Þetta er stutt grein. Þar sem það er of mikið að gerast núna til þess að koma með eitthvað upplýsandi.
Það er mjög þétt jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes sem er norður-vestur af Grindavík. Það er einnig jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík.
Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi fyrir eldstöðina Reykjanes og síðan Grindavík.
Það er mjög mikið um stóra jarðskjálfta núna. Það er vonlaust að koma með einhverjar nothæfar tölur eins og er.
Þetta er það sem ég er að mæla í rúmlega 187 km fjarlægð. Þetta er þéttasta jarðskjálftavirkni sem ég hef nokkurntímann séð hjá mér.
Ég mun setja inn uppfærslu þegar ég hef eitthvað nothæft til þess að setja inn.
Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án fyrirvara.
Um miðnætti þann 9. Nóvember 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes nærri fjallinu Þorbjörn. Þetta er sama svæði og þar sem hefur verið kvikuinnskot í gangi síðan 25. Október 2023. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw5,0 og það hefur verið mikið um minni jarðskjálfta á svæðinu.
Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er upphafið af eldgosi á þessu svæði eða bara áhrif af þeirri þenslu sem kemur til vegna innstreymis kviku á þetta svæði. Kvikan er ennþá á 5 km dýpi og það mun því taka nokkra klukkutíma fyrir kvikuna að stíga upp í gegnum jarðskorpuna sé kvikan farin af stað. Það þýðir að ekkert mun gerast á yfirborðinu fyrr en í fyrsta lagi á morgun eða kannski ekki fyrr en þann 10. Nóvember 2023. Það veltur allt á því hversu hratt kvikan stígur upp í gegnum jarðskorpuna, ef kvikan er farinn af stað sem er alls ekki víst að svo sé.
Ég mun setja upp uppfærslu á stöðu mála á morgun ef eitthvað meira gerist.
Þetta er stutt uppfærsla á stöðu mála í eldstöðinni Reykjanes. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án nokkurs fyrirvara.
Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Svartsengi, nærri fjallinu Þorbjörn. Þessir jarðskjálftar eru annaðhvort spennu jarðskjálftar (suð-vestur eða norð-austur) af svæðinu sem er að þenjast út núna.
Þenslan í Svartsengi er mjög mikil og hefur aukist um sem nemur 10mm á einum degi á síðustu dögum.
Það hefur kvika verið að safnast fyrir í jarðskorpunni í eldstöðinni Reykjanes síðan árið 2020, hugsanlega lengur en á meira dýpi, það er þó óljóst.
Það er hætta á stóru eldgosi á þessu svæði, sem í versta tilfelli varir í nokkra mánuði.
Stærstu jarðskjálftarnir síðustu daga hafa náð stærðinni Mw4,7. Það er ennþá hætta á stærri jarðskjálftum.
Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst eða hvort að það muni hefjast. Líkur á því að eldgos hefjist eru hinsvegar mjög miklar.
Morgunblaðið segir frá því í frétt að jarðhiti er farinn að sjást á hitamyndavélum. Hægt er að lesa þá frétt hérna. Þarna er YouTube myndband og hægt að sjá myndband á ensku með fleiri myndum af svæðinu.
Ég set inn nýjar upplýsingar þegar eitthvað gerist. Það er ekki mikil dagleg breyting á stöðu mála núna milli daga. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki mikið til að skrifa um.
Í dag (31. Október 2023) um klukkan 08:00 í morgun, þá hófst kvikuhreyfing við fjallið Þorbjörn. Það olli jarðskjálfta með stærðina Mw3,7. Það virðist sem að kvikan sé núna á dýpinu 1,5 km, þar sem kvikan er hvað grynnst. Fyrir nokkrum dögum síðan, þá var þessi kvika á dýpinu um 5 til 8 km dýpi. Þessi kvika er því búinn að rísa mjög hratt á þessu svæði, það bendir til þess að þrýstingur sé meiri miðað við kvikuna sem hefur gosið í Fagradalsfjalli. Aukinn þrýstingur gæti valdið stærra eldgosi þegar það hefst. Þenslan sem er við suðurhluta Fagradalsfjalls er ennþá til staðar og það hefur ekkert dregið úr þeirri þenslu. Það eina sem hefur dregið úr er jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin hefur færst til vestari hluta Fagradalsfjalls. Það ætti ekki að útiloka það að eldgos gæti einnig orðið í Fagradalsfjalli á sama tíma. Atburðarrásin við fjallið Þorbjörn gæti hinsvegar seinkað þeirri atburðarrás við Fagradalsfjall.
Það er erfitt að segja til um það hvað gerist næst í þessu. Eldgos er hinsvegar mjög líklegt en hvar og hvenær er ekki hægt að segja til um en GPS gögn gefa ágæta vísbendingu um hugsanlegar staðsetningar. Staðan núna er mjög flókin og erfitt að segja til um hvað gerist í eldstöðinni Reykjanes og síðan í eldstöðinni Fagradalsfjall.
Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um leið og ég veit eitthvað. Ég er búinn að setja saman lista af vefmyndavélum á YouTube síðunni sem ég setti upp fyrir nokkru síðan.
Eldstöðin Reykjanes hefur verið sett á gulan viðvörunarkóða. Þetta er útaf mjög snöggri þenslu við fjallið Þorbjörn og í Svartsengi. Á minna en 24 klukkutímum, þá þandist svæðið út um 30mm. Þarna hafa komið fram þensla í fimm skipti áður (samkvæmt frá hjá Morgunblaðinu) síðan árið 2020. Þenslan núna er mun hraðari en fyrri tímabil þegar þensla kom áður fram á þessu svæði.
Þenslan í eldstöðinni Reykjanes skapar þá hættu að núna geta komið fram mjög kröftugir jarðskjálftar á Reykjanesskaga og úti á Reykjaneshrygg á næstu dögum og vikum. Það er áframhaldandi þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem hefur hvorki stöðvast eða hægst á síðan þenslan hófst þann 25. Október 2023. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos mun hefjast í eldstöðinni Reykjanes en hraðinn á þenslunni bendir til þess að það muni gerast. Staðsetningin er mjög slæm, þar sem þetta er nærri innviðum, bláa lónið er þarna nálægt auk jarðvarma virkjunar og hitaveitu. Eldgos á þessu svæði gæti valdið stórtjóni á innviðum á þessu svæði.
Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og fylgjast með því sem gerist á þessu svæði.
Upplýsingar í þessari grein verða úreltar á skömmum tíma.
Sú virkni sem er í gangi núna er mjög flókin og ekki víst að atburðarrásin verði sú sama og í fyrri eldgosum. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,5 og Mw4,5. Stærri jarðskjálftar geta orðið án nokkurar viðvörunnar. Það hafa orðið yfir 1000 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.
Það er góður möguleiki á því að atburðarrásin núna verði eins og atburðarrásin og varð í fyrri eldgosum. Þar sem staðsetningin er aðeins öðruvísi en áður og það getur haft mikil áhrif á því hvað gerist þegar kvikan reynir að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Jarðskjálftavirknin við fjallið Þorbjörn er hugsanlega blönduð jarðskjálftavirkni en GPS gögn sýna ekki neina þenslu þegar þessi grein er skrifuð.
Jarðskjálftavirknin er að aukast í suður hluta Fagradalsfjalls, á svæðinu Nátthagi, Nátthagakriki og á nálægum svæðum. Það er kvikuinnskot við Nátthaga og Nátthagakrika en það kvikuinnskot hefur verið þar í talsverðan tíma. Það kvikuinnskot gæti verið að fara að gjósa. Það er mikil óvissa í gangi núna hvað er að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Það er einnig munstur af lítilli og mikilli jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli, það hefur einnig sést í jarðskjálftavirkni áður en það fór að gjósa í fyrri eldgosum.
Ég mun skrifa inn uppfærslu hérna ef eitthvað breytist eða nýja grein ef þörf verður á því. Það gæti hinsvegar tekið tíma, þar sem ég reyni oft að átta mig á því hvað er að gerast áður en ég skrifa grein um það sem er að gerast.
Í gær (24. Október 2023) klukkan 22:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu í norður austur hluta eldstöðvarinnar, frekar en í megin gígnum þar sem flestir af þessum jarðskjálftum hafa komið fram síðustu ár.
Þessir jarðskjálftar eru í tengslum við þenslu í Bárðarbungu og eins og er, þá er engin hætta á eldgosi í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu í ár sem nær stærðinni Mw4,9.
Í gær (14. Október 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er einn af mörgum jarðskjálftum sem verða vegna þeirrar þenslu sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk þar árið 2015. Þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram næstu 50 til 100 árin ef ekkert breytist, þó mun jarðskjálftum fækka eftir því sem tíminn líður.
Þessi jarðskjálfti er eðlilegur og mun ekki koma af stað eldgosi og er ekki fyrirboði eldgoss. Svona jarðskjálfti verður á tveggja til þriggja mánaða fresti í Bárðarbungu núna.
Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands í dag (14. Október 2023). Þá er líklegt að næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða nágrenni verði í kringum jólin eða mögulega fyrr. Eftir að eldgosinu lauk þann 6. Ágúst 2023 hefur þensla í Fagradalsfjalli verið mun hraðari en eftir síðustu tvö eldgos. Þegar þessi grein er skrifuð, þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,7 norður af Grindavík og fannst þessi jarðskjálfti í Grindavík.
Eftir að síðustu tveimur eldgosum lauk í Fagradalsfjalli. Þá hefur tíminn milli eldgosa verið um tíu mánuðir. Það virðist vera að breytast. Þar sem tíminn núna þangað til að næsta eldgos hefst verður hugsanlega aðeins í kringum fjóra til sex mánuðir. Þetta er um helmingurinn af þeim tíma frá því að síðasta eldgosi lauk. Þessi staða er hættuleg, þar sem eldgos getur hafist án mikillar viðvörunnar eða jarðskjálftavirkni. Veðurstofan mælir með því að fólk fari varlega þegar það er að ferðast í kringum eða í nágrenni við Fagradalsfjall.
Í dag (5. Október 2023) urðu tveir jarðskjálftar sem tengjast virkninni í Fagradalsfjalli. Fyrri jarðskjálftinn varð í Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu og var með stærðina Mw3,3. Þetta var brotajarðskjálfti sem kom fram vegna þenslunar í Fagradalsfjalli. Seinni jarðskjálftinn varð norður af Grindavík og var með stærðina Mw3.2. Sá jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu sem tengist kvikuinnskoti á því svæði. Þetta svæði norður af Grindavík hefur verið að sjá mjög mikið af jarðskjálftavirkni á síðustu mánuðum. Það er allt saman tengt kvikuinnskoti á þessu svæði.
Þessi aukna jarðskjálftavirkni síðustu vikur bendir sterklega til þess að það muni gjósa aftur á þessu svæði fljótlega. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um og þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftavirknin of lítil til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Það gæti þó breyst án viðvörunnar eins og var raunin með síðustu eldgos. Það er einnig möguleiki að eitthvað hafi breyst eftir síðasta eldgos, en svar við þeirri spurningu mun ekki koma fram fyrr en þegar næsta eldgos hefst. Það eina sem er hægt að gera núna er að bíða eftir því sem vill gerast.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.