Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Aðfaranóttina að 11-Apríl-2021 urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 22,1 km til 24,5 km.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu sem ná frá austri til vestur.
Jarðskjálftar í Kötlu á miklu dýpi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw1,0 að stærð. Snemma í morgun voru litlir jarðskjálftar sem voru ofar í jarðskorpunni í Kötlu en sú jarðskjálftavirkni tengist líklega ekki þessum djúpu jarðskjálftum sem áttu sér stað. Þessari jarðskjálftavirkni er lokið og ég reikna ekki með því að þarna gerist eitthvað meira.