Stutt yfirlit um jarðskjálftahrinuna í Bárðarbungu klukkan 02:44 UTC

Hérna er stutt yfirlit um jarðskjálftahrinuna í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrinan heldur áfram í Bárðarbungu og virðist lítið ætla að hægja á sér. Síðustu klukkutíma hafa tveir aðskildar hópar af jarðskjálftum komið fram í Bárðarbungu. Fyrri jarðskjálftahrinan er á svæði sem kallast Kistufell, seinni jarðskjálftahrinan er í suður-austur hluta Bárðarbungu, aukin jarðskjálftavirkni í suður-austur hluta Bárðarbungu virðist auka þann óróa sem hefur verið að koma fram síðan í gær. Ég veit ekki afhverju það er (þegar þetta er skrifað), ekkert eldgos hefur ennþá verið staðfest frá Bárðarbungu. Þar sem eldstöðin er undir jökli þá er staðfesting mjög erfið við bestu aðstæður.

140817_0140
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Hérna sjást vel tveir hópar af jarðskjálftum sem eru núna virkir í Bárðarbungu. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140817_0140_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt eins og sést hérna. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.17.08.2014.at.01.58.utc
Óróinn er mjög hár á Dyngjuháls SIL stöðinni. Afhverju þetta stafar er ekki alveg ljóst ennþá. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.17.08.2014.at.01.58.utc
Óróinn í Vonaskarð SIL stöðinni. Þar sést að óróinn hefur lækkað síðustu klukkutíma en er kominn á mjög stöðugur núna. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna þá hefur ekki stórt eldgos hafist í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar breyst án viðvörunar eftir því sem þessi virkni heldur áfram. Það er hætta á því að stór jarðskjálfti muni eiga sér stað í Bárðarbungu áður en stórt eldgos hefst, þar sem jarðskorpan á þessu svæði er allt að 40 km þykk. Síðasta eldgos varð árið 1794 í Bárðarbungu. Árið 1910 varð eldgos í eldstöðinni sem er kennd við Hamarinn sem er suð-vestur af Bárðarbungu (gaus síðast smágosi árið 2011 að mínu áliti). Eldgos á sprungureynum eru einnig möguleiki, þar sem slík eldgos hafa margoft átt sér stað frá Bárðarbungu. Það er hætta á slíku eldgosi frá Bárðarbungu, slíkt eldgos þarf hinsvegar ekki að eiga sér stað.

Staðan í Bárðarbungu breytist hratt því mun þessi færsla úreldast hratt. Af þeim sökum mun ég setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem þörf er á.

Stutt yfirlit um virknina í Bárðarbungu klukkan 18:30

Þetta er stutt yfirlit yfir virknina í Bárðarbungu.

Það er búið að lýsa yfir óvissustigi í Bárðarbungu og einnig hefur staðan verið breytt yfir í gult. Það eru sveiflur í jarðskjálftavirkninni, sem er hefðbundið fyrir eldstöð að þessari gerð. Þar sem jarðskjálftahrinur eru aldrei samfelldar í svona eldstöðvum. Það er einnig stormur á þessu svæði og það dregur úr næmni SIL kerfisins sem þarna.

140816_1705
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænar stjörnur tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst hafa náð stærðinni 3,1 og 3,5. Það er einnig möguleiki á að fleiri jarðskjálftar með stærðina hafi komið fram, en sjást ekki á sjálfvirka kortinu. Ef einhverjar slíkir jarðskjálftar eru þarna, þá koma þeir fram þegar farið verður yfir þá jarðskjálfta sem komið hafa fram af jarðfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

140816_1710_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt eins og sést hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.17.12.utc
Óróinn eins og hann sést á Dyngjuháls SIL stöðinni. Óróinn hefur minnkað síðustu klukkutíma eins og sést hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.17.12.utc
Órínn eins og hann sést á Vonaskarð SIL stöðinni. Hérna sést vel að óróinn hefur minnkað síðustu klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

hus.svd.16.08.2014.17.13.utc
Óróinn eins og hann sést á Húsbóndi SIL stöðinni. Eins og á SIL stöðvunum fyrir sem eru hérna fyrir ofan, þá er óróinn einnig minnkandi hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu klukkutíma hefur óróinn sem mælst hefur á SIL stöðvum í kringum Bárðarbungu verið að lækka. Þessum minni óróa hefur ekki fylgt minni jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Það er staðan þegar þetta er skrifað. Stöðug jarðskjálftavirkni þýðir að kvika er ennþá á ferðinni í Bárðarbungu og hefur ekki ennþá fundið sér leið upp á yfirborðið, fyrir utan mögulegt smágos sem hófst í nótt í Bárðarbugu en virðist núna vera að ljúka undir mjög þykkum jöklinum. Ef að óróinn hættir án þess að jarðskjálftavirknin hættir þá þýðir að kvikan er ennþá að leita sér að leið upp á yfirborðið. Þegar kvikan hefur fundið sér leið upp á yfirborðið og eldgos hefst þá mun næstum því öll jarðskjálftavirkni hætta í Bárðarbungu. Hvar og hvenær slíkt mun gerast er ekki hægt að segja til um eins og er.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem frekari upplýsingar liggja fyrir.

Óstaðfest eldgos í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Alla síðustu viku (viku 33) þá hefur minniháttar jarðskjálftahrina átt sér stað í Bárðarbungu. Alla vikuna hefur þessi jarðskjálftahrina verið í gangi en hefur verið frekar lítil og enginn stór jarðskjálfti átt sér stað. Í nótt um klukkan 02:20 hófst órói í Bárðarbungu, um klukkan 03:30 hófst síðan jarðskjálftahrinan sem stendur ennþá. Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærð í kringum 3,0. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 5 til 10 km. Síðustu klukkutíma hefur jarðskjálftahrinan færst til í Bárðarbungu og er núna austar en jarðskjálftahrinan sem hefur varað alla vikuna. Samkvæmt fréttum Rúv þá er jökulinn á þessu svæði í kringum 700 metra þykkur, þannig að það mun þurfa stórt eldgos til þess að það komist upp úr jöklum sem þarna er til staðar. Þetta þýðir einnig að mikil hætta er á flóði í jökulám á þessu svæði vegna þessar virkni.

140816.040416.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í nótt sem kom fram á jarðskjálftamælinum mínum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140816_1145
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu klukkan 11:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.12.01.utc
Óróinn í Báðarbungu á Dyngjuhálsi. Þessi SIL stöð er næst upptökum óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.12.02.utc
Óróinn í Bárðarbungu á Vonaskarð SIL stöðinni. Þessi SIL stöð er önnur næsta SIL stöðin við upptök óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er þessi óróavirkni í Bárðarbungu ekki alveg stöðug og það eru minniháttar sveiflur sem eru að eiga sér stað. Fyrir utan þessa litlu sveiflur þá virðist virkin vera mjög stöðug. Miðað við óróann sem er að koma fram og hversu langt hann nær þá virðist þetta ekki vera stórt atburður (óstaðfest eldgos), en það gæti breyst án fyrirvara. Ég býst við stórum jarðskjálfta áður en stórt eldgos hæfist í Bárðarbungu. Það sem virðist hafa gerst er að kvikuinnskot komst upp á yfirborðið og við það hófst lítið eldgos sem er ennþá í gangi.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Staða mála gæti breyst án fyrirvara og snögglega.

Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Þann 13-Ágúst-2014 varð minniháttar jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu náðu stærðinni 2,5. Dýpi þessara jarðskjálfta var minna en 10 km.

140814_2330
Jarðskjálftahrinan við Hveravelli (bláu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er frekar algeng á Hveravöllum og á því svæði. Jarðskjálftahrinur koma reglulega en þess á milli er rólegt með lítilli til engri virki. Í dag bendir ekkert til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að vænta á Hveravöllum. Ef þarna verður mikil jarðskjálftavirkni þá gætu stærstu jarðskjálftarnir náð stærðinni 5,0.

Innanfleka jarðskjálftahrina í Húnaþingi Vestra

Aðfaranótt 12-Ágúst-2014 urðu nokkrir innanfleka jarðskjálftar í Húnaþingi Vestra. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 1,5. Þessir jarðskjálftar komu fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, en þó ekki mjög vel vegna þess hversu litlir þessir jarðskjálftar voru og vegna fjarlægðar.

140812_2130
Innanfleka jarðskjálftarnir í Húnaþingi Vestra (gulu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar eru ekki á neinu þekktu jarðskjálftasvæði og þarna er ekki heldur nein þekkt sprunga. Það þýðir þó ekki að þarna sé ekki sprunga, þó svo að hún sé ekki þekkt. Það er vonlaust að vita hvort að þarna muni verða fleiri jarðskjálftar. Sú jarðskjálftahrina sem þarna varð er önnur jarðskjálftahrinan á þessu svæði í ár, en sú fyrri varð í viku 28, þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,6.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Krísuvík

Í gær (11-Ágúst-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Krísuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 3,4 og var á dýpinu 4,4 km. Örfáir minni jarðskjálftar áttu sér stað eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

140811_2100
Jarðskjálftahrinan í Krísuvík. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þar sem jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þarna eiga það til að byrja hægt og aukast síðan yfir nokkura daga til vikna tímabil. Hvort að það gerist núna er ekki hægt að segja til um, það er þó ákveðin hætta á að það muni gerast. Þar sem þetta er algengt munstur jarðskjálftahrina á þessu svæði á Reykjanesinu.