Í gær, þann 2. Júlí 2023 klukkan 22:57 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina Mw3,1. Þetta var einn af mjög fáum jarðskjálftum sem áttu sér stað í Kötlu í gær, en það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar síðan þessi atburður átti sér stað.
Síðan síðasta jarðskjálftahrina varð í Kötlu. Þá hefur verið tiltölulega rólegt á því svæði síðustu daga.
Hérna eru nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,4 en það voru samtals átta jarðskjálftar sem voru með stærðina yfir Mw3,0. Samkvæmt vef Veðurstofunnar þá hafa komið fram um 58 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi, þó svo að ekki sé nein virkni þessa stundina í Kötlu.
Þessi jarðskjálftahrina fannst í Þórsmörk og var að valda svefnleysi þar.
Samkvæmt fréttum á mbl.is, þá er farin að koma fram aukin leiðni í Múlakvísl. Þessi aukning í leiðni virðist vera beintengt við jarðskjálftahrinuna sem er að eiga sér stað í Kötlu núna í nótt. Það er einnig hugsanlega meira vatn í Múlakvísl. Það er óljóst hvort að það er tengt, þar sem það hefur verið talsverð rigning síðustu daga sem hefur aukið vatnsmagn í ám. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa en það gæti breytst án viðvörunnar.
Fréttir af þessu
Í nótt, 30. Júní 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,5 af þeim jarðskjálftum sem er búið að fara yfir.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Eldgos er ekki hafið þessa stundina og óljóst hvort að svo verður. Ef að eldgos hefst, þá mun jarðskjálftavirknin í Kötlu halda áfram að aukast næstu klukkutímana. Þetta er þannig ástand að best er bara að fylgjast með þróun mála.
Í dag (29. Júní 2023) klukkan 07:48 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta var bara stakur jarðskjálfti og síðan kom jarðskjálfti með stærðina Mw1,3 klukkan 08:17 og síðan þá hefur ekkert meira gerst. Þórðarhyrna er eldstöð sem er innan sprungukerfis eldstöðvarinnar Grímsfjalls en er samt sjálfstæð eldstöð þar. Stundum verða eldgos í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli á sama tíma.
Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu varð milli áranna 1890 til 1900. Ég er ekki viss um hvaða ár, þar sem eldgos sem urðu í Grimsfjalli voru oft sett að þau hefðu orðið í Þórðarhyrnu og siðan gerðist það einnig að eldgos í Þórðarhyrnu voru álitin í Grímsfjalli. Síðasta eldgos varð því frá 120 til 140 árum síðan.
Í dag (28. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja í Kleifarvatni. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2 klukkan 09:21 og fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.
Það er mjög óljóst hvað er að gerast þarna núna. Líklegast útskýringin fyrir þessari jarðskjálftavirkni er þensla í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja. Á þessari stundu þá tel ég það sé ólíklegt að það verði eldgos í Krýsuvík-Trölladyngju. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Í dag (28. Júní 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hofsjökli. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftahrinunni í Hofsjökli sé lokið, ég er ekki alveg viss um að það sé raunin. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina, enginn af þeim jarðskjálftum sem varð náði stærðinni Mw3,0. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru undir Mw3,0 að stærð.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,6. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Ég er ekki viss um hvað er að gerast í Hofsjökli. Þar hefur ekki orðið neitt eldgos í 8000 til 12000 ár. Það er alveg möguleiki á því að ekki hafi gosið í Hofsjökli í meira en 12000 ár en hversu lengi það gæti verið eru upplýsingar sem ég hef ekki.
Í dag (27. Júní 2023) klukkan 07:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu sem hafði byrjað í Kötlu nokkru áður. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkni. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti í byggð.
Það virðist sem að þessi jarðskjálftavirkni komi í bylgjum. Það eru þá tímabil með mikilli virkni og síðan tímabil með lítilli virkni. Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Í dag (26. Júní 2023) jókst jarðskjálftavirknin í Kötlu á ný í nokkra klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina Mw2,5 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkninni. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Það er ennþá óljóst hvað er að gerast í Kötlu. Í dag urðu engar breytingar á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum í eldstöðinni. Það sýnir að kvika var ekki að hreyfast mikið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.
Í dag (26. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftahrinan er á svæði þar sem hafa komið fram reglulegar jarðskjálftahrinur og bendir það til þess að þarna sé kvikuinnskot að koma inn í jarðskorpuna og þarna verður kannski eldgos í framtíðinni.
Stærsti jarðskjálftinn í dag og þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Ég er ekki viss hvað það hafa komið fram margir jarðskjálftar fram þarna í dag. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Í dag (24. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni síðan í morgun.
Þessa stundina þá eru engin merki þess um að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu en það gæti breyst án viðvörunnar. Það gæti einnig gerst, eins og hefur gerst síðustu mánuði þegar svona jarðskjálftahrinur hafa komið fram að ekkert meira gerist þangað til að næsta jarðskjálftahrina verður. Það hefur verið það sem hefur verið að gerst undanfarna mánuði og ár í Kötlu.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.