Annar stærri jarðskjálftinn í Bárðarbungu í Júní (2023)

Núna í Júní 2023, þá varð annar stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu með stærðina Mw3,1.

Það er græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er einnig rauðir og appelsínugulir punktar í eldstöðinni Öskju á þessu korti. Auk jarðskjálfta í Öræfajökli sem eru merktir með bláum punktum.
Græn stjarna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu (væntanlega, það getur allt gerst).

Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Það hefur verið frekar óvenjuleg jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli síðan í gær (7. Júní 2023). Það hófst með litlum jarðskjálfta með stærðina Mw1,1 og á dýpinu 20,5 km. Þetta eru mjög fáir jarðskjálftar, þannig að það er augljóslega engin hætta á eldgosi.

Blár, appelsínugulur og rauður punktur í Eyjafjallajökli. Auk þess sem það eru rauðir punktar í Kötlu og síðan í öðrum eldstöðvum og svæðum á svæðinu í kring.
Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það yrði mjög óvenjulegt ef Eyjafjallajökull mundi gjósa núna. Þar sem það virðast vera um ~200 ár milli eldgosa í Eyjafjallajökli. Þess á milli er lítið um jarðskjálfta og oft á tíðum verða engir jarðskjálftar í lengri tíma eða mjög fáir á hverju ári. Það hefur að mestu leiti verið það sem hefur gerst í Eyjafjallajökli eftir að eldgosinu árið 2010 lauk. Það er hinsvegar spurning hvort að eitthvað hafi breyst í Eyjafjallajökli. Eins og er þá hef ég ekkert svar við þeirri spurningu en ég ætla að halda áfram að fylgjast með stöðunni í Eyjafjallajökli. Þetta gæti verið ekki neitt, eins og er lang oftast tilfellið.

Jarðskjálfti nærri Surtsey

Í nótt (6. Júní 2023) klukkan 03:17 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og dýpið 15,8 km rétt við Surtsey. Þetta var bara einn stakur jarðskjálfti, einn minni jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 kom fram klukkan 03:20 en hugsanlega hafa einnig komið fram fleiri minni jarðskjálftar sem mældust ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar.

Græn stjarna við Surtsey, sem er suður-vestan við Vestmannaeyjar. Það er síðan gulur punktur norðan við grænu stjörnuna sem sýnir minni jarðskjálfta sem einnig varð þarna á sama svæði.
Jarðskjálftavirkni við Surtsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar þarna í dag. Ég reikna með að þetta hafi bara verið stök jarðskjálftavirkni á þessu svæði og þetta verði þannig í næstu framtíð.

Reglulegur jarðskjálfti í eldstöðinni Bárðarbungu

Jarðskjálftinn sem verður í eldstöðinni Bárðarbungu einu sinni til annan hvern mánuð átti sér stað í dag (5. Júní 2023) klukkan 00:04. Stærð þessa jarðskjálfta var Mw3,4. Nokkrir minni jarðskjálftar áttu sér stað á undan stærsta jarðskjálftanum en það hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Það er næstum því engin önnur jarðskjálftavirkni á þessu korti. Tími á korti er 5. Jún. 23. klukkan 12:00.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbunga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin og reglubundin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Bárðarbungu. Það er engin hætta á eldgosi frá eldstöðinni Bárðarbungu eins og er.

Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Fagradalsfjalli

Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.

Appelsínugulir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Einnig sem að það eru punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Tími á korti er 03. Jún. 23 klukka 12:35.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.

Jarðskjálfti í Kleifarvatni

Í dag (30. Maí 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kleifarvatni í eldstöðinni Krýsuvík. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst en það er möguleiki. Þetta er annar jarðskjálftinn með þessa stærð á þessu svæði á síðustu dögum.

Græn stjarna í Kleifarvatni, auk þess eru bláir punktar og rauður punktur í eldstöðinni Reykjanes sem er talsvert vestan við Kleifarvatn.
Jarðskjálftavirkni í Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni. Það virðast ekki vera neinar kvikuhreyfingar í eldstöðinni Krýsuvík. Það er hugsanlegt að þarna sé um áhrif að ræða vegna þenslu í öðrum eldstöðvum í nágrenninu (Fagradalsfjall) en það er erfitt að vera viss um að svo sé núna. Það ætti að koma í ljós eftir nokkrar vikur ef svo er.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í gær (27. Maí 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Það er ekki að sjá að þessi jarðskjálftahrina tengist þeirri þenslu sem er í eldstöðinni Fagradalsfjall (það er samt möguleiki en eins og er, þá er erfitt að vera viss). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Jarðskjálftahrinan varð suður-vestur af Kleifarvatni.

Græn stjarna suður-vestur af Kleifarvatni þar sem jarðskjálftahrinan er á einum litlum punkti. Auk annara jarðskjálfta sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta sólarhringinn.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé vegna kvikuhreyfinga á þessu svæði. Það eru engin (augljós) merki um það að eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sé að verða virk. Þessa stundina er eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sofandi.

Sjaldgæfur jarðskjálfti í eldstöðinni Snæfellsjökli

Stakur jarðskjálfti átti sér stað í dag (16. Maí 2023) klukkan 14:46 í eldstöðinni Snæfellsjökli. Jarðskjálftinn hafði stærðina Mw2,0 og var með dýpið 0,1 km. Fjarlægð þessa jarðskjálfta var 5,4 km frá Hellissandi en ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst í byggð (ekkert hefur komið fram í fjölmiðlum).

Rauður punktur í eldstöðina Snæfellsjökul sem er norðanlega í eldstöðinni og norðan við sjálfan jökulinn. Þetta er á vestanverðu Snæfellsnesi.
Jarðskjálfti í eldstöðinni Snæfellsjökull. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eins og þessi eru mjög sjaldgæfir í Snæfellsjökli og er þetta fyrsti jarðskjálftinn sem ég skrifa um út frá gögnum sem koma frá Veðurstofu Íslands. Rannsóknir hafa sýnt að það er jarðskjálftavirkni í Snæfellsjökli og er mjög regluleg.

Nýtt jarðhitavæði finnst í Þjóðveg 1 við Hverdalabrekku í eldstöðinni Henglinum

Vegagerðin sendi frá sér þá frétt í dag að það hefði fundist nýtt jarðhitasvæði við Hveradalabrekku í Þjóðvegi 1 sem liggur um þetta svæði. Það er hægt að lesa nánar um þetta í frétt Vegagerðarinnar hérna fyrir neðan. Hitinn neðst í veginum er núna um 86 gráður. Þetta svæði gæti hitnað meira á næstu mánuðum.

Reykjafell sem er norðan við Hveradali þar sem þjóðvegur 1 liggur um. Þetta er einnig ekki mjög langt frá Þrengslahnjúki.
Þjóðvegur 1 eins og hann liggur um þetta svæði í Henglinum. Skjáskot frá vefsíðu ja.is.

Það sem gerist næst er að sjá hvernig þetta er að þróast en samkvæmt fréttinni. Þá er líklegt að þessi jarðhiti hafi verið að koma fram hægt og rólega á undanförnum mánuðum. Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á þessu svæði en þann 9. Maí 2023, þá varð þarna jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 og á 4 km dýpi. Á 130 daga tímabili hefur ekki verið óvenju mikið um jarðskjálfta á þessu svæði miðað við Henglinn og Reykjanesskaga almennt. Þetta svæði svæði á þjóðveg 1 mun líklega halda áfram að hitna á næstu mánuðum.

Frétt Vegagerðarinnar

Jarðhitavirkni undir Hringvegi (vegagerdin.is)


Nýjar upplýsingar

Það er komin ný frétt á Rúv um þetta og sýnir svæðið mjög vel. Þetta er nýtt svæði þar sem gróður er farinn að deyja á þessu svæði eins og kemur fram í fréttinni.

Allt að 100 gráðu hiti mælist við veginn (Rúv.is)

Vefmyndavél

Það er hægt að skoða og fylgjast með svæðinu á vefmyndavél Veðurstofunnar hérna.

Grein uppfærð þann 12. Maí 2023 klukkan 20:49.
Grein uppfærð þann 14. Maí 2023 klukkan 13:03.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu

Í dag (11. Maí 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta er lítil jarðskjálftahrina en dýpi og stærð þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna sé kvikuinnskot á þessum stað.

Jarðskjálftavirkni suð-vestur í Vatnajökli í Þórðarhyrnu sem er suður af Grímsfjalli. Þarna eru appelsínugulir punktar og rauður punktur. Tíminn á kortinu er 11. Maí. 23. 13:10.
Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu suður-vestur af Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna er hluti af sprungukerfi Grímsfjalls, það tengist Lakagígum. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 og stóð til ársins 1904. Það eldgos náði stærðinni VEI=4 samkvæmt Global Volcanism Program sem er hægt að lesa hérna (á ensku).