Staðan klukkan 12:32 í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Nafir austan Grímseyjar þann 19-Febrúar-2018

Upplýsingar í þessari grein munu úreldast mjög hratt.

Það er búið að lýsa yfir óvissustigi í Grímsey og nágrenni vegna þessar jarðskjálftahrinu austan við Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir sem mældist var með stærðina 5,2 og var annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,5 þessa stundina. Miðað við hvernig þessir jarðskjálfti kom fram á jarðskjálftamælinum mínum þá er líklegt að jarðskjálftinn sem er með stærðina 4,5 sé nærri því að vera 5,0 að stærð en það tekur tíma að fara nákvæmlega yfir jarðskjálftagögnin þegar svona jarðskjálftahrina á sér stað. Stærsti jarðskjálftinn fannst á stóru svæði í kringum Grímsey og á Akureyri.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að jarðskjálftahrinan sé að fara að enda. Það er óljóst á þessari stundu hvort að þetta sé undanfari að eldgosi á þessari stundu. Á þessari stundu er ekki eldgos á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er mjög þétt á svæði austan við Grímsey. Vegna þess hversu stór þessi jarðskjálftahrina er þá ræður SIL mælanetið ekki almennilega við að staðsetja alla jarðskjálftana sjálfvirkt.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Nafir austur af Grímsey í Tjörnesbrotabeltinu klukkan 16:20 þann 18-Febrúar-2018

Það er mjög líklegt að þær upplýsingar sem koma fram hérna verði úreltar mjög hratt.

Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Nafir sem er staðsett austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu er minni í dag (18-Febrúar-2018) en í gær (17-Febrúar-2018) og hafa í dag orðið að mestu litlir jarðskjálftar. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 3,4 og varð klukkan 12:14. Það er ennþá óljóst hvort að jarðskjálftahrinan mun aukast á ný en jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey í eldstöðinni Nafir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Það er minni þéttleiki í jarðskjálftahrinunni í dag en í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað mun gerast næst á þessu svæði. Þar sem það er ekki skráð nein eldgosasaga á þessu svæði og jarðskjálftavirknin er mjög flókin þar sem þarna blandast saman jarðskjálftavirkni sem á uppruna sinn í plötuhreyfingum og síðan í eldstöðvarbreytingum annarsvegar. Þessa stundina þá veit ég ekki hvort er núna en mjög líklega er hérna um að ræða jarðskjálftahrinu vegna eldstöðvahreyfinga í eldstöðinni Nafir. Það er mjög erfitt að lesa í stöðuna á þessu svæði þessa stundina.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf verður á í dag.

Staðan á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) klukkan 13:47 þann 17-Febrúar-2018

Upplýsingar hérna munu verða úreltar á mjög skömmum tíma.

Þegar þetta er skrifað hafa orðið 1615 jarðskjálftar austan Grímseyjar. Það er ekki ennþá orðið ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað þarna á Tjörnesbrotabeltinu. Það sem er ekki vitað er hvort að hérna sé um að ræða jarðskjálfta sem eiga uppruna sinn í flekahreyfingum eða kvikuhreyfingum.


Jarðskjálftahrinan austan Grímseyjar á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þetta er mjög þétt og mikil jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálfti frá miðnætti var með stærðina 3,7 en síðustu 48 klukkutíma hafa orðið 27 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 austan Grímseyjar. Jarðskjálftahrinan á sér stað í eldstöð sem heitir Nafir (það er engar GVP upplýsingar) og það eru ekki neinar skráðar heimildir um eldgos þarna síðustu 12.000 árin svo að ég viti til (ég gæti haft rangt fyrir mér). Það er óljóst á þessari stundu hvort að þarna muni eldgos eiga sér stað eða ekki. Það eru á þessari stundu engin augljós merki um kvikurhreyfingu á þessu svæði. Samkvæmt grein frá ÍSOR þá bendir jarðskjálftahrinan til þess að upptökin sé að finna í kvikuhreyfingum á þessu svæði. Ef að þarna eru kvikuhreyfingar á ferðinni þá er ekki ljóst hvort að það muni enda í eldgosi samkvæmt skoðun ÍSOR.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf verður á í dag.

Staðan í jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu klukkan 11:40

Upplýsingar í þessari grein geta orðið úreltar mjög hratt.

Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 1002 jarðskjálftar austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukktímana. Flestir jarðskjálftanna eru litlir en mjög margir jarðskjálftar finnast engu að síður í Grímsey.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan er mjög þétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki að sjá að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að enda þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 24 klukkutímana eru með stærðina 3,1 til 4,1. Það hafa orðið 12 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 síðustu 48 klukkustundirnar.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf verður á því.

Uppfærsla klukkan 19:15

Fjöldi jarðskjálfta er núna 1302 og það er möguleiki að ég hafi farið línuvillt í morgun og því er talan um fjölda jarðskjálfta sem ég skrifaði í morgun líklega röng.

Grein uppfærð klukkan 19:15.

Aukin jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ)

Upplýsingar í þessari grein munu verða úreltar á mjög skömmum tíma.

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 28-Janúar-2018 á Tjörnesbrotabeltinu heldur áfram af fullum krafti (grein hérna). Þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá má búast við því að þessar tölur verði úreltar mjög fljótlega. Jarðskjálftahrinan sem er núna í gangi hófst fyrir rúmlega 18 klukkutímum síðan og er ennþá í gangi af fullum krafti. Það hafa mælst yfir 500 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana en flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,0. Síðustu 48 klukkutímana þá hafa orðið þrír jarðskjálftar sem eru þrír að stærð eða stærri.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er mjög þétt á Tjörnesbrotabeltinu þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuvirkni á þessu svæði. Þarna er eldstöð sem hefur ekki gosið á sögulegum tíma (eldstöðin fyrir sunnan þessa eldstöð gaus árið 1867 Desember til 1868 Janúar) og er það eina þekkta eldgosið þar á sögulegum tíma (upplýsingar um þessa eldstöð má finna hérna). Skortur á gögnum gerir mjög erfitt að segja til um það hvort að þarna muni hefjast eldgos á þessu svæði og hvað þurfi að gerast til þess að eldgos hefjist. Staðan er núna er sú að þarna er eingöngu um að ræða jarðskorpuhreyfingar.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þörf krefur og staða mála breytist.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu ennþá í gangi

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 28-Janúar-2018 á Tjörnesbrotabeltinu hefur haldið áfram síðustu daga og á sunnudeginum 4-Febrúar-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 á þessu svæði. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja hversu lengi þessi jarðskjálftahrina muni vara á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan gæti varað í nokkra daga og upp í nokkrar vikur í viðbót.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (31-Janúar-2018) varð áframhald á jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu austur af Grímsey. Það urðu meira en 100 jarðskjálftar í aðal jarðskjálftahrinunni en enginn þeirra náði stærðinni 3,0. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 2,6 (klukkan 03:46). Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,2 (klukkan 20:20) á svæðinu þar sem jarðskjálftahrinan sem varð þann 28-Janúar-2018 átti sér stað. Það er líklegt að þessi jarðskjálfti tengist ekki jarðskjálftahrinunni suður af honum.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að hugsanlega sé möguleiki á stærri jarðskjálfta á þessu svæði á næstu mánuðum. Jarðskjálftar sem eru stærri en Mw5,0 verða reglulega á þessu svæði. Síðasti átti sér stað þann 2-Apríl-2013. Ég skrifaði um þann jarðskjálfta hérna og hérna (með myndum). Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti muni eiga sér stað.

Flutningur til Íslands

Vegna peningavandræða sem ég er alltaf í Danmörku vegna danska skattsins. Þá hef ég ákveðið að flytja aftur til Íslands í Október-2018. Ég ætla að fara aftur í skóla frá Janúar-2019 á meðan ég bíð eftir íbúð á Hvammstanga en ég vona að biðin verði ekkert rosalega löng hjá mér. Þeir sem vilja styrkja mig geta fundið upplýsingar um hvernig er hægt að gera það hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Árið 2017 var mjög slæmt hjá mér peningalega en þá lét ég taka danska skattinn af mér á Íslandi og núna læt ég taka upphæðina í Danmörku þar sem það breytir engu hvar upphæðin er tekin sem ég þarf að borga í skatt í Danmörku. Þar sem ég nenni ekki að standa í endalausu peningaleysi þá hef ég ákveðið að flytja aftur til Íslands. Þetta ástand hjá mér kemur til vegna ákvæða í tvísköttunarsamningi Íslands og Danmerkur. Ég ætla frekar að taka upp hlutfallslega búsetur erlendis eftir nokkur ár og þá mjög líklega í Þýskalandi.

Grein uppfærð klukkan 03:59. Bætti við texta sem datt út fyrir mistök.

Kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (28-Janúar-2018) hófst kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og því má búast við að tölur sem eru í þessari grein breytist fljótlega. Það á einnig við fjölda jarðskjálfta og stærð þeirra. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,1 (varð klukkan 07:49) og annar stærsti jarðskjálftinn sem varð er með stærðina 3,5 (varð klukkan 08:11). Fyrri jarðskjálftinn vakti fólk af svefni og fannst víða samkvæmt fréttum. Það voru engar slíkar tilkynningar varðandi seinni jarðskjálftann.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Stærstu jarðskjálftarnir eru merktir með grænum stjörnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram eftir tvo stærstu jarðskjálftana hafa náð stærðinni 3,0 hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 130 jarðskjálftar átt sér stað. Þessi jarðskjálftahrina virðist eingöngu vera í jarðskorpunni og ekkert sem bendir til þess að hérna sé um að ræða jarðskjálftavirkni sem tengist kvikuhreyfingum.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 22-Desember-2017 varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ) suð-austur af Flatey. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,5. Allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Lítil jarðskjálftahrina í vestari hluta Tjörnesbrotabeltsins

Aðfaranótt 6-Desember-2017 varð lítil jarðskjálftahrina í vestari hluta Tjörnesbrotabeltisins. Nokkrir jarðskjálftar komu fram og fundust á Siglufirði og Ólafsvík. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8.


Jarðskjálftavirknin er þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð. Það er misgengi á þessu svæði og því má búast við jarðskjálftavirkni á svæðinu.