Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í nótt þann 23-Júlí-2020 klukkan 05:36 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu með stærðina Mw3,3. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálfta og það þýðir að kvikan hefur ekki farið af stað í kjölfarið á jarðskjálftanum. Á þeim klukkutímum sem síðan þessir jarðskjálfti átti sér stað hefur ekki orðið nein breyting á óróa í Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem höfðu orðið fyrr um nóttina voru með stærðina Mw2,7 og Mw2,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Ég reikna ekki með að neitt meira gerist og að eldstöðin Katla verður bara róleg.