Jarðskjálftavirkni á Íslandi milli viku 42 – 44

Vegna vinnu hef ég ekki getað skrifað mikið hingað inn á síðustu vikum. Þar sem slátursvertíðinni er hinsvegar lokið, þá get ég farið að skrifa hingað inn eins og venjulega. Ég bendi fólki á að styrkja mína vinnu ef það getur með PayPal takkanum, beinum styrkjum eða með því að nota Amazon auglýsinganar ef það verslar af Amazon.

Suðurlandsbrotabeltið (SISZ)

Fyrir nokkru síðan varð jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þetta var lítil jarðskjálftahrina sem fannst á nálægum þéttbýlisstöðum. Enginn jarðskjálfti náði stærðinni 3,0 í þessari hrinu (eftir því sem ég man).

151021_2020
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandsbrotabeltinu þann 21-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið (TFZ)

Þann 30-Október-2015 varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 og tveir aðrir jarðskjálftar sem voru með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

151030_2020
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu þann 30-Október-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur óskyld jarðskjálftahrina sést þarna suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og enginn jarðskjálfti þar náði stærðinni 3,0.

Bárðarbunga

Jarðskjálftavirkni er aðeins farin að aukast aftur í Bárðarbungu. Það eru farnir að koma fram jarðskjálftar með stærðina 3,0 reglulega núna. Að jafnaði á einnar viku fresti. Það bendir til þess að þrýstingur sé aftur farinn að aukast inní eldstöðinni. Þó er líklegt að eitthvað sé í næsta eldgos í Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast í Tungnafellsjökli. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú staðreynd er að kvikuþrýstingur heldur áfram að aukast inní eldstöðinni. Þó er ekki hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað, eða hvenær það muni hugsanlega gjósa.

151102_1635
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eystri Skaftárkatlar

Eftir stærsta skaftárflóð síðan mælingar hófst. Nýjar mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands sýna að eystri skaftárketillinn hefur stækkað og þá væntanlega vegna aukins jarðhita á svæðinu. Nýlega var flogið yfir eystri skaftárketillinn og hægt er að sjá það myndband hérna (Facebook).

Annað

Ég hef örugglega gleymt að skrifa annað sem hefur gerst á Íslandi á síðustu vikum. Það verður bara að hafa það.

Aukin virkni í Tungnafellsjökli

Ég hef ekki tíma til þess að skrifa mjög langa grein um virknina í Tungnafellsjökli. Það kemur til vegna vinnu og skóla á morgun hjá mér.

Í gær (23-September-2015) varð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Stærsti jarðskjálfinn var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Flestir þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa verið minni að stærð. Þeir jarðskjálftar sem sjást á jarðskjálftamælinum mínum virðast sumir vera lágtíðni jarðskjálftar. Það bendir til þess að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum, frekar en spennubreytingar í jarðskorpunni.

150923_2255
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er viðhorf Veðurstofu Íslands að þessi jarðskjálftavirkni sé vegna spennubreytinga í jarðskorpunni vegna eldgossins í Bárðarbungu. Það mat er rétt, það sem hinsvegar flækir myndina umtalsvert meira er sú kvika og sú kvikusöfnun sem á sér núna stað í Tungnafellsjökli og er einnig að valda jarðskjálftum í eldstöðinni. Engin skráð eldgos hafa komið frá Tungnafellsjökli á sögulegum tíma. Þannig að ekki er hægt að segja til um hegðun Tungnafellsjökuls áður en eldgos hefst. Hvort að þessi kvikusöfnun leiðir til eldgoss er spurning sem ekki er hægt að svara.

Aukin virkni í Bárðarbungu og Tungnafellsjökli

Ég hef því miður ekki tíma til þess að skrifa langa grein um þessa virkni í Bárðarbungu eða Tungnafellsjökli.

Það sem ég sé núna er að kvika virðist vera að auka þrýsting í Tungnafellsjökli, sem veldur á móti auknum jarðskjálftum í eldstöðinni, stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni 2,9 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Þeir jarðskjálftar sem ég sé á mínum jarðskjálftamælum bera þess merki að kvika hafi búið þá til (lágtíðni jarðskjálftar). Þessa stundina er ég ekki með góða upplausn á þessa jarðskjálfta.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í dag (21-September-2015). Það er ekki alveg ljóst hvort að sú jarðskjálftavirkni stafar útaf innflæði kviku í Bárðarbungu eða útflæði kviku. Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 3,2 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þetta var mjög lítil jarðskjálftavirkni og óvíst hvort að þessi virkni tákni eitthvað.

150921_2235
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli og Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli mun líklega halda áfram og aukast að mínu mati. Ég er ekki viss hvað gerist í Bárðarbungu eins og stendur.

Áhugaverð virkni í Hamrinum (Bárðarbunga) og Tungnafellsjökli

Í gær (11-September-2015) átti sér stað áhugaverð virkin í Hamrinum (sjá undir Bárðarbunga). Hamarinn er eldstöð sem er innan sprungusveims Bárðarbungu. Hamarinn er hugsanlega tengdur eldstöðinni Bárðarbungu en sönnunargöng fyrir því eru mjög veik. Þó benda söguleg gögn til þess að oft gjósi í Hamrinum á svipuðum tíma og í Bárðarbungu. Annað slíkt dæmi er eldstöðin Þórðarhyrna í sprungusvarmi Grímsfjalls.

Sú jarðskjálftahrina sem hófst í Hamrinum byrjaði með litlum jarðskjálfta á 22,3 km dýpi. Nokkrir grunnir jarðskjálftar áttu sér stað á undan þessum jarðskjálfta, en þeir tengjast líklega breytingum í jarðhitakerfi Hamarsins á undan jarðskjálftanum. Þessi staki jarðskjálfti kom af stað hrinu jarðskjálfta á minna dýpi, það bendir til þess að þrýstingur inní eldstöðinni sé orðinn hár, hversu hár er ómögulegt að segja til um, það er einnig ekki hægt að segja til um það hversu nálægt eldgosi eldstöðin er. Miðað við þær vísbendingar sem ég er að sjá núna, þá er útlitið ekki gott að mínu mati. Síðast varð lítið eldgos í Hamrinum í Júlí-2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna, hérna og hérna.

150911_2215
Það svæði sem er núna virkt í Hamrinum. Jökulinn á þessu svæði er í kringum 300 til 400 metra þykkur. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.11.09.2015.at.22.48.utc
Þeir jarðskjálftar sem eiga sér stað í Hamrinum eru lágtíðni jarðskjálftar (grænir og rauðir toppar). Einnig sést óróatoppur á græna bandinu, ég veit ekki afhverju sá órói varð en hann virðist ekki koma fram á bláa og rauða bandinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.11.09.2015.at.22.49.utc
Óróatoppurinn sést ekki á SIL stöðinni í Skrokköldu. Ég er ekki viss um afhverju það er. Jarðskjálftavirkni sést mjög vel. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Virkni í Tungnafellsjökli

Það hefur einnig verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. í gær (11-September-2015) varð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftahrinan hófst á jarðskjálfta á 12,3 km dýpi og varð öll á svipuðu dýpi í kjölfarið. Þetta bendir til þess að kvikuinnskot hafi átt sér stað í dag á þessu svæði. Hvenær slíkt gæti er ekki hægt að spá fyrir um. Það er einnig hugsanlegt að kvika sér á minna dýpi nú þegar vegna þeirrar virkni sem átti sér stað í kringum eldgosið í Bárðarbungu.

150911_2215
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Tungnafellsjökull er fyrir norðan Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 1,9. Þetta var einnig grynnsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar yfirborðsbreytingar í Tungnafellsjökli eftir því sem ég kemst næst. Það verða ekkert alltaf yfirborðsbreytingar í eldstöðvum (hverir og jarðhiti) áður en eldgos hefst.

Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Þann 9-Júlí-2015 hófst jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Í kringum 50 jarðskjálftar hafa mælst og enginn þeirra hefur verið stærri en 2,0. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi.

150710_1935
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín skoðun að Tungnafellsjökull sé farinn að undirbúa eldgos. Alveg óháð því hvað gerist í Bárðarbungu á næstunni (eldgosahrinunni er ekki lokið í Bárðarbungu, þó svo að hlé sé núna í gangi). Síðan er ljóst á tímanum síðan þessi virkni hófst að þetta hefur verið að gerast í eldstöðinni í talsverðan tíma. Jarðskjálftavirkni fór að aukast í Tungnafellsjökli árið 2012 og hefur verið að aukast síðan hægt og rólega. Eldgosið og öll virknin í Bárðarbungu virðist hafa gefið Tungnafellsjökli aukin kraft og orku, þó eru tengsl þessara tveggja eldfjalla ekki þekkt og óvíst hvernig þau hugsanlega tengjast.

Jarðskjálftavirknin bendir til þess að þetta mun þróast með svipuðum hætti og vikunar áður en það fór að gjósa í Eyjafjallajökli árið 2010. Þróunin verður svipuð en ekki alveg eins, það er hinsvegar ljóst að þegar nær dregur þá mun jarðskjálftavirknin aukast umtalsvert. Hvenær það mun gerast veit ég ekki. Það eru einnig góðar líkur á því að ekkert muni gerast í Tungnafellsjökli.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Tungnafellsjökli

Þó svo að eldgosinu í Holuhrauni og Bárðarbungu sé lokið. Þá er ennþá fullt að gerast í Bárðarbungu þessa dagana. Dýpsti jarðskjálftinn sem hefur átt sér stað síðustu 48 klukkutímana var með dýpið 28,6 km og jarðskjálftar verða ekki mikið dýpri en þetta í Bárðarbungu. Á þessi dýpi koma jarðskjálftar fram vegna hreyfinga kviku frekar en spennubreytinga í jarðskorpunni.

150629_1615
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (rauðir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tungnafellsjökull

Síðan að eldgosinu lauk í Bárðarbungu og Holuhrauni þá hefur ekki dregið úr virkni í Tungnafellsjökli eins og búast hefði mátt við. Jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram, þó lítil sé og á mjög miklu dýpi. Dýpsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með dýpið 26,2 km.

150628_1925
Jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli (gulir punktar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað er að gerast í Tungnafellsjökli þar sem eldstöðin hefur ekki gosið á sögulegum tíma. Það er þó ljóst að kvikuinnskot eru að eiga sér stað á miklu dýpi, hvort og hvenær slíkt gæti leitt til eldgoss er óljóst á þessari stundu. Þar sem Tungnafellsjökull hefur ekki gosið á sögulegum tíma þá er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í eldstöðinni.

Ný jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli

Ný jarðskjálftahrina hófst í Tungafellsjökli í dag (13-Janúar-2015). Flestir jarðskjálftarnir eiga sér stað á 13 km dýpi en þeir ná alveg upp á rúmlega 2 km dýpi eftir því sem ég best sé.

150113_2025
Jarðskjálftavirknin í Tungafellsjökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu veit ég ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er að aukast eða minnka. Þó er ljóst að á þessari stundu er jarðskjálftavirknin stöðug eins og stendur. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið síðan þessi jarðskjálftahrina hófst var með stærðina 3,1. Það eru líkur á því að frekari stórir jarðskjálftar muni eiga sér stað í Tungafellsjökli. Hluti af þessari jarðskjálftavirkni á upptök sín í þeim spennubreytingum sem Bárðarbunga er að valda núna í nágrenni við sig. Þetta er hinsvegar bara hálf sagan, þar sem á árinu 2013 hófst jarðskjálftavirkni á miklu dýpi í Tungafellsjökli og þá urðu jarðskjálftar á 20 til 30 km dýpi. Þetta bendir til þess að kvika hafi verið farin að streyma undir Tungafellsjökul á þessum tíma. Það er ekki hægt að útiloka eldgos muni hefjast í Tungafellsjökli á eins og stendur.

Eldri greinar um Tungafellsjökul

Djúpir jarðskjálftar í Tungnafellsjökli (jonfr.com, 2013)

Staðan í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015

Hérna eru nýjustu upplýsingar um stöðuna í Bárðarbungu þann 5-Janúar-2015.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum þá hafa ekki orðið neinar stórar breytingar á eldgosinu í Holuhrauni um helgina. Eldgosið heldur áfram að mestu leiti á svipuðum nótum og hefur verið síðustu fjóra mánuðina. Hraunið rennur núna neðanjarðar að mestu leiti í nýja hrauninu sem hefur myndast í eldgosinu.

150105_2225
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Minni jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu síðustu daga og ber þess merki að dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkninni miðað við vikunar á undann. Það er mín skoðun að þetta bendi til þess að kvikuhólfið sem var að tæmast sé núna orðið tómt, eða næstum því orðið tómt. Ef það er raunin þá er hætta á því að þetta kvikuhólf falli saman með látum að mínu áliti. Þetta mundi ekki vera hrun öskjunnar, heldur eingöngu kvikuhólfsins sem er undir öskjunni í mjög flóknu eldfjalli. Þetta getur auðvitað ekki gerst, ef þetta gerist þá munu merkin verða merki af mjög stórum jarðskjálftum sem munu eiga sér stað þegar kvikuhólfið fellur saman. Ef þetta gerist ekki og kvikuhólfið helst uppi (jafnvel þó svo að kvikan sé öll farin eða nærri því öll farinn) þá er ljóst að jarðskorpan í Bárðarbungu brotnar ekki svo auðveldlega. Það er hinsvegar þekkt staðreynd að náttúrunni er illa við tóm rými þar sem þau eiga ekki að vera.

Eldstöðvanar Tungafellsjökull og Hamarinn

Vísindamenn hafa núna áhyggjur af því að Bárðarbunga sé að valda óstöðugleika í nálægum eldstöðvum. Þá helst í Tungafellsjökli og Hamrinum (einnig þekktur sem Loki-Fögrufjöll). Mikill munur er á Tungafellsjökli og Hamrinum, það er hinsvegar aukinn virkni í þessum tveim eldfjöllum síðustu fjóra mánuði.

Vandamálið við Hamarinn er það að ekki eru miklir jarðskjálftar í þeirri eldstöð og eldgos virðast geta átt sér stað þar án mikils fyrirvara eða viðvörunar (það gæti breyst, en þetta er það sem gögnin benda til núna). Þetta bendir til þess að kvika sé tiltölulega grunnt í Hamrinum og að jarðskorpan sé svo mjúk að hún brotnar ekki (þetta er bara mín hugmynd um hvað gæti verið að gerast þarna, þetta hefur ekki verið sannað). Ef þetta er staðan, eins og gögnin benda til þá er hætta á eldgosi í Hamrinum án mikillar viðvörunar og mjög lítilli eða engri jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos var í Hamrinum í Júlí-2011 og skrifaði ég um það hérna og hérna (á ensku).

Staðan er önnur í Tungafellsjökli. Þar hefur verið örlítið um kvikuinnskot í eldstöðina síðan seint árið 2011 eða snemma árið 2012. Þau kvikuinnskot hafa búið til frekari leiðir fyrir meiri kviku að ryðja sér leið upp á yfirborðið og valda eldgosi. Eins og stendur er ekki nægjanlega mikið af kviku í Tungafellsjökli til þess að valda eldgosi og þessi kvika hefur ekki þrýstinginn til þess að valda eldgosi að auki eftir því sem ég er að sjá úr gögnum (mín skoðun). Eins og staðan er núna, þá verður umtalsvert meira að gerast til þess að það fari að gjósa í Tungafellsjökli í fyrsta skipti á sögulegum tíma að mínu mati (athugið! Ég hef stundum rangt fyrir mér í þessum efnum).

Staðan í Bárðarbungu þann 27-Desember-2014

Eldgosið í Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti og undanfarið. Eldgosið heldur svipuðum takti og hefur verið síðustu vikunar. Það sást til breytinga við eldgosið í Holuhrauni, en það er ekki orðið ljóst hverjar þær breytingar eru á þessari stundu.

141227_1825
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni síðustu daga í Bárðarbungu, og hefur dregið talsvert úr fjölda þeirra jarðskjálfta sem ná yfir stærðina 3,0 undanfarna daga. Stærsti jarðskjálftinn síðustu daga hafði stærðina 5,0. Það er óljóst afhverju það er að draga úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Það er möguleiki á því að núverandi fasa í eldgosinu í Holuhrauni sé að ljúka, að minnsta kosti þeim hluta eldgossins sem er að valda jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

Jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Tungafellsjökli. Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið í Tungafellsjökli eru allir mjög litlir og mjög lítið um jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Þessa stundina virðist sem að jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli sé að aukast og það er ekki ljóst afhverju það stafar. Hættan á eldgosi í Tungafellsjökli virðist ennþá vera til staðar, jafnvel þó svo að þarna yrði eingöngu um að ræða mjög lítið eldgos. Verði eldgos í Tungafellsjökli, þá verður það fyrsta eldgosið í Tungafellsjökli síðustu 12,000 ár hið minnsta.

Greinarskrif um áramótin

Næstu greinar um stöðu mála í Bárðarbungu verða skrifaðar á þessum dögum.

29-Desember-2014
2-Janúar-2015

Regluleg skrif um Bárðarbungu hefjast á ný eftir að nýja árið er gengið í garð.

Staðan í Bárðarbungu þann 22-Desember-2014

Hérna er stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

  • Eldgosið í Holuhrauni hefur núna varað í næstum því fjóra mánuði. Það þýðir að eldgosið í Holuhrauni er eitt lengsta eldgos á Íslandi í mjög mörg ár. Þetta gæti jafnvel verið lengsta eldgos á Íslandi síðan á 19 öldinni.
  • Hraunið í Holuhrauni er núna stærra en 80 ferkílómetrar (km²) að stærð. Hraunið rennur núna neðanjarðar og brýst fram á jöðrunum og einstaka sinnum á fram á yfirborðinu.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í Bárðarbungu og hefur verið. Vegna veðurs hafa litlir jarðskjálftar sést illa á nálægum SIL stöðvum, einnig sem að margar SIL stöðvar eru niðri vegna snjóa og veðurs.
  • Hægt hefur á sigi í Bárðarbungu, það er hinsvegar ekki hætt eins og staða mála er í dag, heldur hefur aðeins dregið úr siginu eins og stendur. Á sama tíma hefur einnig dregið úr fjölda stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu.
  • Það eru engin merki um það að eldgosinu í Holuhrauni sé að fara að ljúka fljótlega og það er ljóst að þetta eldgos getur haldið áfram í marga mánuði í viðbót, jafnvel í nokkur ár ef þetta verður mjög langdregið eldgos.

Aðrar fréttir af eldgosinu í Bárðarbungu

  • Jarðvísindamenn eru orðnir leiðir á fundum um stöðu mála í Bárðarbungu. Enda hafa verið haldnir í kringum 80 fundnir um gang eldgossins í Bárðarbungu nú þegar.
  • Jarðvísindamenn munu halda áfram að fylgjast með eldgosinu í Bárðarbungu og munu halda áfram að mæta á fundi. Jafnvel þó svo að þeir séu orðnir frekar leiðir á öllum þessum fundum.
  • Lögreglan er með vakt í Drekagili. Þar eru núna tveir lögreglumenn, jafnvel þó svo að enginn fari þarna um vegna ófærðar og veðurs. Jarðvísindamenn fara ekki þarna um þessa dagana vegna ófærðar og veðurs.

Staðan í Tungafellsjökli

  • Nýjustu fréttir benda til þess að kvikuinnskot sé núna að eiga sér stað í Tungafellsjökli.
  • Ef þetta kvikuinnskot í Tungafellsjökli leiðir til eldgoss þá er talið að það eldgos verði ekki stærra en eldgosið í Fimmvörðuhálsi árið 2010 í Eyjafjallajökli.
  • Það má búast við áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli.

Jarðskjálftamynd af síðustu 48 klukkutímum

141222_2150
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fréttir af Bárðarbungu

Lögreglumenn eru einir í Drekagili (Rúv.is)
Vísindamenn þreyttir á fundum vegna Bárðarbungu (Vísir.is)
Nornahraun nær yfir 80 ferkílómetra lands (Vísir.is)

Uppfærslur um jólin

Næstu uppfærslur um stöðuna í Bárðarbungu verða 27-Desember-2014 og síðan 29-Desember-2014.

Annað

Ég mun færa Paypal til Íslands á morgun. Af þessum sökum verður það ekki aðgengilegt næstu daga. Það er hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig beint. Upplýsingar um hvernig á að gera það er að finna hérna.