Tveir sterkir jarðskjálftar í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (25-Mars 2020) urðu tveir sterkir jarðskjálftar í eldstöðinni Reykjanes. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og stærðina Mw3,9. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en það er áframhaldandi virkni á þessu svæði en virknin þarna kemur fram í hrinum og það eru engin merki um að farið sé að draga úr virkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þensla heldur áfram á svæðinu í kringum Grindavík þó svo að umrædd þensla sé minni en sú þensla sem var í gangi í upphafi Janúar. Það útskýrir jarðskjálftavirknina á svæðinu undanfarið. Jarðskjálftavirkni kemur fram í hrinum og er rólegt á milli jarðskjálftahrina. Það virðist vera að verða styttra á milli hrina og jarðskjálftar eru að verða stærri, það er ekki alveg ljóst afhverju það er.

Aukning í jarðskjálftum við Þorbjörn (Reykjanes eldstöðin)

Þann 19-Mars 2020 varð jarðskjálftahrina norðan við Grindavík (Þorbjörn) í eldstöðinni Reykjanes. Í þessari jarðskjálftahrinu urðu nokkur hundruð jarðskjálftar og stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0, Mw3,2 og Mw3,3 og þarna varð talsvert af jarðskjálftum á mjög grunnu dýpi og það er ekki almennilega þekkt afhverju það er að eiga sér stað núna. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið núna en jarðskjálftavirknin sem þarna verður kemur í hrinum og það er mismunandi milli hrina hversu stórar og langar þær eru.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þensla heldur áfram á þessu svæði og það veldur jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það sem virðist vera að gerast núna er að meiri virkni á sér stað yfir stærra svæði. Þegar þessi grein er skrifuð eru ekki nein merki þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið.

Jarðskjálftamælar

Ég er búinn að koma jarðskjálftamælunum mínum aftur í gang eftir talsverðar bilanir undanfarið. Ég þurfti að færa hugbúnaðinn (stýrikerfið) frá Windows yfir í Debian Linux þar sem Windows 10 einfaldlega virkar ekki nógu vel fyrir þann hugbúnað sem ég er að nota. Stefnan er að færa aðal tölvuna yfir á Debian Linux en ég veit ekki hvenær sá flutningur getur orðið vegna gagna sem þarf að flytja á milli (ásamt öðrum vandamálum sem ég þarf að leysa áður en þetta er mögulegt). Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum hérna.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (18-Mars 2020) klukkan 10:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti varð upphafið af jarðskjálftahrinu á þessu svæði og er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er aftur farin að aukast á þessu svæði á Reykjanesskaga en þensla á þessu svæði er byrjuð aftur en minni en áður. Það gæti breyst eftir því sem tíminn líður. Ég náði ekki að mæla þennan jarðskjálfta þar sem jarðskjálftamælanetið mitt er bilað en ég hef verið að reyna að gera við það síðustu daga en Microsoft hefur slökkt á þeim möguleika að nota Windows XP og Windows Vista. Ég er að vinna að lausn á þessu vandamáli en það tekur bara smá tíma að koma þeirri lausn í gagnið.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Ég er mjög blankur núna í seinni hlutann í Mars. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Ég afsaka skort á greinum undanfarið en ég hef verið að flytja og það tekur bæði tíma og mikla orku að flytja og taka upp úr kössum. Ég hef tímabundið gert við jarðskjálftamælinn á Hvammstanga og er hægt að sjá það sem hann mælir hérna.

Almennt yfirlit um stöðina í eldstöðinni Reykjanes

Það hefur almennt ekki orðið mjög mikil breyting á virkni í eldstöðinni Reykjanes undanfarnar vikur. Jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti stöðvast norð-austan við Grindavík á sama tíma og þensla hætti á þessu svæði en þenslan er núna í um 55mm samkvæmt nýjustu GPS mælingum. Jarðskjálftavirkni heldur áfram á þessu svæði. Það virðist sem að stórir jarðskjálftar verði núna í vestari hluta þess svæðis sem er núna virkt. Á sama tíma hefur virknin róast á austari hluta þessa svæðis sem er núna virkt. Stærsti jarðskjálftinn á Miðvikudaginn var með stærðina Mw3,4. Það er hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi þegar þessi grein er skrifuð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessar upplýsingar gætu orðið úreltar á mjög skömmum tíma ef eitthvað gerist á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni gæti verið að aukast aftur við Grindavík en það er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (17. Febrúar 2020) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes sem er staðsett vestan við Þorbjörn sem er við Grindavík. Megnið af þessari jarðskjálftavirkni er mjög litlir jarðskjálftar og stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina Mw2,8. Fleiri en 160 jarðskjálftar hafa átt sér stað í dag. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi á þessu svæði og þessi tala mun því breytast hratt.


Jarðskjálftavirknin við eldstöðina Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þensla heldur áfram á þessu svæði og sérstaklega við Þorbjörn þar sem þenslan er orðin meiri en 60mm en ég hef ekki góða hugmynd um það hversu mikil þensla er á þessu svæði núna.

Myndir af virka svæðinu á Reykjanesi

Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók af virka svæðinu á Reykjanesi í dag (17. Febrúar 2020). Ég náði því miður ekkert mjög mörgum myndum þar sem það var kalt og hvasst á þessu svæði í dag. Allar myndir eru eftir mig.


Reykjanesið og Atlantshafið. Höfundarréttur Jón Frímann Jónsson


Kletturinn við ströndina. Höfundarréttur Jón Frímann Jónsson


Eldey í fjarska. Höfundarréttur Jón Frímann Jónsson


Gunnuhver á Reykjanesi. Höfundarréttur Jón Frímann Jónsson

Hægt er að sjá fleiri myndir og myndband á Instagram hjá mér hérna.

Jarðskjálftavirkni hefst í eldstöðinni Reykjarnes (vestan við Grindavík)

Í gær (14. Febrúar 2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 vestur af Grindavík. Þetta er bara einn af mörgum jarðskjálftum á þessu svæði sem hafa orðið undanfarið. Jarðskjálftavirkni þarna er núna orðin stöðug og sýnir ekki nein merki um að fara að stöðvast. Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftum í eldstöð sem heitir Reykjanes (langt vestur af Grindavík). Fjallið Þorbjörn er ofan á annari eldstöð. Það virðist sem að báðar eldstöðvar á þessu svæði séu að verða virkar og það er ekki gott.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík. Það sést vel hvernig jarðskjálftavirknin sem tengist eldstöðvum er alltaf Suður-vestur til Norð-austur. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan í dag er mjög flókin og þar sem þetta fór ekki þá leið að gjósa strax þá mun þetta ferli taka marga mánuði. Það hefur aðeins dregið úr þenslu á þessu svæði á sama tíma og aukning hefur verið í jarðskjálftavirkni. Það að eldstöðin Reykjanes (vestan við Grindavík) er einnig orðin virk flækir málið ennþá meira þar sem eldgos þar yrðu að mestu leiti úti í sjó og það mun þýða öskugos til lengri eða styttri tíma.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 norð-vestur af Grindavík

Í dag (11-Febrúar-2020) klukkan 18:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 norð-vestan við Grindavík í eldstöðvarkerfinu Reykjanes. Annar jarðskjálfti varð á sama svæði með stærðina Mw2,6.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er stöðug jarðskjálftavirkni á þessu svæði en þessi jarðskjálftavirkni er í formi lítilla jarðskjálfta og kemur það mér ekki á óvart að svo sé. Sá jarðskjálfti sem varð í dag er á nýju svæði varðandi þetta innskot og þenslu kviku á þessu svæði.

Grein á röngum stað

Af einhverjum ástæðum þá tókst mér að ruglast á vefsíðum og greinin um jarðskjálftann í Henglinum var á vitlausri vefsíðu. Ég hef lagað það núna.

Staðan á Reykjanesi þann 4. Febrúar 2020

Í gær (4. Febrúar 2020) varð ekki nein stór breyting á jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Það hafa að mestu leiti komið fram litlir jarðskjálftar og það urðu um 100 jarðskjálftar í gær en þeir voru allir litir að stærð. Það sjást ekki nein merki um það að kvikan sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið samkvæmt nálægum SIL jarðskjálftamælum. Þenslan er í kringum 55mm til 60mm samkvæmt nýjustu fréttum. Eina breytingin sem ég merki er örlítil færsla á jarðskjálftum til norð-austurs frá því sem var en það hefur ekki orðið nein breyting á jarðskjálftavirkni á suður-vestur enda þessar jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirknin í gær (4. Febrúar 2020) á Reykjanesinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þetta verði langt ferli áður en eldgos verður. Það er langt síðan eldgos varð þarna (en ekki langur tími í jarðfræðisögunni) á þessu svæði. Það tekur einnig kvikuna tíma til þess að verða nægjanlega mikil svo að eldgos geti hafist og ég tel að því stigi hafi ekki ennþá verið náð svo að eldgos geti hafist á þessu svæði.

Á meðan það eru engar stórar breytingar á þessu svæði þá ætla ég að fækka aðeins greinunum. Þar sem það er ekkert gott að skrifa mjög margar greinar um sama svæðið ef ekkert mikið er að gerast. Ég þekki það af reynslu eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til 2015.

Styrkir

Það er hægt að styrkja þessa vinnu mína með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Hægt er að senda mér tölvupóst ef fólk vill millifæra á mig beint. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Flutningur til Íslands

Í næstu viku flyt ég aftur til Íslands (flutningstímabilið er 14 til 18 Febrúar) og þá verður aðeins færra um uppfærslur á þessari vefsíðu vegna þess. Ég mun reyna að uppfæra eins fljótt og hægt er ef eitthvað gerist. Hefðbundnar uppfærslur hefjast um leið og ég er kominn með búslóðina mína aftur í upphafi Mars og á sama tíma mun ég laga jarðskjálftamælana hjá mér og því munu uppfærslur á jarðskjálftum og skráning þeirra hefjast aftur hjá mér á sama tíma. Þá get ég farið að gefa upplýsingar um þá jarðskjálfta sem verða í frekari atriðum ég get núna í dag.

Staðan á jarðskjálftavirkninni við Grindavík þann 3. Febrúar 2020

Í gær (2. Febrúar 2020) þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 klukkan 19:04 rétt utan við Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum svæðum eins og allir jarðskjálftar af þessari stærð sem verða þarna. Í dag (3. Febrúar 2020) hefur að mestu leiti verið rólegt og ekki mikið um stóra jarðskjálfta á svæðinu í kringum Þorbjörn. Sú eldstöð sem er núna virk heitir Reykjanes og þar sem núna eru jarðskjálftar er önnur eldstöð af tveim í þessu kerfi. Fyrri eldstöðin er að mestu leiti öll úti í sjó og er hugsanlega einnig virk en ekki en staðan á þeirri eldstöð er óþekkt. Síðan klukkan 10:00 hafa verið litlir jarðskjálftar að eiga sér stað en um klukkan 18:00 fór jarðskjálftavirknin að aukast aftur og er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Þenslan stendur núna í 50mm til 55mm.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Fjöldi jarðskjálfta við Grindavík í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist ekki vera nein breyting á virkni á þessu svæði í dag og síðan þessi virkni og þensla hófst þann 21. Janúar 2020. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram á þessu svæði þangað til að þessi þensla stoppar eða þegar eldgos verður. Ég get ekki sagt til um hvað mun gerast á þessu svæði.

Staðan á jarðskjálftavirkni við Grindavík þann 2. Febrúar 2020

Styrkir
Vinsamlegast munið að styrkja mína vinnu ef þið getið. Þar sem styrkir hjálpa mér að reka þessa vefsíðu þannig að ég get skrifað um jarðskjálfta og eldgos sem verða á Íslandi. Ég hef fjarlægt auglýsingar þar sem þær skiluðu litlum tekjum og það er verið að fylgjast mjög mikið með fólki í gegnum auglýsingar. Það þýðir að ég þarf að treysta meira á styrki til þess að halda þessari vefsíðu gangandi og geta skrifað um þá jarðskjálftavirkni og eldgos sem verða á Íslandi. Þetta er nauðsynlegt þegar mikið er að gerast á Íslandi eins og er staðan í dag. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni við Grindavík þann 2. Febrúar 2020

Jarðskjálftavirknin við Grindavík heldur áfram eins og hefur verið undanfarið. Stærstu jarðskjálftarnir síðasta sólarhringinn voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,0. Mikið er um minni jarðskjálfta og sjást þeir ekki alltaf strax á sjálfvirka jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Yfir 200 jarðskjálftar hafa átt stað síðan á miðnætti. Yfir 1200 jarðskjálftar hafa átt sér stað síðan 21. Janúar 2020 þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst. Þenslan er mjög svipuð og hefur verið og er farin að nálgast 50mm en sveiflast aðeins milli daga (GPS gögn er að finna hérna) og er óljóst afhverju það er. Mest af þenslunni virðist vera í nágrenni við Bláa lónið. Flestir jarðskjálftar eiga sér stað suð-austur af þar sem mesta þenslan á sér stað á sprungu sem suður-vestur og norður-austur. Það er mjög rökrétt staðsetning miðað við þensluna en það vantar alveg jarðskjálftavirkni norðan-vestan við hæsta punkt þar sem þenslan á sér stað.


Jarðskjálftavirknin við Grindavík í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu síðan 21. Janúar 2020 til 2. Febrúar 2020. Myndin er fengin héðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Svæðið þar sem jarðskjálftar eru núna að eiga sér stað. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Google.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki þess ennþá að kvikan sem er að troða sér inn í jarðskorpuna á 3 til 6 km dýpi sé farin að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Það er mögulegt að ekki sé nægur þrýstingur ennþá til þess að það gerist. Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Jarðskjálftar munu halda áfram þangað til að þenslan stoppar eða þangað til að eldgos hefst.