Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Sundhnúkagígum í eldstöðinni Svartsengi.
- Eldgosið í Sundhnúkagígum er núna lengsta eldgosið sem hefur orðið í eldstöðinni Svartsengi síðan þessi eldgos hófust þann 18. Desember 2023.
- Það eru fimm til sjö virkir gígar en slæmt veður hefur komið í veg fyrir það hjá mér að fylgjast almennilega með þróun mála síðan í gær (21. Mars 2024).
- Flæði hrauns er samkvæmt mínu mati (sem getur því verið rangt) er í kringum 20m3/sek. Það er ekki mjög mikið og kemur í veg fyrir að hraunið flæði mjög langt frá eldgosinu.
- Stórar hrauntjarnir hafa myndast næst eldgosinu og þær tæmast reglulega. Það kemur af stað hraunflæði sem fer niður hallann þar sem eldgosið er staðsett.
- Ein manneskja sem var að vinna í Bláa lóninu fékk breinnsteinseitrun í fyrradag (20. Mars 2024). Samkvæmt fréttum, þá fór viðkomandi manneskja á sjúkrahús og er núna að jafna sig.
- Náma fyrir möl fylltist af hrauni í gær (21. Mars 2024) þegar hrauntjörn tæmdi sig og hraunið fór af stað niður hæðina.
- Slæmt veður kemur í veg fyrir það að hægt sé að fylgjast almennilega með þróun eldgossins. Næsta góða veður er ekki fyrr en á laugardaginn þann 23. Mars 2024.
- Fyrstu GPS gögn benda til þess að það er hvorki mikil þensla eða lækkun að eiga sér stað í Svartsengi núna. Það bendir til þess að kvikan sé að flæða beint upp í gígana og gjósa þar og stoppar svo til ekkert á leiðinni upp á yfirborðið.
Þetta er allt sem er í bili. Næsta uppfærsla verður þegar eitthvað nýtt gerist í þessu eldgosi. Ef þetta eldgos varir í mjög langan tíma. Þá mun ég setja inn uppfærslur reglulega á því sem er að gerast. Eins og er, þá mun eldgosið bara halda áfram eins og það hefur verið að gera.
Greinargóð samantekt