Síðastliðna nótt (9-Apríl-2015) hófst lítil jarðskjálftahrina sunnan við Heklu. Þessi jarðskjálftahrina hefur komið vel fram á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð. Þetta er ennþá lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8.
Jarðskjálftahrinan sunnan við Heklu, norður af Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd spennubreytingum í jarðskorpunni frekar en virkni í Heklu. Þarna liggja saman sprungusveimur Heklu og Suðurlandsbrotabeltið. Það er mín skoðun að þessi virkni muni ekki auka líkunar á eldgosi í Heklu, það er þó ekki hægt að útiloka það þessir jarðskjálftar séu tengdir breytingum í Heklu sem síðar munu valda eldgosi. Eins og stendur virðist sem að þessi jarðskjálftahrina sé ennþá í gangi, þó svo að langt sé á milli jarðskjálfta eins og stendur. Ef að stærri jarðskjálfti kemur fram en það sem hefur núna hefur komið þá mun þessi jarðskjálftahrina væntanlega aukast í fjölda jarðskjálfta. Stærstu jarðskjálftar á þessu svæði hafa náð stærðinni 7,0, síðast varð jarðskjálfti með þessari stærð fyrir rúmlega 103 árum. Það er þó ekkert sem bendir til þess að slíkur jarðskjálfti sé yfirvofandi á þessu svæði eins og stendur.