Ný jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Þann 20-Maí-2014 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina var frekar lítil og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,8 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands.

140521_2220
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist stafa af kvikuinnskoti í Bárðarbungu. Það er ekki víst að þessi jarðskjálftavirkni muni valda eldgosi í Bárðarbungu og þessi virkni þýðir ekki að þarna sé að fara gjósa. Reikna má með frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á næstu dögum og vikum.