Djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli

Í dag (21-Júlí-2021) komu fram nokkrir djúpir jarðskjálftar í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Þessi jarðskjálftavirkni er ekki stór og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw0,8. Mesta dýpi sem mældist var 13,4km.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli sýnd á mynd frá Veðurstofu Íslands sem nokkrir punktar á Reykjanesskaga. Það er einn punktur fyrir nýjasta jarðskjálftann, tveir appelsínugulir punktar fyrir næst elstu jarðskjálftana og síðan nokkrir bláir punktar fyrir elstu jarðskjálftana.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvað þetta þýðir. Það er möguleiki að meiri kvika sé að reyna að koma upp af miklu dýpi heldur en núverandi eldgosasvæði leyfir. Ef það er það sem er að gerast þá er möguleiki á því að nýir gígar opnist og eldgos hefjist á nýjum stöðum. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist jarðskjálftavirknin vera ennþá í gangi en það verða ekki margir jarðskjálftar núna og stærðir þeirra jarðskjálfta sem verða eru mjög litlar.

Þoka kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvað er að gerast á Fagradalsfjalli og í eldgosinu. Það er enginn órói að sjást á mælum Veðurstofu Íslands og það segir að ekkert eldgos er í gangi þessa stundina.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 17-Júlí-2021

Þetta er væntanlega minnsta greinin sem ég skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem tilheyrir eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Síðan 9-Júlí þá hefur eldgosið verið mjög óstöðugt. Milli 10-Júlí og 15-Júlí hélt eldgosið áfram eins og venjulega en eldgosið hélt áfram í púlsum.
  • Þann 15-Júlí um klukkan 05:00 þá stoppaði eldgosið skyndilega. Það hófst síðan aftur um klukkan 10:00 þann 16-Júlí.
  • Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að eldgosið hafi hætt aftur miðað við stöðuna á óróamælingum í kringum eldgosið.
  • Flæði hraunsins er niður í Meradali þegar hraunflæðið er í gangi. Með núverandi hraða þá mun það taka 1 til 4 vikur fyrir hraunið að klára að fylla Meradali áður en það nær að flæða úr dalnum yfir í næsta dal.
  • Eystri hluti gígsins hrundi og það gefur hrauninu beina leið niður í Meradali.

Það er óljóst afhverju eldgosið hagar sér svona. Ein af þeim hugmyndum sem ég hef er að það djúpkerfi kviku sem fæðir kvikuhólfið sem er þarna á um 20km dýpi sé að mestu leiti orðið tómt. Þegar kvikuhólfið tæmist þá stöðvast eldgosið og tekur sér smá tíma í að endurfyllast. Því minna sem er í kvikuhólfinu því lengri tíma tekur fyrir það að fyllast á ný. Hversu lengi þetta mun ganga svona veit ég ekki en ég tel ekki víst að þetta geti verið svona í margar vikur eða mánuði. Gígurinn sem gýs úr núna mun á endanum loka sér og þá mun eldgosið stöðvast vegna þess.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Júlí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Júlí-2021. Fagradalsfjall er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngja eins og er (það gæti breyst í framtíðinni).

  • Frá því klukkan 23:00 þann 5-Júlí-2021 hefur verið mjög lítil virkni í gígnum og ekki hefur sést til neins hrauns yfirgefa gíginn þegar sést í gíginn vegna þoku sem er á svæðinu núna. Þetta er lengsta hlé á eldgosinu síðan það hófst þann 19-Mars-2021.
  • Lítið magn af hrauni hefur sést í gígnum. Það er talið að það hraun sé að flæða úr gígnum í hraungöngum eða hraun hellum sem liggja frá gígnum. Þetta er þó óstaðfest þegar þessi grein er skrifuð.
  • Eldgosinu er ekki lokið. Það er ennþá í gangi eins og stendur.

Eftirfarandi hluti er ágiskun af minni hálfu

Lítil virkni í eldgosinu bendir til þess að það djúp kerfi sem færir eldgosinu kviku sé orðið tómt eða að verða tómt. Það kerfi kvikuhólfa sem er þarna undir þarf tíma til þess að fyllast á ný. Skortur á virkni er mjög algeng fyrir svona eldgos af þessari gerð þar sem eldgosið fer í gegnum hringrás af mikilli og lítilli virkni þess á milli. Þetta gæti valdið því að eldgosið opni nýja sprungu á næstu vikum ásamt því að eldgosið haldi áfram í núverandi gíg. Það er einnig jafn möguleiki á því að eldgosið haldi bara áfram í núverandi gíg þegar það heldur áfram af fullum krafti á ný.

Endir ágiskana hjá mér

Vegna þoku þá hefur verið erfitt að fylgjast með eldgosinu. Ég vonast til þess að það fari að breytast en það fer eftir veðurlagi hvort að það gerist á næstu dögum og vikum.

Eldgosið í Fagradalsfjalli neitar að hætta (2-Júlí-2021)

Eldgosið í Fagradalsfjalli (hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju) ákvað að koma öllum á óvart og halda áfram. Virknin fór að aukast aftur um klukkan 16:00 og í kringum þann tíma sást aftur í hraun í gígnum eftir að gígurinn tæmdist í nótt eins og ég nefndi í fyrri grein um þessa atburðarrás.

Ég hef verið að fylgjast með eldgosum í mjög langan tíma og þetta er í fyrsta skipti sem ég sé þetta gerast í eldgosi. Venjulega þegar gígar hrynja saman eins og gerðist í nótt þá boðar það yfirleitt endalok eldgossins í þeim gíg. Í þessu tilfelli þá hreinsaði hraunið grjótið úr gígnum eftir nokkra klukkutíma (grjótið fer bara niður með hrauninu). Eldgosið hófst eftir því sem þrýstingurinn jókst á kvikukerfinu sem er þarna á ferðinni. Óróinn fór að aukast aftur um klukkan 16:00. Ég veit ekki hvort að óróinn hefur náð hámarksgildum ennþá. Það er möguleiki en það er ekki hægt að vera viss.

Eldgosið í gígnum í Fagradalsfjalli með rauðu hrauni sem flæðir úr gígnum. Það sést einnig í dróna sem fór inn í ramma vefmyndavélarinnar.
Eldgosið í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.

Það er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst í þessu eldgosi. Þar sem þetta eldgos er að brjóta mikið af þessum hefðbundu reglum sem venjulega eiga við eldgos.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall. Óróalínan er næstum því lóðrétt frá um klukkan 16:00.
Óróinn í Fagradalsfjalli í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er mikið af hrauni sem flæðir niður í Nátthaga og hugsanlega í Geldingadal sem er nú þegar fullur af hrauni og mun flæða yfir lægstu punktana á næstunni.

Hugsanlegt að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið (2-Júlí-2021)

Þegar þessi grein er skrifuð þá er hugsanlegt að eldgosinu í Fagradalsfjalli sé lokið (athugið að Veðurstofan hefur ekki lýst því yfir að eldgosinu sé lokið). Þessi eldvirkni er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Um klukkan 03:43 kom upp öskuskýr úr gígnum í Fagradalsfjalli. Það var óljóst í nótt hvað var í gangi og það koma ekki í ljóst fyrr en í morgun gígurinn var að falla saman og lokast.

Öskuský frá gígnum í Fagradalsfjalli um klukkan 03:43 í nótt. Það nær upp fyrir ramma myndavélarinnar og er mjög dökkt.
Öskuskýið frá gígnum í nótt. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.

Órói minnkaði einnig á sama tíma og það er ekkert hraunflæði frá gígnum.

Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjall sem er næst eldgosinu. Það sést í toppa á grafinu síðustu klukkutíma.
Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvað gerist næst í þessu. Það er ólíklegt að eldgos muni hefjast aftur í gígnum sem hætti að gjósa í nótt. Venjulega þá gýs aldrei aftur í svona gígum þegar þeir eru hættir að gjósa. Kvikan þarf því að finna sér nýja leið þegar þrýstingur er orðinn nægur djúpt í jarðskorpunni til þess að hefja nýtt eldgos. Þegar þrýstingur er orðinn nægur þá er mjög líklegt að jarðskjálftahrina muni hefjast þar sem kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið á Reykjanesskaga. Hversu lengi þetta mun taka er ekki hægt að segja til um.

Þangað til að eldgos eða jarðskjálftar hefjast á Fagradalsfjalli eða nágrenni þá er þetta síðasta greinin hjá mér um eldgosið í Fagradalsfjalli.

Breytingar í eldgosinu í Fagradalsfjalli

Þetta er lítil uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Frá 22-Júní til 29-Júní fóru að koma fram breytingar í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Í staðinn fyrir að það væri stöðugur straumur af hrauni úr gígnum þá fór að bera á því að hraunstreymið væri stopult og óróinn sem fylgir eldgosinu fór einnig að breytast. Það stig endaði þann 29-Júní um klukkan 19:30 þegar virknin fór að aukast aftur. Það virðist sem að magn hrauns sem kemur upp núna hafi meira en tvöfaldast, miðað við það sem er að sjá á vefmyndavélum (þegar svæðið er ekki falið í þoku).

Það er hugsanlegt að nýr gígur hafi opnast rétt sunnan við stóra gíginn í hrauninu þar. Þetta er rétt við stóra gíginn sem gerir staðfestingu mjög erfiða. Það hefur sést í hraun koma þar upp í slettum. Það er einnig möguleiki að þessi gígur sé nú þegar hættur að gjósa eftir nýjustu breytingar. Ég hreinlega veit ekki stöðuna eins og er.

Það hefur aðeins sést í hraunstrókavirkni í dag og þá sérstaklega síðustu klukkutíma eftir því sem virknin eykst á ný í eldgosinu. Þegar virknin er sem mest þá flæðir hraun núna út um allar hliðar gígsins en það gerðist ekki áður í eldgosinu. Það er eins og virknin detti alveg niður milli þess sem hraunflóð eiga sér stað úr gígnum. Ég veit ekki hvort að þetta er varanleg breyting eða bara tímabundin breyting á eldgosinu. Það gæti tekið margar vikur áður en hraunflæðið verður stöðugt úr gígnum á ný.

Það hefur komið fram í fréttum að meirihlutinn af hraunflæðinu á sér stað neðanjarðar og flæðir hraunið beint út í hraunbreiðuna þar sem það safnast saman í hrauntjarnir áður en það flæðir niður í Meradali, Geldingadali (fullur af hrauni) og síðan Nátthaga.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021. Þetta eldgos telst ennþá vera hluti af eldgosi í Krýsuvík-Trölldayngja eldstöðvarkerfinu en það gæti breyst í framtíðinni.

  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.
  • Meirihlutann af vikunni þá hefur hraunið flætt um hraungögn sem ekki hafa sést á yfirborðinu að miklu leiti. Í dag (18-Júní) breyttist það aftur og er hraun núna á yfirflæði úr gígnum.
  • Gígurinn er óstöðugur og eru hraun algeng úr honum. Sérstaklega innan í gígnum en það er hugsanlegt að allt það magn hrauns sem er í gígnum haldi innri hlutum gígsins uppi eins og er.
  • Hraun þekur núna allan Nátthaga og er hraunið á leið úr Nátthaga á næstu klukkutímum til dögum. Það verður ekki gerð nein tilraun til þess að stöðva framgagn hraunsins fram í sjó og yfir Suðurstrandarveg.
  • Geldingadalir eru fullir af hrauni og er komið aðeins yfirflæði í hraunið sem er þar. Það er hætta á að hraun flæði inn í Nátthagakrika og það var ýtt upp smá varnargarði til þess að tefja það ferli. Það er óljóst hvort að það virkaði. Eins og er þá hefur hraun ekki farið í þá áttina.
Hraun flæðir úr gígnum í appelsínugulum lit yfir á eldra hraun sem er í kringum gíginn. Gas kemur upp úr gígnum og rekur til norður.
Hraun flæðir upp úr gígnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.
Horft niður í Nátthaga en sést illa vegna gasmóðu sem er í dalnum. Það sést glitta í bíl í fjarlægð. Ásamt því að aðeins sést í hraunið sem er á leiðinni úr dalnum.
Nátthagi og hraunið í dalsbotninum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.

Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Næsta uppfærsla ætti að vera þann 25-Júní-2021.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 11-Júní-2021

Þetta verður ekki löng uppfærsla þar sem það hafa ekki orðið miklar breytingar á eldgosinu síðustu vikuna. Hérna er yfirlit yfir helstu breytingar sem hafa orðið. Fagradalsfjall er hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.

  • Gígurinn er hægt og rólega að lokast og kvikustrókavirkni er hætt eða orðin mjög lítil þegar þessi grein er skrifuð.
  • Gígurinn er núna í kringum 100 metra hár. Dýpi hraunsins er frá 10 metrum upp í 70 metra en þykktin veltur á staðsetningu hraunsins. Það er til kort af þessu en af höfundarréttarástæðum þá get ég ekki sýnt kortið hérna.
  • Flæði hraunsins er núna stöðugt og á sér ekki eingöngu stað þegar yfirflæði verður í gígnum.
  • Það er hugsanlegt að hrauntjörn sé að myndast í gígnum, staðan á slíku er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það á sér stað yfirflæði í gígnum en megin flæði hrauns á sér stað neðanjarðar í hraunrásum sem teygja sig út í hraunið og mynda hrauntjarnir sem bresta reglulega og stækka þannig jaðar hraunsins reglulega og handahófskennt.
  • Í dag (11-Júní-2021) fór fólk sem verður að teljast hálfvitar útá hraunið til þess að komast á útsýnishólinn (Gónhól) og síðan fór ein manneskja að ganga í brekkum gígsins og varð næstum því undir hrauni þegar hraunflóð fór af stað. Hægt er að sjá myndband af því hérna á vefsíðu Morgunblaðsins. Hraunflæðið er rúmlega í mannshæð og ef manneskja fer undir hraun þá er ekkert hægt að bjarga viðkomandi.
  • Á meðan yfirborð hraunsins er einöngu frá 50C til 100C þá þarf ekki að fara mjög djúpt til þess að komast í hraun sem er 900C og ef farið er inn í hraunrás þá er hraunið þar rúmlega 1100 gráðu heitt.
  • Í gær (10-Júní-2021) varð breyting í óróanum og eldgosinu sem heldur áfram. Þetta er vísbending um hugsanlega varanlega breytingu á eldgosinu. Hvað þetta þýðir er óljóst eins og er.

Það eru engar frekari upplýsingar eins og er. Næsta uppfærsla ætti að eiga sér stað þann 18-Júní-2021 ef ekkert gerist í þessu eldgosi. Annarstaðar á Íslandi er rólegt eins og er.

Óróinn í eldgosinu í Fagradalfjalli eins og hann kemur fram á SIL stöðinni Meradalir. Það eru línur sem er blá, græn og fjólublá sem sýna óróann sem þykkar línur. Frá 10-Júní breytist óróinn og verður minni um smá tíma en verður síðan sveiflukenndur með stórum oddum á óróaplottinu.
Óróinn í eldgosinu í Fagradalsfjalli frá SIL stöð sem er nærri eldgosinu í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 5-Júní-2021

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Fagradalsfjalli vikuna 28-Maí-2021 til 5-Júní-2021. Hérna er um að ræða eldstöðvarkerfið Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Gígurinn heldur áfram að stækka. Það virðist sem að gígurinn stækki með því að það hrinur innan í honum og þá stækkar hann útá við í látunum sem fylgja í kjölfarið. Núverandi hæð gígsins er milli 300 til 500 metrar. Þetta er samt mjög illa metið í gegnum vefmyndavélar.
  • Það svæði sem hefur verið mest notað til þess að horfa á eldgosið er núna lokað þar sem hraun hefur flætt yfir gönguleiðina sem þar er.
  • Vegna þess þá er núna hætta á því að vestari varnargarðurinn fari fljótlega undir hraun og þá flæðir meira hraun niður í Nátthaga.
  • Hraunið fer ekki mjög langt en það hleðst upp í staðinn og á svæðum er þykktin orðin nokkur hundruð metrar miðað við það landslag sem þarna er.
  • Ef að eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera þá mun allt svæðið fara undir hraun á næstu 6 til 10 mánuðum. Þar sem hraunið mun bara halda áfram að hlaðast upp þarna.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka.

Það eru engar aðrar fréttir af eldgosinu sem ég veit um. Eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera síðan það hófst þann 19-Mars-2021. Annarstaðar á Íslandi hefur verið mjög rólegt og lítið gerst og ekkert fréttnæmt.

Vegna hausverks sem ég var með síðustu 12 klukkutímana þá er þessi grein aðeins seinna á ferðinni en venjulega.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 28-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það hafa ekki orðið neinar meiriháttar breytingar á eldgosinu síðan síðasta grein var skrifuð. Það er talsvert af litlum breytingum sem er að eiga sér stað.
  • Stóri kvikustrókar hættu í síðari hluta vikunnar. Það er einhver kvikustrókavirkni en sú virkni er frekar lítil miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
  • Hraun flæðir núna niður í Nátthaga og er reiknað með að það nái niður að Suðurstrandarvegi á næstu 20 til 60 dögum eftir því hversu mikið hraun flæðir niður í Nátthaga.
  • Vestari varnargarðurinn hefur komið í veg fyrir að hraun flæði þar niður í Nátthaga hingað til þegar þessi grein er skrifuð. Slæmt veður í dag (28-Maí-2021) kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með því sem er að gerast á þessu svæði í dag. Á svæðinu er mikil rigning og þoka.
  • Stórar hrauntjarnir hafa myndast í hrauninu og hlaupa þessar hrauntjarnir reglulega fram og auka þannig þykktina á hrauninu. Hraunið hleypur einnig fram í hraunrásum sem eru inní sjálfu hrauninu og brjótast fram út við jaðar hraunsins. Þetta leyfir hrauninu einnig að brjótast fram án viðvörunar og stækka hraun jaðarinn þannig.
  • Hraunið er hægt og rólega að auka þykkt sína og hefur slík atburðarrás átt sér stað á undanförnum vikum. Það er að valda því að gönguleiðin að útsýnisstaðnum að gígnum fer hugsanlega undir hraun á næstu vikum ef hraunið heldur áfram að þykkna með þessum hætti. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunið þykknar á þessu svæði. Þetta gæti tekið aðeins nokkrar vikur að gerast frá því sem er núna.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítið að gerast í eldgosinu sjálfu og litlar breytingar þar. Þetta stig eldgossins gæti haldið áfram mánuðum saman. Það eru vísbendingar um að þetta sé fyrsta stigið í að búa til dyngju eða hugsanlega eldkeilu. Það verður að bíða og sjá hvað gerist í þessu eldgosi.