Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í dag (09-September-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina og var mjög grunn og var á dýpinu 2,6 til 4,8 km. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

130909_1805
Jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki mikil í Öræfajökli og það gerir þessa jarðskjálftavirkni mjög áhugaverða. Þessa stundina er þetta bara jarðskjálftavirkni og ég reikna ekki með því að neitt annað gerist í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Hugsanlegt er að fleiri jarðskjálftar muni eiga sér stað í Öræfajökli næstu dögum og vikum. Þó er alveg jafn líklegt að ekkert meira muni gerast í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum

Undanfarna daga hefur verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum, sem er eldstöð í Vatnajökli. Jarðskjálftarnir eiga sér stað á tveim sprungum sem virðast hafa stefnuna austur-vestur. Líklega er um að ræða sprungu í eldstöðinni með þessa stefnu, það hefur þó ekki verið ennþá staðfest. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, en í dag (07-September-2013) mældi ég jarðskjálfta frá Hamrinum og þessi jarðskjálfti sýnist mér hafa merki þess að um væri að ræða jarðskjálfta sem á uppruna sinn í kvikuhreyfingum inni í eldstöðinni Hamrinum. Það hefur þó ekki ennþá verið staðfest og ekki er víst að það verði nokkurntímann staðfest. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,2 og var á dýpinu 4,5 km.

130907_2100
Jarðskjálftavirkni í Hamrinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamrinum átti sér stað þann 11 til 12-Júlí-2011. Það eldgos var minniháttar og fjallaði ég um það hérna (á ensku) og hérna (á ensku). Jarðskjálftavirknin í dag er á sama svæði og það gaus árið 2011. Undanfarin að því eldgosi var talsverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum mánuðina og hugsanlega árin þar á undan. Ég veit ekki hvort að núverandi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi eða ekki, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slík að svo stöddu. Hinsvegar er ekki hægt að útiloka slíkt eins og stendur. Það besta sem er hægt að gera er að fylgjast með stöðu mála í Hamrinum og sjá hvort að einhverjar frekari breytingar muni eiga sér stað í Hamrinum.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum

Þann 05-September-2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og á dýpinu 4,9 km.

130905_2200
Jarðskjálftahrinan í Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eiga sér stað í Esjufjöllum vegna kvikuhreyfinga talið er. Einnig sem að það eru núna fleiri SIL stöðvar á þessu svæði og því mælast þarna minni jarðskjálftar en áður. Fyrir nokkrum árum síðan gat Veðurstofa Íslands eingöngu mælt jarðskjálfta sem voru aðeins stærri en 1,5.

Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.

Minniháttar jarðskjálfti í Heklu

Í gær (04-September-2013) varð minniháttar jarðskjálfti í eldstöðinni Heklu. Stærð þessa jarðskjálfta var 0,4 og dýpið var innan við 1 km. Þannig að ekki var um að ræða jarðskjálfta af völdum kvikuhreyfinga.

130904_2025
Jarðskjálftinn í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem þessi jarðskjálfti var grunnur. Þá er ólíklegt að hann tengist hugsanlegu eldgosi í Heklu í framtíðinni.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-September-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Torfajökli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,1, engir stærri jarðskjálftar áttu sér stað í Torfajökli.

130903_1955
Jarðskjálftar í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona litlar jarðskjálftahrinur eru algengar í Torfajökli og eiga sér stað reglulega. Þessar litlu jarðskjálftahrinur þýða ekki að eldgos sé yfirvofandi í Torfajökli, hinsvegar stendur kvika grunnt í Torfajökli og það hefur ekki gosið þarna síðan á 15 öld minnir mig.

Minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar

Í gær (02-September-2013) átti sér stað minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar. Þetta var lítið kvikuinnskot og stóð stutt yfir og olli minniháttar óróa á nærliggjandi sil stöðvum. Stærsti jarðskjálftinn sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var 2,8 og með dýpið 14 km, sá jarðskjálfti sem kom á eftir þessum var með stærðina 2,1 og dýpið 15,5 km. Einn annar minni jarðskjálfti kom síðan í kjölfarið á þeim jarðskjálfta.

130903_1920
Jarðskjálftanir í Hamarinn – Báðarbunga eldstöðvunum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eru algeng á þessu svæði, þó svo að fjöldi þeirra sé breytilegur milli ára. Sum ár hafa mörg kvikuinnskot á þessu svæði, á meðan önnur ár eru fá til engin kvikuinnskot á þessu svæði. Kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi, kvikuinnskot þýðir bara að kvika var að færa sig til á dýpi og ekki er hægt að segja til um þýðingu þess til framtíðar.

Áhugaverður órói á jarðskjálftamælum í kringum Vatnajökul

Síðustu klukkutíma hefur verið áhugaverð óróavirkni á tveim sil stöðvum (sem stendur) í kringum Vatnajökul. Upptök þessar óróavirkni er óþekkt eins og stendur og það er ekki víst að það komi í ljós afhverju þessi virkni stafar. Þetta gæti verið vegna þess að jökuflóð frá Skaftárkötlum er hafið eða að hefjast eða þetta gæti verið eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er ennþá. Upptök þessara óróapúlsa eru óþekkt eins og stendur og í versta tilfelli mun ekki koma í ljós hvaðan þessi órói kemur innan Vatnajökuls. Hinsvegar vonast ég til þess að á næstu klukkutímum komi í ljós hvað er að valda þessum óróapúlsum í Vatnajökli.

skr.svd.02-September-2013.22.00.utc
Óróapúlsinn á Skrokköldu sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.02-September-2013.22.01.utc
Óróapúlsinn á Jökulsel sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og ég segi að ofan, þá eru upptök þessa óróapúlsa ekki þekkt þessa stundina. Þetta gæti verið vegna slæms veðurs á svæðinu, umferðar (ólíklegt vegna slæms veðurs á svæðinu) eða útaf einhverju sem er óþekkt á þessari stundu. Eins og stendur þá virðist sem að þessi órói komi ekki frá kvikuhreyfingu, þar sem lítil orka er í þessum óróapúlsum á tíðninni 0.5 til 1 Hz, þó er kvika þekkt til þess að vera með háan óróa þessari tíðini, það er þó frekar sjaldgæft þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt eins og er.

Það besta sem hægt er að gera eins og er að vakta þessa virkni og sjá hvað gerist og sjá hvort að það séu einhverjar breytingar að eiga sér stað á öðrum nálægum sil stöðvum. Eins og stendur þá reikna ég ekki með breytingu á þessu, þó svo að ekki sé hægt að útiloka það eins og er. Hættan á jökulflóði frá Skaftárkötlum er ennþá til staðar á svæðinu. Ég veit ekki hvort að þessir óróapúlsar tengjast Skaftárkötlum eða ekki á þessari stundu.

Minniháttar jökulflóð í Hofsjökli

Í gær (21-Ágúst-2013) hófst minniháttar jökulflóð í Hofsjökli. Þetta jökulflóð er mjög lítið og hefur ekki aukið vatnsrennsli í Jökulsá Vestri mikið samkvæmt fréttum. Mikil brennisteinsvetnis mengun fylgir þessu jökulflóði og hafa því Almannavarnir varað fólk (á Facebook) við að fara nálægt upptökum jökulárinnar á meðan þetta jökulflóð stendur yfir. Upptök þessa jökulflóðs í Hofsjökli er óþekkt eins og stendur, en líklega er háhitasvæði að tæma sig í Hofsjökli. Þó svo að þetta háhitasvæði sé kannski ekki endilega þekkt í dag.

Engin jarðskjálftavirkni hefur fylgt þessu jökulflóði og engar breytingar hafa orðið á Hofsjökli samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, og ólíklegt er að muni breytast. Lítið er vitað um Hofsjökul sem eldstöð, nema að líkega hefur ekki gosið þarna í meira en 12.000 ár og engin eldgos hafa átt sér stað síðan Íslands byggðist fyrir rúmlega 1000 árum síðan.

Frétt af þessu jökulhlaupi

Kanna hvað er á seyði í Vestari Jökulsá (Rúv.is)
Lítið jökulhlaup í Hofsjökli (Rúv.is)
Hlaup í Vestari Jökulsá (mbl.is)

Hugsanlegt jökulflóð frá Hofsjökli

Það er ýmislegt sem bendir til þess að jökulhlaup hafi átt sér stað frá Hofsjökli í dag. Þetta jökulhlaup var lítið og jók ekki rennsli í Jökulá Vestri í Skagarfirði samkvæmt fréttum. Tilkynnt var um breytingar í Jökulá Vestri til Veðurstofunnar fyrr í dag. Möguleiki er á því að þessar breytingar í Jökulá Vestri eigi uppruna sinn í skriðuföllum, breytingum í jöklinum sjálfum eða jökulhlaupi undan Hofsjökli. Það er ekki vitað ennþá hvort er raunin á þessari stundu, engin jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Hofsjökli í kjölfarið á þessu jökulhlaupi.

Lykt af brennistein hefur fylgt þessu jökulhlaupi og bendir það til þess að vatnið hafi komast í samband við háhitasvæði sem eru undir Hofsjökli, eða er jafnvel frá háhitasvæði í Hofsjökli. Engin jarðskjálftavirkni hefur fylgt þessu jökulhlaupi í Jökulá Vestri og allt er rólegt á jarðskjálftamælum.

Ef eitthvað meira gerist þá mun ég uppfæra þessa bloggfærslu eða skrifa nýja.

Fréttir af þessu jökulhlaupi úr Hofsjökli

Jökulsá Vestari óvenjuleg á litin (Rúv.is)
Brennisteinslykt við Goðdali (mbl.is)