Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fremrinámar

Í dag (30. Mars 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Fremrinámar. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé jarðskjáhrinu í þessari eldstöð og ég hef verið að fylgjast með jarðskjálftavirkni á Íslandi í næstum því þrjátíu ár. Jarðskjálftarnir í þessari þessari jarðskjálftahrinu voru litlir, stærðir voru frá Mw0,1 til Mw1,0. Dýpi jarðskjálftanna var frá 5,9 km til 9,1 km.

Fremrinámar eldstöðin er staðsett sunnan við Kröflu, við Mývatn. Þar fyrir norðan er einnig eldstöð sem heitir Heiðarsporðar en sést ekki á korti Veðurstofunnar. Þarna eru nokkrir appelsínugulir punktar sem sýna litlu jarðskjálftana sem þarna urðu.
Jarðskjálftavirkni í Fremrinámar eldstöðinni, sem er sunnan við eldstöðin Kröfu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í eldstöðinni Fremrinámar var fyrir um 3200 árum síðan (1200 BCE samkvæmt Global Volcanism Program). Það er önnur og mjög líklega nýlega uppgötvuð eldstöð norðan við Fremrinámar eldstöðina sem heitir Heiðarsporðar. Þar gaus síðan fyrir um 2200 árum síðan. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki vera í þeirri eldstöð, þessi eldstöð sést ekki á korti Veðurstofu Íslands sem er ekki með nýjustu upplýsingar sýndar. Þessar eldstöðvar koma fram á vefsíðunni Íslensk eldfjallavefsjá. Ég skrifaði þessa grein og nefni þessar eldstöðvar aðeins núna, þar sem ég er að sjá jarðskjálftavirkni þarna í fyrsta skipti.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöllum)

Fyrr í þessari viku hófst jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum (einnig þekkt sem Bláfjöll). Jarðskjálftahrinan er í suðurhluta Brennisteinfjalla nærri Hlíðarvatni og er á vestur-austur misgengi virðist vera. Það hafa eingöngu orðið litlir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu og stærðir jarðskjálfta hafa verið frá Mw0,0 til Mw2,3 þegar þessi grein er skrifuð. Eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur jarðskjálftavirknin færst á eitt hringlaga svæði, miðað við núverandi jarðskjálftavirkni. Það bendir sterklega til þess að kvika sé ástæða þess að þarna sé jarðskjálftavirkni núna.

Rauðir punktar sem sýna jarðskjálfta í suðurhluta Brennisteinsfjalla, auk gulra punkta sem sýna eldri jarðskjálfta. Einnig eru rauðir punktar í Henglinum í ótengrdri jarðskjálftahrinu.
Jarðskjálftavirknin í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin myndar hring eins og hún sést á skjálfta-lísu Veðurstofu Íslands. Punktanir eru misjafnir að stærð eftir stærð jarðskjálftanna sem þeir sýna.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd á vefsíðu Skjálfta-lísu á vef Veðurstofu Íslands. Skjáskot af vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Mynd frá Google Earth, sýnir svæðið og náttúru þessa. Vestan við þar sem jarðskjálftahrinan er núna er eldra hraun og síðan virðast vera eldri gígar sem eru mjög mikið veðraðir á því svæði þar sem jarðskjálftahrinan er, sem er austan við eldra hraunið og norðan við Hlíðarvatn.
Mynd frá Google Earth sem sýnir svæðið og náttúru þess. Höfundarréttur myndar er frá Google Earth (Google/Alphabet).

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan of lítil til þess að koma af stað eldgosi. Þar sem jarðskorpan er köld og því getur kvikan ekki farið um einfaldlega innan jarðskorpunnar. Dýpi jarðskjálftahrinunnar er núna í kringum 5 til 7 km þegar þessi grein er skrifuð og hefur lítið breyst yfir vikuna. Það sem ekki sést ennþá á vefsíðunni Skjálfta-lísu. Þá er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan hafi farið að færast aðeins austar frá því sem var þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni stöðvist, eitthvað sem gerist oft þegar nýtt eldgosatímabil er að hefjast í eldstöðvum.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (19. Mars 2023) klukkan 14:59 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni og tengist innflæði kviku inn í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk þar árið 2015.

Vatnajökull og í norður-vestur hluta hans er græn stjarna og rauður punktur sem sýnir jarðskjálftavirknina í eldstöðinni Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona jarðskjálftar verða í Bárðarbungu einu sinni til tvisvar á mánuði og síðan verður jarðskjálfti með stærðina sem nær þriggja til fjögurra mánaða fresti. Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er að minnka eftir því sem lengra líður frá lokum eldgossins en það munu væntanlega líða nokkur ár þangað til að þessi jarðskjálftavirkni hættir alveg.

Fyrstu merki um næsta eldgosa tímabil í Fagradalsfjalli

Síðan í lok Febrúar 2023 hefur merkjum um að það sé farið að styttast í eldgos í Fagradadalsfjalli farið að fjölga. Þessi merki koma einnig fram í nágrenni við Fagradalsfjall. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli en síðast, þá varði tímabilið þar sem það var rólegt í um 10 mánuði. Hvort að það verður lengra eða styttra núna er ekki hægt að segja til um.

Rauðir punktar í Fagradalsfjalli, ásamt appelsínugulum punktum og í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja sem eru merktir með rauðum og appelsínugulum punktum, ásamt bláum punktum. Vestan við í eldstöðinni Reykjanes eru appelsínugulir punktar, ásamt bláum punktum.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli og nágrenni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er jarðskjálftavirknin minniháttar en það gæti breyst án nokkurs fyrirvara. Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir 6 mánuðir og 24 dagar síðan eldgosinu lauk í Meradölum. Ég veit ekki hvort að næsta eldgos mun hefjast með sama hætti og gerðist þegar það gaus síðast. Þar sem það er talsvert af kviku á 5 til 10 km dýpi og það breytir því hvernig svona eldgos hegða sér í jarðskorpunni.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Öskju

Í gær (14. Mars 2023) klukkan 20:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í eldstöðinni Öskju. Þetta er bara einn af mörgum minni jarðskjálftum sem hafa orðið í Öskju undanfarið. Í kjölfarið á þeirri þenslu sem hefur undanfarið verið í Öskju, þá hefur ekki komið fram nein aukning í jarðskjálftavirkni í Öskju. Það bendir til þess (þetta er mín persónulega skoðun) að þenslan sem er núna að eiga sér stað í Öskju muni ekki valda eldgosi. Mjög líklegt er að þenslan muni minnka og stöðvast á næstu mánuðum og jafnvel fer Askja að síga aftur. Afhverju þetta gerist á þann hátt sem það gerist er ekki eitthvað sem ég hef þekkingu á.

Jarðskjálftavirknin í Öskju. Sýnd með appelsínugulum punkti og síðan gulum punktum og bláum punktum. Það er einnig jarðskjálftavirkni austan við Öskju í Herðubreið og nágrenni.
Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín persónulega skoðun að jarðskjálftavirkni í Öskju muni verða lítil næstu mánuði og jafnvel verða engin um tíma. Ég tel að ekkert muni gerast núna í Öskju. Það er hinsvegar mikilvægt að taka það fram að ég get haft rangt fyrir mér, þar sem enginn veit í raun nákvæmlega hvað gerist næst í eldstöðinni.

Jarðskjálftavirkni í vestari hluta Kötlu

Í morgun (11. Mars 2023) klukkan 07:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í vestari hluta öskju Kötlu. Þessi jarðskjálfti varð í brún öskju Kötlu og dýpið var 1,1 km. Þetta var bara einn jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í vestari hluta öskju Kötlu. Auk appelsínuguls punkts þar fyrir norðan sem sýnir minni jarðskjálfta. Þarna eru einnig eldri jarðskjálftar og grænar stjörnur tengdar þeim.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan þessi jarðskjálfti varð. Þá hafa ekki komið fram neinir nýjir jarðskjálftar í eldstöðinni Kötlu. Það er alltaf möguleiki á því að þessari jarðskjálftavirkni sé lokið í bili. Það hefur verið mikið um frostskjálfta síðustu klukkutíma útaf þeim kulda sem gengur núna yfir Ísland og á sumum svæðum hefur frostið verið að fara niður í -20 gráður.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (9. Mars 2023) og í dag (10. Mars 2023) var jarðskjálftahrina austan við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,8 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Það hafa komið fram í kringum 40 til 60 jarðskjálftar fram þegar þessi grein er skrifuð. Það þýðir að þetta er frekar lítil jarðskjálftahrina miðað við þetta svæði á Tjörnesbrotabeltinu.

Græn stjarna austan við Grímsey ásamt rauðum punktum sem sýna minni jarðskjálftana sem hafa einnig orðið á sama svæði. Kortið er frá því klukkan 20:15 þann 10. Mars 2023.
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þarna verði stærri jarðskjálfti.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í dag (9. Mars 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er birt og því geta upplýsingar hérna orðið úreltar á mjög skömmum tíma. Þegar þessi gein er skrifuð, þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,4. Það er hrina minni jarðskjálfta ennþá í gangi.

Tvær grænar stjörnur í öskju Kötlu, ásamt minni jarðskjálftum sem einnig hafa orðið í Kötlu. Á kortinu er einnig Mýrdalsjökull sem er ofan á eldstöðinni Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vera viss um hvað er nákvæmlega í gangi hérna en þessi jarðskjálftavirkni minnir á það sem gerðist fyrir nokkrum árum rétt áður en það urðu smágos í Kötlu. Hvort að það gerist núna veit ég ekki. Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég veit meira eða eitthvað meira gerist í Kötlu.

Jarðskjálftahrina norður af Herðubreið

Í gær (5. Mars 2023) klukkan 18:00 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 norður af Herðubreið. Þetta er lítil jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi á þessu svæði síðan í Október 2022 (eða í kringum þann mánuð).

Græn stjarna og jarðskjálftahrina norður af Herðubreið. Ásamt rauðum punktum sem eru einnig á sama svæði. Herðubreið er staðsett norð-austur af eldstöðinni Öskju. Í eldstöðinni Öskju eru einnig bláir punktar sem sýna litla jarðskjálfta á því svæði.
Jarðskjálftavirkni norður af Herðubreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þessa jarðskjálfta var í kringum 4,2 km og jarðskjálftavirkni hefur verið að minnka undanfarna mánuði á þessu svæði. Ef þetta er kvika, þá er ekki mjög mikið af kviku á þessu dýpi. Jarðskjálftavirknin á þessu svæði er mjög lítil, miðað við þá jarðskjálftavirkni sem kemur fram rétt áður en eldgos verður. Það er ljóst, að ef þetta er kvika, þá er þessi kvika ekki að leita upp til yfirborðsins eins og stendur.

Jarðskjálftavirknin í Skaftafellsfjöllum

Síðan í Maí 2011 hefur verið jarðskjálftavirkni á svæði sem kallast Skaftafellsfjöll. Þetta er norðan við Öræfajökul og sunnan við Grímsfjall í Vatnajökli. Það virðist vera að jarðskjálftavirkni á þessu svæði sé núna varanleg. Eitthvað af þessum jarðskjálftum gætu verið ísskjálftar í Vatnajökli en flestir af þessum skjálftum eru það ekki, það sést á því dýpi sem þessir jarðskjálftar eru að eiga sér stað á.

Jarðskjálftavirknin í Skaftarfellsfjöllum er norðan við Öræfajökull í jaðri Vatnajökuls. Þessi virkni er sýnd á kortinu sem bláir, appelsínugulir og gulir punktar. Í eldstöðinni Öskju og í Herðubreið eru rauðir punktar sem sýna nýja jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin í Skaftárfellsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eitt ár af jarðskjálftum í Skaftárfellsfjöllum. Þarna sjást jarðskjálftar á stóru svæði í Skaftárfellsfjöllum og því nágrenni.
Jarðskjálftavirknin í Skaftárfellsfjöllum yfir 365 daga tímabil. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Skjálftalísu á vef Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki fyrir víst hvað er að gerast þarna. Jarðskjálftavirknin sýnir hinsvegar að það er eitthvað að gerast á þessu svæði. Þetta er mín óstaðfesta skoðun er sú að þarna sé eldstöð. Þó svo að ekki séu til neinar heimildir um slíkt og kort sýna eingöngu kulnaða eldstöð á þessu svæði. Þetta er mjög líklega ekki jarðskjálftavirkni í eldstöð sem er útkulnuð, það getur gerst en er mjög ólíklegt í þessu tilfelli. Þar sem jarðskjálftavirknin á þessu svæði er mjög regluleg og hefur verið í gangi síðan í Maí 2011. Það er ískjálftavirkni á þessu svæði en þarna eru einnig að mælast jarðskjálftar á svæði þar sem enginn jökull er og á miklu dýpi í jarðskorpunni. Það er ólíklegt að þetta séu villu í mælingum. Ég reikna ekki með að þarna verði eldgos, að minnsta kosti ekki í mjög langan tíma, ef það þá gerist. Það er möguleiki á að þessi jarðskjálftavirkni hafi verið í gangi mun lengur en síðan í Maí 2011.

– Þetta er ekki skráð eða staðfest eldstöð á þessu svæði. Það breytist aðeins ef að eldgos verður og það er mjög langt í að það gerist, ef það þá gerist. Það er því mjög langt þangað til að staðfesting fæst um hugsanlega eldstöð á þessu svæði.