Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,4 á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (26-Febrúar-2014) klukkan 08:06 og 08:12 urðu jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu með stærðina 3,4. Þessir jarðskjálftar fundust mjög greinilega í Ólafsfirði. Þessi jarðskjálftavirkni hófst á Mánudaginn og er ennþá í gangi þó með hléum.

140226_1505
Jarðskjálftarnir á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mynnieyjafj2014
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í fortíðinni ásamt nýrri jarðskjálftavirkni. Myndin er fengin héðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu er ennþá í gangi þó svo að ekkert hafi gerist síðan í morgun. Ég reikna með frekari virkni á þessu svæði. Það er þó ekki hægt að segja til um það hvenær næstu jarðskjálftar munu eiga sér stað á þessu svæði. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna (og hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands). Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,0 munu sjást á mínum jarðskjálftagröfum svo lengi sem veður er gott og skilyrði almennt góð. Því stærri sem jarðskjálftanir eru því betur munu þeir sjást á mínum jarðskjálftagröfum.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (24-Febrúar-2014) klukkan 06:49 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari er með stærðina 3,0. Þó er þessari jarðskjálfthrinu líklega ekki lokið eins og stendur.

140224_1720
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mitt mat að þessari jarðskjálftahrinu er ekki lokið. Þar sem þetta virðist vera framhald af jarðskjálftahrinunni sem hófst í Október-2012. Það er erfitt að segja til um það hvenær næstu jarðskjálftar yrðu, þar sem það geta komið löng tímabil þar sem ekkert gerist í þessari jarðskjálftahrinu. Það er ekki vitað afhverju þetta brotabelti hagar sér með þessum hætti. Hægt er að fylgjast með þessari jarðskjálftahrinu hérna á vefsíðu hjá mér sem er með jarðskjálftamælana. Jarðskjálftagröfin eru uppfærð á fimm mínútu fresti.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu tvo daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni 1,0 eins og er.

140217_1150
Jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar þekkt í sögunni að eldgos geta átt sér stað snemma í Kötlu. Samkvæmt heimildum þá var eldgos í Maí árið 1721 og varði það eldgos fram í Október sama ár (+- 45 dagar). Það er ekki vitað til þess að eldgos í Kötlu hafi átt sér stað, það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkt vegna skorts á heimildum frá fyrri eldgosum.

Styrkir: Ef fólk getur styrkt mína vinnu þá er það vel þegið. Það er hægt að styrkja mig beint hérna eða með því að nota Paypal takkann hérna til hliðar. Staðan er orðin sú að ég er mjög blankur eins og er og restin af mánuðinum verður mjög erfið fái ég ekki neina styrki. Ég hef einnig gefið út mína fyrstu smásögu sem hægt er að lesa hérna á Kobo. Smásagan kostar $6,99 + íslenskur vaskur (VSK) ef einhver er. Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (16-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessar jarðskjáfthrinur eiga sér stað þegar Orkuveita Reykjavíkur dælir niður vatni niður í jarðskorpuna. Þessi niðurdæling veldur jarðskjálftahrinum á svæðinu og þessar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað í flest ef ekki öll þau skipti sem niðurdæling á vatni á sér stað þarna.

140217_1110
Jarðskjálftahrina í Henglinum í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þegar vatni er dælt niður í jörðina stöðvast yfirleitt um leið og niðurdælingu vatns er lokið, eða mjög fljótlega eftir það. Eins og stendur er þessi niðurdæling á vatni eingöngu að valda minniháttar jarðskjálftum á svæðinu.

Styrkir: Fólk getur styrkt vinnu mína hérna með því að nota „Donate“ takkann hérna til hliðar eða fara eftir þeim upplýsingum sem er að finna hérna. Einnig sem hægt er að kaupa smásögu sem ég var að gefa út hérna fyrir $6,99 (+ íslenskur VSK ef það á við). Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina hjá Geysi og í Langjökli (syðri hlutanum)

Í gær (05-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina norður af Geysi og síðan í suðurhluta Langjökuls í eldstöð sem er kennd við Presthnjúka. Enginn jarðskjálfti í þessari hrinu fór yfir stæðina 2,6. Stærstu jarðskjálftanir sáust á mælanetinu hjá mér og er hægt að sjá þá hérna (í nokkra klukkutíma í viðbót þegar þetta er skrifað).

140206_1100
Jarðskjálftahrinan í Langjökli og síðan norðan við Geysi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa smáhrinu þá er mjög rólegt á Íslandi í jarðskjálftum og þetta er rólegasta tímabil á Íslandi síðustu fimm árin eftir því því sem ég kemst næst.

Styrkir: Þessi vefsíða er án auglýsinga og því þarf ég að treysta á styrki til þess hafa tekjur af minni vinnu. Ég þakka stuðninginn.

Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg þann 10-Janúar-2014

Ég afsaka hvað þessi póstur kemur seint inn. Ég hef verið að fást við meira en eitt tölvuvandamál hjá mér. Nánar um seinna tölvuvandamálið í sérstökum pósti.

Þann 10-Janúar-2014 urðu þrír jarðskjálftar á Reykjaneshrygg. Stærðir þessara jarðskjálfta voru 3,1 og 3,5. Þriðji jarðskjálftinn var minni með stærðina 2,5.

140110_1700
Tveir jarðskjálftar á Reykjaneshrygg þann 10-Janúar-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar voru brotaskjálftar á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að þeir eigi upptök sín í kviku á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina nærri Grindavík

Styrkir: Þar sem að þetta er núna auglýsingalaus vefsíða. Þá verð ég að óska eftir styrkjum til þess halda þessari vefsíðu gangandi. Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna.

Í dag (7-Janúar-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 á Reykjanesinu ekki langt frá Grindavík. Þarna hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni undanfarnar tvær vikur á þessu sama svæði.

140107_1335
Jarðskjálftinn á Reykjanesinu nærri Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þó hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði næstu daga. Þó er líklegast að enginn þeirra muni fara yfir stærðina 3,0.

Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Í gær (6-Janúar-2014) hófst jarðskjálftahrina á Hveravöllum. Sem stendur er þetta mjög lítil jarðskjálfta og hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2,0 ennþá.

140107_0115
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt óróaplottinu á nærliggjandi SIL stöð Veðurstofu Íslands þá eiga sér stað þarna fleiri jarðskjálftar en koma fram á kortum Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru ekki nógu stórir til þess að mælast á öðrum SIL stöðvum sem Veðurstofa Íslands er með.

hve.svd.07-Januar-2014.01.22.utc
Óróaplott frá SIL stöðinni nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni haldi eitthvað á fram. Hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni aukast er erfitt að segja til um á þessari stundu.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Styrkir: Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar til þess að gera það hérna. Ég hef bara örorkubætur til þess að lifa af og örorkubætur eru ekki mjög háar í dag og er ég mjög blankur vegna þess. Sem betur fer er skiptagengið á milli ISK og DKK að lagast þessa dagana og ég vona að það haldi áfram. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna.

Í gær (31-Desember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,5 og dýpið var í kringum 5 km.

140101_1500
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan varð nærri fjalli sem heitir Fagradalsfjall og er þarna á svæðinu. Ég er ekki viss hvernig fjall þetta er. Hvort að þetta er gosgígur eða einhver önnur gerð af fjalli sem þarna er að finna. Frekari upplýsingar um þessa jarðskjálftahrinu er að finna á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina kemur til vegna niðurdælingar vatns hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

131214_1815
Jarðskjálftahrinan í Henglinum núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,4. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norður af Kolbeinsey

Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni norðan við Kolbeinsey. Í vikunni urðu jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,1. Ég er því miður ekki með neinar myndir af þessari virkni, þar sem ég var að ferðast þegar hún átti sér stað.

Jarðskjálftagröf uppfærast ekki ennþá

Vegna óþekktar bilunar heima hjá mér. Þá uppfærast jarðskjálftagröfin hjá mér ekki ennþá. Ég veit ekki hvað bilaði og það verða nokkrar vikur þangað til að ég kemst að því. Samkvæmt rafmagnsnotkun heima hjá mér þá hefur verið slökkt á einhverju eða eitthvað dottið úr notkun (Ég veit hver notkunin er miðað við fjölda tækja í gangi á þessari stundu). Ég veit ekki hvaða tæki fór úr notkun eða afhverju það gerðist, ég mun hinsvegar komast að því eftir nokkrar vikur þegar ég fer aftur heim til mín. Þangað til munu myndirnar á jarðskjálftagröfunum mínum ekki uppfærast. Alþjóðlegu jarðskjálftagröfin eru hinsvegar í lagi (að mestu) og uppfærast, enda eru þetta stöðvar sem eru ekki undir minni stjórn og hefur því bilunin heima hjá mér engin áhrif á þær.

Styrkir

Eins og svo mörg verkefni á internetinu þá treysti ég á styrki til þess að geta haldið vinnu minni áfram hérna. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal, en þá verður að nota „Send Money“ möguleikann til þess að styrkja mig. Einnig er að hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig, bankaupplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir slíka styrki er að finna hérna. Ég þakka fyrir stuðninginn.