Lítil jarðskjálftahrina suður af Heklu

Síðastliðna nótt (9-Apríl-2015) hófst lítil jarðskjálftahrina sunnan við Heklu. Þessi jarðskjálftahrina hefur komið vel fram á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð. Þetta er ennþá lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8.

150409_2200
Jarðskjálftahrinan sunnan við Heklu, norður af Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd spennubreytingum í jarðskorpunni frekar en virkni í Heklu. Þarna liggja saman sprungusveimur Heklu og Suðurlandsbrotabeltið. Það er mín skoðun að þessi virkni muni ekki auka líkunar á eldgosi í Heklu, það er þó ekki hægt að útiloka það þessir jarðskjálftar séu tengdir breytingum í Heklu sem síðar munu valda eldgosi. Eins og stendur virðist sem að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi, þó svo að langt sé á milli jarðskjálfta eins og stendur. Ef að stærri jarðskjálfti kemur fram en það sem hefur núna hefur komið þá mun þessi jarðskjálftahrina væntanlega aukast í fjölda jarðskjálfta. Stærstu jarðskjálftar á þessu svæði hafa náð stærðinni 7,0, síðast varð jarðskjálfti með þessari stærð fyrir rúmlega 103 árum. Það er þó ekkert sem bendir til þess að slíkur jarðskjálfti sé yfirvofandi á þessu svæði eins og stendur.