Gufusprengingar í Kverkfjöllum

Þann 16-Ágúst-2013 urðu nokkrar gufuspreningar í Kverkfjöllum. Þessar gufusprengingar eru afleiðingar af jökulflóði sem átti sér stað í Kverkfjöllum þann 15 og 16-Ágúst-2013. Snögg þrýstibreyting varð í hverunum sem þarna eru til staðar, sem olli því að vatn fór að sjóða undir þrýstingi og olli það þessum snöggu gufusprengingum í Kverkfjöllum.

gufusprening.kverkfjoll.15-august-2013
Gufusprening í Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Almannavörnum. Mynd fengin af Facebook.

Ég veit ekki til þess að breytingar hafi átt sér stað í háhitakerfum Kverkfjalla. Þar sem Kverkfjöll eru afskekkt og erfitt að komast þangað, jafnvel á sumrin þá er ekki víst að slíkar breytingar séu þekktar í dag. Almannavarnir hafa sagt að ferðamenn eigi að fara varlega í kringum Kverkfjöll vegna þessara breytinga sem þarna hafa átt sér stað. Það er alltaf varasamt að fara mjög nærri hverum og háhitasvæðum vegna skyndilegra breytinga sem þar geta átt sér stað.

Nánar um gufusprengingar og snögghitað vatn (á ensku)

Hydrothermal explosion (Wikipedia)
Superheating (Wikipedia)

Ég ætla síðan að minna fólk á Facebook síðu þessar bloggsíðu. Hægt er að komast inn á Facebook síðu þessar bloggsíðu hérna.

Minniháttar jökulhlaup frá Kverkfjöllum [Uppfært]

Í dag kom tilkynning frá Veðurstofunni um minniháttar jökulhlaup frá Kverkfjöllum. Þetta jökulhlaup er mjög lítið og mun ekki ná yfir hefðbundið sumarrennsli í ánni Volgu. Það virðist sem að þetta jökulhlaup hafi hafist í gær (15-Ágúst-2013). Samkvæmt fréttum í dag þá var farið að draga úr jökulflóðinu, en ég veit ekki hvort að þetta er tímabundið eða hvort að jökulflóðið er búið nú þegar. Veðurstofna er í könnunarflugi yfir Kverkfjöllum þessa stundina til þess að meta stöðu mála og athuga hvað er að gerast í Kverkfjöllum.

Uppfærsla 1: Samkvæmt Almannavörnum þá urðu gufusprengingar í kjölfarið á þessu jökulflóði í Kverkfjöllum. Slíkt gerist þegar þrýsingur losnar skyndilega á háhitasvæðum eins og þeim sem er að finna í Kverkfjöllum undir vatni. Tilkynningu Almannavarna er hægt að lesa hérna.

Vefmyndavél í Kverkfjöllum

Vefmyndavél úr Kverkfjöllum er hægt að skoða hérna.
Veður upplýsingar úr Kverkfjöllum er hægt að skoða hérna.

Nánari fréttir af þessu jökulhlaupi

Óvenjulegur vöxtur í Volgu (mbl.is)
Hægt hefur á vexti hlaupsins (mbl.is)

Bloggfærslan var uppfærð klukkan 21:08 þann 16-Ágúst-2013.
Bloggfærslan var uppfærð klukkan 21:35 þann 16-Ágúst-2013.

Yfirvofandi skaftárhlaup frá Vatnajökli

Samkvæmt fréttum þá er skaftárhlaup yfirvofandi og gæti hafist hvenar sem er. Eystri skaftárketilinn er fullur af vatni og hefur ekki hlaupið í þrjú ár. Vestari skaftárketilinn hljóp í fyrra og tæmdist þá alveg. Það er vonlaust að áætla hvenar hlaup gæti hafist, það mun þó líklega gerast á næstu dögum til vikum.

Nánari upplýsingar er að finna hérna fyrir neðan

Mikið vatn í eystri Skaftárkatli (Rúv.is)
Skaftárhlaup vofir yfir og skapar hættu (Rúv.is)
Gæti verið stutt í hlaup (mbl.is)

Yfirvofandi Skaftárhlaup og möguleikar á hlaupi í Hverfisfljóti (Vedur.is)

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í nótt klukkan 04:40 hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er á svipuðum slóðum og jarðskjálftahrinan sem átti sér stað þann 11-Ágúst-2013. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist eldvirkni á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu er með stærðina 3,0 og hafa aðrir jarðskjálftar verið minni.

130813_1315
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram. Ég reikna með að jarðskjálftahrinan muni halda áfram næstu klukkutíma til daga, þó er erfitt að segja nákvæmlega til um það, þar sem jarðskjálftahrinur eru óútreiknanlegar. Stærstu mögulegu jarðskjálftar sem geta orðið á þessu svæði geta náð stærðinni 5,5. Jarðskorpan á þessu svæði ber ekki spennu fyrir stærri jarðskjálfta, hvort að slíkur jarðskjálfti muni eiga sér stað þarna núna er ómögurlegt að segja til um. Það er þó alltaf möguleiki ef næg spenna er til staðar á svæðinu.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í nótt varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og voru stærstu jarðskjálftanir í kringum 2,9 að stærð. Jarðskjálftahrinan hófst klukkan 04:17 í nótt og endaði klukkan 08:13 í morgun. Þessi jarðskjálftahrina var ekki samfelld, heldur átti sér stað í tveim hrinum sem vörðu í 10 mínótur í hvert skipti. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði á Reykjaneshryggnum.

130811_1215
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina kom ágætlega fram á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á Íslandi. Hægt er að skoða jarðskjálftamælanets vefsíðuna hérna. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina þýðir frekari virkni á Reykjaneshryggnum.

Fréttir af þessari hrinu

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg (Rúv.is)

Þörf á styrkjum fyrir Ágúst

Það er mjög erfitt að vera öryrki á Íslandi, það er ennþá erfiðara að vera öryrki frá Íslandi og búa í Danmörku. Þar sem örorkubætur eru mjög lágar á Íslandi og mjög erfitt, ef ekki ómögurlegt er að lifa af þeim yfir mánuðinn. Ég vona hinsvegar að smásaga sem ég er búinn að skrifa muni laga fjárhaginn hjá mér eftir nokkra mánuði, hvort að það gerist veltur á sölunni af sögunni og það mun taka mig allt að 60 daga að fá greitt fyrir söguna eftir að útgreiðslulágmarkinu er náð ($100). Nánari upplýsingar um útgáfu mína á smásögum og bókum verður að finna hérna.

Styrkir hjálpa mér að reka þetta blogg og tengd vefsvæði, sérstaklega þar sem ég þarf að getað keypt mat til þess að vera fær um að skrifa á þessa vefsíðu og allt þetta hefðbundna sem fólk gerir. Til þess að geta lifað af þessari vefsíðu þá þarf ég 3 milljónir flettinga á mánuði, eins og er útskýrt í grein á Cracked hérna. Eins og stendur er umferð um þessa vefsíðu mjög lítil, eða í kringum 0 til 100 flettingar á dag. Umferðin um ensku vefsíðunar er talsvert meiri, eða frá 300 til 1200 flettingar á dag. Því miður er þetta ekki nægjanlegt fyrir mig til þess að lifa af. Ég verð einnig að hafa þann háttin á að auglýsingar fyrir íslensku vefsíðunar geta eingöngu verið frá Amazon, þar sem Google Adsense styður ekki íslensku og íslenska tungumála umhverfið. Amazon auglýsingar virka þannig að ég fæ 5 til 10% af því sem keypt er frá Amazon, ég fæ lítið sem ekkert bara fyrir að birta auglýsingar frá Amzon á vefsíðunni hjá mér eins og er. Hvort að það mun breytast í framtíðinni hef ég ekki hugmynd um, en ég vona það.

Ég er þessa stundina einnig að leggja grunn að nýjum vefsíðum sem varðandi eldfjöll, eldvirkni, eldgos og jarðskjálfta. Hvenar þau verða tilbúin veit ég ekki ennþá, en það styttist í að þau fari í staðbundna prufu hjá mér á næstunni. Hvenar það verður nákvæmlega veit ég ekki ennþá. Ég mun nota MediaWiki í það verkefni.

Ég vil þakka öllum fyrir sem styrkja mig, það stendur þeim til boða sem styrkja mig að fá ebók eftir mig. Hinsvegar verður fólk þá að láta mig vita af slíkum óskum með tölvupósti, svo að ég geti sent þeim þá ebók sem verður í boði (sem stendur, það sem ég er búinn að skrifa í dag). Ég skrifa einnig um jarðskjálfta og eldvirkni í Evrópu á vefsíðu sem er að finna hérna.

Allt rólegt í íslenskri jarðfræði

Í sumar hefur verið tiltölulega rólegt á Íslandi þegar það kemur að jarðfræði Íslands, bæði í jarðskjálftum og virkni í eldfjöllum. Ástæðan fyrir þessu er sú að virkni á Íslandi gerist í stökkum, þess á milli er mjög rólegt og ég hef mjög lítið til þess að skrifa um. Þar sem þessi bloggsíða skrifar um það sem gerist, frekar en aðrar fræðigreinar á sviði jarðfræðinnar. Þetta hefur verið svo rólegt undanfarið að stundum hafa ekki mælst nema rétt um 100 jarðskjálftar á viku (7 dagar).

130806_1545
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir betri upplýsingar um jarðfræði Íslands þá mæli ég með þessari fræðigrein hérna (pdf, enska) eftir Pál Einarsson. Þessa stundina er rólegt á Íslandi og af þeim sökum er ekki mikið fyrir mig að skrifa um á þessari stundu. Það gæti þó breyst án nokkurs fyrirvara ef einhver virkni fer að eiga sér stað.

Facebook síða þessa bloggs

Ég er búinn að setja upp Facebook síðu þessa bloggs, og hægt er að nálgast hana hérna. Ég mun setja inn tilkynningar um nýjar færslur þarna, og þetta mun gera fólki fært að fylgjast með nýjum bloggfærslum án þess að þurfa bæta mér við á Facebook.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (31-Júlí-2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu, í suður enda þess og ekki langt frá smáþorpi sem heitir Kópasker. Þessi jarðskjálftahrina var lítil í allan gærdag, en í nótt (1-Ágúst-2013) jókst krafturinn í jarðskjálftahrinunni og klukkan 07:09 í morgun kom jarðskjálfti með stærðina 3,7. Þessi jarðskjálfti fannst á Kópaskeri og nærliggjandi svæðum. Engar skemmdir urðu, þar sem upptök þessara jarðskjálfta eru talsvert út í sjó og því umtalsverða fjarlægð frá byggð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi eins og er, en það getur breytst á mjög skömmum tíma. Hvort sem að jarðskjálftahrinan hættir eða eykst, það er engin leið til þess að vita hvað gerist næst.

130801_1450
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er á þekktu upptakasvæði jarðskjálfta í Öxarfirði. Eins og stendur þá er þessi jarðskjálftahrina ekki stöðug þar sem virknin dettur niður reglulega, en heldur síðan áfram eftir hlé. Hvort sem það hlé er stutt eða langt. Það er vonlaust að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun vara lengi. Hægt er að sjá stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamæli sem ég er með (Böðvarshólar) hérna.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Síðustu nótt (22-Júlí-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Flestir af þessum jarðskjálftum voru litlir og eingöngu með dýpið 1 km, einn djúpur jarðskjálfti átti sér stað og var dýpi þess jarðskjálfta 12 km. Ég er ekki viss hvað olli þessari jarðskjálftahrinu, hugsanlegt er að um sé að ræða kvikuinnskot í Kötlu eða þrýstibreytingar á háhitasvæði sem þarna eru til staðar.

130722_1300
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Líklegast er þó að þessi jarðskjálftahrina sé hluti af hefðbundinni jarðskjálftavirkni í Kötlu, eins og stendur eru ekki vísbendingar um neitt annað til staðar eins og er. Hægt er að fylgjast með virkninni í Kötlu hérna, á jarðskjálftamæli sem ég er með á sveitabænum Skeiðflöt, rétt fyrir utan Kötlu og Mýrdalsjökul.