Jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu

Í dag (24-Október-2017) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina 4,1 í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Síðan klukkan 14:54 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á sama svæði í Bárðarbungu auk þess sem nokkrir minni jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem er áhugavert núna er að jarðskjálftavirknin er að eiga sér stað sunnarlega í öskju Bárðarbungu á svæði þar sem sigkatlar hafa myndast undanfarið vegna mikils jarðhita á þessu svæði. Jarðhitinn kemur fram vegna þess að kvika stendur grunnt í jarðskorpunni á þessu svæði. Það gerir þessa jarðskjálftavirkni mjög áhugaverða og skapar hugsanlega möguleika fyrir því að þarna verði eldgos í framtíðinni en eldgos á þessu svæði gæti orðið til mikilla vandræða, jafnvel þó svo að slíkt eldgos mundi eingöngu vara í mjög stuttan tíma, jafnvel ekki meira en nokkra klukkutíma. Helsta hættan kæmi frá jökulflóði sem mundi koma frá þessu svæði í kjölfarið á eldgosi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er síuð á 4Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Núna er spurning hvort að það kemur fram jarðskjálfti í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það virðist alltaf verða jarðskjálftavirkni þar í kjölfarið á svona jarðskjálftavirkni í suðurhluta öskju Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju það gerist en það virðist engu að síður vera raunin.

Kröftug jarðskjálftahrina á suðurlandi í gær (20-Október-2017) – smá tjón tilkynnt

Í gær (20-Október-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina á suðurlandsbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og ekki er hægt að útiloka stærri jarðskjálfta frá því að eiga sér stað á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin á suðurlandi síðustu 48 klukkustundir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 4,1 en það hafa orðið fjórir jarðskjálftar með stærðina 2,9. Tjón kom varð í gær þegar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað en helsta tjónið felst í lausamunum sem féllu um og duttu í gólf og brotnuðu auk þess sem myndir skekktust á veggjum. Að auki var tilkynnt um símasambandsleysi á Stokkseyri í einhverja stund eftir stærsta jarðskjálftann en símasamband komst aftur á nokkru síðar samkvæmt frétt Rúv. Stærsti jarðskjálftinn fannst alla leið til Reykjavíkur og Akranes og austur til Hellu samkvæmt fréttum.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina þýðir að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á suðurlandsbrotabeltinu. Það mun væntanlega koma í ljós á næstu mánuðum hvort að það sé raunin eða ekki.

Kröftug jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu snemma í morgun (18-Október-2017)

Í dag (18-Október-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,8 – 3,9 í Grímsey klukkan 06:00 í morgun og hefur líklega vakið eitthvað af því fólki sem býr í Grímsey af værum svefni. Klukkan 05:01 hafði orðið jarðskjálfti með stærðina 2,9 í Grímsey og síðustu 48 klukkustundirnar hafa orðið 105 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu. Það virðist sem að stærsti jarðskjálftinn hafi verið frekar norðarlega í Grímsey á svæði þar sem enginn býr. Engu að síður varð þessi jarðskjálfti mjög nærri byggð.


jarðskjálftavirknin í Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni hófst á Tjörnesbrotabeltinu þann 05-Október-2017 og skrifaði ég um þá virkni hérna. Síðan þá hefur þessi jarðskjálftavirkni verið stöðugt í gangi þó aðeins hafi dregið úr fjölda jarðskjálfta um tíma. Jarðskjálftinn í morgun endurvirkjaði þessa jarðskjálftahrinu og fjöldi jarðskjálfta jókst umtalsvert í kjölfarið. Síðan um klukkan 19:00 hefur aðeins dregið aftur úr jarðskjálftavirkninni en þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi í Grímsey þegar þessi grein er skrifuð. Hugsanlegt er að þarna verði fleiri sterkir jarðskjálftar.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu þann 13-Október-2017

Á Föstudeginum þrenntánda í Október tvöþúsundund og sautján varða jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðsetning jarðskjálftans með stærðina 3,1 er mjög áhugaverð. Jarðskjálftinn er á stað þar sem ekki hefur verið mikið um jarðskjálftavirkni áður og þarna er einnig að finna mjög aflmikið hverasvæði sem hefur brætt af sér yfir hundraðmetra þykkan jökul. Kvika á þessu svæði er mjög grunnt eins og ljóst er að jarðhitavirkni á þessu svæði. Jarðfræðingar áætla að dýpið niður á kviku sé rúmlega 1 km miðað við þá jarðhitavirkni sem er til staðar á svæðinu. Jarðskjálftinn með stærðina 2,9 var á hefðbundu svæði norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Það er einnig áhugaverð jarðskjálftavirkni í norður hluta öskju Bárðarbungu sem hefur orðið yfir síðustu klukkutíma. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu á þessari stundu.

Lítil jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (08-Október-2017) kom fram lítil jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Það mældust aðeins þrír jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu en það er líklega vegna þess að þessi jarðskjálftahrina var langt frá landi sem gerir erfiðara að mæla þá jarðskjálfta sem þarna verða.


Jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey er græna stjarnan á þessu korti. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,1 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1. Síðan 10:33 í gær hefur ekki komið fram nein jarðskjálftavirkni þarna en það getur verið vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það er því ekki hægt að útiloka að frekari jarðskjálftavirkni hafi orðið þarna.

Nýr jarðskjálftamælir Veðurstofu Íslands

Ég sá í fréttum að núna er Veðurstofan búin að setja upp jarðskjálftamæli í Bjarnarey rétt fyrir utan Vestmannaeyjar. Þessi jarðskjálftamælir eykur næmina á svæðinu umtalsvert og þýðir einnig að hægt er að mæla jarðskjálfta sem verða lengra suður af Íslandi en áður hefur verið. Veðurstofan hefur einnig fært til jarðskjálftamælinn í Vestmannaeyjum vegna þess að gamla staðsetningin var farin að verða fyrir truflunum af menningarhávaða.

Frétt af nýja jarðskjálftamælinum, Jarðskjálftamælir í Bjarnarey að frumkvæði Vinnslustöðvarinnar (eyjafrettir.is).

Brennisteinslykt frá Múlakvísl

Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálftavirkni í Kötlu eins og ég fjallaði um hérna. Aðfaranótt 3-Október kom fram óróapúsl í Kötlu sem varði í nokkra klukkutíma en þessi óróapúls var ekkert rosalega sterkur og sést því ekkert rosalega vel á SIL stöðvum í kringum Kötlu.

Í dag (8-Október-2017) kom fram í fréttum Rúv að brennisteinslykt hefði fundist af Múlakvísl í dag og undanfarna daga auk þess að leiðni hefði að auki verið hærri undanfarna daga í Múlakvísl. Helsta hugmyndin að því hvað er í gangi er að einn af yfir tuttugu kötlum í Mýrdalsjökli hefði verið að tæma sig eins og gerist reglulega í Mýrdalsjökli. Í þessum kötlum þá safnast bræðsluvatn og því tæmast þessir katlar þegar þeir eru orðnir fullir og þrýstingurinn orðin nægur til þess brjóta sér leið undir jökulinn. Þetta olli litlu flóði í Múlakvísl auk þess að valda þeim óróa sem kom fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í kringum Mýrdalsjökul. Ég veit ekki alveg hvað er raunin hérna en aukin jarðskjálftavirkni hefur verið tengd svona atburðum í sumar þegar þeir hafa orðið og svona atburðir hafa orðið reglulega í allt sumar. Þessa stundina er leiðni frekar há í Múlakvísl samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofu Íslands en það dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu daga.

Fréttir af þessu

Brennisteinslykt á Mýrdalssandi (Rúv.is)

Áframhald á jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu

Síðan 05-Október-2017 hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina hefur verið svo til beint undir Grímsey. Yfir 120 jarðskjálftar hafa orðið í þessari hrinu á þessari stundu. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,9 (05-Október) og síðan 3,5 (06-Október) og síðan 3,0 (06-Október). Það eru góðar líkur á því að síðasta klukkutímann hafi orðið jarðskjálfti sem er nærri því með stærðina 3,0 eða verður á næstu klukkutímum.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu síðan 05-Október-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist af íbúum Grímseyjar og jarðskjálftinn aðfaranótt föstudag vakti íbúa Grímseyjar upp af svefni sá jarðskjálfti var með stærðina 3,5. Engar skemmdir hafa ennþá orðið vegna þessar jarðskjálftahrinu í Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er staðsett rúmlega 1 til 3 kílómetra frá byggðinni í Grímsey. Stærri jarðskjálftar sem eru 3,0 eða stærri á Tjörnesbrotabeltinu munu koma fram jarðskjálftamælum sem ég er með og er hægt að skoða hérna. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er sá jarðskjálftamælir sem nær jarðskjálftum á norðurlandi best.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Dagana 05-Október og 06-Október-2017 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Fyrsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 3,7 og kom sá jarðskjálfti fram þann 05-Október, síðari jarðskjálftinn kom fram þann 06-Október-2017 og var með stærðina 3,4. Fyrri jarðskjálftinn sem kom fram varð í suð-vestur hluta öskju Bárðarbungu sem hefur ekki verið mjög jarðskjálftavirk, síðari jarðskjálftinn var með stærðina 3,4 og varð á hefðbundu svæði í norð-austur hluta öskjunnar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir aðrir jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu en stærsti eftirskjálftinn sem kom fram var með stærðina 2,2 en allir aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Öræfajökli

Í dag (03-Október-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Öræfajökli. Þessi jarðskjálfti hefur ekki valdið frekari jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta sterkasti jarðskjálftinn í Öræfajökli síðan árið 2005 og fannst þessi jarðskjálfti á nærliggjandi bæjum og ferðamannasvæðum.

Greinin uppfærð klukkan 00:38 þann 4-Október-2017. Veðurstofan uppfærði stærð jarðskjálftans.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þann 1-Október-2017 varð aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Þessi aukning heldur áfram en veður hefur þó valdið því að erfitt er að mæla þessa aukningu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,6 (tveir jarðskjálftar) en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég er einnig aftur farinn að mæla lágtíðni jarðskjálfta sem eiga upptök sín einhverstaðar í Kötlu að ég tel. Þessir jarðskjálftar koma fram þegar aukning verður í jarðskjálftum í Kötlu. Ég veit ekki afhverju þetta er gerist. Síðustu 48 klukkustundirnar hefur verið minni virkni í Kötlu en 1-Október-2017 en veður á þessum tíma hefur ekki verið gott. Það virðist einnig sem að slæma veðrið hafi skemmt jarðskjálftamælastöðina Goðabungu sem Veðurstofan rekur þar. Það mun taka Veðurstofuna einhvern tíma að laga þá jarðskjálftamælastöð vegna þess að veðurspáin næstu daga er ekki góð.

Vefþjóna uppfærsla

Ég mun uppfæra vefhýsinguna fyrir þessa vefsíðu á næstu dögum og færa hana til Bretlands. Það ætti að bæta viðbragðstíma vefsíðunnar og bæta hleðslutíma vefsíðunnar frá því sem er núna í dag. Ef allt verður rólegt næstu daga þá ætti þessi breyting að verða án þess að nokkur taki eftir henni.