ekki tíma til þess að skrifa mjög langa grein um virknina í Tungnafellsjökli. Það kemur til vegna vinnu og skóla á morgun hjá mér.

Í gær (23-September-2015) varð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Stærsti jarðskjálfinn var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Flestir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa verið minni að stærð. Þeir jarðskjálftar sem sjást á jarðskjálftamælinum mínum virðast sumir vera lágtíðni jarðskjálftar. Það bendir til þess að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum, frekar en spennubreytingar í jarðskorpunni.

150923_2255
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er viðhorf Veðurstofu Íslands að þessi jarðskjálftavirkni sé vegna spennubreytinga í jarðskorpunni vegna eldgossins í Bárðarbungu. Það mat er rétt, það sem hinsvegar flækir myndina umtalsvert meira er sú kvika og sú kvikusöfnun sem á sér núna stað í Tungnafellsjökli og er einnig að valda jarðskjálftum í eldstöðinni. Engin skráð eldgos hafa komið frá Tungnafellsjökli á sögulegum tíma. Þannig að ekki er hægt að segja til um hegðun Tungnafellsjökuls áður en eldgos hefst. Hvort að þessi kvikusöfnun leiðir til eldgoss er spurning sem ekki er hægt að svara.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (22-September-2015) var jarðskjálftavirkni í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 og var á dýpinu 0,1 km. Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru lágtíðini jarðskjálftar eftir því sem mér sýndist á jarðskjálftamælunum mínum í lágri upplausn. Aðrir jarðskjálftar voru minni í þessari jarðskjálftahrinu.

150922_2015
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í síðustu viku varð jarðskjálftahrina í Kötlu á dýpinu 15 – 24 km (í kringum það). Ég skrifaði ekki um þá jarðskjálftahrinu en ég fylgist með, en þessi jarðskjálftavirkni þróaðist ekki útí neitt áhugavert eða hættulegt. Þess vegna skrifaði ég ekki um þessa jarðskjálftahrinu þá. Ég veit ekki hvort að þessir atburðir eru tengdir. Hugsanlegt er að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í breytingum á jarðhitakerfi Kötlu, einnig er hugsanlegt að um sér að ræða hefðbundna virkni í eldstöðinni. Eins og staðan er núna þá er ekki að sjá neinar breytingar í Kötlu.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (21-September-2015) hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið var með stærðina 3,5 og aðrir jarðskjálftar sem þarna hafa orðið verið minni að stærð.

150921_2325
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað gerist þarna, þar sem jarðskjálftahrinur á þessu svæði eiga það til að deyja út hægt og rólega. Þær geta þó aukist einnig á jafn einfaldlegan hátt. Það er vonlaust að vita hvort gerist þarna.

Aukin virkni í Bárðarbungu og Tungnafellsjökli

Ég hef því miður ekki tíma til þess að skrifa langa grein um þessa virkni í Bárðarbungu eða Tungnafellsjökli.

Það sem ég sé núna er að kvika virðist vera að auka þrýsting í Tungnafellsjökli, sem veldur á móti auknum jarðskjálftum í eldstöðinni, stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni 2,9 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Þeir jarðskjálftar sem ég sé á mínum jarðskjálftamælum bera þess merki að kvika hafi búið þá til (lágtíðni jarðskjálftar). Þessa stundina er ég ekki með góða upplausn á þessa jarðskjálfta.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í dag (21-September-2015). Það er ekki alveg ljóst hvort að sú jarðskjálftavirkni stafar útaf innflæði kviku í Bárðarbungu eða útflæði kviku. Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 3,2 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þetta var mjög lítil jarðskjálftavirkni og óvíst hvort að þessi virkni tákni eitthvað.

150921_2235
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli og Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli mun líklega halda áfram og aukast að mínu mati. Ég er ekki viss hvað gerist í Bárðarbungu eins og stendur.

Áhugaverð virkni í Hamrinum (Bárðarbunga) og Tungnafellsjökli

Í gær (11-September-2015) átti sér stað áhugaverð virkin í Hamrinum (sjá undir Bárðarbunga). Hamarinn er eldstöð sem er innan sprungusveims Bárðarbungu. Hamarinn er hugsanlega tengdur eldstöðinni Bárðarbungu en sönnunargöng fyrir því eru mjög veik. Þó benda söguleg gögn til þess að oft gjósi í Hamrinum á svipuðum tíma og í Bárðarbungu. Annað slíkt dæmi er eldstöðin Þórðarhyrna í sprungusvarmi Grímsfjalls.

Sú jarðskjálftahrina sem hófst í Hamrinum byrjaði með litlum jarðskjálfta á 22,3 km dýpi. Nokkrir grunnir jarðskjálftar áttu sér stað á undan þessum jarðskjálfta, en þeir tengjast líklega breytingum í jarðhitakerfi Hamarsins á undan jarðskjálftanum. Þessi staki jarðskjálfti kom af stað hrinu jarðskjálfta á minna dýpi, það bendir til þess að þrýstingur inní eldstöðinni sé orðinn hár, hversu hár er ómögulegt að segja til um, það er einnig ekki hægt að segja til um það hversu nálægt eldgosi eldstöðin er. Miðað við þær vísbendingar sem ég er að sjá núna, þá er útlitið ekki gott að mínu mati. Síðast varð lítið eldgos í Hamrinum í Júlí-2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna, hérna og hérna.

150911_2215
Það svæði sem er núna virkt í Hamrinum. Jökulinn á þessu svæði er í kringum 300 til 400 metra þykkur. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.11.09.2015.at.22.48.utc
Þeir jarðskjálftar sem eiga sér stað í Hamrinum eru lágtíðni jarðskjálftar (grænir og rauðir toppar). Einnig sést óróatoppur á græna bandinu, ég veit ekki afhverju sá órói varð en hann virðist ekki koma fram á bláa og rauða bandinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.11.09.2015.at.22.49.utc
Óróatoppurinn sést ekki á SIL stöðinni í Skrokköldu. Ég er ekki viss um afhverju það er. Jarðskjálftavirkni sést mjög vel. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Virkni í Tungnafellsjökli

Það hefur einnig verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. í gær (11-September-2015) varð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftahrinan hófst á jarðskjálfta á 12,3 km dýpi og varð öll á svipuðu dýpi í kjölfarið. Þetta bendir til þess að kvikuinnskot hafi átt sér stað í dag á þessu svæði. Hvenær slíkt gæti er ekki hægt að spá fyrir um. Það er einnig hugsanlegt að kvika sér á minna dýpi nú þegar vegna þeirrar virkni sem átti sér stað í kringum eldgosið í Bárðarbungu.

150911_2215
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Tungnafellsjökull er fyrir norðan Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 1,9. Þetta var einnig grynnsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar yfirborðsbreytingar í Tungnafellsjökli eftir því sem ég kemst næst. Það verða ekkert alltaf yfirborðsbreytingar í eldstöðvum (hverir og jarðhiti) áður en eldgos hefst.