Sterkur jarðskjálfti 1,4 km austan við fjallið Keili

Í dag (9. Júlí 2023) klukkan 22:22 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 rétt um 1,4 km austan við fjallið Keili. Þessi jarðskjálfti hristi vel upp í Keili og þyrlaði upp skýi af ryki og drullu. Þessi jarðskjálfti tengist þenslu sem á sér stað sunnan við Keili núna, frekar en að tengjast beint við kvikuhreifingar á þessu svæði.

Grænar stjörnur við Fagradalsfjall og Keili á þessu korti. Mjög mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum. Tími á korti er 9. Júlí 2023 klukkan 23:15.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á því að það verði fleiri svona stórir jarðskjálftar á þessu svæði þangað til að eldgosið hefst.