Sjaldgæfur jarðskjálfti í eldstöðinni Snæfellsjökli

Stakur jarðskjálfti átti sér stað í dag (16. Maí 2023) klukkan 14:46 í eldstöðinni Snæfellsjökli. Jarðskjálftinn hafði stærðina Mw2,0 og var með dýpið 0,1 km. Fjarlægð þessa jarðskjálfta var 5,4 km frá Hellissandi en ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst í byggð (ekkert hefur komið fram í fjölmiðlum).

Rauður punktur í eldstöðina Snæfellsjökul sem er norðanlega í eldstöðinni og norðan við sjálfan jökulinn. Þetta er á vestanverðu Snæfellsnesi.
Jarðskjálfti í eldstöðinni Snæfellsjökull. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eins og þessi eru mjög sjaldgæfir í Snæfellsjökli og er þetta fyrsti jarðskjálftinn sem ég skrifa um út frá gögnum sem koma frá Veðurstofu Íslands. Rannsóknir hafa sýnt að það er jarðskjálftavirkni í Snæfellsjökli og er mjög regluleg.

One Reply to “Sjaldgæfur jarðskjálfti í eldstöðinni Snæfellsjökli”

  1. Ég var að hjóla við Rif og sá að verið var að sprengja í grjótnámu um kl. 18 í gær. Getu það verið skýringin?

Lokað er fyrir athugasemdir.