Jarðskjálftavirkni í Kötlu í gærmorgun (27-Júlí-2020)

Í gærmorgun (27-Júlí-2020) varð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þetta var hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu á grunnu dýpi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það varð engin breyting á óróa fyrir eða eftir að þessir jarðskjálftar áttu sér stað. Þessir jarðskjálftar hafa verið tengdir við að katlar í Mýrdalsjökli hafa verið að tæmast í sumar. Það gerist mjög oft á sumrin.