Jarðskjálftavirkni í Kötlu (24-Október-2022)

Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Ég venjulega skrifa ekki grein svona seint nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og mikilvægt.

Jarðskjálftavirknin sem er núna í eldstöðinni Kötlu virðist vera af þeirri gerðinni að það er nauðsynlegt að skrifa stutta grein um stöðu mála. Klukkan 00:46 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 (þetta er yfirfarin stærð en gæti breyst við frekari yfirferð hjá Veðurstofu Íslands á morgun) í eldstöðinni Kötlu. Í kjölfarið hafa komið nokkrir minni jarðskjálftar. Jarðskjálftavirknin núna er ennþá mjög lítil og fáir jarðskjálftar að koma fram og það er möguleiki að ekkert meira gæti gerst.

Græn stjarna í suðurhluta öskju Kötlu í Mýrdalsjökli. Það eru nokkrir rauðir punktar í kringum grænu stjörnuna sem eru minni jarðskjálftar.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að þetta þýðir að eldgos sé að fara að gerast eða hvort að þetta er bara hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það eru núna komin 104 ár síðan síðasta stóra eldgos varð í Kötlu og staðan núna er óljós. Ef eitthvað meira gerist. Þá mun ég skrifa um það á morgun. Það eru góðar líkur á því að ekkert meira getur gerst í þessari jarðskjálftavirkni en það er nauðsynlegt að fylgjast með ef það verða snöggar breytingar.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Í dag (21-Október-2022) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 10:23. Jarðskjálftahrinan er hugsanlega búin en það er erfitt að vera viss.

Rauðir og appelsínugulir puntkar í Brennisteinsfjöllum sunnan við Reykjavík. Ásamt gulum og appelsínugulum punktum vestan við Brennisteinsfjöllum í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftavirknin í Brennisteinsfjöllum og öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga. Mynd er frá Veðurstofu Íslands.

Það er mjög líklegt að hérna sé eingöngu um að ræða jarðskjálftavirkni vegna jarðskorpuhreyfinga. Það er hinsvegar vert að benda á það að sú eldgosavirkni sem hefur verið í Fagradalsfjalli (nýjasta eldstöð Íslands) mun færast austur á Reykjanesskaga. Hversu hratt það gerist og hvenær það gerist er ekki þekkt. Það er vegna skorts á heimildum og síðan eru ritaðar heimildir frá því fyrir 700 til 900 árum síðan mjög fáar og mjög ótraustar vegna skorts á smáatriðum og nákvæmni í besta falli.

Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (10-Júlí-2022), þá jókst jarðskjálftavirkni í Kötlu. Flestir jarðskjálftarnir voru með stærðina yfir Mw2,0 sem er óvenjulegt. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0.

Rauðir punktar og græn stjarna í öskju Kötlu í Mýrdalsjökli.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst þegar þessi grein er skrifuð hvað er að gerast. Það er möguleiki að það komi jökulflóð í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það eru engin merki um að eldgos sé að fara að hefjast þessa stundina en það gæti breyst án mikils fyrirvara. Þetta gæti einnig bara verið hefðbundin jarðskjálftavirkni sem verður í Kötlu yfir sumartímann. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er svarið á því hvað er að gerast mjög óljóst.

Jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg

Á Mánudaginn (4-Júlí-2022) hófst jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn á Mánudaginn var með stærðina MW3,2 og síðan í gær (Þriðjudag 5-Júlí-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1.

Græn stjarna út í sjó við Geirfugladrang sem sýnir staðsetninguna á Reykjaneshrygg. Þetta er talsvert langt frá landi
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist fylgja aukinni jarðskjálftavirkni á öllu Reykjanesinu síðustu mánuði. Þá bæði á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg. Þar sem sjávardýpi er mjög mikið á þessu svæði, þá mundi þurfa mjög stórt eldgos til þess að það næði upp á yfirborðið. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa orðið þarna, þar sem það hefur verið aukin jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu daga.

Jarðskjálftamælingar

Þar sem jarðskjálftamæla búnaðurinn minn er gamall og það er orðið erfitt að reka hann. Þá ákvað ég að hætta að mæla jarðskjálfta tímabundið eða þangað til að ég get fjárfest í nýjum jarðskjálftamælabúnaði. Hvenær það gerist veit ég ekki, þar sem ég veit ekki hvenær ég hef efni á því að kaupa nýjan búnað. Það er í dag hægt að fylgjast með þeim jarðskjálftamælum sem eru frá Raspberry Shake á Íslandi hérna. Ég ætla mér að uppfæra í Raspberry Shake þegar ég hef efni á því.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík vekur fólk af svefni

Í dag (22-Maí-2022) klukkan 09:53 og 09:57 urðu jarðskjálftar með stærðina Mw3,5 og Mw3,6. Þessir jarðskjálftar voru norð-vestur af Grindavík og fundust vel í bænum og samkvæmt fréttum, vöktu fólk upp af svefni.

Tvær grænar stjörnur norð-vestur af Grindavík sem sýnir stærstu jarðskjálftana. Önnur græn stjarna beint norður af Grindavík. Talsvert af rauðum punktum og appelsínugulum sem sýna minni jarðskjálfta á svæðinu
Jarðskjálftavirkni við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um að farið sé að draga úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin kemur hinsvegar í bylgjum samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það þýðir að það eru tímabil mikillar jarðskjálftavirkni og síðan lítillar jarðskjálftavirkni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er tímabil lítillar jarðskjálftavirkni í gangi.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá

Ég hef verið að bíða eftir upplýsingum um stöðu mála í Grímsfjalli í dag. Í gær (05-Desember-2021) uppgötvaðist nýr ketill í Grímsfjalli. Það er óljóst hvernig þessi ketlill myndaðist en hugsanlegt er að þarna hafi orðið eldgos sem náði ekki upp úr jöklinum. Óróagögnin er mjög óljós um hvort að það hafi orðið lítið eldgos þarna. Klukkan 06:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli og ég náði að mæla þennan jarðskjálfta mjög illa á jarðskjálftamæli hjá mér og sú mæling bendir til þess að sá jarðskjálfti hafi komið til vegna kvikuhreyfinga í Grísmfjalli.
Lesa áfram „Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Grímsfjalli, ekkert eldgos ennþá“

Snögg breyting í óróa í Grímsfjöllum

Staðan er núna óskýr og ekkert hefur verið staðfest þegar þessi grein er skrifuð. Þetta virðist hafa byrjað fyrir um einni klukkustund síðan og þá fór óróinn í kringum Grímsfjall að breytast. Þetta er ekki eins skörp breyting og varð rétt áður en eldgosið sem varð í Grímsfjalli í Maí 2011. Þessi breyting á óróanum er hinsvegar mjög líklega í samræmi við þær breytingar á óróa sem má búast við þegar kvika fer af stað innan í eldstöðvarkerfi. Jarðskjálftavirkni hefur verið í lágmarki síðustu 24 klukkustundirnar.

Óróinn á SIL stöðinni við Grímsfjall. þar sést snögg breyting á óróanum síðasta klukkutímann á blá, græna og fjólubláa óróanum
Óróinn í Grímsfjalli fyrir um klukkutíma síðan (þessi grein er skrifuð um klukkan 17:50 þann 04-Desember-2021). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástandið núna er þannig að eingöngu er hægt að fylgjast með því. Stundum verður eldgos eftir jökulfljóð í Grímsfjöllum. Stundum gerist ekki neitt og það er ekki hægt að segja til um það núna hvað mun gerast.

Jökulflóð að hefjast úr Grímsvötnum í eldstöðinni Grímsfjöllum

Það var tilkynnt í dag (24-Nóvember-2021) var tilkynnt að jökuflóð væri að hefjast úr Grímsvötnum sem eru í Grímsfjöllum. Það mun taka talsverðan tíma fyrir flóðið að koma undan jökli og niður í jökulár sem eru þarna á svæðinu, allt frá nokkrum klukkutímum til nokkura daga.

Það er einnig hætta á að þetta komi af stað eldgosi í Grímsfjalli. Hvort að það gerist á eftir að koma í ljós. Síðasta jökulflóð árið 2018 í Grímsvötnum kom ekki af stað eldgosi í Grímsfjalli.