Jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Í dag (4. Júlí 2023) hófst jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir hingað til hafa eingöngu náð stærðinni Mw1,6 en það hefur enginn jarðskjálfti ennþá farið yfir stærðina Mw2,0. Þetta gæti breyst án viðvörunnar.

Rauðir punktar í Fagradalsfjalli, auk blárra og gulra punkta vestar við Fagradalsfjall. Það er talsvert um litla jarðskjálfta á Reykjanesskaga á þessu korti.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðast koma litlar jarðskjálftahrinu í Fagradalsfjalli áður en að eldgos hefst þar. Núverandi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að um kvikuinnskot sé að ræða. Hvort að þetta kvikuinnskot mun koma af stað eldgosi núna er ekki hægt að segja til um.

Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Fagradalsfjalli

Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.

Appelsínugulir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Einnig sem að það eru punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Tími á korti er 03. Jún. 23 klukka 12:35.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.

Fyrstu merki um næsta eldgosa tímabil í Fagradalsfjalli

Síðan í lok Febrúar 2023 hefur merkjum um að það sé farið að styttast í eldgos í Fagradadalsfjalli farið að fjölga. Þessi merki koma einnig fram í nágrenni við Fagradalsfjall. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli en síðast, þá varði tímabilið þar sem það var rólegt í um 10 mánuði. Hvort að það verður lengra eða styttra núna er ekki hægt að segja til um.

Rauðir punktar í Fagradalsfjalli, ásamt appelsínugulum punktum og í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja sem eru merktir með rauðum og appelsínugulum punktum, ásamt bláum punktum. Vestan við í eldstöðinni Reykjanes eru appelsínugulir punktar, ásamt bláum punktum.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli og nágrenni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er jarðskjálftavirknin minniháttar en það gæti breyst án nokkurs fyrirvara. Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir 6 mánuðir og 24 dagar síðan eldgosinu lauk í Meradölum. Ég veit ekki hvort að næsta eldgos mun hefjast með sama hætti og gerðist þegar það gaus síðast. Þar sem það er talsvert af kviku á 5 til 10 km dýpi og það breytir því hvernig svona eldgos hegða sér í jarðskorpunni.

Búast við má við eldgosum í Fagradalsfjalli núna í ár (2023) eða á næsta ári (2024)

Samkvæmt frétt á Rúv í kvöld (12. Febrúar 2023) þá er búist við að það muni gjósa í Fagradalsfjalli núna í ár (2023) eða á næsta ári (2024). Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi eldgos verða. Það verða sterkar jarðskjálftahrinur áður en eldgosin hefjast í Fagradalsfjalli eins og gerðist áður en það fór að gjósa í Mars 2021 og síðan í Ágúst 2022. Áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli í Mars 2021, þá hafði ekki gosið í Fagradalsfjalli í 6000 til 8000 ár. Það þýðir að það er frekar óljóst hvernig eldstöðin hagar sér og það mun taka smá tíma að sjá hvernig eldgosin verða í Fagradalsfjalli. Það er hinsvegar mjög líklegt að eldgosin í Fagradalsfjalli verði mjög svipuð og eldgosin í Kröflu árið 1975 til 1984, þó með þeim breytingum að eldgosin í Fagradalsfjalli munu vara lengur en gerðist í Kröflu, þetta er miðað við eldri gögn frá öðrum eldstöðum á Reykjanesskaga. Það má búast við að það muni gjósa í Fagradalsfjalli næstu 10 til 20 árin með hléum eins og gerst hefur nú þegar. Þessa stundina er Fagradalsfjall á rólegu tímaskeiði.

Þetta útilokar ekki eldgos í eldstöðinni Reykjanes (vestan við Fagradalsfjall) og síðan í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja (austan við Fagradalsfjall). Síðustu eldgos í þessum eldstöðvum voru fyrir 700 til 900 árum síðan og þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki þess að þessar eldstöðvar eru að fara að gjósa. Það hefur verið mikið um kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes síðan árið 2019 en það hefur ekki komið af stað eldgosi ennþá. Eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja hefur ekki haft nein kvikuinnskot ennþá. Eldstöðvar austan við Krýsuvík-Trölladyngja, eldstöðvanar Brennisteinsfjöll og Hengilinn hafa ekki sýnt neina virkni ennþá. Það gæti breyst án viðvörunnar ef að kvika fer að leita upp í þær eldstöðvar.

Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (21. Desember 2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þessi jarðskjálfti er vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta mögulega þýðir að þenslan í eldstöðinni Fagradalsfjalli sé að verða nægjanlega mikil til þess að koma af stað eldgosi, hvenær það gerist er samt ekki hægt að segja til um.
Lesa áfram „Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja“

Hugsanlegt kvikuinnskot í Fagradalsfjall

Snemma í morgun (10-Nóvember-2022) varð jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli, aðeins norðan við þann stað þar sem eldgosið varð í Ágúst 2022. Þetta var hugsanlega mjög lítið kvikuinnskot sem þarna varð og varði í kringum 1 klukkustund áður en það stoppaði. Dýpi jarðskjálftanna var í kringum 5 til 7 km.

Jarðskjálftar í línu norð-austur af Fagradalsfjalli í korti sem er teiknað upp af Skjálfta-lísu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Flestir punktanir eru rauðir og því jarðskjálftar sem urðu í dag.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd í jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands í Skjálfta-lísu. Mynd af vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin gefur hugsanlegar vísbendingar um það hvar næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli. Miðað við fyrri reynslu, þá verður ekki mikil viðvörun á því þegar eldgos er að hefjast. Í Ágúst þá byrjaði það eldgos með litlu kvikuinnskoti og lítilli jarðskjálftahrinu, sem síðan þróaðist yfir í stóra jarðskjálftahrinu dagana áður en eldgos hófst. Það er áhugavert að eldgosavirknin sé að færa sig norð-austur frekar en suður-vestur en óljóst afhverju það er að gerast.

Jarðskjálftahrina í vestur hluta eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls

Í morgun hófst jarðskjálftahrina í vestari hluta eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til náði stærðinni Mw3,0.

Græn stjarna vestan við Fagradalsfjall sem sýnist stærsta jarðskjálftann. Rauðir, bláir og appelsínugulir punktar á Reykjanesskaga sýna jarðskjálftavirkni í öðrum eldstöðum.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjall. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin er vegna þess að kvika er að troða sér upp í jarðskorpuna og er komin á rúmlega 5 km dýpi. Þetta er ekki stórt kvikuinnskot og mun ekki koma af stað eldgosi, það gæti breyst ef það verður mikil aukning í jarðskjálftum þarna og slíkt hefur gerst áður (eldgosið í Ágúst 2022 hófst þannig). Staðan núna er þannig að best er að fylgjast með stöðu mála og breytingum sem kunna að verða. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað sé að fara að gerast.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (12-Október-2022) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Krýsuvík-Trölladyngja. Í kjölfarið komu fram minni jarðskjálftar. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga sér stað vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjall og það bendir sterklega til þess að þenslan í Fagradalsfjalli sé að ná brotamörkum á ný. Það er ekki von á eldgosi frá eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Ásamt nokkrum rauðum punktum í kringum grænu stjörnuna. Ásamt fleiri punktum víðsvegar um Reykjanesskaga af jarðskjálftum af mismunandi aldri
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að mjög líklega sé sterkari jarðskjálftavirkni á leiðinni. Það er samt ekki hægt að segja til um það hvenær slík jarðskjálftavirkni mundi hefjast. Þetta hefur verið munstrið síðustu mánuði. Jarðskjálftavirknin hefst með þessum og einn daginn þá hefst mjög stór jarðskjálftahrina á þessu svæði. Hvað gerist núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.