Eldgosið í Bárðarbungu heldur áfram með svipuðum hætti og undanfarið. Eldgosið heldur svipuðum takti og hefur verið síðustu vikunar. Það sást til breytinga við eldgosið í Holuhrauni, en það er ekki orðið ljóst hverjar þær breytingar eru á þessari stundu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni síðustu daga í Bárðarbungu, og hefur dregið talsvert úr fjölda þeirra jarðskjálfta sem ná yfir stærðina 3,0 undanfarna daga. Stærsti jarðskjálftinn síðustu daga hafði stærðina 5,0. Það er óljóst afhverju það er að draga úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Það er möguleiki á því að núverandi fasa í eldgosinu í Holuhrauni sé að ljúka, að minnsta kosti þeim hluta eldgossins sem er að valda jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli
Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Tungafellsjökli. Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið í Tungafellsjökli eru allir mjög litlir og mjög lítið um jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Þessa stundina virðist sem að jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli sé að aukast og það er ekki ljóst afhverju það stafar. Hættan á eldgosi í Tungafellsjökli virðist ennþá vera til staðar, jafnvel þó svo að þarna yrði eingöngu um að ræða mjög lítið eldgos. Verði eldgos í Tungafellsjökli, þá verður það fyrsta eldgosið í Tungafellsjökli síðustu 12,000 ár hið minnsta.
Greinarskrif um áramótin
Næstu greinar um stöðu mála í Bárðarbungu verða skrifaðar á þessum dögum.
29-Desember-2014
2-Janúar-2015
Regluleg skrif um Bárðarbungu hefjast á ný eftir að nýja árið er gengið í garð.