Í dag (16-Maí-2014) klukkan 14:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Í kringum 20 eftirskjálftar komu í kjölfarið á aðal jarðskjálftanum, eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftahrinur eru algengir í Bárðarbungu.
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC Leyfi síðunni.
Stærsti eftirskjálftinn samkvæmt sjálfvirkri úrvinnslu hafði stærðina 2,6 en samkvæmt yfirförnum niðurstöðum þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,5. Þær niðurstöður gætu hinsvegar breyst þegar farið er frekar yfir þær á næstu dögum. Búast má við frekari jarðskjálftum á þessu svæði og að þarna verði jafnvel að þarna verði jarðskjálftar sem verða jafnvel stærri en sá sem varð í dag.
Styrkir: Ég minni fólk að styrkja mig ef það getur. Það hjálpar mér við að halda úr þessari vefsíðu ásamt fleiru (ekkert er ókeypis). Nánari upplýsingar hérna. Ef fólk er að kaupa frá Amazon og gerir það í gegnum mig þá fæ ég frá 5% til 10% af söluverðinu í tekjur af hverri sölu. Takk fyrir stuðninginn.