Minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Kötlu undanfarið. Þessi bloggfærsla er bara stutt yfirlit yfir þessa virkni.

Bárðarbunga

Minniháttar kvikuinnskot átt sér stað í Bárðarbungu þann 16-Júní-2013. Þetta kvikuinnskot olli minniháttar jarðskjálftarhrinu í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftin var með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 24,3 km. Þannig að þetta var líklegast kvikuinnskot sem þarna var á ferðinni.

130618_1835
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir líklega ekki neitt sem stendur, þessi virkni er líklega tengd minnkun jökulfargs á eldstöðinni Kötlu yfir sumarið. Djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað undanfarið í Kötlu, það er óvíst hvort að þeir tákna eitthvað á þessari stundu. Þarna á sér stað líklega minniháttar kvikuinnskot í Kötlu djúpt í eldstöðinni. Hinsvegar eru kvikuinnskot algeng í Kötlu án þess að þau valdi eldgosi.

130618_1835
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Annars er mjög rólegt á Íslandi og engin sérstök virkni að eiga sér stað á þessari stundu.

Þjófnaður á rafgeymum úr mælistöðvum vísindamanna

Í frétt Rúv núna í kvöld kemur fram að rafgeymum sem virka sem varaafl fyrir jarðskjálftamæla og jarðvísindamenn þegar sólarorka og vindafl er ekki nægjanlegt til þess að keyra þessar mælastöðvar. Þjófnaður á þessum rafgeymum er mjög alvarlegur, þar sem hann skemmir rafeindabúnaðinn sem er tengdur við hann, stoppar mælingar vísindamanna og kemur í veg fyrir að gögn berist þeim. Þessi gögn geta sagt vísindamönnum til um það hvort að eldgos er að fara hefjast á í einhverri eldstöðinni eða ekki.

Ef fólk sér svona búnað í náttúru Íslands, þá á það einfaldlega að láta hann eiga sig. Það er alvarlegt mál að trufla svona mælingar, og afleiðinganar af slíkum þjófnaði geta jafnvel orðið ennþá meiri ef eldstöð gýs óvænt vegna þess að mælabúnaður virkaði ekki vegna þess að búið var að eyðaleggja hann vegna þess að rafgeymi var stolið.

Frétt Rúv um þetta mál

Stela rafgeymum vísindamanna (Rúv.is)

Áhugaverð jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall

Þann 3. Júní 2013 varð áhugaverð jarðskjálftahrina sunnan við Grímsfjall. Síðasta eldgos varð í Grímsfjalli árið 2011.

130603_2055
Jarðskjálftavirknin sunnan við Grímsfjall. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð, þar sem ekkert eldfjall er þekkt á þessu svæði, eða virkt sprungusvæði. Jarðskjálftavirkni hófst á þessu svæði eftir eldgosið árið 2011, í fyrstu var talið að þessi virkni ætti upptök sín í spennubreytingum á þessu svæði í kjölfarið á eldgosinu í Maí 2011.

bab_week21
Jarðskjálftavirkni sunnan við Grímsfjall í viku 21 árið 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er ekki viss um hvað er að gerast á þessu svæði. Þó svo að ekkert eldgos sé skráð á þessu svæði, þá er möguleiki á því að það sé vegna þess að þarna er þykkur jökull. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð vegna þess að þessi jarðskjálftavirkni hófst eftir eldgosið árið 2011 og hefur haldið áfram síðan, og það virðist ekki vera neinn endi á þessari virkni. Það margborgar sig að hafa augu með þessari jarðskjálftavirkni, þó svo að ekkert gerist á þessu svæði í lengri tíma.

Minniháttar jarðskjálftahrina á reykjaneshrygg þann 29. Maí

Þann 29. Maí 2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina var ekki stór og mældust aðeins örfáir jarðskjálftar í þessari hrinu. Stærstu jarðskjálftarnir höfðu stærðina 2,3, dýpið var í kringum 5,5 km til rúmlega 12 km. Þessi jarðskjálftahrina varð á svipuðum stað og stóra jarðskjálftahrinan átti sér stað fyrir rúmlega þrem vikum síðan.

130529_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 29. Maí 2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil miðað við það sem oft hefur átt upptök sín á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin er áhugaverð á þessu svæði, þó er óvíst hvað hún táknar, ef hún táknar þá eitthvað til að byrja með. Þar sem eldfjöll og svona jarðskjálftasvæði eru óútreiknanleg með öllu.

Rólegt á Íslandi þessa stundina

Það er rólegt í jarðskjálftum og annari virkni þessa stundina. Þessi rólegheit hafa gefið mér tækifæri til þess að slaka aðeins á og njóta lífsins, og sinna öðrum áhugamálum mínum. Ef fólk vill sjá önnur áhugamál mín, þá er meðal annars hægt að gera það hérna á Flicker myndavefsíðunni. Ég hef einnig undanfarna daga verið að gera við þjónatölvu sem ég er með, það hefur tekið meira á en ég reiknaði með og því tók ég mér nokkura daga frí frá skrifum hérna.

Ástæða þessa að ég fjallaði ekki um jarðskjálftahrinuna á Reykjaneshryggnum er sú að umtalsvert var fjallað um hana í fjölmiðlum á Íslandi. Í staðinn er ég hinsvegar að undirbúa ítarlega grein um jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hvenar sú grein verður tilbúin veit ég ekki, en það verður fljótlega reikna ég með.

Jarðskjálfti í Heklu

Í dag klukkan 05:06 varð jarðskjálfti í Heklu. Stærð þessa jarðskjálfta var ekki nema rétt rúmlega 1,5 og dýpið var 7,8 km. Engin frekari virkni hefur átt sér stað í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, og það er ekki neina breytingu að sjá jarðskjálftamælum sem eru í kringum Heklu.

130504_1840
Jarðskjálftinn í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftamælirinn minn í Heklubyggð er þessa stundina sambandslaus við internetið vegna bilunar. Ég veit ekki eins og er hvenar jarðskjálftamælirinn kemst í samband við umheiminn á ný, það gæti tekið einhverja daga í mesta lagi. Hinsvegar ætti jarðskjálftamælirinn að vera skrá öll gögn svo lengi sem tölvan er í gangi og engin bilun kemur upp þar.

Jarðskjálftahrina djúpt suður af Íslandi

Þann 2. Maí 2013 kom fram jarðskjálfti á suðurlandinu sem átti upptök sín rúmlega 230 km suður af Surtsey. Það hafa nokkrir jarðskjálftar mælst á síðasta sólarhring síðan virknin hóst þann 2. Maí. Ég veit ekki hvort að það er eldstöð á þessu svæði. Þar sem það er ókannað og dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 3 til 4 km. Stærð jarðskjálfta sem hafa mælst þarna er áætluð, en vegna fjarlægðar við SIL mælanetið þá er erfitt að segja til um raunverulega stærð þessara jarðskjálfta.

130502_2245
Jarðskjálftanir eiga sér stað þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mældi stærstu jarðskjálftana á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með á Íslandi. Stærstu jarðskjálftanir mældust á Skeiðflöt og í Heklubyggð. Mínar mælingar benda til þess að stærð þessara jarðskjálfta sé meiri en 3,0, en vegna fjarlægðar er ekki hægt að segja til um raunverlega stærð þessara jarðskjálfta.

130502.060800.sktz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum á Skeiðflöt. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Það er líklegt að fleiri jarðskjálftar hafi átt sér stað á þessu svæði, en vegna fjarlægðar þá mælast þeir ekki. Þann 2. Maí klukkan 03:56 mældist einnig minni jarðskjálfti á sömu slóðum. Ég veit ekki hvort að það er eldfjall á þessu svæði, ef það er raunin. Þá er þetta eldfjall óskráð og alveg óþekkt. Þarna geta hafa orðið fleiri jarðskjálftar án þess að þeir hafi mælst.

Jarðskjálftavirkni í Heklu, Kötlu, Krísuvík og Bárðarbungu

Það að styrkja mig um 10€ (evrur) hjálpar mér að reka þetta blogg. Þar sem ég er eingöngu á örorkubótum og þær duga varla fyrir öllum útgjöldum hjá mér þannig að ég geti lifað af yfir mánuðinn.

Eldstöðvanar Hekla og Katla

Ég ætla mér að skrifa bæði um Heklu og Kötlu hérna. Þar sem ég nota hvort sem er sömu mynd fyrir báðar eldstöðvanar.

Í gær (26.04.2013) varð jarðskjálfti með stærðina 1,1 í eldstöðinni Heklu. Þessi jarðskjálfti varð á sama stað og jarðskjálftahrina í Heklu fyrir páska sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi vegna Heklu. Óvissustigi vegna Heklu var síðar aflýst þegar ekkert meira gerðist.

130427_1730
Jarðskjálfti í eldstöðinni Heklu. Einnig á þessari mynd eru jarðskjálftar í Kötlu sem ég skrifar frekar um héðan fyrir neðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í eldstöðinni Kötlu hafa nokkrir jarðskjálfar átt sér stað undanfarið. Hingað til hafa þetta bara verið smáskjálftar sem hafa mælst. Þessir jarðskjálftar eru hinsvegar á svæði þar sem smágos átti sér stað sumarið 2011. Það smáeldgos olli jökulflóði sem tók af brúna við Múlakvísl og lokaði þessum hluta hringvegarins um tíma.

Þessa stundina er þessi virkni ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni. Í því tilfelli ef hún eykst. Sérstaklega ef það verður einnig breyting í Kötlu í kjölfarið á slíkri jarðskjálftavirkni.

Krísuvík

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Krísuvík í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og dýpið var í kringum 8,6 km. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er mjög algeng og það virðist ekkert sérstakt við þessa jarðskjálftahrinu. Hinsvegar hafa tímabil þenslu og samdráttar átt sér stað í Krísuvík á síðustu þrem árum. Jarðskjálftahrinur virðast frekar eiga sér stað í Krísuvík þegar eldstöðin er að þenjast út. Frekar en þegar það dregur úr þenslu í eldstöðinni í Krísuvík. Ég veit ekki hvort að þensla á sér stað núna í Krísuvík þessa stundina.

130427_1730
Jarðskjálftavirkni í Krísuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Bárðarbungu núna í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,3 og dýpið var frá 18,8 til 11,1 km. Það er margt sem bendir til þess að upptök þessar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti. Sérstaklega þar sem að jarðskjálftahrina á svipuðum stað fyrir nokkrum vikum síðan var líklega einnig kvikuinnskot í Bárðarbungu.

130427_1730
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Þetta var líklega jarðskjálftahrina vegna kvikuinnskots í eldstöðina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það að minniháttar kvikuinnskot sé að eiga sér stað í Bárðarbungu þýðir ekki að eldstöðin muni gjósa. Hinsvegar gæti þetta þýtt aukna virkni í framtíðinni í Bárðarbungu. Þó er alveg eins líklegt að ekkert meira gerist í Bárðarbungu. Það er engin leið til þess að vita hvort verður raunin í Bárðarbungu eins og er.

Að öðru leiti hefur verið frekar rólegt á Íslandi síðustu vikur. Enda hafa engir stórir jarðskjálftar átt sér stað á Íslandi síðustu tvær vikunar, sérstaklega eftir að það dró úr jarðskjálftavirknni á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjáltavirkni í Heklu, Öskju og Tjörnesbrotabeltinu

Það að styrkja mig hjálpar mér að reka þetta blogg og jarðskjálftamælanetið sem ég er með á Íslandi. Vefsíðan með jarðskjálftamælunum mínum er að finna hérna.

Eldstöðin Hekla

Í gær voru smáskjálftar í Heklu. Enginn þessara jarðskjálfta var stærri en 1,2 og voru með dýpið í kringum 8,4 km. Þessi jarðskjálftavirkni var í sprungusveim sem liggur frá Heklu til suðvesturs.

130424_0235
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað þarna í nokkur ár núna. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þetta gæti verið bara hefðbundin jarðskjálftavirkni og ekkert meira. Óvissustig hefur verið aflétt af Heklu síðan fljótlega eftir páska. Óvissustigi var aflétt vegna skorts á virkni í Heklu.

Eldstöðin Askja

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Öskju síðustu daga. Enginn þeirra jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur náð stærðinni 1,5. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 18 til 22 km. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þessir jarðskjálftar eigi upptök sín í kvikuhreyfingum frekar en jarðskorpuhreyfingum í Öskju.

130424_1440
Jarðskjálftar í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Tjörnesbrotabeltinu eftir stóru jarðskjálftahrinuna sem hófst þann 2. Apríl 2013. Jarðskjálftavirknin hefur ekki hætt, en dregið hefur úr jarðskjálftavirkninni umtalsvert á síðustu þrem vikum. Þó er jarðskjálftavirkni ennþá viðvarandi á Tjörnesbrotabeltinu.

130424_1650
Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftavirknin er bundin við tvö svæði eins og staðan er núna. Ný virkni hefur einnig verið að eiga sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er vonlaust, í besta falli mjög erfitt að segja til um það hvað gerist á Tjörnesbrotabeltinu í framtíðinni. Mikil spenna er ennþá til staðar á Tjörnesbrotabeltinu þó svo að þar hafi átt sér stað jarðskjálftar undanfarnar vikur. Á þessari stundu er hinsvegar rólegt. Það gæti hinsvegar breyst skyndilega og án viðvörunar. Það er ómögurlegt að segja til um það hvenar virknina gæti tekið aftur upp á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrina norðan við Kolbeinsey

Í dag um klukkan 11:00 hófst jarðskjálftahrina norðan við Kolbeinsey. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið með jarðskjálfta í kringum 4,0+. Það hefur þó ekki fengist staðfest ennþá. Þó er erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Einnig vegna fjarlægðar. Þá sjást eingöngnu stærstu jarðskjálftanir á SIL mælanetinu og mínum eigin jarðskjálftamælum. Síðasta staðfesta eldgos í Kolsbeinsey átti sér stað árið 1755 og þar á undan árið 1372. Einnig átti sér kvikuinnskot eða eldgos sér stað rúmlega 100 km norðan við Kolbeinsey árið 1999.

130413_1745
Jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey er þar sem grænu stjörnunar eru. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bhrz.svd.13.04.2013.17.55.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Skoðið CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Engin merki um það að eldgos hafi hafist þarna ennþá. Reikna má með að slík merki muni sjást á SIL netinu ef eldgos hefst. Ég er þó ekki viss um að minn jarðskjálftamælir muni sýna slík merki vegna fjarlægðar (rúmlega 300 km). Reikna má með frekar jarðskjálftavirkni á næstu dögum til klukkutímum og dögum í Kolbeinsey. Ég veit ekki hvort að þessi virkni tengist annari jarðskjálftavirkni sem hefur verið undanfarið á Tjörnesbrotabeltinu. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá mælast ekki minni jarðskjálftar sem eiga sér stað í Kolbeinsey þessa stundina eða á mínum jarðskjálftamæli sem er staðsettur rúmlega 300 km í burtu frá Kolbeinsey.

Hægt er að fylgjast með þeim jarðskjálftum sem eiga sér stað hérna á jarðskjálftavefsíðunni minni.