Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (4-Apríl-2014) um miðnætti varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,5 og fannst á landi. Þessi jarðskjálftahrina er rúmlega 30 km frá landi. Eins og stendur er smá hlé í jarðskjálftahrinunni en möguleiki er á að hún haldi áfram. Það er þó alveg jafn líklegt að þessi jarðskjálftahrinu gæti verið lokið í bili.

140404_1805
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Grænar stjörnur tákna jarðskjálfta stærri en 3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óstaðfestar fréttir á Rúv.is segja að þetta gæti verið vegna kvikuinnskota í eldstöðinni sem þarna er til staðar. Það hefur þó ekki ennþá fengist staðfest hvort að það sé raunin. Ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram. Þá má reikna með að staðfesting fáist á því hvort að þetta sé jarðskjálftahrina vegna kvikuhreyfinga eða plötuhreyfinga á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eiga það til að byrja rólega og taka sér hlé þess á milli sem að mikil jarðskjálftavirkni varir í skamman tíma (nokkra klukkutíma). Hvort að það gerist núna veit ég ekki, mér þykir þó líklegt að þetta svæði á Reykjaneshryggnum haldi sig við þekkt munstur miðað við fyrri virkni. Það besta sem hægt er að gera er að fylgjast með. Hægt er að sjá jarðskjálftavirknina sem þarna á sér stað hérna á jarðskjálftavefsíðunni sem ég er með.

Jarðskjálftar í Grímsfjalli (Grímsvötnum)

Í gær (27-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Grímsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina tengist jökulflóði sem á sér núna stað úr Grímsvötnum. Þetta jökulflóð er minniháttar samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta flóð úr Grímsvötnum er álíka stórt og jökulflóð sem átti sér stað úr Grímsvötnum í Nóvember árið 2012.

140327_2100
Jarðskjálftahrinan í Grímsfjalli þann 27-Mars-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Órói hefur einnig verið að aukast í Grímsvötnu undanfarna klukkutíma og er helsta hugmyndin sú að þessi órói sé tengdur jökulflóðinu úr Grímsvötnum. Þetta er hátíðini órói sem er að koma fram og hefur hann verið að aukast síðustu klukkutíma. Hugmyndin að þessi órói sé vegna jökulflóðsins er hinsvegar óstaðfest eins og er.

grf.svd.27.03.2014.21.13.utc
Óróinn í Grímsfjalli klukkkan 21:13 þann 27-Mars-2014. Óróinn byrjar við enda þessa myndar (sjá daga). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

grf.svd.27.03.2014.22.55.utc
Óróinn klukkan 22:55 þann 27-Mars-2014. Eins og smá sjá á þessari mynd þá er óróinn að aukast (bláa línan er hátíðni órói). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Grímsfjalli. Það gæti þó breyst með mjög skömmmum fyrirvara. Þar sem Grímsfjall er mjög virk eldstöð og óútreikanleg sem slík. Ef eldgos hefst eða er að fara hefjast þá mun jarðskjálftavirknin aukast í Grímsfjalli eins og gerðist áður en eldgosið 2011 átti sér stað. Hægt er að fylgjast betur með Grímsfjalli hérna og einnig öðrum eldstöðvum í Vatnajökli.

Jarðskjálftar í Heklu

Í gær (27-Mars-2014) voru þrír jarðskjálftar í Heklu. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Heklu í Mars. Ég veit ekki hvað veldur þessari aukningu. Stærðir þessa jarðskjálfta voru 0,7 og 0,8. Dýpið var 9,7 til 8,3 km.

140327_2100
Jarðskjálftar í Heklu í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það er einnig mjög óskýrt hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir og ekki er víst að skilningur komist í þessa virkni á næstunni.

Jarðskjálftamælanetið

Vegna bilunar í internet sambandi þá uppfærist ekki jarðskjálftamælirinn við Heklu. Jarðskjálftamælirinn sjálfur virkar en sendir ekki nein gögn til mín yfir internetið eins og ég geri venjulega. Þetta þýðir einnig að vefmyndavélarnar virka ekki. Vefmyndavél Mílu virkar hinsvegar þó svo að hún sé lengra í burtu.

Jarðskjálftamælirinn í Bjarghúsum er ekki tengdur við internetið vegna vandamála með 3G tenginguna sem hann notar. Ég hef verið að reyna leysa þetta vandamál og vonast til þess að það verði leyst á morgun (fyrir helgina). Þessi jarðskjálftamælir virkar en sendir mér ekki gögn yfir internetið eins og er.

Jarðskjálftamælirinn á Eyrarbakka er ekki lengur í notkun. Þar sem manneskjan sem var að hýsa jarðskjálftamælinn og tengdan búnað gat það ekki lengur. Ég ætla mér að koma jarðskjálftamælinum fyrir í Húnaþingi Vestra í Desember. Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki ennþá hvar það gæti orðið. Ég er að leita að nýrri staðsetningu eins og er og vonast til þess að verða búinn að leysa það vandamál áður en Desember kemur.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í gær (21-Mars-2014) varð djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er hluti af Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu). Stærð þessa jarðskjálfta var bara 1,4 en dýpið var 29,7 km. Staðsetning þessa jarðskjálfta var bara 10,4 NA af Hamrinum, ég er ekki viss hvort að þessi jarðskjálfti varð innan eldstöðvarinnar Hamarinn eða fyrir utan sjálfa eldstöðina.

140322_1915
Jarðskjálftinn í Hamrinum og jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem verða á þessu dýpi eiga upptök sín í kviku eða kvikuinnskotum sem eiga sér stað á þessu dýpi. Þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði er í kringum 40 km á þessu svæði útaf heita reitnum (annar tengill hérna). Rannsókn á þykkt jarðskorpunnar er að finna hérna (á ensku). Ástæðan fyrir þykkri jarðskorpu þarna er vegna heita reitsins, en virknin í honum hefur valdið því að jarðskorpan þarna er þykkari en annarstaðar á Íslandi. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamarinum varð í Júlí 2011. Það varði aðeins í nokkra klukkutíma og náði ekki upp úr jöklinum.

Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Gímsfjalli

Frá 20-Janúar-2014 hefur aukin leiðni verið að mælast í Skeiðará. Ástæður þess að aukin leiðni er að mælast í Skeiðará er vegna jarðhitavatns frá Grímsfjalli. Vatnsmagn hefur einnig verið að aukast í Skeiðará á sama tíma og leiðni hefur verið að aukast.

gigjukvisl.svd.14.03.2014.vedur.is
Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Grímsfjalli frá 20-Janúar-2014. Myndin er fengin af Facebook vefsíðu Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Leiðni mælist núna 416 µS/cm samkvæmt Veðurstofu Íslands og þykir það mjög hátt gildi fyrir Skeiðará. Þetta vatn fer í gegnum nokkur vötn á leiðinni til Gígukvíslur og áður en það kemur að mælinum. Því er líklegt að leiðni sé ennþá meiri við upptök Skeiðará við Vatnajökul. Engin sérstök jarðskjálftavirkni eða órói hefur komið fram í kjölfarið á þessari auknu leiðni í Skeiðará. Það er hugsanlegt að ís-skjálftar eigi sér núna stað í Vatnajökli vegna þessa aukna rennslis. Ef það er raunin þá er hægt að fylgjast með því hérna. Það er mjög lítið vatn í Grímsvötnum síðan það gaus þar árið 2011 (umfjöllun um það eldgos er að finna hérna á ensku). Eins og stendur er ekki búist við frekari virkni í Grímsfjöllum.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja þessa vefsíðu og mína vinnu. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal takkan eða leggja beint inn á mig samkvæmt upplýsingum sem er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Þrír jarðskjálftar í Heklu

Í dag (3-Mars-2014) mældust þrír jarðskjálftar í Heklu. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0.

140303_1620
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engar frekari breytingar hafa átt sér stað í Heklu á þessum tíma. Undanfarin ár hefur jarðskjálftavirkni átt sér stað í Heklu án þess að eldgos hæfist. Ég reikna ekki með að þetta verði eitthvað öðruvísi núna eins og er. Hægt er að fylgjast með virkni í Heklu hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með og síðan er hægt að fylgast með Heklu í mynd hérna. Ef það skildi eitthvað gerast sem mér þykir ólíklegt eins og staðan er í dag.

Styrkir: Hægt er að styrkja mína vinnu hérna. Annars sé ég fram á að vera mjög peninga-lítill í Mars þar sem örorkubætur eru mjög litlar og rétt duga eingöngu fyrir reikningum. Það er einnig hægt að kaupa mína fyrstu smásögu sem ég hef gefið út til sölu hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í dag (25-Febrúar-2014) klukkan 09:49 varð mjög djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er undir Bárðarbungu í GVP gagnagrunninum sem Loki-Fögrufjöll). Dýpi þessa jarðskjálfta var 29,6 km og stærð hans var 1,8. Jarðskjálftar á þessu dýpi verða vegna kvikuhreyfinga, frekar en vegna spennu í jarðskorpunni.

140225_2030
Jarðskjálftinn í Hamrinum sem hafði dýpið 29,6 km er staðsettur 12,5 km suður af Hamrinum (64,417 -17,605). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Hamrinum var í Júlí 2011 [sjá hérna á ensku]. Það eldgos var lítið og varði bara í örfáa klukkutíma en olli jökulflóði úr Vatnajökli. Það hefur verið rólegt í Hamrinum síðustu mánuði en virkin virðist vera að aukast núna hægt og rólega. Eins og stendur eru þetta bara jarðskjálftar á miklu dýpi. Það er mikil virkni í Hamrinum þó ekki séu þar stöðug eldgos eins og er, ástæðan er sú að Hamarinn er nærri því beint yfir miðju heita reitsins á Íslandi sem veldur eldgosum á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu tvo daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni 1,0 eins og er.

140217_1150
Jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar þekkt í sögunni að eldgos geta átt sér stað snemma í Kötlu. Samkvæmt heimildum þá var eldgos í Maí árið 1721 og varði það eldgos fram í Október sama ár (+- 45 dagar). Það er ekki vitað til þess að eldgos í Kötlu hafi átt sér stað, það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkt vegna skorts á heimildum frá fyrri eldgosum.

Styrkir: Ef fólk getur styrkt mína vinnu þá er það vel þegið. Það er hægt að styrkja mig beint hérna eða með því að nota Paypal takkann hérna til hliðar. Staðan er orðin sú að ég er mjög blankur eins og er og restin af mánuðinum verður mjög erfið fái ég ekki neina styrki. Ég hef einnig gefið út mína fyrstu smásögu sem hægt er að lesa hérna á Kobo. Smásagan kostar $6,99 + íslenskur vaskur (VSK) ef einhver er. Takk fyrir stuðninginn.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í gær (16-Febrúar-2014) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessar jarðskjáfthrinur eiga sér stað þegar Orkuveita Reykjavíkur dælir niður vatni niður í jarðskorpuna. Þessi niðurdæling veldur jarðskjálftahrinum á svæðinu og þessar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað í flest ef ekki öll þau skipti sem niðurdæling á vatni á sér stað þarna.

140217_1110
Jarðskjálftahrina í Henglinum í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þegar vatni er dælt niður í jörðina stöðvast yfirleitt um leið og niðurdælingu vatns er lokið, eða mjög fljótlega eftir það. Eins og stendur er þessi niðurdæling á vatni eingöngu að valda minniháttar jarðskjálftum á svæðinu.

Styrkir: Fólk getur styrkt vinnu mína hérna með því að nota „Donate“ takkann hérna til hliðar eða fara eftir þeim upplýsingum sem er að finna hérna. Einnig sem hægt er að kaupa smásögu sem ég var að gefa út hérna fyrir $6,99 (+ íslenskur VSK ef það á við). Takk fyrir stuðninginn.

Beðið eftir eystri Skaftárkatlinum

Jökulhlaupið í Skaftá er alveg að verða búið eða er búið þegar þetta er skrifað (21-Janúar-2014). Þetta jökulflóð var frekar lítið samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem fylgist með gangi þessara flóða. Það er hinsvegar meira eftir. Þar sem það eru tveir katlar í Vatnajökli og eystri Skaftárketilinn er ennþá fullur af vatni.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Eystri og vestari Skaftárkatlanir í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar eystri Skaftárketilinn tæmist þá er reiknað með að það flóð verði mun stærra en flóðið úr vestari Skaftárkatlinum. Síðasta flóð sem átti sér stað úr eystri Skaftárkatlinum var árið 2010 samkvæmt yfirliti frá Háskóla Íslands. Hægt er að skoða hvernig flóðin úr Skaftárkötlum virka hérna á vefsíðu Háskóla Íslands – Jarðvísindastofnun.